Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 31

Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 31 Klais-risinn í Hallgríms- kirkju TOIVLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Hörður Áskelsson flutti verk eftir J.S. Bach, Jehan Alain, César Franck, Charles-Marie Widor og Jón Hlöðver Áskelsson. Sunnudag- urinn 3. september 2000. SÍÐUSTU tónleikarnir í tón- leikaröðinni „Sumarkvöld við org- elið“ voru sl. sunndagskvöld og lék Hörður Áskelsson orgelleikari Hallgrímskirkju á Klais-orgel kirkjunnar. Hann hóf leik sinn á Fantasíu og fúgu í g-moll (BWV 542) eftir Jóhann Sebastian Bach. Þessi fantasía er merkilegt verk, tónlínurnar áhrifamiklar, undir- byggðar af ríkulegri hljómskipan og formskipanin mun hnitmiðaðri en þekktist hjá eldri tónskáldum. Fúgan er kölluð „sú stóra“ til að- greiningar frá þeirri litlu í g-moll, sem er alls ekki lítil í gerð. Fúgu- stefið er sérlega áhrifamikið og því fylgja tvö mótstef, er svo birtast öll þrjú í svokölluðuin þreföldum kontrapunkti. Þetta glæsilega verk var vel flutt af Herði og var fúgan einkum sérlega skýrlega mótuð og raddskipan á öllu verkinu bar það með sér, að Hörður þekkir vel sitt orgel. Annað viðfangsefni tónleikanna var Svíta eftir Jehan Alain (1911- 40). Hann nam orgelleik hjá Durpé og tónsmíði hjá Dukas og var orð- Orgeltón- leikar í Selfoss- kirkju Á TÓNLEIKUM í Selfoss- kirkju í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30, verður við orgelið Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á efnisskránni eru þekkt verk franskra meistara og g-moll fantasía og fúga J.S. Bach. Þá flytur hann og nýtt íslenskt orgelverk; „Súl- ur“, eftir Jón Hlöðver Áskels- son. Aðgangur er ókeypis. inn orgelleikari við Nicolas de Maisons Lafitte árið 1935 og samdi á sinni stuttu ævi um 127 tónverk. Hann féll í orrustunni við Petit-Puy, 20. júní 1940. Bróðir hans, Olivier (1918) og systir, Mar- ie-Claire (1926) störfuðu við tónlist og er Marie-Claire þekktur orgel- leikari. Það má merkja áhrif frá Debussy og asískri tónlist, svipað og gerðist með Maessiaen, auk þess sem tónstíll hans tekur mið af kirkjutóntegundum (modal rit- hætti), óreglulegri hrynskipan, ofsafengnum þrástefjunum (ost- inato) og hvössum ómstreitum, svo sem heyra mátti sérlega í þriðja kaflanum, sem nefnist Choral. Svítan var mjög vel flutt og með sérlega skemmtilegri raddskipan. Súlur 2000 nefnist nýtt verk eft- ir Jón Hlöðver Áskelsson, er Hörður frumflutti og er þetta verk mjög skýrt í formi, fyrst samsett af stuttum tónhugmyndum, er taka á sig ýmsar myndir er mynda síðan röð af mismunandi útfærsl- um, sem á köflum standa sér og veldur þessi kaflaskipan því að fyrri hluti verksins er svolítið slit- inn í smákafla, sem hver fyrir sig byggist á afmarkaðri vinnuaðferð, eins og t.d. í seinni hlutanum, er bassinn hækkar sig stöðugt um tónsæti á móti impróvísatorísku stefi í háröddunum. Undir lokin þéttist tónbálkurinn og endar verkið á stuttu en rismiklu niður- lagi. Þetta einfalda og skýrt stefj- aða verk var mjög vel flutt og víða leikið með blæbrigði orgelsins á áhrifmikinn máta. Sem aukalag flutti Hörður verkið aftur og þá vann það á og mun trúlega verða vinsælt viðfangsefni íslenskra orel- leikara, er tímar líða. Það er auðheyrt að Herði lætur vel að túlka franska tónlist og var Kórall nr. 3 eftir César Franck mjög fallega mótaður, svo heyra mátti einnig í tveimur þáttum úr orgelsinfóníu nr. 5 eftir Widor, Adagio, er var sérlega fallega raddmótað. Tokkatan glæsilega, þar sem tónhugsunin er samtvinn- uð miklum orgelhljómi, var sérlega vel flutt. Það með lauk „Sumar- kvöldum við orgelið" er stóð að þessu sinni frá 1. júlí til 3. septem- ber og hefur sérlega góð aðsókn að þessum tónleikum sannað það, að orgeltónlist er vinsælt