Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNB LAÐIÐ
HESTAR
M
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Eftir spennandi keppni í úrslitum A-flokks, frá vinstri: Fannar og Hafsteinn, Roði og Halldór, Draupnir og Erling, Alrekur og Sigurbjöm, Prins og Al-
exander, Lilja og Tómas, Brynjar og Sveinn og „grillhafinn" Vignir á Klakki sínum.
Meistaramót KPMG og Andvara
Hugmyndaauðgi
á hestamóti
Meistaramót Andvara hafa í gegnum tíðina
verið að tryggja sig í sessi sem eitt af
skemmtilegri mótum ársins. Um helgina
fylgdist Valdimar Kristinsson með einu af
því best heppnaða sem haldið hefur verið til
þessa þar sem úrvals hestar í toppformi
háðu harða keppni.
Krummi frá Geldingalæk og Jón Olsen áttu góðan dag í forkeppni en
urðu að gefa eftir sigursætið í úrslitum þrátt fyrir frábæra yfirferð þar
sem níur voru á lofti.
GÆÐINGAKEPPNI meistaramót-
anna hefur verið nokkuð frjálsleg
þótt heldur hafi hún færst nær hin-
um viðurkenndu reglum Landsam-
bands hestamannafélaga en ýmis-
legt er þó frábrugðið. Keppt er á
beinni braut og fetinu sjeppt og
heimilt er að nota písk. Áður var
knöpum leyft að mæta hjálmlausir
til leiks en nú var komin á hjálma-
skylda. Þá er oft bryddað upp á ýms-
um nýjungum sem mönnum dettur í
hug hverju sinni og er það gott
framlag í þróunaferli gæðinga-
keppninnar, að reyna ýmislegt sem
annars er ekki leyft samkvæmt
reglum.
Þátttaka í mótinu var að venju góð
og þar á meðal voru frábærir hestar
í báðum flokkum í feikna góðu formi
flestir þeirra. Sigurbjöm Bárðarson
mætti öðru sinni á tæpri viku til
leiks með Valiant frá Heggstöðum í
B-flokkinn. Voru þeir í öðru sæti eft-
ir forkeppni en aðeins 0,004 stigum á
þeim og Jóni Olsen og Krumma frá
Geldingalæk sem vora með af-
bragðsgóða sýningu í forkeppni.
Krammi var hinsvegar ekki alveg
sjálfum sér líkur í úrslitum á hægu
tölti og brokki og féllu þeir niður í
þriðja sætið. Yfirferðin var hinsveg-
ar feikna góð hjá Kramrna og þar
bar hann höfuð og herðar yfír keppi-
nautanna enda hófu dómarar níurn-
ar á loft þeim til handa.
En það vora hinsvegar Ragnar
Ágústsson og Hrólfur frá Hrólfs-
stöðum og sem skutust í annað sætið
og vora vel að því komnir. Hrólfur er
um margt athygliverður hestur,
fótaburður og rými eins og best
verður á kosið en kannski helst höf-
uðburður sem hamlar enn betra
gengi.
Hæga töltið hjá klárunum í úrslit-
um var mjög gott. Þarna vora einnig
ungir áhugaverðir hestar eins og
Djákni frá Búðarhóli, Sólon írá
Stykkishólmi og Stóri Rauður. Allir
ættu þeir að geta látið meira að sér
kveða á komandi áram.
Klakkur frá Búlandi og Vignir
Jónasson gerðu sér lítð fyrir og sigr-
uðu í A-flokki þriðja árið í röð og
hlutu enn eitt grillið að launum enda
hafði Vignir á orði þegar honum var
afhent grillið „Ha, enn eitt grill“.
Hann ætti því að geta boðið vand-
kvæðalaust í stóra grillveislu. Þótt
Klakkur væri ekki alveg eins sann-
færandi og hann hefur verið fyrr í
sumar var þetta nokkuð létt og ör-
uggt hjá þeim félögum. Fengu þeir
meðal annars um eða yfir 9 íyrir tölt
í úrslitunum. Brynjar frá Árgerði og
Umsóknárfrestur til 12. september nk.
Berjarimi 3, Reykjavík
66m2 íbúð.ioi Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.108.600
Búsetugjald kr. 39.189
Berjarimi 5, Reykjavík
68m2 íbúð,ioi Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.286.360
Búsetugjald kr. 38.069
Ibúðir með leiguíbúða-
lánum veita rétt
til húsaleigubóta.
íbúðir með almennum
lánum veita rétt
til vaxtabóta.
Miðholti 3, Mosfellsbæ
60m2 íbúð,303 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.193.728
Búsetugjald kr. 26.369
3ja herb.
Amarsmára 4, Kópavogi
80m2 fbúð,30i Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 944.277
Búsetugjald kr. 35.394
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Buseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 15:30 nema
1. þriðjudag í mánuði frá 8:30 til 12:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að
skila launaseðlum síðustu sex mánaða og síðustu skattskvrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram
miðvikudaginn 13. september kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að
mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst
réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns.
Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 520-5788
www.buseti.is
Sveinn Ragnarsson höfðu annað
sætið með góðum skeiðsprettum.
Þrjú ung hross vora í úrslitum A-
flokks og þeirra yngstur Draupnir
frá Tóftum efnishestur aðeins sex
vetra og svo má nefna Pjakk frá
Krossum og Lilju frá Litla-Kambi
sem er líklega þeirra best enda hef-
ur hún skilað afbragðsgóðum ár-
angri í sumar og hafnaði í þriðja
sæti.
