Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 41 UMRÆÐAN Nói áttræður og aldrei óþekkari? VEGNA umfjöllun- ar fjölmiðla um ferð starfsmanna Nóa Sír- íuss á Esjuna síðastlið- ið föstudagskvöld og tendrun neyðarblysa, sem og „hátíðarhöld" á Lækjartorgi fyrr um daginn, er rétt að eftir- farandi komi fram: Esjuferðin Ferð þessi var síð- asti þátturinn í fjöl- breyttri afmæhsdag- skrá íyrirtækisins sem staðið hefur allan ágústmánuð og var hún farin í framhaldi af vel heppnaðri skemmtun starfs- manna og fjölskyldna þeiiTa á lóð Nóa Síríuss fyrr um daginn. Þessi ferð var vandlega undirbúin og far- in í samráði við fulltrúa Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík. Fundað var um þetta mál um miðjan júní þar sem fulltrúar Nóa Síríuss viðr- uðu þann möguleika að tendra blys í Esjunni og mynda þannig með táknrænum hætti töluna „80“. Farið var yfir þá þætti er hafa þyrfti á hreinu varðandi málið og menn skiptu með sér verkum. Nóa-menn tóku að sér að afla leyfis landeig- anda sem er Skógræktarfélag Reykjavíkur. Töldum við að hjálp- arsveitin myndi sjá um að fá leyfi lögreglu. Það var síðan í byrjun liðinnar viku að ákveðið var að láta af verða og því haft samband við tengilið okkar hjá Hjálparsveit skáta. Tilnefndi hann tvo sinna manna okkur til aðstoðar og voru þeir með okkm- á Esjunni umrætt kvöld. Neyðar- blysin voru fengin hjá hjálparsveitinni í byrj- un vikunnar, enda ekki á færi almennings að nálgast slík blys. Svo var haldið upp á Esj- una í góðri trú um að öll formsatriði væru á hreinu. Vert er að ár- étta að um fjölskylduferð var að ræða þar sem börn voru með í för og áfengi ekki haft um hönd. I ljós hefur komið að fyrir mis- skilning var ekki gengið frá því að fá skriflegt leyfi lögreglu. Það verð- ur svo til þess að koma af stað ákveðnu viðbragðsferli þar sem lög- regla kemur á staðinn og þyrla Landhelgisgæslu er sett í við- bragðsstöðu. Þarna verða mannleg mistök og þykir okkur mjög miður að það hafi orðið til að koma af stað þessari óheppilegu atburðarás. Skemmtun á Lækjartorgi Á baksíðu Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag er sagt frá því að „hátíðarhöld" Nóa Síríuss á Lækj- Tímamót * Ohætt er að segja að lögreglan hafí farið of- fari í þessu máli. Hjalti Jónsson gerir hér at- hugasemd við umfjöllun fjölmiðla um „hátíðar- höld“ Nóa Síríuss. artorgi fyrr um daginn hafi fengið „snubbóttan endi“. Kvartað hafi verið undan hávaða og mannsöfnuði og að lögregla hafi haft afskipti af þessari „afmælishátíð" sem fór þarna fram í fullkomnu leyfisleysi. Framsetningu og orðaval Morgun- blaðsins má auðveldlega misskilja á neikvæðan veg. Mátti jafnvel lesa úr fréttinni að við hefðum staðið fyrir hávaðasamri fylleríissam- kundu á Lækjartorgi um miðjan dag í fullkomnu leyfisleysi, verið öðrum til ama og síðan haldið á Esj- una um kvöldið, ranglandi með blys í hendi. Þarna var engin afmælis- hátíð. Hið rétta er að þarna voru tveir landsþekktir kraftakarlar og skemmtikraftar á okkar vegum að leyfa gestum og gangandi að reyna krafta sína. Fengu þeir er þreyttu raunina súkkulaði að launum. Þessu fylgdi hvorki verulegur hávaði né Hjalti Jónsson óspektir. Hafa sennilega verið á bil- inu 40-50 manns samankomnir þeg- ar mest var. Merkilegra var það nú ekki, en því miður kom okkar hlið mála ekki fram áður en umrædd grein var birt, lituð neikvæðri fram- sögn lögreglu. Leyfi