Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 44

Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 ..........1 MINNINGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN F. HANNESDÓTTIR, Vallargötu 6, til heimilis á Suðurgötu 15—17, Keflavík, er lést að morgni mánudagsins 28. ágúst, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 5. september, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Ólafs S. Lárussonar hjá Þroskahjálp á Suðumesjum. Guðrún K. J. Ójafsdóttir, Ásgeir Einarsson, Jane M. Ólafsdóttir, Ambjöm Ólafsson, Guðjón G. Ólafsson, Bára Ólafsdóttir, Sigríður K. Ólafsdóttir, Særún Ólafsdóttir, Reynir Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Jóna Ólafsdóttir, Marin Marelsdóttir, Ellert Pétursson, Guðmundur Ingólfsson, Svala Grímsdóttir, Anna Lilja Gestsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. J verður gerð frá Seltjamamesskirkju miðviku- daginn 6. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið og Krabba- meinsfélagið. Útför okkar ástkærrar MARGRÉTAR KRISTRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Austurströnd 4, áður Nesbala 7, Seltjarnarnesi, * Dóra Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karísson, Emilía Ágústsdóttir, Yuzuru Ogino, Guðbjörg Yuriko Ogino, Bogi Ágústsson, Jónina María Kristjánsdóttir, Ágúst Bogason, Þómnn Elísabet Bogadóttir, Jónína Guðný Bogadóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÚLÍUS JÓNSSON, áður Framnesvegi 8, Reykjavík, andaðist föstudaginn 1. september á Hrafn- istu, Reykjavík. Útförin verður auglýst síðar. Jón H. Guðmundsson, Hrafnhildur Matthíasdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Pálmi Stefánsson, Karl K. Guðmundsson, Alla Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR STEFÁNSSON, Norður-Eyvindarstöðum, Álftanesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 3. september. Magnea G. Sigurjónsdóttir, Erla K. Gunnarsdóttir, Örvar Sigurðsson, Svavar Gunnarsson, Stella S. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Systir okkar og mágkona, BRYNDÍS ZOÉGA, fv. forstöðukona Drafnarborgar, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 2. september. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 15.00. Áslaug Zoega, Inga Zoéga, Geir Agnar Zoéga, Krístín Zoéga, Gunnar Zoéga, Hebba Herbertsdóttír. GUÐFINNUR EINARSSON reka vélsmiðju. Guðfinnur var kos- inn stjórnarformaður og var hann það þar til 1994 en þá var fyrirtækið selt. Jafnframt var hann fyrsti fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar og var hann það í tvö ár. Vélsmiðja Bolungarvíkur var strax byggð upp sem traust iðnfyrir- tæki sem gott var að skipta við. Með ráðningu Guðmundar B. Jónssonar 1958 sem verkstjóra, stórs hluthafa og síðar framkvæmdastjóra varð Vélsmiðja Bolungarvíkur hf stærsta iðnfyrirtækið í Bolungarvík. Byggt var myndarlega yfir starfsemina og vélakostur var til fyrirmyndar svo fyrirtækið gat tekið að sér stærstu verk sem framkvæmd voru á starfs- svæði þess. Guðfinnur Einarsson sem stjómarformaður og Guðmund- ur B. sem framkvæmdastjóri ráku Vélsmiðjuna með miklum myndar- skap þar til þeir seldu fyrirtækið 1994. Eg átti því láni að fagna að vera í stjórn þess frá 1965 til 1989 og fékk þá að kynnast því hvað þeir bökkuðu hvor annan upp. Guðfinnur með sína framsýni og varasemi og geta alltaf staðið við allar skuldbindingar og Guðmundur B. með sínum ódrepandi dugnaði, áræðni og hans einstaka lag að laða íram það besta í sínu starfs- fólki og hafði alla viðskiptamenn ánægða. Þennan þátt í lífi Guðfinns vil ég þakka í dag. Lífeyrissjóður Bolungarvíkur var stofnaður 1970 og var Guðfinnur Einarsson kosinn í stjóm og gegndi hann því starfi af sömu alúð sem honum var einum lagið til 1996 sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins. Þennan tíma vil ég þakka honum mikið og gott starf. Eg hef nú talið upp þrjú fyrirtæki, |! Otfarastofa ,, HAFNARFJARÐAR [: jStapahrauni 5, Hafnarfirði, : j sími 565 5892 ! Markmið Útfararstofu (slands er að veita trausta og