Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Jón Yiktor Gunn-
arsson Islands-
meistari í skák
SKAK
Félagsheimili
Kópavogs
LANDSLIÐSFLOKKUR
23. ágúst - 3. sept. 2000
JÓN Viktor Gunnarsson sigraði stór-
meistarann Þröst Þórhallsson í úr-
slitaeinvíginu á Skákþingi íslands
eftir afar spennandi keppni og er því
skákmeistari Islands árið 2000.
Þröstur sigraði í fyrstu skák einvígis-
ins og hélt forystunni með jafnteflum
í næstu tveimur skákum. I fjórðu
skákinni hafði Jón Viktor svart og
upp kom mjög spennandi og flókin
staða. Það kom í Ijós, að Jón Viktor
hafði séð lengra en Þröstur í flækjun-
um og fékk mjög vænlega stöðu. Jón
Viktor sigraði síðan eftir hróksenda-
tafl í 62 leikjum. Staðan var því jöfn,
2-2, eftir fjórar skákir. Þá var um-
hugsunartíminn styttur og tefldar
tvær atskákir. Þröstur náði aftur for-
ystunni í einvíginu með sigri í fyrri
skákinni eftir snarpa sókn og jafn-
tefli í þeirri síðari mundi tryggja hon-
um titilinn. Jón Viktor lagði hins veg-
ar allt í sölumar í seinni skákinni og
eftir ævintýralega riddarafóm, sem
margir efuðust þó um að stæðist,
tókst honum að flækja taflið. Hann
náði í kjölfarið að tryggja sér yfir-
burðastöðu og mátaði Þröst í 35. leik.
Enn var því staðan jöfn og nú
þurfti að bæta við tveimur hraðskák-
um til að fá úrslit í einvíginu. Jón
Viktor náði í fyrsta skipti forystunni í
einvíginu með sigri í fyrri skákinni og
með því að halda jöfnu í þeirri síðari
tryggði hann sér titilinn skákmeist-
ari íslands 2000. Lokaúrslitin urðu
4i/2-3i/2 Jóni í vil. Þetta er í fyrsta
skipti sem Jón Viktor vinnur þennan
titil, en hann er 20 ára. Reyndar var
það ljóst í upphafi, að meistaratitlin-
um mundi hampa skákmaður sem
ekki hafði borið hann áður, því eng-
inn hinna 16 skákmanna sem hófu
keppni hafði orðið Islandsmeistari.
Það má segja, að þetta hafi verið
mót ungu mannanna, því í þriðja
sæti, á eftir þeim Jóni Viktori og
Þresti, kom hinn 17 ára gamli Stefán
Kristjánsson. Hann sigraði Jón
Garðar Viðarsson 3-1 í einvígi um
þriðja sætið. Stefán sýndi að hann er
í stöðugri framför og árangur hans
samsvarar áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli. Fara þarf yfir hvort
fýrirkomulag mótsins standi í vegi
fyrir því, að sá árangur hljóti viður-
kenningu FIDE. Þess má geta, að
Stefán Kristjánsson var nýlega val-
inn sem sjötti maður í Ólympíulið ís-
lands í skák
Teflt var eftir nýju fyrirkomulagi.
í stað þess að allir tefli við alla var
mótið með sams konar fyrirkomulagi
Jón Viktor Gunnarsson í úrslita-
viðureigninni gegn Þresti Þór-
hallssyni.
og heimsmeistarakeppni FIDE, þ.e.
útsláttarkeppni.
Mótið var teflt í Félagsheimili
Kópavogs við einhverjar bestu að-
stæður, sem menn muna. Það átti við
um aðstöðu keppenda og áhorfenda,
svo og alla umgjörð mótsins.
Við skulum nú sjá báðar atskákim-
ar úr einvígi Jóns Viktors og Þrastar,
svo að lesendur geti séð þá mögnuðu
baráttu, sem þar átti sér stað.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Jón Viktor Gunnarsson
Úrslitaeinvígi, fyrri atskák
Pirc-vörn (breytt leikjaröð)
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. Bg5 h6 6.
Be3 0-0 7. h3 c6 8. Dd2 Kh7 9. g4
b5 10. g5!? -
Þresti liggur mikið á í sókninni og
gefur sér ekki tíma til að leika hinum
eðlilega leik, 10. Bd3.
