Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 49 -
MINNINGAR
+ Lovísa Þorvalds-
ddttir fæddist að
Laugarbökkum í
Ölfusi 6. mars 1913.
Hún lést á Vífils-
stöðum þriðjudag-
inn 29. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Pálína
Eyrún Þorleifsddtt-
ir, húsfreyja í Hafn-
arfirði, f. 14. sept-
ember 1884 í Vatns-
holti Villingarholts-
hreppi, d. 15. mars
1951 og Þorvaldur
Klemensson, útvegs-
bdndi og smiður, f. 9. desember
1891 á Stað í Grindavík, d. 9. des-
ember 1967. Þau voru ekki gift.
Maki Pálínu og stjúpfaðir Lovísu
var Einar Andrésson, verkamað-
Svipmyndir úr bernsku okkar
greipast misdjúpt í minnið. Sumum
minningum fylgir alveg sérstök
birta, jafnvel lykt og hljómar.
Frá því ég var barn hafa iðulega
komið mér í huga myndir sem
tengjast heimsóknum Stefáns föð-
urbróður míns, Lovísu konu hans
og börnum þeirra, á æskuheimili
mitt að Snorrastöðum. Tími eftir-
væntingar hófst þegar frétt barst
af komu þeirra. Svo renndi rauði
Willysinn heim í hlað, oftast örlítið
fyrir áætlaðan tíma. Ljúfur and-
blær fylgdi þessum góðu gestum,
þessum gleðistundum.
Svo hófust lifandi og fróðlegar
samræður um allt milli himins og
jarðar.
En þegar Lovísa opnaði töskuna
sína náði eftirvæntingin hámarki.
Með sínu elskulega viðmóti gaf hún
á báða bóga allt það nýjasta og
ur í Hafnarfírði, f. 14.
febrúar 1890 í Njarð-
vík, d. 21. ndvember
1970. Lovísa átti
fimm hálfsystkini og
einn uppeldisbrdður:
Margrét Þorvalds-
ddttir, f. 20. ndv-
ember 1917; Tdmas
Þorvaldsson, f. 26.
desember 1919; Hall-
ddra Þorvaldsddttir,
f.15 júlí 1921; Guð-
laugur Þorvaldsson,
f. 13.oktdber 1924, d.
1996 og Valgerður
Þorvaldsddttir, f. 7.
apríl 1927. Uppeldisbrdðir Lovísu
er Þorgeir Einarsson, f. 24 júní
1927. Maki Stefán Lýður Jdnsson
skdlastjdri í Stykkishdlmi, síðar
námsstjéri, f. 10. mars 1893 á
besta sem á boðstólum var af ávöxt-
um, sælgæti og gosdrykkjum. Hví-
lík veisla.
Svo kom þessi „sparilykt" sem ég
vissi eiginlega aldrei hvort tilheyrði
veitingunum, rauðu flauelissætun-
um í bílnum þeirra eða því þegar
Lovísa kveikti sér í sígarettu en sú
lykt var nýstárleg á okkar heimili.
Allt er þetta svo ljóslifandi í hug-
skoti mínu og í miklum ljóma. Þessi
góðu og vel gefnu hjón sköpuðu
þetta andrúmsloft, hvort með sín-
um hætti að því er virtist áreynslu-
laust. A mínum æsku- og unglings-
árum kom ég oft í Skeiðarvoginn og
naut velgjörða þeirra í ríkum mæli.
Með þeim fór ég fyrst í leikhús, á
ýmis söfn og sýningar að ógleymd-
um öllum bílferðunum.
Fyrir rúmum þrjátíu árum varð
Stefán bráðkvaddur. Lovísa bjó
áfram í Skeiðarvoginum þar til hún
Snorrastöðum Kolbeinsstaðar-
hreppi, d. 9. desember 1969. Böm
Stefáns af fyrra hjdnabandi:
Bjarghildur Stefánsddttir, f. 28.
maí 1920, gift Jdni Kárasyni f. 9.
febrúar 1920; Davxð Stefánsson,
f. 20. júlí 1926, kvæntur Inger
Stefánsson, f. 7. ndvember 1930,
börn Stefáns og Lovísu; Einar
Páll Stefánsson, f. 13. mars 1948,
kvæntur Guðfinnu Ingdlfsddttur,
f. 15. desember 1944 búsett í
Gautaborg og Sdlveig Stefáns-
ddttir, f. 15. febrúar 1952, gift
Snorra Loftssyni f. 30. ndvember
1945, búsett í Luxemborg.