persónulega þjón- ustu. Aðstandendur geta leitað til útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa Islands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Útfararstjórar Út- fararstofu (slands búa yfir mikilli ; I reynslu og hafa starfað við útfar- arþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstand- endur. - Flytja hinn látna af dánarstað í lík- hús. - Koma á sambandi við þann prest sem aðstandendur óska eftir. - Aðstoða við val á kistu og líkklæð- : um. - Búa um lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. - Fara með tilkynningu (fjölmiðla. Útfararstofa íslands útvegar: - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Dánarvottorð og líkbrennsluheim- ild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á klstu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Olsen Sverrir Elnarsson Baldur Fredrlksen útfararstjórl útfararstjórl útfararstjórl Útfararstofa (slands Suðurhllð 35, Fossvogi. Sími 581 3300 — Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is þar sem við vorum nánir samstarfs- menn, en þetta er ekki nema hluti af ölium þeim fjölda trúnaðarstarfasem Guðfinni hafa verið falin og munu aðrir minnast þess. Nú þegar ég kveð vin minn og vel- gjörðarmann langar mig að þakka honum fyrir órofa vináttu og góð kynni. Minningar um góðan og sann- an mann verma bæði hug og hjarta. í lífi hvers mann skiptast á skin og skúrir en stærsta lán hans hefur vafalaust verið að eignast Maríu Haraldsdóttur að lífsförunaut. Hún er mikil dugnaðar- og mannkosta- kona sem staðið hefur eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, þ.a.l. voru það ekki létt spor hjá ungu og fallegu eiginkonu framkvæmdastjór- ans að fara heim til ekkjunnar og barna hennar þegar eiginmaðurinn hafði farist á skipi útgerðar eigin- mannsins. María hefur stundað mann sinn af einstakri alúð og nærgætni í hans miklu veikindum. Guðfinnur og María hafa eignast þrjú mannvænleg börn sem öll eru vel menntuð og merkisfólk. Barna- börnin eru orðin sjö. Kæri vinur, við kveðjumst að sinni en sjáumst síðar, Guð blessi þig. Elsku María, börn og barnabörn, megi góður Guð blessa ykkur og styrkja í ykkar sorg. Sólberg Jónsson. í dag, þriðjudaginn 5. september, verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði útför Guðfinns Einars- sonar, fyrrverandi forstjóra í Bol- ungarvík, en hann lést 27. ágúst sl. 78 ára að aldri. Hafði hann um nokk- urra ára skeið átt við þungbæran sjúkdóm að stríða. Með Guðfinni er genginn góður drengur, sannkallaður öðlingur, sem mig langar til að minnast nokkrum orðum. Leiðir okkar Guðfinns lágu fyrst saman fyrir þremur áratugum á vettvangi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, þegar ég var kosinn í stjórn Coldwater Seafood. Það var lærdómsríkt fyrir mig, ungan og óreyndan að kynnast þeim ágætu mönnum sem þar voru. Með okkur Guðfinni tókust góð kynni og síðan vinátta sem aldrei bar skugga á. Ég minnist margra ánægjulegra sam- verustunda með Guðfinni og hans ágætu eiginkonu, Maríu, ýmist á ferðalögum í Bandaríkjunum í tengslum við stjómarfundi í Coldwater eða á þeirra glæsilega heimili í Bolungarvík. Faðir Guð- finns, Einar Guðfinnsson var einn af merkustu athafnamönnum landsins. Hann var einn þeirra atorkumanna, sem af mikilli elju og ósérhlífni lögðu gmnninn að íslenskum sjávarútvegi á fyrri hluta 20. aldar. Af miklu áræði og dugnaði byggði Einar upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu auk þess að stunda umfangsmikla verslun. Við hlið hans stóðu synir hans strax og þeir höfðu aldur til og tóku þátt í hinum mikla og fjölbreytilega rekstri. Að loknu verslunarprófi hóf Guðfinnur störf við fyrirtækið og var forstjóri þess um áratugaskeið. Var Guðfinnur um langt árabil einn af mestu áhrifamönnum í íslenskum sjávarút- vegi og gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum á sviði fiskvinnslu og út- gerðar. Guðfinnur var mikið ljúfmenni, viðmótið hlýtt, svipurinn bjartur og oft stutt í brosið. Hann var ekki gef- inn fyrir að hafa sig mikið í frammi en