Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 35
_________UMRÆÐAN_______
Island frá sjónarhóli
sendiherra
ÉG hef nú látið af
störfum sem sendi-
herra fyrir fram-
kvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins gagn-
vart Islandi og Noregi.
Evrópsk stjómmál
hafa tekið stakka-
skiptum á þeim fjórum
árum sem eru liðin frá
því ég tók við starfinu.
Amsterdamsáttmálinn
jók vægi Evrópuþings-
ins, evran hélt innreið
sína og aðildarviðræð-
ur við 10 ríki Mið- og
Austur-Evrópu auk
Kýpur og Möltu eru
langt á veg komnar. Framgangur
samvinnu ESB-ríkjanna í utanríkis-
og öryggismálum hefur verið mun
meiri en nokkur þorði að vona fyrir
fjórum árum og samstarf í efnhags-
stjórn, atvinnumálum og lögreglu-
og dómsmálum hefur dýpkað veru-
lega. í kjölfar leiðtogafundanna
fyrr á þessu ári starfa aðildarríkin
saman að uppbyggingu upplýsinga-
samfélagsins og þekkingarhagkerf-
isins. Allan tímann hefur innri
markaðurinn virkað hnökralaust og
aðildarríkin eru sem einn maður í
samningum um alþjóðaviðskipti í
Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Fram-
undan eru spennandi tímar með
nýjum sáttmála þar sem fjallað er
um breytingar á stofnunum sam-
bandsins.
Evrópuumræða á Islandi
Þótt áhugi íslendinga á starfsemi
og þróun Evrópusambandsíns hafl
aukist síðustu ár hef ég ekki tekið
eftir mikilli umræðu um þær stór-
stígu breytingar sem hafa átt sér
stað undanfarið. Sú þróun sem átti
sér stað í ESB á níunda áratugnum
með áætluninni um innri markaðinn
og svokallað fjórfrelsi varð tilefni til
mikilla umræðna á Islandi og í öðr-
um EFTA-ríkjum sem fékk niður-
stöðu með samningnum um Evr-
ópska efnhagssvæðið (EES). Hvort
þær breytingar sem hafa átt sér
stað hjá ESB og sú þróun sem blas-
ir við kalli á viðbrögð á íslandi
verða Islendingar sjálfir að meta.
Frá sjónarhóli framkvæmdastjórn-
ar ESB er mjög mikilvægt að eiga
gott samstarf við nágrannaríki og
svo lengi sem EES-samningurinn
virkar eins og til er ætlast er fram-
kvæmdastjórnin sátt.
Ættjarðarást og
þjóðernishyggja
Á liðnum fjórum árum hef ég
komið 23 sinnum til íslands vegna
starfsins og í fríum. Náttúran er
einstæð og stórbrotin en fólkið sem
ég hef kynnst hefur heillað mig enn
meira. Þrennt stendur upp úr í upp-
lifun minni á Islandi. Hið fyrsta er
að Islendingar eru ættjarðarvinir
fremur en þjóðernissinnar. Megin-
munurinn liggur í því að þjóðernis-
sinnar hafna og líta niður á það sem
er erlent á meðan ættjarðarvinir
hafa sjálfstraust til að virða það
besta frá öðrum löndum og svæðum
á sama tíma og þeir gæta sinnar
menningar og þjóðararfs. Þó ísland
sé afskekkt er það ekki einangrað
og íslensk menning blómstrar aug-
ljóslega í samvinnu og samkeppni
við erlenda menningarstrauma.
Þess vegna hefur komið mér á
óvart sú tortryggni sem gætir hjá
mörgum gagnvart alþjóðlegri sam-
vinnu almennt og ESB sérstaklega.