lá fyrir Þá kom fram að ekki hefði verið leyfi fyrir þessari uppákomu. Það er rangt. Við höfðum talað við fram- kvæmdastjóra miðborgar og greint frá málinu. Þar sem ekki var um tónlistarviðburð eða beina sölustarfsemi að ræða sagði hún að ekki þyrfti leyfi lögreglu. Raunar fagnaði framkvæmdastjórinn fram- taki okkar og sagði það gæða mið- borgina lífi. Við vorum á sama tíma að gefa rauðan ópal þeim bílstjórum sem staðnæmst höfðu á rauðu ljósi á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu. Var það til gamans gert með góðfúslegu leyfi og í sam- ráði við lögreglu. Var frá því gengið síðastliðið miðvikudagskvöld, tveim- ur dögum áður, við hlutaðeigandi aðila innan lögreglunnar. Við það tækifæri var viðkomandi greint frá áformum okkar með aflraunir á Lækjartorgi. Hans skoðun var sú að réttast væri að fá leyfi lögreglu og tók hann niður nauðsynlegar upp- lýsingar þar að lútandi. í samtali á laugardag staðfesti hann að hann hefði talað við vakthafandi varð- stjóra á föstudagsmorgun og gengið frá málinu. Leyfi fyrir þessum at- burði átti því að vera til staðar ef þyrfti. Einhverra hluta vegna ratar málið ekki rétta leið innan lög- reglunnar sem verður svo til þess að þeir hafa óþarfa afskipti af okkur. Óhætt er að segja að lögreglan hafi farið offari í þessu máli. Raunar býður mér svo í grun að þeir lög- reglumenn sem komu á staðinn að beiðni varðstjóra hefðu gjarnan vilj- að vera að sinna öðrum og mikil- vægari málum á þessum tíma en að „leysa upp“ saklausa skemmtun, sem þó fór fram með leyfi yfirvalda samkvæmt okkar bestu vitund. i • Undirritaður gerði tilraun til að ' ‘ hringja í varðstjórann og leiðrétta þennan misskilning þá þegar. Fékkst ekki við hann samband og var mér tjáð að það væri föstudag- ur, klukkan orðin ríflega fjögur og menn hættir vinnu. Á sama tíma var hann að gefa skipun í talstöð lög- reglu um að stöðva okkur tafarlaust ! Stöðva hvað? Vel heppnaður afmælismánuður Afmælismánuðurinn hefur verið viðburðaríkur og afar vel heppnað- {• ur í flestu tilliti. Höfum við glatt margan Islendinginn á óvæntan og skemmtilegan máta allan ágúst- mánuð og okkur borist fjölmörg þakkarbréf, símtöl og tölvupóstur því til staðfestingar. Sem dæmi má nefna að í síðustu viku færðum við barnadeildum þriggja sjúkrahúsa veglegar gjafir, áttræðir samferða- menn Nóa hafa fengið konfektkassa í afmælisgjöf, Nói Síríus hélt karni- val í Hljómskálagarðinum fyrir börn á aldrinum 6-9 ára er voru á leikjanámskeiðum ÍTR, íbúar allra húsa á Islandi númer áttatíu hafa fengið gjöf frá okkur og svo mætti lengi telja. Að baki þessari herferð liggur gríðarlega mikil vinna og undirbúningur. Því er það miður ef misskilningur á lokasprettinum verður til þess að rýra það ágæta starf sem ötult starfsfólk okkar hef- ur unnið undanfarnar vikur, en ef til vill dæmigert fyiir fjölmiðlun að það séu neikvæðu fréttirnar sem menn kjósa að hampa. Höfundur er markaðsstjóri Nóa Síríuss. Skúrkurinn í Þverholti JÓN Ragnarsson, veitingamaður í Val- höll, sat fyrir svörum í helgarviðtali DV fyr- ir skemmstu þar sem hann svaraði m.a. spurningum um vænt- anlega sölu á Hótel Valhöll. Ekki verður betur séð en að þeim spurningum hafi verið samviskusamlega svarað og ekkert kemur fram í viðtal- inu sem bendir til annars en að hér sé á ferðinni dugmikill og farsæll athafnamaður sem hefur helgað sig þjónustu við ferðamenn á lands- byggðinni