Sigurður Sigurðarson og nafni
hans Matthíasson ásamt Vigni Jón-
assyni komu allir tveimur hestum í
úrslit gæðingakeppninnar sem er
góður árangur í svo jafnri keppni.
Að vísu kom Sigurður Matthíasson
þriðja hestinum inn en ekki í krafti
einkunna heldur vora það peningar
sem spiluðu þar inn í. Hann og
Hjörtur Bergstað slógu saman og
keyptu Fannar frá Stokkseyri inn í
úrslitin fyrir 40 þúsund krónur og
settu eigandann Hafstein Jónsson á
bak. B-flokkssætið fór á 27 þúsund
krónur.
Sigurbjöm Bárðarson mætti með
Odd frá Blönduósi í töltkeppnina.
Vakti klárinn mikla atnygli og töldu
margir að hann hefði sjaldan verið
svo góður sem nú. Sá gamli virðist
því alltaf á uppleið þrátt fyrir mis-
jafnt gengi á sterkustu mótunum í
sumar miðað við það sem verið hefur
í gegnum árin. En það er ljóst að
menn skyldu ekki fara strax að af-
skrifa hann sem sigurkandídat.
Mikil stemmning var á
laugardagskvöldinu þegar úrslitin í
tölti fóru fram og að því loknu fljúg-
andi skeið í flóðlýsingu og svo vora
boðin upp lausu sætin í gæðinga-
keppninni.
Úrslit
A-flokkur
1. Klakkur frá Búlandi, knapi Vignir
Jónasson, 8,71/8,84
2. Brynjar frá Árgerði, knapi Sveinn
Ragnarsson, 8,53/8,62
3. Lilja frá Litla Kambi, knapi Sigurð-
ur V. Matthíasson, knapi í úrslitum
Tómas Ragnarsson, 8,43/8,58
4. Prins frá Hvítárbakka, knapi Alex-
ander Hrafnkelsson, 8,49/8,52
5. Alrekur frá Torfastöðum, knapi
Sigurður V. Matthíasson, knapi í úr-
slitum Sigurbjöm Bárðarson, 8,43/
8,48
6. Draupnir frá Tóftum, knapi Erling
Sigurðsson, 8,39/8,46
7. Pjakkur frá Krossum, knapi Sigurð-
ur V. Matthíasson, 8,40/8,38
8. Roði frá Egilsstaðakoti, knapi Hall-
dór Vilhjálmsson, 8,42/8,33
9. Fannar frá Stokkseyri, knapi Haf-
steinn Jónsson, 8,27/8,16
B-flokkur
1. Valiant frá Heggstöðum, knapi Sig-
urbjöm Bárðarson, 8,38/8,78
2. Hrólfur frá Hrólfsstöðum, knapi
Ragnar Ágústsson, 8,50/8,72
3. Kmmmi frá Geldingaholti, knapi
JónB.Olsen, 8,55/8,71
4. Skundi, knapi Sigurður Sigurðar-
son, 8,49/8,69
5. Stóri-Rauður frá Hrútsholti, knapi
Leó Amarson,8,48/8,63
6. Birta frá Hvolsvelli, knapi Birgitta
D. Kristinsdóttir, 8,47/8,59
7. Djákni frá Búðarhóli, knapi Jón P.
Sveinsson, 8,46/8,58
8. Númi frá Miðsitju, knapi Erling
Sigurðsson, 8,48/8,57
9. Sólon frá Stykkishólmi, knapi Vign-
ir Jónasson, 8,47/8,49
10. Hrafnar frá Hindisvík, knapi
Kristján Magnússon, 8,36/8,44
Tölt
1. Sigurbjörn Bárðarson og Oddur frá
Blönduósi, 7,57/7,88
2. Sævar Haraldsson og Glóð frá
Hömiuholti, 6,93/7,59
3. Birgitta D. Kristinsdóttir og Birta
frá Hvolsvelli, 7,10/7,46
4. Ragnar Ágústsson og Hrólfur frá
Hrólfsstöðum, 6,40/7,19
5. Fríða H. Steinarsdóttir og Hjörtur
frá Hjarðarhaga, 6,63/7,03
6. Hinrik Þ. Sigurðsson og Valur frá
Litla-Bergi, 6,50/6,77
Skeið 150m
1. Þormóður rammi frá
Stokkhólma og Logi Laxdal, 13,16
2. Neisti frá Miðey og Sigurbjöm
Bárðarson, 13,88
3. Ölver og Sigurður V. Matthíasson,
14,03
4. Tangó frá Lambafelli og Logi
Laxdal, 14,03
5. Gunnur frá Þóroddsstöðum og
Bjami Bjamason, 14,09
Skeið 250m
1. Ósk frá Litla-Dal og Sigurbjöm
Bárðarson, 21,48
2. Hraði frá Sauðárkróki og Logi
Laxdal, 21,50
3. Þoka frá Hörgslandi og Daníel
Jónsson, 21,50
4. Óðinn frá Búðardal og Sigurbjöm
Bárðarson, 21,63
5. Brynjar frá Árgerði og Sveinn
Ragnarsson, 22,30
Fljúgandi skeið
1. Hnoss frá Ytra-Dalsgerði og Þórður
Þorgeirsson, 7,58
2. Framtíð frá Runnum og Sveinn
Ragnarsson, 7,97
3. Leistur frá Leirum og Ragnar
Ágústsson, 8,04
4. Óðinn frá Búðardal og Sigurbjöm
Bárðarson, 8,09
5. Funi frá Sauðárkróki og Erling Sig-
urðsson,8,15
Sætur sigur hjá Sigurbimi og Valíant í B-flokki gæðinga.