Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
N ýlendan
Tíbet
„Þegar Tíbetar verða orðnir lítill minni-
hluti í eigin landi er andófið orðið til-
gangslaust, engin von um árangur. “
Fulltrúar Vesturlanda
biðja nú gömlu ný-
lenduþjóðirnar af-
sökunar á því að
þær skyldu vera
arðrændar og kúgaðar, að menn-
ing þeirra skyldi vera fótum
troðin, landi rænt. Beðist er vel-
virðingar á syndum forfeðranna.
Vandinn er sá að óþarfi er að
leita til sögunnar til að finna
dæmi um slíka meðferð á þjóð-
um. Nýlenduveldið Kína heldur
uppi merkinu af miklu kappi þótt
reynt sé að láta það fara leynt.
Grundvallarreglur um mannrétt-
indi og rétt þjóðarbrota, sem
samþykktar hafa verið á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, eru
þverbrotnar.
Kínverjar hafa undanfarna
áratugi reynt að tortíma menn-
ingu Tíbeta með margvíslegum
hætti en
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
bregðast illir
við þegar þeir
eru krafðir
skýringa.
Beitt er ýmist frekju eða hótun-
um, smjaðri eða loforðum um
mikil viðskipti til að fá aðrar
þjóðir til að hunsa málstað Tíb-
eta og útlægan talsmann þeirra,
Dalai Lama. Ef honum er sýnd
virðing og samúð af hálfu opin-
berra valdhafa, hvort sem það
gerist í Washington eða Reykja-
vík, er rokið upp til handa og fóta
í Peking.
„Móðgun við kínversku þjóð-
ina“, og „óþolandi afskipti af inn-
anríkismálum Kína“ eru klisj-
urnar. Oftast duga þessi
harkalegu viðbrögð til þess að
þagga niður í þeim sem vilja
tryggja sér ábatasöm viðskipti
við væntanlegt risaveldi. Tíbetar
hafa fátt að bjóða í þeim efnum.
Framferði Kínverja í Tíbet er
einhver versti smánarbletturinn
í sögu alþýðulýðveldisins svo-
nefnda og er þó af nógu að taka.
Forn menning Tíbeta var svívirt
og reynt að koma arfi þjóðarinn-
ar fyrir kattarnef. Tíbet skal
verða óaðskiljanlegur hluti Kína
um aldur og ævi, hvað sem líður
áliti Tíbeta sjálfra og umheims-
ins á réttindum þeiira.
Stundum er deilt um skilgrein-
ingu á orðinu þjóð en Tíbetar
fullnægja öllum skilyrðum sem
menn hafa sett. Þeir tala sér-
staka tungu, eiga sína eigin
menningu og sögu. Tíbet var öfl-
ugt ríki fyrr á öldum en Kínverj-
ar fullyrða að það hafi orðið
skattland keisarans um 1700 og
jafnvel mörgum öldum fyrr.
Heimildir fyrir því eru afar
hæpnar og undir lok 19. aldar var
Tíbet í reynd sjálfstætt en al-
gerlega einangrað frá umheimin-
um. Það varð bitbein Breta og
Rússa, sem börðust um áhrif í
Asíu, árin 1913-1914 var gerður
alþjóðlegur samningur þar sem
kveðið var á um sjálfstæði Tíb-
ets.
Kínverjar neituðu að staðfesta
hann. Þeir segja að aldrei hafi
nokkurt ríki viðurkennt sjálf-
stæði Tíbeta sem er rangt, það
gerðu t.d. Nepal og fleiri lönd.
En Tíbet var eitthvert fátækasta
iand heims, þar var öll menning-
in gegnsýrð af trúarbrögðum
búddismans og hefðum ein-
angrunar og nútimatækni ekki til
í atvinnulífinu. Þeir ráku einfald-
lega ekki neina hefðbundna utan-
ríkisstefnu sem slíka, voru
hvergi með sendiráð.
Þegar kommúnistar höfðu
stofnað alþýðulýðveldið 1949 var
næsta skrefið að hernema Tíbet.
Þar voru engar raunverulegar
varnir og hafa verður í huga að
búddatrú landsmanna leggur
áherslu á frið og andúð á ofbeldi.
Samt féllu þúsundir manna er
Tíbetar reyndu í örvæntingu
sinni að verjast. Síðan hefur oft
komið til átaka og fjöldi fólks
hefur látið lífið eða orðið fyrir
misþyrmingum. Undir niðri ólg-
ar og kraumar en valdsherrarnir
í Peking eru sannfærðir um að
tíminn vinni með þeim - og því
miður ekki að ástæðulausu.