Styrkur Evrópu liggur fremur öðru
í margbreytilegri menningu og í
mikilvægasta hluta sáttmálanna,
grundvallarlöggjafar ESB, stendur
að markmið samstarfsins sé að „ fá
menningu aðildarríkjanna til að
blómstra". Á vegum Evrópusam-
bandsins eru því veittir styrkir til
að ýta undir fjölbreytni í menningu
- nokkuð sem íslenskt listafólk hef-
ur ekki farið varhluta af þar sem
Island tekur þátt í nokkrum þess-
ara áætlana. Sjóðirnir eru settir á
fót til að styrkja fjöl-
breytni í menningarlífi
í álfunni og samstarf
listamanna þvert á
landamæri. Þjóðverjar
njóta þess að íslenskur
menningararfur
blómstri á sama hátt
og íslendingar njóta
þess að finnsk menn-
ing lifi góðu lífi. Hvort
tveggja gerir lífið að-
eins skemmtilegra.
Þátttaka í Evrópusam-
starfi dregur ekki úr
þjóðareinkennum og
menningu. Eða getur
einhver sagt að Frakkar
séu minna franskir vegna þess að
þeir eru í ESB eða Bretar minna
breskir?
Fullveldi og lýðræði
Annað sem stendur upp úr eru
tilfinningar íslendinga gagnvart
sjálfstæði. Eitt af því sem hefur
veitt mér einna mesta ánægju á ís-
landi er hversu tilbúnir Islendingar
eru til að fara eigin leiðir og rækta
sitt persónulega sjálfstæði. Aug-
ljóst er að grundvallargildi um
mannréttindi, réttarríkið og lýð-
ræði eru jafn föst í íslenskri þjóðar-
vitund og í þjóðarvitund þeirra
ríkja sem standa að ESB. Svo sam-
gróin vitundinni að fæstir leiða
hugann að því. Það kemur því ekki
á óvart að Island og ESB eiga sam-
leið í langflestum málum. Ég verð
hins vegar að játa að mér hefur
komið mjög í opna skjöldu ummæli
þeirra sem segja að ESB sé ólýð-
ræðislegt og andsnúið fullveldi að-
ildarríkjanna. Evrópusambandið
snýst um að auka fullveldi þeirra
ríkja sem taka þátt í samstarfinu. í
gegnum ESB geta aðildarríkin
leyst viðfangsefni sem þau geta
ekki eða verr leyst hvert fyrir sig.
Þannig styrkir samstarfið fullveldi
aðildarríkjanna til að hafa stjórn á
þeim málum sem brenna á borgur-
unum og til að renna stoðum undir
efnahagslega velferð þeirra og ör-
yggi. Hvað lýðræði varðar þá eru
það ráðherrar aðildarríkjanna og
Evrópuþingið sem taka ákvarðanir
Samfélag
Island er lifandi og
spennandi samfélag,
segir John Maddison,
sem hefur heillað mig
og Danielle, eigin-
konu mína.
innan ESB. Ráðherrarnir eru með
umboð frá þingum ríkja sinna og
þingmenn Evrópuþingsins eru
kosnir beinni kosningu. ESB gerir
kröfu til nýrra aðildarríkja um að
þau hafi stöðugt lýðræði, réttarríki,
virði réttindi minnihlutahópa og af-
nemi dauðarefsingar. Evrópusam-
bandið er ekki fullkomið en erfitt er
að halda því fram að það ræni aðild-
arríkin fullveldi og lýðræði. Búlgar-
ir, Eislendingar, Lettar, Litháar,
Pólverjar, Slóvakar, Slóvanir, Rúm-
enar, Tékkar og Ungverjar sem
nýverið hafa fengið styrkt fullveldi
myndu tæpast sækjast eftir aðild
að ESB ef þeir teldu sjálfstæði sínu
teflt í hættu.