10. - b4 11. gxf6 bxc3 12. Dxc3
exf6 13.0-0-0 d5 14.e5f515.
h4 Be6 16. Bd3 Dd7?
Nauðsynlegt var fyrir svart að
stöðva framrás hvíta h-peðsins með
16. -h5!
17. h5! Hh8
Svartur getur ekki leikið 17. - g5,
vegna 18. Bxg5! hxg519, Rxg5+ Kg8
(19. - Kh6 20. Dd2) 20. h6 Bh8 21.
Hdgl og hvítur vinnur.
18. hxg6 fxg6 19. Hdgl Bf7 20.
Dd2 h5 21. Hh2 Kg8 22. Rh4 c5!?
Jón Viktor reynir að flækja taflið,
í DAG er besti vinur
minn Bessi Bjamason,
leikari, sjötugur. Bessi
fæddist og ólst upp í
Sogamýrinni í Reykja-
vík, yngstur af fjórum
systkinum. Foreldrar
hans vom þau Guðrún
Snorradóttir og Bjami
Sigmundsson, bílstjóri.
Kunnugir hafa sagt
mér, að á hans heima-
slóðum I æsku hafi
Bessi fljótt orðið vin-
sæll meðal barna og
unglinga í hverfinu,
ekki síst vegna ýmissa
prakkarastrika og leikaraskapar
sem hann hafði í frammi og má segja
að þar hafi hans létta og skemmti-
lega lund mótast þegar í æsku, sem
hefur nýst honum svo vel í leiklist-
inni.
Bessi útskrifaðist frá Verslunar-
skóla íslands vorið 1949. Hann sótti
Leikklistarskóla Lárusar Pálssonar
síðasta veturinn sinn í Verslunar-
skólanum, en síðan tók hann inntöku-
próf í Leiklistarskóla Þjóðleikhúss-
ins strax og hann tók til starfa og
lauk námi þar vorið 1952 með mikl-
um ágætum, en jafnframt námi sínu
við leiklistarskólann lék hann í mörg-
um leikritum á fjölum Þjóðleikhúss-
ins. Til gamans vil ég rifja það upp að
prófverkefni Bessa voru Lenni í
„Mýs og menn“ eftir Steinbeck og
Hallvarður í „Maður og kona“ eftir
Jón Thoroddsen. Þessi hlutverk höf-
um við ekki séð Bessa leika. Fyrsta
hlutverk sitt lék Bessi á nemenda-
móti Verslunarskólans 1948, en það
var „Láki trúlofast".
Að námi loknu réðst Bessi á nem-
endasamning hjá Þjóðleikhúsinu í
eitt ár og strax á eftir á fastan samn-
ing og hefur verið fastráðinn við
Þjóðleikhúsið allar götur síðan og
einn af aðalleikurum þess alla tíð eða
þar til hann kaus að hætta árið 1989,
er hann hafði náð tilskilinni starfsævi
skv. 95 ára reglunni svonefndu. En
hann hætti alls ekki að leika heldur
hefur hann leikið fjölmörg hlutverk
síðan bæði í Borgarleikhúsinu,
Loftkastalanum og Þjóðleikhúsinu
og muna víst allir sem séð hafa eftir
honum í „Fjórum hjörtum“, „Maður í
mislitum sokkum“ og nú síðast í
„Jónsmessunæturdraumi" í Þjóð-
leikhúsinu.
Það er ábyggilega ekki á neinn
hallað þótt ég fullyrði að Bessi sé
einn alvinsælasti leik-
ari sem þjóðin hefur átt
og enginn annar leikari
hefur dregið jafnmarga
áhorfendur að leikhús-
inu og hann, enda er
hann mjög eftirsóttur
og margur er sá leik-
stjórinn sem telur verki
sínu borgið hafi hann
fengið Bessa til liðs við
sig.
Bessi er langvinsæl-
asti bamaleikarinn og
hefur hann leikið í
fjölda bamaleikrita,
sem hafa slegið hvert
aðsóknarmetið af öðru. Má þar nefna
„Stóra Kláus og Litla Kláus“, en
hann hefur leikið þá báða, þann litla
1952 og þann stóra 1971, ræningjana
Jónatan (1960) og Kasper (1974) í
„Kardemommubænum“, Mikka ref í
„Dýrunum í Hálsaskógi“, Aldinborr-
ann í „Ferðinni til tunglsins" og fleiri
og fleiri mætti telja. Sum þessara
verka hafa verið gefin út á hljómplöt-
um og snældum og era sívinsælar af-
mælis- og jólagjafir til bamanna.
