Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 60
)0 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Úr dagbók lögreglunnar
Annasöm helgi
vegna opinberra
heimsókna
HELGIN var nokkuð annasöm hjá
lögreglu, einkum vegna mikils
fjölda opinberra heimsókna í og við
höfuðborgina.
Umferðarmálin
Ekið var á 7 ára dreng á reiðhjóli
í Barmahlíð við Reykjahlíð síðdegis
á föstudag. Hann hlaut minniháttar
meiðsli.
Bifreið var ekið á ljósastaur á
Sævarhöfða á föstudagskvöldið.
Ekki urðu slys á fólki við óhappið
en bifreiðin og staurinn eru mikið
skemmd.
Ungur ökumaður var fluttur á
slysadeild eftir að hafa ekið bifreið
sinni aftan á vörubifreið á Miklu-
braut við Grensásveg síðdegis á
laugardag. Ökumaðurinn hafði ver-
ið fullupptekinn við að tala í far-
,síma og tók því ekki eftir að bif-
reiðin fyrir framan hann var
kyrrstæð. Fjórir voru fluttir á
slysadeild eftir árekstur tveggja
bifreið á Breiðholtsbraut við Suður-
landsveg á laugardagskvöldið.
Meiðsli eru ekki talin alvarleg.
Þá varð bflvelta á Vesturlands-
vegi við Skálatún aðfaranótt sunnu-
dags. Tveir piltar voru fluttir á
slysadeild. Ökumaðurinn er grun-
aður um ölvun við akstur.
Fór inn í sjúkrabfl
í óleyfi
Tilkynnt var um innbrot á heimili
á Vitastíg að rnorgni föstudags.
Farið hafði verið inn um opinn
glugga og sjónvarpi og ýmsum
smáhlutum stolið.
Þegar neyðarbíll slökkviliðs var
að sinna veikum aðila í Bankastræti
á föstudagskvöld gerðist einn sam-
borgari svo óforskammaður að fara
inn í sjúkrabílinn. í fyrstu var talið
að einhverju hefði verið stolið sem
síðan reyndist ekki vera. Karlmað-
ur sem grunaður er um verknaðinn
var handtekinn skömmu síðar af
lögreglu og færður á lögreglustöð.
Ekki er vitað hvaða erindi maður-
inn átti inn í sjúkrabflinn.
Manni og barni
hrint í Tjörnina
Maður réðst að konu með kúbeini
við skemmtistað í Grafarvogi að
morgni laugardags. Konan kenndi
til eymsla í baki eftir árásina. Þá
var ungur karlmaður handtekinn
eftir að hann hafði hrint manni með
barn í fanginu í Tjörnina. Hinn
handtekni gat litlar skýringar gefið
á athæfi sínu.
Málefni barna
og ungmenna
Hinn 1. september ár hvert
breytist útivistartími barna og ung-
menna. Lögreglan leggur mikla
áherslu á að foreldrar og aðrir for-
ráðamenn virði reglur um útivist,
börnum þeirra til hagsbóta. Að
venju hafði lögreglan eftirlit með
þessum málum. Astand var gott í
flestum hverfum en þó ekki öllum.
Eitthvað var um brot á þessum
reglum í vesturbænum að þessu
sinni. Þá voru ungmenni send til
síns heima í Mosfellsbæ.
Annað
Hópur borgara hafði mótmæla-
stöðu á Austurvelli síðdegis á
sunnudag vegna heimsóknar for-
seta kínverska þingsins. Hópurinn
gekk síðan að Hótel Sögu og tók
sér stöðu á Hagatorgi í samræmi
við tilmæli lögreglu.
Afmælistilboð
Velourgallar, sloppar, satín-náttfatnaður
30% afsláttur fram á laugardag
Ath. opið á laugardögum.
y&e^/umar, ylu&turoeri/,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
Hef flutt aðstöðu mína frá
Mætti — sjúkraþjálfun ehf.