af mikilli elju. Því er fyrirsögn viðtalsins SKÚRKUR- INN I VALHÖLL mjög á skjön við sjálft innihald viðtalsins. Jón Ragnarsson veitingamaður sem í góðri trú veitir DV viðtal um sjálf- an sig, fjölskyldu sína, hótelrekst- ur og hina umræddu sölu, situr uppi með að vera gerður að skúrki, sem slegið er upp sem slík- um með flennistóru letri og lit- mynd á einum útbreiddasta miðli landsins. Það skyldi engan undra þó honum og hans nánustu kunni að hafa brugðið illþyrmilega við umræddan uppslátt. Vissulega hefði ríkisstjórn Is- lands fyrir löngu átt að vera búin að ganga frá kaupum á þessari eign á sanngjörnu verði. Slíkt til- boð hefur hinsvegar aldrei borist og sá sem ekki vill þegar hann fær, fær ekki þegar hann vill. Hér er síður en svo við Jón Ragnarsson að sakast. Ríkið var aðeins reiðubúið að greiða um fimmtung raunvirðis fyrir eignina og hefur auk þess meinað honum að stækka hótelið, sem er forsenda arðbærs reksturs. I ljósi þessa er forsíðuárás DV með ólíkindum. Þetta mun reyndar ekki vera í fyrsta sinn sem fólk hefur verið beitt slíkum fanta- brögðum eftir að hafa fallist á að svara spurmngum blaðamanna þessa miðils um mál sem hafa verið í brenni- depli hverju sinni. Með reglulegu milli- bili freistar blaðið þess að setja blásak- laust fólk í neyðarlegt samhengi, gera það brj óstumkennanlegt, hégómlegt eða hlægi- legt með einhverjum hætti, allt væntanlega í von um að selja nú aðeins fleiri eintök af blaðinu. Fræg er meðferðin sem Jónína Bene- diktsdóttir hlaut í sambærilegu DV-viðtali, eftir þó að hafa gengið rækilega frá samkomulagi um fyr- irsagnir, millifyrirsagnir, mynda- texta, myndbirtingar og ekki síst sjálfan forsíðuuppsláttinn. Öll fyr- irheit og loforð voru þverbrotin og umfjöllunarefninu sjálfu var gróf- lega misboðið. Kunnuglegt fangamark Þegar viðtalið við Jón Ragnars- son er skoðað nánar kemur í ljós að undir það skrifar PÁÁ en þar fer blaðamaður að nafni Páll Ás- geir Ásgeirsson. Það kom sjálfum mér síst á óvart að sá maður skyldi hafa nauðgað mannorði Jóns Ragnars- sonar. Nýlega varð ég við beiðni hans um viðtal vegna ferðar Um- hverfisvina til Noregs. Ég hafði reyndar áður veitt DV forsíðuvið- tal og í því tilfelli voru gerðar miskunnarlausar breytingar á fyr- irsögn og forsíðuuppslætti eftir að ég hafði vandlega yfirfarið og sam- þykkt það sem fyrir mig var lagt. Áf þeim sökum var ég sérstaklega á varðbergi er Páll Ásgeir ræddi við mig og gerði það að forsendu viðtalsins að fullkomið heiðurs- mannasamkomulag skyldi virt í þetta sinn. Ekki átti það síst við er hann leyfði sér að víkja að ákveðn- Blaðamennska Svona er nú komið fyrir gamla góða DV, segir Jakob Frímann Magnússon. Þetta er blaðið sem í eina tíð lagði hart að blaða- mönnum sínum að virða leikreglur og vanda frétta- flutning. um þáttum í fjölskyldulífi mínu sem á þessum tíma voru á afar við- kvæmu stigi. Þeim spurningum féllst ég að lokum á að svara stutt- lega með einu skilyrði: Að þessi viðkvæmu og vandmeðförnu mál skyldu með engum hætti vera not- uð til að „selja“ blaðið eða kynna viðtalið, enda þau með öllu óvið- komandi sjálfu tilefni viðtalsins, þ.e. Noregsferðinni. Ég minnist þess ekki að hafa í annan tíma bundið eitt tiltekið atriði jafn mikl- um fastmælum eða saumað jafn rækilega fyrir hvers kyns frávik frá umsömdum ramma. Fyrir mér vakti fyrst og síðast að verja fjöl- skyldu mína og firra hana