Þá má nefna nokkur þeirra eftir-
minnilegu hlutverka sem Bessi hefur
leikið í gamanleikritum, eða hver
sem séð hefur man ekki eftir honum
sem Gvendi í „Skugga-Sveini“, Palv-
ek og Kovarik í „Góða dátanum
Svejk“, Hrólfi í „Hrólfi“, Peter í
„Hunangsilmi“, Gvendi snemmbæra
í „Nýjársnóttinni“, Prinsinum í
„Hvað varstu að gera í nótt“, Argan í
„ímyndunarveikinni“, George í „Á
sama tíma að ári“, Sveyk í „Sveyk“ í
síðari heimsstyrjöldinni og Harpag-
on í „Aurasálinni" svo nokkur séu
nefnd.
En Bessi hefur ekki bara leikið í
bamaleikritum og gamanleikritum.
Varla hefur sá söngleikur verið sett-
ur á svið í Þjóðleikhúsinu að Bessi
hafi ekki verið þar í aðalhlutverki eða
berandi hlutverki. Má þar minna á
Jamie í „My Fair Lady“, Litli kall í
„Stöðvið heiminn", Christopher
Mahn í „Lukkuriddaranum“, Micha-
el í „Ég vil! Ég vil!“, Skemmtistjór-
ann í „Kabarett“ og Natan Detroit í
„Gæjum og píum“, allt eftirminnileg
hlutverk þar sem reyndi á hæfileika
Bessa til hins ýtrasta, bæði sem leik-
ara, söngvara og dansara.
Já, vel á minnst, söngvari! Bessi
tók einnig þátt í mörgum óperettum,
meðal þeirra „Sumar í Týról“,
„Kysstu mig Kata“, „Betlistúdent-
inn“, „Sardasfurstinnan", og meira
að segja óperam því hann var í
„Töfraflautunni!“ 1956 og eitt aðal-
hlutverkið í óperanni „Mikado" hjá
íslensku óperanni 1983. Ekki nóg
með það, Bessi hefur dansað ballett,
því hann sló í gegn sem dr. Coppelíus
í ballettinum Coppelía árið 1974.
En Bessi hefur sýnt og sannað, að
hann er ekki aðeins frábær gaman-
leikari, söngvari og dansari, alvarleg
og átakamikil hlutverk henta honum
engu síður, enda hefur hann tekist á
við mörg slík. Eftirminnilegustu
hlutverkin af þessari gerð eru t.d.
Cliff Lewis í „Horfðu reiður um öxl“,
Mick í „Húsverðinum", Perry í ,jUlt í
garðinum“, Gústaf í „Hvernig er
heilsan?“, Leikarinn í „Náttbólinu“,
Tómas í „í öraggri borg“, Gustur í
„Gusti“, Viðarhöggsmaðurinn í
„Rashomon" og Baddi í „Bílaverk-
stæði Badda“.
Hér hefur aðeins verið drepið á
það helsta sem Bessi hefur afrekað á
sviði Þjóðleikhússins, en hlutverk
hans þar era nú orðin hátt í 200 og er
mér til efs að nokkur annar leikari
hafi jafnað það eða gert betur.
Allir vita að auk þessa hefur Bessi
verið einn af alvinsælustu skemmti-
kröftum þessa lands í nær fimm ára-
tugi. Áram saman tróðu þeir Bessi
og Gunnar (Eyjólfsson) saman upp á
skemmtunum úti um allt land og
voru svo fádæma vinsælir að með
ólíkindum var. Síðar slóst Bessi í hóp
með Ragnari Bjamasyni, Ómari
Ragnarssyni og fleiram undir nafn-
inu „Sumargleðin" og flengdust þeir
um landið þvert og endilangt á
hverju sumri, en luku síðan vertíð-
inni með því að sýna vikum saman á
Hótel Sögu. Þetta var mjög vinsæl
skemmtun sem margir landsmenn
sakna sáran.
Þá hefur Bessi leikið í fjölda leik-
rita í útvarpi og tekið þátt í skemmti-
þáttum á vegum þess alla tíð frá því
að hann hóf feril sinn sem leikari.
