Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 33 Arðsemi jafnari byggðaþróunar á Islandi NÝJAR tölur frá Hag- stofu sýna að miklir fólksflutningar haldi áfram frá landsbyggð- inni til höfuðborgar- svæðisins og viðamiklar rannsóknir, Stefáns 01- afssonar, prófesssors, benda til þess að ekkert lát sé á þessari þróun að öllu óbreyttu. Hann full- yrðir „að búseta á lands- byggðinni sé í hættu“ sbr. greinar hans í Morg- unblaðinu í nóvember sl. Það er of sjaldgæft að málsmetandi menn hafi bent á þá augljósu stað- reynd að flutningar fólks frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins séu þéttbýlisbúum dýrir, ekki síður en því fólki og byggðum sem fólk flyst frá. Nokkrum sinnum hefur þó bryddað á þessu. Sem dæmi má nefna að borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók rækilega undir þetta sjónarmið ný- lega. Hún lét hafa eftir sér í viðtali að ein afleiðing þess að fólksflutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins sé „að við horfumst í augu við að þessi umferðaraukning (sem af því stafar) fer að verða okkur allt of dýrkeypt". Kostnaður þjóðflutninganna er afar „dýrkeyptur" Mýmörg önnur dæmi um kostnað sem íbúar og sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu hafa af miklum aðflutningum fólks má auðvitað nefna. Þar er af mörgu að taka. Mikla spennu á íbúðamarkaði og hækkun á verði íbúð- arhúsnæðis eins og raunin hefur orðið undanfarin misseri en ekki síður dýrar lausn- ir í gerð umferðar- mannvirkja og fleiru sem tengist því að flýta þarf fokdýrum verkefnum á sviði samgöngumála á höf- uðborgarsvæðinu t.d svokallaðri Sunda- braut, jafnvel færslu Reykjavíkur- flugvallar og mun fleiru sem tengist hraðri þéttbýlismyndun. Tæplega þarf að tíunda þann kostnað sem hlýst af því að fólk flyst frá þorpum og bæjum á landsbyggðinni. Mannvirki nýtast þar oft verr vegna brottflutn- inga fólksins og tækifæri til hag- kvæmrar nýtingar á staðbundnum auðlindum þjóðarinnar verða ekki sem skyldi, svo ekki sé minnst á þann mannlega harmleik sem oft á tíðum má næstum lílqa við nauðungarflutn- inga fólks þaðan sem það á rætur. Kostnaður við þá þjóðflutninga sem hafa staðið nær alla þessa öld er því gífúrlegur, en það sem er athyglis- verðast að hann fer nú í raun vaxandi eins og nánar verður fjallað um hér á eftir.- Höfuðborgarsvæðið er orðin ein af auðlindum okkar Auðvitað var það svo að hraður vöxtur höfðuborgarsvæðisins m.a. vegna aðflutninga fólks fi'á lands- byggðinni varð þess valdandi að við eignuðumst á ótrúlega skömmum tíma miðstöð fjölbreyttrar atvinnu, menningar og lista, sem stendst sam- anburð við stórborgir í útlöndum Byggðaþróun Þessi grunnhyggna umræða stjórnmála- manna og ekki síður fjölmiðla er okkur afar „dýrkeypt“, segir Lárus Jónsson í fyrstu grein sinni. langt umfram fræga höfðatölureglu svo ekki sé minnst á aukið félagslegt öryggi. Tæknibylting sem varð til þess að færri þurftu að vinna erfiðis- vinnu til sjós og lands varð hraðari hér hjá okkur en hjá mörgum öðrum þjóðum. Því verður að halda á lofti að þessir öru fólksflutningar og þéttbýl- ismyndun á höfuðborgarsvæðinu höfðu örugglega í för með sér að mun færri íslendingar fluttust til útlanda en ella hefði orðið. Það er í rauninni ótrúlegt hvað Reykjavík og höfuð- borgarsvæðið