í sjúkraþjálfunina St/rk að
Stangarhyl 7 í Reykjavík.
Þar sé ég bæði um einstak-
lings- og hópþjálfun.
5TYBKUB
. , , rn177rft Stangarhyl 7, 110 Reykjavík
Timapantamr i sima 5877750. simi: 5877750, fax: 5877752
Erna Kristjánsdóttir
lögg. sjúkraþjálfári
Frábær árangur
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Hringdu nuna
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. ""’’
Einkatímar • sími 694 5494 «Námskeið
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sama vegalengd
- eða hvað?
MIG langar að ræða aðeins
um fjarlægðarskyn, hug-
myndasmíð, þ.m.t. gerð
auglýsinga, hönnun merkja
og fleira. Fyrir löngu bjó
maður nokkur handan
fjarðar við kaupstað. Til að
komast í kaupstaðinn,
þurfti hann að róa á báti yf-
ir fjörðinn. Einhvern tím-
ann þegar hann var í
kaupstaðnum spurði ein-
hver þennan mann hvað
væri langt frá bænum hans
og til kaupstaðarins. Hann
vissi það. En þá spurði ein-
hver gárungi hvað væri
langt til baka. Þá sagði
maðurinn: Ja, það veit ég
ekki, það hefur aldrei verið
mælt. Mér datt þessi saga í
hug vegna þess að það eim-
ir enn eftir af þessu þegar
hringt er að sunnan út á
landsbyggðina. Tvö dæmi:
Eitt sinn var hringt í kon-
una mína, sem er þýsk, og
henni tjáð að hún ætti
pakka á Tollstofunni frá
Þýskalandi og spurt hvort
hún gæti sótt hann. Það var
ekki spurt hvort hún gæti
beðið einhvem að sækja
hann, sem hefði verið eðli-
legra. Annað dæmi: Maður
nokkur, sem á heima hér,
var búinn að bíða lengi eftir
kalli frá lækni að sunnan.
Kallið kom á fímmtudegi kl.
10 fyrir hádegi og var hann
spurður hvort hann gæti
mætt kl. 11 sama dag. Það
er svo skrýtið að það er
jafnlangt suður, eins og að
sunnan. Tvær sjónvarps-
augiýsingar frá tóbaks-
vamanefnd hafa slegið öll
met. Þegar kýrnar á Ind-
landi leysa vind myndast
gas, sem hefur áhrif á lofts-
lagið. Frelsarinn breytti
vatni í vin, en tóbaksvarna-
menn ganga feti framar,
þeir breyta „aftansöng“ og
þvagi í ósýnilegan tóbaks-
reyk.
Óskar Bjömsson,
Neskaupstað.
Bensínlækkun
olíufyrirtækjanna
EG varð djúpt snortinn
þegar ég heyrði fréttina um
30 aura bensínlækkun olíu-
félaganna. Ef ég ætti tank,
sem tæki 1.000 lítra, myndi
ég fylla hann og spara mér
þannig 300 kr. Það nægir
fyrir 2 stunda gjaldi í stöðu-
mæli. Er að furða þó ég sé
með tárin í augunum vegna
þessarar rausnarlegu
lækkunar á bensíni. Eg
fullvissa olíufélögin þó um
það að ég brosi gegnum
tárin.
Með hjartans þakklæti.
Guðmundur Jónsson,
söngvari.
Ég spyr
HVAÐ er í gangi í þessu
litla þjóðfélagi okkar?
Fyrrverandi biskup
skammar þjóðina fyrir það
að við viljum ekki taka þátt
í þessari óheyrilegu eyðslu í
sambandi við kristnitöku-
hátíð. Við vildum heldur
iáta hundrað milljóna í það
sem er nauðsynlegra, svo
sem sjúkrahús, svo ekki
þurfi að setja fóik sem er
sjúkt út á götuna og núver-
andi biskup kom og fram í
sjónvarpi og skammaði fólk
fyrir ógurlega eyðslusemi
(en gerir það sama). Er
samræmi í þessu? Eðli sínu
samkvæmt átti hátíðin að
vera einfaldari og enginn
hefði sagt orð, allir glaðir.