hlustunar- efni og ekki síst þegar leikið er á jafn stórbrotið ogel og Klais-ris- ann í Hallgrímskirkju. Jón Ásgeirsson Gengið á röðina TÖJVLIST Langholtskirkja EINLEIKSTÓNLEIKAR J. S. Bach: Sellósvíturnar sex, BWV 1007-12. Gunnar Kvaran (1.), Sigurður Bjarki Gunnarsson (2.), Sigurður Hall- dórsson (3. & 5.), Hrafnkell Orri Egilsson (4.) og Sigurgeir Agnarsson (6.), selló. Sunnudaginn 3. september kl. 20. FLUTNINGUR fimm íslenzkra sellóleikara á öllum Sellósvítum Bachs sl. sunnudag þótti augljós- lega ekki falla undir „stórviðburð" á þessum tímum viðburðahyggju í listum eftir heldur dræmri aðsókn að dæma. Og þó er spuming hvort samanlögð gæði viðfangsefnis haíi ekki skagað upp úr velflestu sem hæst er hossað og kyrfilegast kynnt í hérlendum tónlistarheimi. Sagnadansar Bachs án orða fyrir einleiksselló eru líkast til hin full- komna andstæða við glys og gling- ur stórviðburða sem nú tröllríða tónlistarlífinu; einræður manns- sálar við sjálfa sig og næstu hlust- endur í tónum, þar sem umbúnað- urinn er ekkert, erindið allt. I þeim skilningi var fráleitt að jafna uppákomuna á sunnudags- kvöldið við burtreiðar eða fegurð- arsamkeppni, eins og kannski hefði mátt láta að sér hvarfla í fljótu bragði, þó svo að fimm selló- leikarar, flestir ungir að ámm, stilltu sér í röð og léku hver sína svítu. Nær væri að jafna framlag þátttakenda við e.k. altarisgöngu í virðingarskyni við tónskáld tón- skálda, og hefði 250. dánarár Bachs ekki einu sinni þurft að koma til. Og þó að við séum að mestu komnir upp úr stallsetning- aráráttu fyrri og rómantískari kynslóða (sem í tilfelli Bachs spratt upphaflega af þýzkri þjóð- ernishyggju 19. aldar), er eigin- lega óþarft að ausa þessi meistara- verk frekara lofi. Þau hafa sannað endingargildi sitt fyrir löngu, hvort heldur til síferskrar endur- hlustunar eða sem gegnlýsandi prófsteinn á færni og innsæi flytj- andans. Þrátt fyrir þetta kom manni svo- lítið á óvart að ekki skyldi vera meiri munur á leikni og einkum túlkun spilaranna fimm en raun bar vitni. Að vísu vom hinir þrír yngstu, allir fyrrum nemendur Gunnars Kvaran, á svipuðu reki, en framhaldsnámsstaðir þeirra vom á hinn bóginn ólíkir og ýmist fyrir austan haf eða vestan. Helzt var það leikur Sigurðar Halldórs- sonar sem skar sig úr, enda hljóð- færi hans girnistrengt barokk- selló. Tæknikröfur svítnanna og að sumu leyti umfang aukast þegar ofar sækir í talnaröðinni og virðist fylgja pöram. 1.-2. em hlutfalls- lega styztar og einfaldastar, 3. og 4. nokkra viðameiri, og í 5. og 6. era möguleikar hljóðfærisins þandir til hins ítrasta, einkum í 6., er spannar gífurlegt tónsvið eða á fjórðu áttund, enda víða skrifað í víólulykli. Nestor hópsins, Gunnar Kvar- an, lagði úr vör með Svítu nr. 1 í G- dúr. Einstaka smáörður hrutu á borð í Forleik og Allemande, en frá og með Courante var allt skínandi skýrt mótað, ekki sízt Sarabandan sem sat framúrskarandi vel. Örlít- ið rómantískur Menúettinn var borinn uppi af fallegum ekkóum og Gikkurinn af seiðandi danssveiflu. Það var ekki nema að vonum hvað heildarsvipurinn var áberandi sterkastur í formrænni útlagningu Gunnars, og sannar það enn sem áður, að fátt kemur í stað reynslu og þroska í þeim efnum. Sigurður Bjarki Gunnarsson lauk framhaldsnámi í Juilliard í New York í vor og lék hér 2. Svítu í d-moll. Þótt tónninn væri stundum svolítið grannur sýndi leikur hans mikið öryggi, góða tilfinningu fyrir bassaferli og skartaði hreinum og syngjandi fjölgripum. Þótt staka trilla væri á neðra upphafstóni (sem maður hélt að kæmi fyrst með snemmklassíkinni) og flestum endurtekningum sleppt í seinni þáttahlutum, var lengst af vel og stílhreint leikið. Sigurður dró skemmtilega fram andstæð hljómahnit með hraða- og styrk- mótun í seinni hluta Saraböndunn- ar, og