geta boðið okkur mikil tækifæri til fjölbreyttrar atvinnu og í menntun- og menningu. Hver stór- viðburður í listum og menningu rekur annan. Fullyrða má að engin smáþjóð - jafnvel stórþjóð á vestrænan mæli- kvai-ða - getur státað af höfuðborg sem getur staðið betur undh- nafni á þeim sviðum sem nútímamannlíf snýst um í æ ríkara mæli. Það er stað- reynd að þessi gróska í atvinnu- og menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu er ein af auðlindum þjóðarinnar. Við njótum starfskrafta, hstsköpunar og lífsorku mun fleiri landa okkar og út- lendinga, sem sest hafa hér að eða heimsækja okkur, vegna þess að við eigum þessa auðlind. Arðsemi jafnari byggðaþróunar við núverandi aðstæður En stöldrum nú aðeins við. Hröð fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er ekki lengur nauðsynleg til þess að auka arðsemi þess. Þvert á móti eru aðflutningar af landsbyggðinni „dýrkeypth-“ á margan hátt og fækk- un fólks í byggðum utan þéttbýlisins við Faxaflóa er aðvitað jafnvel dýr- keyptari. Of sjaldan heyrist hversu mikla verðmæta, aldagamla menn- ingarerfð við eigum í sveitum og þorpum landsins og hvaða auðlind er þar í húfi ekki síður en orka, fiskimið og landgæði. Það er því augljóst mál að aðgerðir til þess að draga úr fólks- flutningum frá landsbyggð til höfuð- borgarsvæðisins eru á þeim tímum sem við lifum nú ótrúlega arðsamar þjóðfélaginu, ekki einvörðungu í krónum og aurum, heldur einnig jafn- vel ekki síður í varanlegri verðmæt- Lárus Jónsson um. Um þessa staðreynd þarf alls ekki að deila. Af því leiðir að ekki þarf heldur að deila um að aðgerðir stjórn- valda til þess að ná þeirri arðsemi sem felst í jafnari byggðaþróun séu ekki einungis æskilegar heldur sé það skylda þeirra að finna leiðir til þess að arðsemi af jafnari byggðaþróun náist eins og stefnt er að á öðrum sviðum þjóðlífsins. Á hinn bóginn geta menn deilt um það hvers konar aðgerðir í þessu efni eru áhrifaríkastar og jafn- vel deilt um að ákveðnar aðgerðir séu gagnslitlar eða gagnslausar. Eru íjölmiðlar og stjórnmálamenn úti á þekju? Stjórnmálamenn og fjölmiðlar tala um arðsemiskröfur í tíma og ótíma, en á þessu sviði virðast menn algjör- lega úti á þekju. Oftast er litið svo á að „byggðapólitík" sé lausnarorð sumra stjóiTimálamanna til þess að nota skattpeninga okkar allra tU þess að hygla dreifbýlisfólki og kaupa at- kvæði. Þessi grunnhyggna umræða stjórnmálamanna og ekki síður fjöl- miðla er okkur afar „dýrkeypt". Upp- lýsingaöldin, sem við teljum okkur lifa á nær því miður oft svo afskaplega skammt undir yfirborð staðreynd- anna, sem blasa við ef menn gefa sér augnablikstíma til þess að hugsa. Hvernig á að gera byggða- þróunina arðsamari? Ætlun mín er að fjalla í næstu greinum um orsakir þjóðflutninga þeirra sem menn hafa nefnt ýmsum nöfnum, svo sem byggðaröskun eða fólksflótta frá dreifbýli í þéttbýli o.s.frv. Meginatriði er þó að stjóm- endur þjóðarinnar geri sér grein íyrir að áframhaldandi þjóðflutningar eru afskaplega kostnaðarsamir og miklu má kosta tU að ná arðsemi sem myndi hljótast af jafnari byggðaþróun í landinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Starfsmenntun fyrir alla MEÐ Morgunblað- inu sl. sunnudag fylgdi kynningarrit um nokk- ur starfsmenntaverk- efni sem starfsmennta- ráð