Spennandi samfélag
Hið þriðja sem stendur upp úr er
nýjungagirni og alþjóðahyggja ís-
lendinga. Islendingar leita mikið til
útlanda eftir menntun og til að
þroska sig í starfi og sú tækninýj-
ung sem Islendingar eru ekki
spenntir að skoða hefur ekki verið
fundin upp! Langflestir snúa aftur
frá námi og störfum í útlöndum og
taka með sér nýjar hugmyndir og
nýjar aðferðir. Niðurstaðan er lif-
andi og spennandi samfélag sem
hefur heillað mig og Danielle, eigin-
konu mína. Við erum ákveðin í að
koma oftar til íslands þó nýjar
skyldur sem sendiherra fram-
kvæmdastjórnar ESB hjá OECD
og UNESCO í París verði eflaust
umfangsmiklar. Takk fyrir okkur
og bestu kveðjur!
Höfundur er sendiherra.
Endurtekin vegna mikillar eftirspurnar
Þekkingarstjórnun
Námskeið haldið mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. okt.
Þekkingarstjórnun eflir vinnustaðinn með því að varðveita
betur þekkingu sem verður til við dagleg störf. Á námskeið-
inu er farið yfir leiðir til að efla og miðla þekkingu á vinnu-
stað. Nánari upplýsingar í síma 564 4688.
Netfang: skipulag@vortex.is.
Minnum einnig á námskeiðin
Inngangur að skjalastjórnun
haldið 25. og 26. sept.
Skjalastjórnun 2; skjöl í
gæðaumhverfi
haldið 2. og 3. okt.
Skjalastjórnun
persónuupplýsinga
haldið 9. og 10. okt.
SKIPULAG & SKJÖL=hf
SKJALASTJÓRNUN - ÞEKKINCARSTJÓRNUN
Alfa Kristjánsdóttir og Sigmar Þormar
Hamraborg 1 - 200 Kópavogi - Sími 564 4688 - Fax 564 4689
skipulag@vortex.is
John Maddison
SIGLINGASKÓLINN
Námskeið til 30 niml. réttínda
13. sept. -27. nóv. á mánudags- og
miðvikudagskvöldum kl. 7-11.
Kennsla samkvæmt námskrá
menntamálaráðuneytisins.
Námskeið tíi sigLinga á opnu hafi
á skútum - hafsinglingar
(Yachtmaster Offshore)
14. sept. - 9. nóv.
Inntökuskilyrði 30 rúml. próf.
Utvegum skútur firá Ameríku
og segl frá Hong Kong.
Upplýsingar og innritun í
símum 588 3092 og 898 0599.
Netfang: bhais@centrum.is
Veffang: www.centrum.is/siglingaskolinn
SIGLINGASKÓLINN
Vamsholti 8, kennsla Austurbugt 3.
Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla.
fyriv alla
Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fuliorðna.
Gömlu dansarnir - Standard - Latin
Byrjendur og framhald.
• Kántry línuáans
Salsa + Mambó * Merenge
• Brúðarpör
Keppnispör, œfmgar 2-3svar í viku
• Erlenáir gestakennarar
• Einkatímar
• Frábœrir kennarar og skemmtilegt
anárúmsloft
• Opið hús á
laugaráagskvöMum
Fo^menns^Q. ({jys'immi
DANSSKOLI
Sigurðar Hákonarsonar
Auðbrekku 17 - Kópavogi
Tveir fyrir einn til
Costa del Sol
14. september
frá Kr. 1 8.500
Nú bjóðum við einstakt tækifæri á síðustu sætunum í sólina
þann 14. september til vinsælasta áfangastaðar við
Miðjarðarhafið, Costa del Sol. Þú bókar 2 sæti en borgar
bara fyrir eitt og kemst í viku í sólina á verði sem hefur
aldrei sést áður. Að auki getur þú valið um fjölda gististaða
með Heimsferðum á góðu verði og að sjálfsögðu nýtur þú
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verðkr, 18.500
Verð á mann, m.v. 37.000/2 “18.500.
Flugvallarskattar kr. 2.490, ekki
innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr.
1.600.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is