Lovísa vann á yngri árum á
saumastofu Ingibjargar Guðjdns-
ddttur í Bankastræti 11, við
kúnstsaum, húllsaum og plíser-
ingar. Hún bjd í Hafnarfirði þar
til hún giftist Stefáni en þau
bjuggu allan sinn búskap í
Reykjavík, fyrst á Hringbraut og
síðan í Skeiðarvogi.
Útför Lovísu fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
flutti fyrir um átta árum að Snorra-
braut 56 og bjó þar til æviloka.
Lovísa var einstök kona sem vildi
öllum vel og lagði alltaf gott til mál-
anna. Hún var umburðarlynd, laus
við fordóma, tók öllum vel og átti
góð samskipti við fólk. Elskuleg-
heitin streymdu frá henni og hún
tók því sem að höndum bar með ró
og skynsemi. En hún gat verið
ákveðin, vissi hvað hún vildi, stýrði
með sínum hætti öllu í kringum sig
og vildi hafa hlutina eftir sínu höfði.
Meðan heilsan leyfði fór hún, sér
til mikillar ánægju, í heimsóknir til
barna sinna, Einars Páls og Sól-
veigar, sem bæði búa erlendis. Með
þeim ferðaðist hún heilmikið á
tímabili. Hún hafði góða eftirtekt
og stálminni og hafði skýra mynd í
huga sér af stöðum sem hún hafði
komið til. Heilsteypt kona var Lov-
ísa og alveg einstaklega jákvæð. Ég
trúi að jákvæðni hennar hafi átt
stóran þátt í því hversu ótrúlega
vel hún náði sér af ýmsum kvillum
og skurðaðgerðum í gegnum tíðina.
Heilsa hennar var þó bágborin
síðustu árin. Börn hennar, tengda-
börn og barnabörn komu oft til
landsins til að njóta samvista við
hana. En þar að auki átti hún góða
að. Hidda (Bjarghildur) dóttir Stef-
áns og maður hennar Jón Kárason
reyndust henni alveg einstaklega
vel og eins vinkona Lovísu, Gulla
og Jón maður hennar. Þeim öllum
var hún óendanlega þakklát, eins
henni Laufeyju sem kom yfir gang-
inn a.m.k. einu sinni á dag. Þær
heimsóknir veittu henni mikla
ánægju. Einnig mat hún mikils um-
hyggju læknisins síns og annarra
er önnuðust hana.
Mér eru mikils virði samskipti
okkar Lovísu síðustu dagana sem
hún dvaldi heima og þessa fáu daga
sem hún var á sjúkrahúsi áður en
hún yfirgaf okkur. Þótt líkamlegt
þrek hafi verið þrotið var hugurinn
skýr fram á síðustu stundu. Þegar
ég fór frá henni nokkrum klukku-
stundum áður en hún lést, reyndi
hún af veikum mætti að hafa yfir
fyrirbænir og kveðjur eins og hún
var vön: „Blessun fylgi þér og börn-
unum þínum, Stefaníu og Gísla
Marteini, og fjölskyldum þeirra.
Kær kveðja til Þorsteins með þakk-
læti fyrir að ég fékk að hafa þig hjá
mér“. Svona var Lovísa, hún mundi
eftir öllum.
En nú er komið að mér að þakka.
Þakka fyrir bænir og blessanir, fyr-
ir hlýju og hrós, fyrir kærleik og
kossa, fyrir uppörvun og umhyggju
fyrir mér og mínum alla tíð.
Ég votta börnum hennar, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum aðstand-
endum samúð mína. Guð geymi þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elisabet J. Sveinbjörnsddttir.
Mig langar að minnast í örfáum
orðum vinkonu minnar Lovísu Þor-
valdsdóttur eða Lúllu eins og hún
var ávallt nefnd.
Ég kynntist Lúllu þegar ég flutti
í kjallarann til hennar á Skeiðar-
voginum árið 1983. Lúlla tók mér 4L
opnum örmum eins og hennar var
von og vísa. Sambúðin gekk mjög
vel og hefur sá vinskapur sem þá
hófst haldist æ síðan. Það sem mér
fannst sérstaklega einkenna Lúllu
var hvað hún var alltaf jákvæð
menneskja, hún hallmælti aldrei
nokkrum manni og vildi ekki að
aðrir gerðu það heldur í hennar
návist.
Lúlla var mjög ættfróð og hafði
kynnst mörgum á ferðalögum með
manni sínum um landið. Það var því
skemmtilegt þegar ég kynnti hana
fyrir mannsefni mínu, hvað hún var
fljót að rekja ættir hans, hún hafði
meira að segja heimsótt oft gamlar
frænkur hans norður á sléttu.
Lúlla var mikil heimsdama og
hafði gaman af að klæða sig upp á
og punta sig. Þau voru ófá skiptin
sem hún hélt tískusýningu fyrir
mig þegar Sólveig dóttir hennar
sendi henni nýja kjóla frá Lúxem-
borg.