Tíbet er hernaðarlega mikil-
vægt vegna landfræðilegu sinn-
ar, þar eru einnig miklar úrann-
ámur.
Hvernig ætla ráðamenn í Pek-
ing að tryggja sér sigur? Hver á
„hin endanlega iausn Tíbetmáls-
ins“ að verða svo að gripið sé til
sögulegs orðalags?
Lausn kommúnistastjórnar-
innar er einföld; að gera Tíbeta
að minnihluta í eigin landi. Beita
á afli fjöldans gegn smáþjóðinni,
þeirri staðreynd að Kínverjar
eru 1200 milljónir.
Areiðanlegar og nákvæmar
tölur um íbúafjölda í Tíbet eru
ekki til, stjórnvöld segja að alls
búi þar um fimm milijónir
manna. En þeir sem til þekkja
álíta að Tíbetar séu um sex millj-
ónir en að auki séu um 7,5 millj-
ónir Kínverja í landinu. Enn
flækir það síðan málin að eftir að
Kínverjar hernámu landið 1950
breyttu þeir landamærunum.
Sniðin voru af Tíbet stór svæði
sem nú eru sögð hluti af grann-
héruðunum í Kína. Kínverjar
hafa á síðari árum flust til þess-
ara svæða og Tíbets, reyndar oft
verið fluttir þangað með valdi frá
öðrum héruðum. En opinberlega
er reynt að fela hvað sé að gerast
með því að falsa tölur um fjölda
Kínverja í landinu.
Hvað um framfarirnar, var
ekki Tíbet land í greipum aftur-
halds og búddamunka? Árið 1980
viðurkenndi Hu Yaobang, sem þá
var aðalritari kommúnistaflokks-
ins og eftir lát sitt átrúnaðargoð
umbótasinna 1989, að lífskjör
Tíbeta hefðu versnað síðan 1959.
Hann sagði að mikill fjöldi kín-
verskra landnema í Tíbet væri
beinlínis hemill á framfarir en
þess má geta að mikil spjöll hafa
verið unnin á viðkvæmri náttúru
landsins síðustu áratugi og land-
ið er víða ofsetið.
Þegar Tíbetar verða orðnir lít-
ill minnihluti í eigin landi er and-
ófið orðið tilgangslaust, engin
von um árangur. Lagt hefur ver-
ið til að efnt verði til þjóðar-
atkvæðagreiðslu meðal Tíbeta
um tengsl þeirra við Kína. Ai-
þjóðlegir eftirlitsmenn myndu
sjá um að allt færi vel og lýðræð-
islega fram. En kínverska stjórn-
in hlustar ekki á slíkt tal. Hún er
búin að ákveða að nota seinlega
en hávaðalitla aðferð til að koma
Tíbetum og menningu þeirra á
kné, drekkja þeim í öðru fólki.
Þögnin getur verið þægileg
fyrir suma. En öðru hverju ber-
ast samt með blænum andvörp
og stunur úr fangelsinu frá smá-
þjóðinni sem verið er að kyrkja í
Himalajafjöllum.
UMRÆÐAN
Endurmenntun -
til hvers?
Auður
Styrkársdóttir
UM margra ára bil
hafa nokkrir aðilar
hér á landi bent á
nauðsyn endur-
menntunar og s£-
menntunar fullorð-
inna á vinnumarkaði.
Margir stjórnendur
og starfsmenn hafa
sjálfir verið mjög
duglegir að sækja
námskeið sem auka
hæfni þeirra, jafnvel
námskeið sem í engu
eru metin til launa
og vinnuveitandinn
tekur lítinn eða eng-
an þátt í. Fólk hefur
flykkst á námskeið
Endurmenntunarstofnunar Há-
skóla Islands, námskeið Tóm-
stundaskóla MFA, Námsflokkanna
og ýmissa annarra aðila sem bjóða
almenningi fræðslu af ýmsum
toga.
Mikil þörf - gerum betur
Það er ljóst að þekkingarþorst-
inn er mikill í atvinnulífi hér á
landi. I nýlegri skoðanakönnun
meðal félaga Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur kom t.d. fram að
80% aðspurðra lýsti yfir áhuga á
endurmenntun.