Það er mér áhyggjuefni að
biskupar landsins skuli
vera að skammast í sjón-
varpinu. Eitt barnabarnið
mitt, sem sat hjá mér er
fréttir vom, spurði: Af
hverju er biskupinn svona
reiður, er hann ekki prest-
ur? Allar kirkjur landsins
eiga að vera sjálfstæðar og
fólkið á að velja sjálft, en
ekki fært inn í einn sérstak-
an trúarsöfnuð. Hvar er
frelsið?
Áhyggjufull amma.
Er Illugi að hætta?
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda lýsti yfir
áhyggjum sínum yfir því,
að Illugi Jökulsson væri að
hætta hjá Ríkisútvarpinu.
Hún sagðist bíða eftir þátt-
unum hans á hveiju sunnu-
dagskvöldi. Hann sé frá-
bær útvarpsmaður og þátt-
urinn hans einstakur.
Mannleg samskipti
í grunnskólana
ÞAÐ vantar alveg inn í
grunnskólana kennslu í
mannlegum samskiptum.
Það þyrfti að kenna ungl-
ingunum almenna kurteisi.
Þessu er mjög ábótavant í
þjóðfélaginu. Flestir for-
eldrar eru útivinnandi og
geta því lítið sinnt þessum
hluta uppeldisins og ég
held það væri ráð að reyna
að koma þessu inn sem
kennslugrein í gmnnskól-
um.
Hafliði Helgason.
Tapað/fundið
Nýr Sagem GSM-sími
tapaðist
NÝR Sagem GSM-sími
tapaðist miðvikudaginn 30.
ágúst sl. sennilega hjá
Ibúðalánasjóði, þó ekki
víst. Símans er sárt saknað
af eigandanum, sem var
nýbúinn að kaupa hann.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band við Helgu í síma 552-
7479 eða 525-4460. Fundar-
laun.
Hver á
sófann?
ÞAÐ kom Habitat-sófí til
viðgerðar í júlí sl. í Bólstr-
un Óskars. Eigendurnir
skildu ekki eftir neitt núm-
er og nú vill sófinn komast
heim. Ef einhver kannast
við að eiga sófann góða,
vinsamlegast hafið sam-
band í síma 587-0287.
Dýrahald
Dökkjarpur hestur
hvarf úr Mosfellsbæ
DÖKKJARPUR hestur,
sem hvarf úr sjúkragerðinu
í Mosfellsbæ á bilinu 18.
júlí-21. júlí sl. er enn ófund-
inn. Frostmerking er áber-
andi, öfugt sjö. Hann er 13
vetra og mjög gæfur. Hans
er sárt saknað. Ef einhver
veit um ferðir hans eða
hvar hann er niðurkominn,
er sá hinn sami beðinn að
hafa samband við Unnar í
síma 587-1808, Örn í síma
866-5285 eða Guðrúnu í
síma 866-4640.
SKÁK
Umsjón llelgi Áss
Grótarsson
Hvítur á leik.
STAÐAN kom upp á Pent-
amedia-stórmeistaramótinu
sem lauk fyrir skömmu í
Kelambakkem á Indlandi.
Hvitt hafði indverski stór-
meistarinn Dibyendu Bar-
ua (2.502) gegn landa sínum
Devaki Prasad (2.431). 20.
Bxh6! gxh6 21. Hxh6 De5
22. Hg6+ Kf7 23. Dh7+ Ke8
24. Hdl Bc8 24. ...Hf7 bauð
ekki heldur upp á haldbæra
vöm sökum 25. Hg8+ Ke7
26. Dh4+. 25. Hg7 og svart-
ur gafst upp. Svæðamót
Norðurlanda hefst 5. sept-
ember kl. 17 í félagsheimili
Taflfélagsins Hellis í
Þönglabakka 1, Mjódd.