Eg vil hér þakka Lúllu fyrir góð
kynni í 17 ár og á ég eftir að sakna
hennar og sérstaklega góðu stund-
anna sem við áttum á Þorláks-
messu ár hvert.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að hitta þig kvöldið áður en
þú kvaddir þennan heim. «*■
Ég og fjölskylda mín vottum fjöl-
skyldu þinni og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu þína.
Sofðu vært, sofðu rótt
hina síðustu nótt,
fyrir frelsara þinn
fer þú vinurinn minn.
Vafmn kærleika Krists
átt í komandi vist.
Sofðu vært, sofðu rótt
hina síðustu nótt.
(Sig. H. Guðm.)
Helga.
LOVÍSA
ÞOR VALDSDÓTTIR
ÓLAFUR
PÁLSSON
+ Ólafur Marthin
Pálsson fæddist
19. september 1916
í Bandaríkjunum.
Hann lést 26. ágúst
siðastliðinn. For-
eldrar Ludvík og
Olga Paulsen. Ólaf-
ur fluttist fímm ára
til Noregs með for-
eldrum sínum.
Systkini: Helena og
Lillian. Helena er
elst, síðan Ólafur og
Lillian. Helena er
búsett í Þýskalandi
og Lillian í Skot-
landi. Báðar á Iifí.
Ólafur kvæntist Guðrúnu
Björnsdúttur 13.12. 1941. Börn
þeirra: 1) Björn, kv. Jóhönnu
Guðnadóttur. Börn þeirra Guð-
rún og Hilmar. 2) Gunnhild, gift
Finnboga G. Kristjánssyni. Barn
þeirra Elín Rósa. 3) Edda, gift
Ágústi Þórðarsyni. Börn María
og Martin.
Ólafur lauk námi
við Folkeskolen í
Holt, Den Norske
Maskinistskole
London og Iðnskól-
ann í Reykjavík.
Stundaði sjó-
mennsku frá 16 ára
aldri til stríðsloka.
Að stríðinu loknu
fíuttist hann til ís-
lands og lauk
sveinsprófi í pípu-
lögnum og starfaði
við iðn sína allan
sinn starfsferil.
Gegndi Ólafur ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir
Sveinafélag pípulagningar-
manna, Skautafélag Reykjavík-
ur og Bræðrafélag Bústaða-
kirkju. Jafnframt var hann
virkur félagi í Oddfellowregl-
unni frá 1970.
Útför Ólafs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku besti aíl minn.
Ég hugsa til þín með miklum
söknuðu en samt fallegu brosi. Mér
finnst vera svo stutt síðan ég sat
með þér og ömmu og borðaði uppá-
haldsmatinn okkar. Það var alltaf
svo gaman að koma í heimsókn til
ykkar ömmu. Þú varst alltaf svo
hamingjusamur og lífsgleðin geisl-
aði af þér. Þrátt fyrir veikindi þín
misstir þú aldrei kjarkinn og sagðir
gjarnan „Það bítur ekkert á gamla
manninn". Þú fékkst fólk til að
brosa og gleyma amstri dagsins
hvar sem við komum. Það var
sannkallaður heiður að vera í fylgd
með þér er við keyrðum um bæinn í
alls kyns erindargjörðum. Þegar
vinir mínir kynntust þér sögðu þeir
allir það sama: „Afi þinn er góður
maður“. Það tók þá ekki langan
tíma að átta sig á því. Þeir hrifust af
þessum afa sem vissi allt og var
herramaður fram í fingurgómana.
Við hlógum mikið þegar þú lést mig
máta gömlu, fínu fötin þín. Þú gast
ómögulega sagt hvort fötin færi þér
eða mér betur. Við áttum eftir að
hlæja enn meira nokkrum vikum
síðar þegar ég gekk úr kii-kjunni
með Eygló mér við hlið. Ég er viss
um að það gerði þig stoltan að sjá
„guttann" kvænast svona flottan í
fötunum þínum.
Söknuðinn er mikill hjá Daníel og
Birni Andra litla. „Eigum við að
fara til langafa“ sagði Björn Andri
og klappaði saman lófunum. Það
var erfitt að skýra fyrir þeim hvað
hafði gerst og ég trúði því varla
sjálfur. Ég hafði verið hjá þér
kvöldinu áður og þá vöknuðu vonir
um að þér mundi líða betur. Elsku
afi minn, ég mun aldrei gleyma
þessu síðasta kvöldi okkar saman.
