Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 05.09.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 53 I Svæöismót Norðurlanda 2000 — 1. umferð 1. Ulf Andersson (2641) Rune Djurhuus (2484) 2. Curt Hansen (2613) Stellan Brvnell (2484) 3. Simen Agdestein (2590) Helgi Ólafsson (2478) 4. Peter Heine Nielsen (2578) Tom Wedberg (2473) 5. Helgi Áss Grétarss. (2563) Olli Salmensuu (2458) 6. Hannes H. Stefánss. (2557) Ernanuel Berg (2456) 7. Evgenij Agrest (2554) Þröstur Þórhallsson (2454) 8. Sune Berg Harisen (2545) Jouni Yrjola (2442) 9. Margeir Pétursson (2544) Leif E. Johannessen (2422) 10. Lars Schandorff (2520) Aleksei Holmsten (2383) 11. Jonnv Hector (2509) Jón V. Gunnarsson (2368) 12. EinarGausel (2492) John Arni Nilssen (2354) 51. Dg5+ Kh7 52. Dh4+ og svart- ur gafst upp. Seinni atskákin: Hvítt: Jón Viktor Svart: Þröstur Frönsk vöm 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 a6 8. Dd2 cxd4 9. Rxd4 Bc5 10. Be2 Rxd4 11. Bxd4 b5 12.0-0-0 Da5 Hefði ekki verið eðlilegra að hróka stutt? 13. f5! Bxd4 14. Dxd4 b4 15. fxe6 fxe6 16. Rxd5!? - Jón Viktor leggur allt undir, enda er óvisst, að hann hefði haft mikla möguleika á að ná betra tafli, eftir 16. Rbl o.s.ftv. 16. - exd5 Eða 16. - Dxd5 17. Dg4 Dxe5 18. Bf3, ásamt 19. Hhel með sterkri hvítri sókn. 17. Bh5+ Kd8 Eftir 17. - g6 18. e6! opnast taílið hvíti í hag. 18. e6! Rf6 19. De5 - Betra virðist að leika 19. e7+!? til að opna sér sóknarleiðir, t..d. 19. - Kxe7 20. De5+ Kf8 (20. - Kd8 er betra, þó ekki sé það gæfulegt) 21. Hhel Dd8 22. Hxd5! og hvítur vinn- ur. 19. - Ke7 20. Hhfl Bb7 21. Dg5 Hhg8 22. Bf7 Dd8 23. Hf5 h6 24. Dg6 Hc8 25. Hdfl d4 Líklega var síðasta vonin um björgun 25. - Dc7 26. Hxf6? (26.H1Í2) Dxc2+! 27. Dxc2 Hxc2+ 28. Kxc2 Hc8+! 29. Kd2 gxf6 o.s.frv. 26. Hxf6! Be4 Eða 26. - gxf6 27. Dxf6+ Kf8 27. Dxe4 gxf6 28. Bxg8 Dxg8 29. Db7+! Kxe6 30. Hel+ Kf5? Tapar strax. Eftir 30. - Kd6 er erf- itt að benda á þvingaða mátleið, en hvítur getur unnið peðin á a6 og d4 og á þá auðunnið tafl. 31. De4+ Kg5 32. h4+ Kh5 33. Df5+ Kxh4 34. Hhl+ Kg3 35. Df3+ mát. Harpa íslandsmeistari kvenna Harpa Ingólfsdóttir er íslands- meistari kvenna 2000, en hún varð efst ásamt Áslaugu Kristinsdóttur á mótinu og sigraði hana síðan í mjög spennandi einvígi með fjórum vinn- ingum gegn þremur. Þetta er í fyrsta skipti sem Harpa hreppir þennan tit- il, en hún hefur um nokkurra ára skeið verið í hópi okkar sterkustu skákkvenna. Röð efstu keppenda á mótinu varð þessi: 1. Harpa Ingólfsdóttir 4'Æ v. 2. Áslaug Kristinsdóttir AVz v. 3. -4. Aldís Rún Lárusdóttir 4 v. 3.4. Anna Björg Þorgrímsdóttir 4 v. o.s.frv. Svæðismót Norðurlanda hefst í dag í dag kl. 17 hefst svæðismót Norð- urlanda í skák, hápunktur skák- starfsins á Norðurlöndum í ár. Þar berjast sterkustu skákmenn Norður- landa um þau þrjú sæti sem Norður- löndin fá á heimsmeistaramótinu í skák. Mótið er haldið í Hellisheimil- inu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Fyrsta umferð hefst klukkan 17 í dag. Áugu áhorfenda munu að sjálfsögðu bein- ast að okkar mönnum og þar verður nóg af spennandi viðureignum, því svo heppilega vildi til að allir íslend- ingarnir lentu á móti útlendingum í fyrstu umferð. M.a. má benda á við- ureign Helga Ólafssonar gegn Simen Agdestein. Þá er ekki að efa að marg- ir leggja leið sína í Hellisheimilið til að fylgjast með Margeiri Péturssyni, nú eða þá nýbökuðum íslands- meistara, Jóni Viktori Gunnarssyni, sem mætir sjálfum Jonny Hector í fyrstu umferð. Röðun í fyrstu umferð má annars sjá í meðfylgjandi töflu. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson FRÉTTIR Danskeppmn German Open Góður ár- angur ísaks og Helgu Daggar UM HELGINA lauk einni af stærstu og sterkustu danskeppnum heims, German Open í Þýskalandi. Hópur íslenskra keppnispara tók þátt í keppninni. Flest danspörin undir- bjuggu sig vel fyrir keppnina, meðal annars með því að taka þátt í æfinga- búðum sem voru nálægt keppnis- staðnum í Mannheim. Níu íslensk keppnispör tóku þátt í keppninni. Bestum árangri íslensku paranna náðu þau ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir, Dans- íþróttafélaginu Hvönn í Kópavogi. Þau eru í flokki ungmenna og kepptu í þremur greinum. Bestum árangri náðu þau í 10 dönsunum eða 5. sæt- inu, í suður-amerísku dönsunum uGiIuu þau 7. sætinu raeð öðru pari og í sígildu dönsunum náðu þau 16. sæti. Eftirtalin pör tóku þátt fyrir ís- lands hönd: í flokki barna: Hafsteinn Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir, Hvönn, Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjóns- dóttir, Kvistum í flokki unglinga I Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppi, Jón Þór Jónsson og Unnur Óladóttir, Hvönn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Isak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir. f flokki ungiinga II Agnar Sigurðsson og Elín Dröfn Einarsdóttir, Kvistum í flokki ungmenna Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ásta Sigvaldadóttir, Gulltoppi, Hannes Egilsson og Sigrún Yr Magnúsdóttir, Gulltoppi, Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir, Gulltoppi, ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir, Gull- toppi. VG á ferð um Suðurnes ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs verður á ferð um Suðurnes dag- ana 5.-7. september. Stofnanir og fyrirtæki verða heimsótt og rætt við starfsmenn og stjórnendui'. Fundað verður með fulltrúum allra sveitarstjórnar á svæðinu, rætt um stöðu sveitarfélaganna og starfsemi á þeirra vegum, segir í fréttatilkynningu. Ferð þingflokksins hefst þriðju- daginn 5. september kl. 10 með heimsókn í Sandgerði og hennir lýkur í Garðabæ síðdegis fimmtu- daginn 7. september. Sérstök at- hygli er vakin á opnum stjóm- málafundi í Glóðinni, Keflavík, miðvikudagskvöldið 6. september. Frummælendur verða Steingrím- ur J. Sigfússon og Ögmundur Jón- asson og hefst fundurinn kl. 20.30. ATVINNUAUGLÝSINGAR \ J Skanandi Leikskólastarf i Óskað er eftir leikskótakennurum eða starfsmönnum með aðra menntun og/eða reynslu í leikskólann Jörfa við Hæðargarð. Jörfi er fimm deilda leikskóli þar sem dvelja 97 börn samtímis. ■ Áhersla er lögð á tjáningu, leiklist og tónlist. Upplýsingar gefur Ásta Júlía Hreinsdóttir í síma 553 0345. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskóla, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, og á vefsvæöi, www.leikskotar.is. JfLei Leikskólar Reykjavíkur Kökugallerí Okkur vantar hresst og duglegt fólk til af- greiðslustarfa í verslun okkar, bæði á morgn- ana og eftir hádegi. Góð laun í boði fyrir gott fólk. Upplýsingar gefur Viggó í síma 695 1011. Kökugallerí, Dalshrauni 13. Bifreiðasmiður Óskum eftir bifreiðasmid eða bifvélavirkja sem allra fyrst. Mikil vinna. Laun eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 892 0902, Birna. MosfeUsbær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólinn Hlíð Vegna fæðingarorlofs vantar okkur leik- skólakennara til starfa við leikskólann. Einnig vantar í afleysingastarf. Til greina kemur að ráða aðra uppeldismenntaða starfsmenn og/eða starfsfólk með reynslu. Starfshlutfall er 100%. Áherslur í leikskólastarfi eru: skapandi starf, gagnrýnin hugsun, umhverfis- mennt og hreyfifærni. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi FÍL og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga ásamt sérsamningi leikskólakennara í Mosfellsbæ við bæj- aryfirvöld. Upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Hermannsdóttir, leikskólastjóri, í síma 566 7375. Mosfellsbær er tæplega 6000 manna sveitarfélag. Á vegum bæjarins eru starfandi fjórir leikskólar. Leikskólarnir búa við þá sérstöðu að vera staðsettir í afar fögru umhverfi. Fjöl- breytileiki náttúrunnar skartar sinu fegursta við bæjardyrnar og er endalaus efniviður til uppbyggingar, þroska og sköp- unar. Líta má á þessa sérstöðu sem forréttindi og greina má áhrifin í uppeldisstefnu og markmiðum allra leikskólanna Skólafulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.