COSPER
Minntu mig á að fara að hringja i slökkviliðið.
Víkverji skrifar...
VERSLUN ein hér í borg,
verslun sem Víkverji hafði
reyndar ekki heyrt af áður,
auglýsti fyrir helgina tilboð á bók-
um. Allar bækur yrðu seldar á 50
krónur á auglýstum tíma um þessa
helgi og þá næstu. Verið væri að
rýma til fyrir nýjum vörum. Vík-
verji nennir yfirleitt ekki að eltast
við slík tilboð en lét til leiðast að
fara með konu sinni í laug-
ardagsbíltúr til að athuga málið
þar sem sérstaklega voru auglýst-
ar ákveðnar bækur sem vantaði
inn í heimilissafnið og allar á 50
krónur.
Að sjálfsögðu voru allar
Ferðafélagsbækurnar löngu búnar
þegar Víkverji kom inn í verslun-
ina, hálfri annarri klukkustund eft-
ir að opnað var á fyrsta degi til-
boðssölunnar, en sagt að hugs-
anlegt væri að finna Laxness og
Árna Óla en þeim hefði bara verið
dreift um bókastaflana. - En við
eigum Ferðafélagsbækurnar til úti
í bílskúr og þú skalt bara koma
aftur um næstu helgi, sagði kaup-
maðurinn. Víkverji hafði sem sé
fallið fyrir lélegri auglýsingabrellu
og látið teyma sig á asnaeyrunum
milli borgarhverfa. Og hann hefur
ekki hugsað sér að láta kaupmann-
inn ginna sig aftur inn í þessa búð.
I versluninni var töluvert að
gera, viðskiptavinir voru að fara í
gegnum bókastaflana, en í þeim
virtust eingöngu vera notaðar
bækur þótt það kæmi nú ekki fram
í umræddri auglýsingu, og fundu
greinilega ýmislegt áhugavert.
Ekki hafði Víkverji geð í sér til
þess að skoða bækurnar, hann var
móðgaður. Og hann varð var við að
það voru fleiri fyrrverandi hugsan-
legir viðskiptavinir.
xxx
ESSI söluaðferð verslunarinn-
ar minnir Víkverja á dönsku
ferðaskrifstofuna sem auglýsti
ferð við frábæru verði. Fólkið
flykktist að og hringdi. En því
miður, ferðin var strax uppseld.
Enda var aðeins eitt sæti í boði!
Hins vegar var starfsfólkið með
margar aðrar áhugaverðar ferðir
fyrir fólkið sem kom eða hringdi:
Má ekki bjóða þér í staðinn aðra
frábæra ferð á frábæru verði.
UR því að Víkverji er byrjaður
að nöldra finnst honum rétt
að gera athugasemd við vinnu-
brögð við viðgerðir á undirgöngun-
um undir Reykjanesbraut við
Mjóddina.
Byrjað var að brjóta upp annan
stigann Reykjavíkurmegin í vor
eða síðasta vetur og í allt sumar
hefur verið skilti sem segir að lok-
að sé fyrir umferð um stigann.
Víkverji gengur þarna oft um og
hefur aldrei tekið mark á þessu
banni. Nú er aftur byrjað á við-
gerðinni og búið að brjóta tröpp-
urnar en að því er virðist með
sömu hangandi hendinni. Skilið er
við allt opið og meira að segja
stafla af litlum múrsteinum sem
henta vel til að grýta saklaust fólk
í göngunum á dimmum haust-
kvöldum.
Ekki veit Víkverji hver ber
ábyrgð á þessu sleifarlagi, Vega-
gerðin, Reykjavíkurborg, Kópa-
vogsbær eða verktakar eða allir en
viðkomandi aðilar eru hér með
hvattir til að ljúka verkinu hið
snarasta áður en slys hljótast af.