félagsmálaráðu- neytisins hefur veitt fjái’stuðning tU. Það fer vel á því að athygli sé vakin á þessu við upp- hafi viku símenntunar sem stendur nú yfir. Síðastliðið vor kynnti ég á blaðamannafundi breytt skipulag á starfsaðferðum starfs- menntaráðs sem og þau verkefni sem þá var veitt til um 30 milljónum króna. Þau verkefni eru af margvíslegu tagi en lúta öll að því sama markmiði að efla og örva starfsmenntun einstakling- unum og atvinnulífinu öllu til heilla. Jafnframt því að styrkja áfram starfsmenntaverkefni af ýmsu tagi sem hefur verið helsta verkefni starfsmenntaráðs síðustu ár mun sjónum nú verða beint að sérstökum þróunarverkefnum til að mæta þörf- um sem ekki hefur verið nægilega sinnt. Má í því samhengi nefna eitt verkefni sem kynnt er í kynningarrit- inu sem er íslenskukennsla fyrir er- lenda starfsmenn á öldrunarstofnun- um. Þá verður nú í vikunni veittur sérstakur styrkur til þróunar á náms- efni fyrir hafnarverkamenn. í þess- um tilfellum er fjárstuðningurinn umtalsvert hærri en við hina hefð- bundnu úthlutun enda von okkar að með því sé frumkvæði og athafna- semi hagsmunaaðila örvuð svo að verkefnin þróist áfram með jákvæð- um hætti. Þriðja áhersluatriðið í breyttu skipulagi starfsmenntaráðs félags- málaráðuneytisins er að örva kynn- ingarstarf um starfsmenntun og mik- ilvægi hennar fyrir þjóðlífið og kynningarritið sem nú er í höndum landsmanna er góður vitnisburður um þessar áherslur. Starfsmenntaráð félagsmálaráðu- neytisins hefur lagt mörgum góðum verk- efnum lið í gegnum tíð- ina en ég taldi rétt að ráðið endurmótaði áherslur sínar og skipu- lag í takt við nýja tíma. Nýir starfsmenntasjóð- ir hafa komið til nú hin síðari ár í tengslum við kjarasamninga og ein- mitt um þessar mundfr eru starfsmenntasjóðir verkafólks sem stofnað- ir voru með kjarasamn- ingum nú í vor að móta starfsreglur sínar. Að einhverju leyti munu þeir taka við þeim verkefnum sem starfsmenntaráð hefur sinnt til þessa. Starfsmenntaráð mun vitaskuld áfram gegna mikilvægu hlutverki við að styrkja hina ýmsu aðila sem verða framkvæmdaaðilar stefnu félags- málai’áðuneytisins í starfsmennta- Menntamál Öflug starfsmenntun, segir Páll Pétursson, á að standa öllum á vinnu- markaði til boða. málum. Það er mikilvægt að starfs- menntakerfið sé sveigjanlegt og viðbragðsfljótt og svari þörfum ein- staklinga og fyrirtækja fyrir nýja menntun á hverjum tíma. Oflug starfsmenntun á að standa öllum á vinnumarkaði tO boða. MikOvægi starfsmenntunar er ótvíræð og fyrir- tæki stór sem smá eru sífellt að leggja meiri áherslu á hana í starf- semi sinni. Það er til góðs og örvun af hálfu starfsmenntaráðs félagsmála- ráðunejdisins til margra ára til at- vinnulífsins hefur þar tvímælalaust ráðið nokkni. Höfundur er félagsmálaráðherra. Páll Pétursson .: ■:: •■ ■. . . '.. .,'.■■■■■:■ ■U'V Við bjóðum ídons Barnadansar Mambó Samkvæmisdansar Unglingadansar Salsa Evr6pume«stararnir jukkaogSirpakoma i nóvernber Tjútt Dans drsins- La Luna Nýjustu tískudansarnir Kennslustaðir • Bolholt 6, Reykjavík • Fjölnishúsið Dalhúsum 2, Grafarvogi Innritun og upplýsingar 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Systkinaafsláttur • Fjölskylduafsláttur DANSSKÓU Jóns Péturs ogKöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.