Einnig hefir hann leikið í fjölda
sjónvarpsmynda og tekið þátt í ýms-
um skemmtidagskrám á vegum sjón-
varps og eins og menn muna hefur
hann verið þátttakandi í allflestum
áramótaskaupum frá upphafi. Einn-
ig hafa störf hans að sjónvarps-
auglýsingum verið fyrirferðarmikil
og aldrei er þess langt að bíða að
hann sjáist ekki í einhverri þeirra,
enda var hann þátttakandi í fyrstu
sjónvarpsauglýsingunni sem gerð
var hér á landi.
Bessi hefur og leikið í nokkram
kvikmyndum, þær helstu era „Skila-
boð til Söndra“, „Ryð“, „Ingaló",
„Stella i orlofi" og „Niðursetningur-
inn“ sem Loftur Guðmundsson gerði
1953.
Þá hefur Bessi átt myndarlegan
þátt í plötuútgáfu, en hann hefur
staðið fyrir útgáfu á barnaleikritum,
lesnum bamasögum og ýmsu öðra
skemmtiefni á hljómplötum og
snældum.
Nú mundi margur halda að Bessi
hefði nú varla getað komist yfir að
gera öllu meira á sinni starfsævi, en
öðra nær. Hann tók við starfi gjald-
kera Félags íslenskra leikara árið
1954 og gegndi því allt til ársins 1984
eða samtals í 27 ár auk margra ann-
arra trúnaðarstarfa lyrir félagið,
m.a. sat hann í ýmsum samninga-
nefndum, var stjómarmaður í Líf-
eyrissjóði leikara ásamt öðram störf-
um fyrir félagið. Það má með sanni
segja að enginn einn maður hafi lagt
eins mikið af mörkum fyrir Félag ís-
lenskra leikara og Bessi. Hann er nú
heiðursfélagi í Félagi íslenskra leik-
ara.
Ennþá er ekki allt talið, því Bessi
hefur lengst af gegnt ýmsum öðram
störfum jafnframt því sem að ofan er
getið og yrði of langt að tíunda það
allt saman, en þó má nefna að um
árabil sá hann um bókhald hjá
Landsmiðjunni, en auk þess hefur
hann fengist við sölumennsku af
ýmsu tagi og fyrir marga aðila, enda
eftirsóttur í það starf vegna hæfi-
leika sinna á því sviði.
Eins og sjá má af þessari lauslegu
upptalningu á störfum Bessa Bjarna-
sonar er engu líkara, en ég sé að
segja frá starfsferli margra manna,
svo yfirgripsmikil eru störf hans orð-
in. Skýringin á því hvað Bessi hefur
komist yfir mikið og margt í sínu lífi
er hvað allt leikur í höndunum á hon-
um og hvað hann á auðvelt með þetta
allt saman og svo líka hvað hann
skipuleggur tíma sinn vel, raunar án
þess að hafa nokkuð fyrir því.
Ætla mætti að samhliða öllu þessu
starfi væri nú ekki mikill frítími af-
lögu fyrir tómstundaiðju eða að sinna
fjölskyldumálum. En það er eins og
annað sem Bessi hefur fengist við,
honum hefur alltaf tekist að finna
tíma til að sinna þessum málum með
miklum ágætum og nýtur hann mik-
illar ástar barna sinna, stjúpbarna og
barnabarna.
Bessi stundar og hestamennsku af
miklum móð og hefur gert nú í nær
fjóra áratugi og virðist ekkert lát
ætla að verða á því.
Þegar ég hóf störf við Þjóðleikhús-
ið kynntist ég Bessa fljótt og tókst
með okkur ágætur kunningsskapur,
því ljúfmannlegri og skemmtilegri
maður í umgengni en Bessi fyrir-
finnst varla. En þegar ég tók sæti í
stjóm Félags íslenskra leikara með
Bessa árið 1967 styrktist okkar
kunningsskapur verulega, enda kom
BESSI
BJARNASON
en það dugar ekki til að bjarga mál-
um.
23. Rxg6 cxd4 24. Bf4 Rc6! 25.
Rxh8 Kxh8
26. Hxg7 -
Einfaldara hefði verið að leika 26.