hoppandi Gikkurinn var tek- inn með útséðu næmi fyrir stígandi og klímax. Sigurður Halldórsson var ábyrgur fyrir mesta fráviki kvölds- ins í tóni og að nokkru leyti í túlk- un, þökk sé barokksellóinu, þar sem girnisstrengirnir virtust nán- ast hvísla, þegar stálstrengir hinna sungu fullum hálsi, þótt bærist annars vel í kirkjunni. Hann hirti einnig ljónshlut tónleikanna með því að flytja heilar tvær svítur, nr. 3 í C-dúr og 5 í c-moll. Fyrri svítan tókst bezt, enda nr. 5 töluvert kröfuharðari, og náði túlkunin hæst í síðustu þrem þáttum með vel mótaðri Saraböndu, sópandi Bourrée (B. II með glerkenndum sul ponticello kontrast líkt og fyrr í Skálholti) og þokkafullum Gikki sem naut ineiri styrkvíddar en flest annað. I því efni var, líkt og fyrr í sumar, annars oftast um heldur fátæklegan garð að gresja, hvort sem hamlaði frekar girnist- rengjastroktækni eða kenningar upprunastefnunnar. Nr. 5 var í samanburði órólegri, örðurnar fleiri og mótunin í heild óskýrari, auk þess sem skrautnótur Sigurð- ar í fyrstu 4 töktum í ítrekun Gavottu I eyðilögðu áferðarand- stæðuna við framhaldið frá takti 5. Þó var gaman að Prelúdíunni, þar sem leikurinn minnti töluvert á rapsódíska takta fornfranskra gömbuleikara á við St. Colombe. Skýrust mótuðu dýnamíkina gat að heyi’a í flutningi Hrafnkels Orra Egilssonar á nr. 4 í Es-dúr, sem býr yfir einhverri yfirveguð- ustu kyrrð og klassískasta jafn- vægi allra svítnanna. Hrafnkell, sem stundar nú framhaldsnám í Lúbeck, sleppti flestum endur- tekningum og lék fremur beint af augum; að vísu ekki án votts af asa hér og þar, en af góðu öryggi, nema helzt í lokaþáttunum Bour- rée I-II og Gigue, þar sem hann steig allt í botn og varð að kyngja niðurhægingu á snúnustu stöðum. Auk þess mátti deila um fegurð stakkató-útfærslu hans á Bourée II. Aðalfingrabrjótur bálksins, nr. 6 í D-dúr, féll í skaut Sigurgeirs Agnarssonar, sem lauk MM gráðu í Boston í fyrravor og stundar nú frekara nám í Dússeldorf. Sem fyrr sagði teygir tónsviðið sig þar hátt upp í veðrahvolfið, þar sem inntónuninni hjá öðram en úrvals- spiluram hættir til að kvarta og kveina, enda bendir ondeggiando- ritháttur Prelúdíunnar (sbr. t. 23- 32) til að gert hafi verið ráð fyrir háum E-aukastreng, þó að hæðin sé að öðra leyti viðráðanleg með fjölgun pósísjóna í síðari tíma leik- tækni. Hvort hin forna og löngu horfna tenórfiðla hafi þar vakið fyrir Bach skal ósagt, en hitt var víst, að ekki þvældist hátíðnin telj- andi fyrir Sigurgeiri, er kýldi á Prelúdíuna með sannkölluðum trompi á hefðbundna fjögurra strengja knéfiðlu sína. Né heldur virtust 32-partaflækjur Allemönd- unnar honum teljandi hindrun, hvað þá risastökk Courante-þátt- arins, sem þrátt fyrir fjölda þumal- pósísjóna var leikinn á hálfgerðum manndrápshraða, en samt af feiki- legu öryggi. Hraðagleðin kom ekki í veg fyrir viðeigandi yfirvegun í Sarabönd- unni, sem var sungin með í senn góðu formnæmi og sterkri tján- ingu, og bæði gavotturnar (hin seinni var að vísu í hægara lagi) og lokagikkurinn steinlágu, eins og sagt er. Hér fór greinilega ungur spilari með tækni og túlkunarhæfi- leika í þverpokum. Gæðastaðallinn var furðuhár á þessum tónleikum. Eftir öllu að dæma þarf litlu að kvíða um ís- lenzkan sellóleik í nánustu framtíð. Ríkarður Ö. Pálsson Sýningu lýkur Gallerí Sævars Karls Sýningu á tíu vatnslitamyndum eftir Jón Axel Egilsson sem verið hefur í gluggunum hjá Sævari Karli í Bankastræti 5 lýkur nk. fimmtudag. Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 ■■i Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Hönnun Gæði Glæsileiki Cassina Nýjar vörur Mörkinni 3 sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl.12-18 Tölvupostur: sala@hellusteypa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.