I sömu skoðanakönnun kom líka
fram, að einungis 34% starfsmanna
sagðist eiga kost á endurmenntun í
starfi. Því yngri sem starfsmenn
voru, þeim mun færri voru kostirn-
ir. Þetta er mjög
slæmt, bæði fyrir við-
komandi einstaklinga
og atvinnulífið í land-
inu. Eðli flestra starfa
er þannig, að sífellt má
gera betur og flestir
starfsmenn hafa þar að
auki bæði gagn og
gaman að því að hugsa
um starf sitt og leita
leiða til að bæta um
betur. Þá má ekki
gleyma þeim þættinum
sem kannski er mikil-
vægastur til lengri
tíma litið: með endur-
menntun í starfi skap-
ast oftast mjög sterk
liðsheild starfsmanna. A námskeið-
um kynnist fólk á nýjan hátt og
uppgötvar oftar en ekki óvæntar
hliðar á samstarfsfólki sínu. Þess-
ar uppgötvanir eru hvetjandi í eðli
sínu og geta gjörbreytt andanum á
vinnustaðnum og skapað fjöl-
breyttara og skemmtilegra um-
hverfí. Slíkt umhverfi er líklegra
til að laða að hæft og áhugasamt
fólk og halda því lengur á vinnu-
staðnum og bæta þar með sam-
keppnisstöðu fyrirtækja.
Mikilvægt starf fræðslu-
og starfsmannastjóra
Mörg íslensk fyrirtæki hafa sem
betur fer tileinkað sér það viðhorf
að fjárfesting í mannauði skilar
sér, að námi lýkur aldrei og alltaf
Símenntun
Ljóst er, segir
Auður Styrkársdóttir,
að þekkingarþorstinn
er mikill í atvinnulífi
hér á landi.
má gera betur. Það færist í vöxt að
ákveðnum hluta veltunnar sé varið
til starfsmannaþjálfunar og endur-
menntunar og sérstök símenntun-
arstefna eða áætlun er mótuð.
Þetta ætti að vera fastur liður á
hverju ári ef vel á að vera. Sum
fyrirtæki draga reyndar úr starfs-
mannaþjálfun þegar illa árar en þá
er fyrst nauðsyn að styrkja liðs-
andann og efla sjálfstraust starfs-
manna ef samkeppnisstaða á ekki
að tapast. Endurmenntun og sí-
menntun í starfi hljóta á komandi
árum að verða fastur útgjaldaliður
í hverju fyrirtæki ef íslenskur
vinnumarkaður á að halda áfram
að vera samkeppnishæfur í því al-
þjóðaumhverfi sem við búum nú
við. Það er því tilefni til að hvetja
starfsmanna- og fræðslustjóra til
að efla starf sitt, öllum til hag-
sældar.
Höfundur er verkefnustjóri hjá
Skreffyrir skrefehf.
Kvótamálin
ÞAÐ vakti verulega
athygli, er dr. Hannes
Hólmsteinn sagði frá,
í ríkisútvarpinu fyrr-
ipartinn í ágúst, að
hann hefði verið um
fjóra mánuði á ferða-
lagi í fjarlægum lönd-
um og heimsálfum. Á
sama tíma kom álagn-
ingarskráin fram, og
ekkert þar gaf til
kynna, að tekjur hans
gætu staðið undir
slíkum ferðum.
Hannes þekkir
náttúrlega gamla
húsganginn: Legg í
lófa blindum manni,
hann skal ekki sjá, þótt honum
liggi lífið á! Þannig segir sagan, að
slyngir umrenningar hafi komist
bærilega af og látið nokkuð mont-
lega. Verið sem sagt drjúgir með
sig í tali og hátterni.
Nú er ekki nema gott um það að
segja, að menn leggi land undir
fót, og einnig að menn fari ekki al-
veg einir saman um langa og
ókunna vegu, kanski refilstigu í
hálfgerðum bófalöndum. Þetta
skilur dr. Hannes Hólmsteinn
mætavel og því hefur komið fram,
að einskonar verkaskipting hefur
átt sér stað í kvótaboðskapnum.
Dr. H H (ath.ekki rugla saman við
lord HoHo,þekktum áróðurs-
manni frá seinni heimsstyrjöld-
inni) hefur fengið til liðs við sig dr.