vegna mikillar þekkingar og reynslu á málefnum fiskvinnslu og útgerðar svo og þess mikla trausts sem menn báru til hans var hann oft kallaður til forystu á þeim vettvangi. Þegar þau Guðfinnur og María fluttu frá Bolungarvík fyrir fáum ár- um bjuggu þau sér fallegt heimili við Fjarðargötu í Hafnarfirði þar sem útsýni er einstaklega fallegt yfir höfnina og út á sjóinn. En því miður naut Guðfinnur þess ekki sem skyldi nema um skamma hríð vegna þess að veikindi hans ágerðust. í veikindum hans var María stoð hans og stytta og annaðist hann af einstakri um- hyggjusemi. Við Anna vottum Maríu, börnum, barnabömum og öðrum aðstandend- um dýpstu samúð. Jón Ingvarsson. Sunnudaginn 27. ágúst lést Guð- finnur Einarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík, tæplega 78 ára að aldri. Með Guðfinni er genginn einn af helstu frammámönnum í íslenskum sjávarútvegi á síðari hluta þessarar aldar, maður sem sinnti af kostgæfni ótal störfum til heilla fyrir byggð sína og samfélag. Guðfinnur ávann sér traust samferðamanna sinna með framkomu sinni, reglusemi og góðri þekkingu og naut virðingar fyrir störf sín og mannkosti. Meðal fjölmai-gra starfa sem Guðfinni voru falin voru stjómar- störf í Tryggingamiðstöðinni hf. Hann var kosinn í stjóm félags- insl965 og var í stjóm þess samfellt í 30 ár eða til 1995, þar af sem stjóm- arformaður í 14 ár, frá 1977-1991. Guðfinnur var alla tíð afar áhuga- samur um velferð félagsins, kynnti sér rekstur þess vel og studdi það með ráðum og dáð. Það var ómetan- legt fyrir mig og Gísla heitinn Ólafs- on, sem lengst af var forstjóri félags- ins, að finna stuðning Guðfinns og hlýhug, hlýhug sem varð að vináttu sem við mátum mikils og ég mun varðveita í minningunni. Ég hitti Guðfinn síðast er María og hann buðu okkur Hildu til sín í kaffi í byrjun þessa árs og sýndu okkur nýju íbúðina sína í Firðinum. Ibúðin og heimili þeirra á nýja staðn- um var að sönnu afar fallegt en það sem gerði þessa heimsókn eftir- minnilega var að sjá og finna þá að- dáunarverðu umhyggju sem María sýndi við umönnun Guðfinns í erfið- um veikindum hans. Guðfinnur gladdist mjög yfir komu okkar og þó að hann þá skynj- aði lífið og umhverfi sitt öðruvísi en við hin breytti það ekki viðmóti hans ogvelvild. Hann kvaddi okkur brosandi og bjartur yfirlitum eins og hann alltaf var og þannig munum við minnast hans. Um leið og Guðfinni eru þökkuð mikil og góð störf í þágu Trygginga- miðstöðvarinnar sendi ég Maríu, börnum og fjölskyldum þeirra hug- heilar samúðarkveðjur. Gunnar Felixson. Það kom mér ekki alveg á óvart þegar ég frétti um fráfall vinar míns, Guðfinns, þar sem mér var ljóst að hann hafði um nokkurt skeið verið haldinn alvarlegum sjúkdómi. Þó er það svo, að það verður alltaf visst áfall þegar kær vinur hverfur af sjónarsviðinu. Leiðir okkar lágu saman við störf á sjávarútvegssviðinu þar sem við sátum saman í stjórn Sölumiðstöðv- ar Hraðfrystihúsanna um áratuga skeið og höfðum svipuð viðhorf til þeirra mála sem þar var fjallað um. Var Guðfinnur þar fulltrúi fyrirtækis þess, sem faðir hans stofnaði á sínum tíma í Bolungarvík og rak af einstök- um dugnaði og myndarskap. Snemma tók Guðfinnur þátt í störf- um þess og meir og meir eftir því sem aldurinn færðist yfir. Meðal annars dvaldi hann á ung- um aldri á Siglufirði á sumrum og hafði þar umsjón með síldarútgerð fyrirtækisins. Guðfinnur var virkur í samtökum sjávarútvegsins. Naut hann þar mik- ils trausts og var þvi valinn í stjórn margra fyrirtækja og oft sem for- maður. Við fórum margar ferðir saman til útlanda vegna starfa okkar á þessum árum. Þessar ferðir og aðrir samfundir okkar, bæði heima og erlendis, leiddu til vináttu okkar Sólveigar við Guðfinn og Maríu svo að aldrei bar skugga á. Sumarfríin okkar saman á Flórída og víðar hafa verið okkur sérstaklega ánægjuleg. Guðfinnur var glæsilegur maður, glaðlyndur, söngmaður góður, góðgjarn og drenglundaður. Við Sólveig þökkum Guðfinni og Maríu fyrir trausta vináttu og send-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.