Það var eitthvað sem sagði mér að
sitja lengur þetta kvöld. Ég vissi að
þú mundir svara mér fyrr eða síðar
því ég veit þú vildir segja mér svo
margt. Þú fékkst snögglega aukinn
kraft sem hlýjaði hjarta mínu svo
innilega. Þú kreistir lófa minn þeg-
ar ég skilaði kveðju frá Guðrúnu
systir og þú steyttir hnefann á loft
þegar ég talaði um fótboltann sem
þú studdir mig ætíð í. Það var svo
ánægjulegt að sjá þig brosa fallega
til mín þegar ég sagði hve stórkost-
legur þú værir og hve mikið þú
hefðir gefið mér. Ég vil enn og aftur
þakkar þér fyrir allar þær góðu
stundir sem við höfum átt saman,
þú átt svo sannarlega stóran hlut í
hjarta mínu. Þar geymi ég allar
góðu minningarnar sem við áttum
saman, þannig fylgjumst við að í
gegnum lífið.
Elsku amma, við stöndum saman
í þessari sorg og ég veit að Guð gef-
ur þér aukinn styrk í gegnum þenn-
an söknuð og sorg. Afi sagði alltaf
að þú værir stóiá happadrættisvinn-
ingurinn sinn og þú veist hve heitt
hann elskaði þig.
Hilmar.
Elsku afi.
Það er alltaf svo erfitt að kveðja
og sérstaklega þá sem maður elsk-
ar. Þú ert búinn að vera svo stór
hluti af lífi okkar. Þú hafðir alltaf
tíma til að hlusta á okkur, hvað við
vorum að gera og á hverju við höfð-
um áhuga. Ef við fórum eitthvað
eða tókum þátt í einhvers konar
keppni varst þú allaf fyrstur til að
spyrja hvernig hefði gengið og
hrósaðir okkur sama hvernig gekk.
Að sitja með þér við eldhúsborðið á
morgnana eftir að hafa fengið að
gista og borða kornflögur, súrmjólk
og púðursykur voru dýrmætar
stundir og kornflögurnar smökkuð-
ust aldrei jafn-vel annarsstaðar.
Alltaf var til nóg af maltinu og þú
þreyttist aldrei á að færa okkur
það.
Það eru níu ár á milli okkar
systkinanna og ég man alltaf hversu
stoltur þú varst þegar þú hélst á
honum nafna þínum undir skírn og
hann hefur allaf borið nafnið af
stolti, þetta er jú nafnið þitt.
Stundirnar sem við áttum með
þér eru og verða alltaf dýrmætar
minningar sem við þreytumst aldrei
á að rifja upp. Við vitum að núna líð-
ur þér svo miklu betur og núna get-
ur þú alltaf fylgst með okkur og
verndað eins og þú hefur alltaf gert.
Við vitum að þú ert enn þá hjá
okkur og ef við gætum heyrt í þér
myndir þú örugglega segja eitthvað
á þessa leið: „María og Martin, ekki
gráta, við hittumst aftur“.
Að hafa átt þig sem afa voru for-
réttindi sem við erum þakklát fyrir.
Guð geymi þig elsku afi.
Þín barnabörn,
María og Martin.
Við kynntumst fyrir rúmlega 30
árum er við gengum saman okkar
fyrstu spor í Oddfellow-reglunni.
Síðan þá var það alltaf sama þétta
handtakið og hlýja brosið sem
mætti manni ef fundum okkar bar
saman.
Ólafur gekk í Oddfellow-regluna
21. nóvember 1969. Þar gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum af
mikilli samviskusemi og áhuga.
Eftir að Ólafur flutti til íslands í
lok seinna stríðsins, lærði hann
pípulagnir hjá Geislahitun hf. og
starfaði við þá iðn allan sinn starfs-
feril.
Fyrir hönd okkar stúkubræðra í
st. nr. 21, Þorláks helga I.O.O.F. er
Guðrúnu og ættingjum færðar inni-
legustu samúðarkveðjur og við biðj-
um góðan Guð að blessa minningu
Ólafs Marthins Pálssonar.
Steinar Gunnarsson.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minning-
argreinum fylgi á sérblaði
upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, er
fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systk-
ini, maka og börn, skólagöngu
og störf og loks hvaðan útför
hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upp-
lýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
>\II/« Legsteinar
í Lundi
SOLSITBNiAB: við Nýbýlaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
Erfisdrykkjur
■*-
P E R L A N
Sími 562 0200
AlIIIIIIIIXIIIII
<D ÚTFARARÞJÓNUSTAN #
Persónuleg þjónusta ’■•» #> ]■
Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 dr. ■ w
Sími 567 9110 & 893 8638 RúnaiGeinnundsson S www.utfarir.is utfarir@utfarir.is útfararstjóri gurður Rúnarsson útfararstjóri
ÍTTTTTTTT