Ragnar Árnason, prófessor við HÍ
(Hannes er það líka). Þótt ein-
kennilega megi virðast við fyrstu
sýn, falla (tangera) skoðanir þeirra
prófessoranna vel saman, annar
sem fullkominn frjálshyggjumaður
og hinn sem gamall sósi. Það má
segja, að landfræðilega sé þetta
eins og annar standi á Alaska-
strönd og kalli yfir til Síberíu, þar
sem hinn tekur á móti boðskapn-
um! (Sumir segja að það sé stutt
öfganna á milli!) En það sérkenni-
lega við þetta allt saman, er að
báðir boða, og reyndar tveir aðrir
þekktir doktorar, þeir dr. Rögn-
valdur Hannesson (einn aðalhönn-
uður kerfisins og tals-
maður erlendis) og dr.
Björn Dagbjartsson,
þá kenningu að ís-
lenska kvótakerfið,
með öllum sínum göll-
um og kostum, sé það
besta í heiminum,
hvorki meira né
minna! Til þess að
einhverjir kunni að
trúa þvi, leggja þeir
upp í langferðir, hin-
um megin á hnettin-
um, og rembast eins
og rjúpan við staur,
að sannfæra ráða-
menn þar um ágæti
kvótakerfisins. (Ath.
ekki kemur fram í frásögnum að
þeir reyni við sjómennina.) Hér
heima gapa tveir menn umfram
Fiskveiðistefnan
Þrátt fyrir allt, segir
______Jón Armann_________
Héðinsson, er haldið
í vindmylluhernað
fyrir hönd kvótagreif-
anna og kerfíð lofað sem
glóandi gull væri.
aðra, að kjarki doktoranna og fara
einnig útfyrir landsteinana með
það í kollinum, að þetta sé það
besta £ heiminum við fiskveiði-
stjórnun. Þessir tveir menn eru
annars vegar utanrfkisráðherra Is-
lands í dag og forseti landsins.
Halldór reynir á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna að sannfæra
menn um kostina og að við notum
besta stjórnunarkerfið við fisk-
veiðar og verndun. Þetta gengur
svo langt, að margir trúa þessu, en
geta þó ekki varið það, ef spurt er
um hvað hafi áunnist eftir 16 árin.
Meira að segja framkvæmdastjóri
SÞ trúir þessu og fer með það
Jón Ármann
Héðinsson
lengra um jarðir. Manni verður á
að vor- kenna forseta íslands, þeg-
ar hann kemur til Rómar og heim-
sækir FAO, (matvælastofnun SÞ)
og fer með sama fleipur. Hann
ætti þó að vita betur, eftir margar
ferðir, vestur og norður um landið.
En þegar menn eru sjálfir doktor-
ar, er erfitt að gagnrýna „kollega"
sina.
Allir þessir menn gleyma því, að
ellefu þjóðir, sem sumar ráða yfir
hafsvæði fyrir austan, sunnan og
vestan við okkur, hafa engan
áhuga á kvótakerfi okkar og svo
virðist vera, sem þokkalega gangi,
þótt það sé eðlilega misjafnt eftir
stað og stundu.
Þrátt fyrir þetta allt saman, er
haldið í vindmylluhernað fyrir
hönd kvótagreifanna og kerfið lof-
að sem glóandi gull væri (gefur
vfst sumum það!). Þetta eru
sannkallaðir riddarar nútfmans og
feta með sóma i fótspor Don Quix-
ote de la Mancha og meðreiðar-
sveinsins Sancho Panza.
(Guðbergur Bergsson gaf þeim
þessi nöfn á fslensku: Don Kíkóti
og Sansjó Pansa. Höfundur bætti
svo V-inu inní, vegna efnis máls-
ins).
Nú er ekki úr vegi að nefna eitt
dæmi, svona til þess að sýna
mönnum hvað kerfið er grátlega
vitlaust. Nokkrir tugir af trillum
og smábátum eru nú við landfestar
í Húsavíkurhöfn. Þeir sárafáu sem
róa fá góðan afla skammt undan
landi eða útmeð, eftir svona einn
til tvo tíma í stími.
Hins vegar er fluttur til Húsa-
víkur afli úr togara frá Snæfells-
nesi á sérbúnum bíl, allt að 30.000
kg þungum með afla. Þetta er
nærri 500 km leið.
Stærðin á fiskinum er 2-3 kg
stykkið. Fulltrúi frjálshyggjunnar
í bæjarstjórn kallar þetta „nýja
tímann“. Gaman væri að sjá rökin
fyrir þessu af hendi hinna lærðu
manna. Til glöggvunar stjórnar
„Esso“ þessu, en þeir ráða nú ör-
lögum Fiskiðjusamlagsins. Það er
allt, sem áður var.
Það var reist af heimamönnum
og í meirihlutaeign bæjarins í 50
ár!.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.