De2 Hf8 27. e6! Dxe6 28. Hxh5+ Kg8
29. Hxg7+ Kxg7 30. Be5+ Kg6 31.
Dg4+ mát.
26. - Kxg7 27. Bh6+ Kh7 28. Dg5
Bg6 29. Hxh5 Rxe5! 30. Hhl Rxd3+
31. cxd3 Hc8+ 32. Kbl De6
Það er ekki hægt að benda á rakta
vinmngsleið fyrir Þröst í stöðunni, en
vörnin er svo erfið, að eitthvað verð-
ur að lokum undan að láta.
33. Bf8 Kg8 34. Be7 Kf7 35. Bb4
He8 36. a3 De2 37. Dg3! Dg4
38. Dd6! Df3 39. Hgl Dxd3+ 40.
Kal f4 41. Dd7 Kf6
42. Dxd5 De4 43. Dd6 Kg7 44. Dd7
Kh6 45. Bd2
Hf8 46. Dd6 Kg7 47. Bb4 Hf7 48.
Bc5 d3 49. Bd4
Kh6 50. Dd8 d2?
Svartur hefði getað varist lengur
með 50. - De7, þótt það hefði engu
breytt um úrslit skákarinnar.
í Ijós að við höfðum mjög svipaðar
skoðanir á flestum málum og áttum
því mjög gott með að vinna saman.
Vinátta okkar leiddi til þess að ég
hóf að stunda hestamennsku með
Bessa og hefur þetta tómstundagam-
an fært okkur margar ánægjustund-
ir allt til þessa dags. Síðasta áratug
höfum við farið í nokkrar meiriháttar
hestaferðir t.d. í Emstrur með Bene-
dikt Arnasyni og Isólfi Gylfa Pálma-
syni og fleirum - í hópi með Flosa Ól-
afssyni á Löngufjörur og árið eftir
kringum Langjökul og um Leggja-
brjót og Gagnheiði með vini okkar
Jörgen Berndsen. Við Bessi eram
einnig svo lánsamir að hafa sumar-
bústaði ekki ýkja langt hvor frá öðr-
um og hestana nálægt okkur.
Þá höfum við Bessi átt því láni að
fagna að fá að vinna saman í allmörg-
um leikverkum, ýmist báðir sem leik-
arar eða ég sem leikstjóri og ég verð
að segja að af fáum leikuram hef ég
lært meira en Bessa Bjamasyni.
Um marga listamenn gildir það að
þeir era aðrir við vinnu að listgrein
sinni en í samskiptum við fólk utan
vinnustaðar. Þetta gildir ekki um
Bessa Bjamason. Bessi er alltaf
Bessi hvar og hvenær sem maður
hittir á hann. Hann er alltaf í full-
komnu jafnvægi, elskulegur í viðmóti
og aldrei er húmorinn langt undan.
Bessi er mjög hugmyndaríkur og
mörgum hugmyndum hans hefur
verið hrint í framkvæmd til hagsbóta
fyrir leikarastéttina, en ekki síst hafa
leikstjórar getað nýtt sér þessa kosti
hans í samvinnu við uppfærslu leik-
rita sinna og hygg ég að margir
þeirra eigi Bessa skuld að gjalda,
enda er hann gífurlega eftirsóttur af
þeim eins og áður sagði. Bessi er
tryggur vinur vina sinna og vinahóp-
ur hans er stór, því fólk bókstaflega
sækist eftir að vera í félagsskap hans
og nægir í því sambandi að minna á
hina fjölsóttu og stórbrotnu veislu
sem hann hélt vinum sínum fyrir
réttum 10 áram.
Bessi er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Erla Sigþórsdóttir, en þau
giftust 1952, en slitu samvistir árið
1979. Þeim varð þriggja bama auðið,
Sigþór fæddur 1952, lést af slysför-
um 1970, Kolbrún, ritari, fædd 1954
og Bjarni, verkfræðingur, fæddur
1957. Bamabömin era orðin fimm.
Bessi kvæntist Margréti Guðmunds-
dóttur, leikkonu, árið 1988, en þá
áttu þau að baki átta ára sambúð.
Ég vil óska honum og fjölskyldu
hans allri innilega til hamingju með
þennan afmælisdag og er ég þess
fullviss að við eigum eftir að njóta
hæfileika hans og listar, glaðværðar
hans og vináttu enn um langan aldur.
Gfsli Alfreðsson.