sárind- um og uppnámi. Páll Ásgeir Ásgeirsson kom mér fyrir sjónir sem sannur dreng- skapar- og heiðursmaður og nefndi ég m.a.s. áður en að viðtalið var fullunnið, að ég treysti honum full- komlega, og ekki skaðaði að hann tilheyrði hinum annálaða heiðurs- mannahópi, Karlakórnum Fóst- bræðrum, sem tengst hefur fjöl- skyldu minni í hálfa öld. Mér er í ljósu minni svar Páls Ásgeirs: „Þeir, sem ekki er hægt að treysta, lifa ekki lengi í blaða- mennsku á íslandi." Skemmst er frá því að segja að eftir að hafa skv. umræddu sam- komulagi yfirfarið og samþykkt bæði megintexta, fyrirsögn, for- síðuuppslátt, millifyrirsagnir og myndatexta, fór Páll Ásgeir alger- lega þvert á og sveik gjörsamlega það sem hann hafði lofað hvað há- tíðlegast. Hann tók m.ö.o. hin við- kvæmu fjölskyldumál, og klíndi þeim blygðunarlaust efst á forsíðu blaðsins. Þetta vogaði hann sér að gera eftir að hafa talið mér trú um að það sem fyrir mig hafði verið lagt væri hin endanlega yfirskrift. Sjaldan hefur mér verið jafn brugðið né runnið jafn illilega í skap. Varnaðarorð Grandvöru fólki sem lætur telja sig á að veita umræddum fjölmiðli viðtal skal því að fenginni þessari reynslu eindregið bent á eftirfar- andi: Orð þessara manna og fyrirheit eru einskis virði. Gerið því skrif- legan samning, þar sem viðkom- andi blaðamaður skuldbindur sig til að greiða tiltekna lág- marksupphæð til viðmælanda síns, verði ekki staðið í einu og öllu við gert samkomulag um: 1) Forsíðuuppslátt. Á þessu hafa margir brennt sig, því þarna getur óprúttinn blaðamaður skapað sér svigrúm til að niðurlægja viðmæl- anda sinn þótt að staðið hafi verið við umsamda fyrirsögn inni í blað- inu. 2) Aðalfyrirsögn 3) Undirfyrirsögn 4) Millifyrirsagnir 5) Myndatexta 6) Ljósmyndir. Þó að teknar hafi verið myndir sérstaklega sem við- mælandi sættir sig við, er nauð- synlegt að taka fram að engar aðr- ar myndir verði birtar en þær sem umræddar og samþykktar hafa verið. 7) Megintexta viðtalsins, þ.m.t. feitt letur, upphrópunarmerki, gæsalappir og innskot blaðamanns eða ritstjóra. Jakob Frímann Magnússon Svona er nú komið fyrir gamla * góða DV. Þetta er blaðið sem í eina tíð lagði hart að blaðamönn- um sínum að virða leikreglur og vanda fréttaflutning. Þetta er sömuleiðis blaðið sem birti fyrir nokkru algerlega staðlausa frétt um að þjóðþekktur íslenskur leik- ari, giftur þriggja barna faðir í Reykjavík, hefði getið erlendri blökkusöngkonu barn (!) en fékkst síðan hvorki til að draga slúðrið til baka, hvað þá að biðja viðkomandi fólk afsökunar. Öðru vísi mér áður brá, en sá sem þetta ritar er fyrr- verandi blaðamaður á Dagblaðinu. Ógeðfellt Að gera Jón Ragnarsson að ^ Skúrkinum í Valhöll með fyrr- nefndum hætti er bæði ógeðfelld og óviðunandi blaðamennska. Ég hef átt viðskipti við þann mann um árabil, bæði sem kvikmyndahús- eiganda og hóteleiganda. í þeim samskiptum hefur allt staðið eins og stafiir á bók. Jón Ragnarsson er enginn skúrkur. Páll Ásgeir Ás- geirsson blaðamaður á DV er hins vegar maður, sem hefur fyrirgert trausti samborgara sinna. í litla kunnningjasamfélaginu á íslandi munu þeir úthrópaðir verða og út- skúfaðir sem ítrekað eru staðnir að tilraunum til mannorðsmorða. Páll Ásgeir Ásgeirsson hefur með áðurgreindu framferði glatað blaðamannsheiðri sínum og saurg- að stétt sína, en sjálfan sig þó mest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.