Morgunblaðið - 05.09.2000, Side 61
-I
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
BRIDS
llm,\jón Uuilniiiiiilur
Páll Arnarson
BARRY Rigal segir frá
þessari varnarþraut, sem
kom upp á fyrri stigum
Vanderbilt-keppninnar í
Bandaríkjunum í síðasta
mánuði. Kanadamaðurinn
Joey Silver var í vestur í
vörn gegn fjórum hjörtum.
Lesandinn ætti að setjast í
hans sæti:
Suður gefur; allir á hættu.
Noj-ður
á AD3
¥ G98642
♦ 976
á 4
Vestur
á 10654
*Á7
♦ KG54
* KD7
Vestur Norðnr Austur Suður
- - lgrand
Pass 2 tíglar •Pass 3lyörtu
Pass 4 hjörtu Allirpass
Suður opnar á 15-17
punkta grandi og norður yf-
irfærir í hjarta með tveimur
tiglum. Stökk suðurs í þrjú
hjörtu sýnir fjórlit í hjarta
og mikinn geimáhuga. Silver
kom út með iaufkóng og
fékk áttuna frá makker, en
sagnhafi drap á ás. Og spil-
aði hjartadrottningu. Hvað
myndi lesandinn gera?
Allar hendur litu þannig
út:
Nofður á AD3 * G98642 ♦ 976 á 4
Vestur Austur
á 10654 á KG72
v Á7 ¥5
♦ KG54 ♦ 108
* KD7 * 1098532 Suður á 98 ¥ KD103 ♦ ÁD32 + ÁG6
Silver tók á ásinn og
skipti yfir í spaða. Sagnhafi
svínaði drottningunni, en
austur drap og sendi tígul-
tiuna í gegnum ÁD suðurs.
Og nú getur sagnhafi ekkert
gert; hann hlýtur að gefa tvo
slagi á tígul.
Á hinu borðinu dúkkaði
vestur hjartadrottninguna í
öðrum slag. Sagnhafi - sem
reyndar var Barry Rigal -
svínaði þá spaðadrottningu.
Austur drap og spilaði tígli,
en Rigal tók með ás, spilaði
spaðaás og trompaði spaða.
Sendi vestur svo inn á
blankan hjartaás og beið eft-
ir tíunda slaginum. Það er
sama hvað vestur gerir - allt
kostar slag: spaði í tvöfalda
eyðu, tígull frá kónginum
eða lauf frá drottningunni.
E.S. Þetta er vel spilað og
vörnin góð á hinu borðinu.
Hins vegar þykir umsjónar-
nianni laufátta austurs
óþarflega lágt spil - tían
befði verið skýrari, sem kall
í spaða. Laufáttan neitar
vissulega tíguláhuga (þá
hefði austur sett lægsta spil-
ið), en sýnir kannski ekki
endilega spaðakóng - frekar
hjartakóng! En það er
kannski spurning um stíl og
a.m.k. vafðist vörnin ekki
fyrir Silver.
Nd. Ég gleymdi flaut-
unni minni, og hvað
mcð það?
Árnað heilla
Q/\ ÁRA afmæli. í dag,
ÖU þriðjudaginn 5. sept-
ember, verður áttræð
Bjarney Ágústsdóttir, Snæ-
felli, Eyrarbakka. Hún tek-
ur á móti vinum og vanda-
mönnum laugardaginn 9.
september kl. 15 í samkomu-
húsinu Stað á Eyrarbakka.
Ljósmynd: Sigríður Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 8. júlí sl. af sr. Gísla
Jónssyni Magðalena Magn-
úsdóttir og Þorgeir Valur
Pálsson. Heimili þeirra er
að Garðhúsum 51, Reykja-
vík.
Hlutavelta
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu
6.800 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita
Edda Jónsdóttir, Sigurbjörg Lára Kristinsdóttir, íris
Björg Kristinsdóttir og Stella Björg Kristinsdóttir.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 6.000 kr. til styrktar
Barnaspítala Hringsins. Þær heita Ásta María Gunn-
arsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Hrönn Ómarsdóttir og
Áslaug Inga Kristinsdóttir.
LJOÐABROT
Á ÆSKUSTÖÐVUNUM
Um ítra æskudaga
ég átti lítinn hvamm
þar sem að blómin brosa
og brunar lindin fram.
Þar undi’ eg allar stundir
þar átti’ eg konungshöll
sem skreytt var öll með skeljum
og skein sem aprílmjöll.
I hvammnum greri hrísia
á hólnum ein hún bjó
svo lág en limafógur
mótijósisólarhló.
Þar sat ég alsæll undir
um aftans marga stund,
er síðstu geislar glóðu
sem gull á sævarlund.
En einu mest ég unni
- það allra hæst ég mat,
og það var lítill þröstur
sem þar á greinum sat.
Hann söng svo sætt á kvöldum,
þau sönglög man ég æ.
Mér hrundu’ oft tár af hvarmi
er heim ég gekk í bæ.
Hann hreif mitt unga hjarta
í helgri kvöldsins ró,
og hóf minn anda’ í hæðir
er hörpu blítt hann sló.
Hann söng um sorg og gleði
- hann söng mér vorsins óð.
Á meðan nokkuð man ég
ég man þau þrastarljóð.
En nú er hríslan horfin,
og hóllinn sandur ber,
og höllin mín er hrunin
- þar hrúga lítil er.
En hvert er fuglinn floginn
sem fyr hér átti skjól?
Hann er víst löngu liðinn
ó h'fsins hverfihjól!
Jónas Guðlaugsson.
STJORIVUSPA
eftir Frances Urake
MEYJA
Afmælisbam dagsins:
Þú ert ævintýragjarn í eðli
þínu oglíðurilla, efekki er
von á einhverjum uppá-
komum til aðkrydda daginn.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Allur er varinn góður. En
stundum er allt í lagi að
sleppa örlítið fram af sér
beizlinu, ef menn bara muna
að ganga hægt um gleðinnar
dyr._____________________
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gættu þess að setja þig ekki á
háan hest gagnvart sam-
starfsmönnum þínum. Slík
framkoma kemur þér bara í
koll. Vertu bara Ijúfur og lítil-
látur.
Tvíburar .
(21. maí-20.júní) Áfl
Það er ekki um annað að
ræða en ganga á hólm við
ákveðið verkefni, þótt þú ber-
ir einhvern kvíðboga fyrir
þvi. Vertu rólegur, því vilji er
allt sem þarf.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Þú hefur of lengi látið heilsu-
far þitt reka á reiðanum og
þarft nú að gera átak í þeim
málum. Láttu þau hafa for-
gang fram yfir önnur mál.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er ekkert að því að leyfa
barninu í sér að njóta sln.
Gaman og leikir stytta fólki
stundir og létta því lífið.
Brostu baj'a á báða bóga.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Búðu þig undir að einhver tíð-
indi úr fortíðinni taki sig upp
og valdi skurki meðal fjöl-
skyldunnar.XHafðu allt þitt á
hreinu, þegar til kastanna
kemur.
Vo& 'tXK
(23.sept.-22.okt.)
Það er eitt og annað í gangi
hjá þér og nú þarft þú að setj-
ast niður, velja þau verkefni,
sem þú vilt sjá í höfn og ein-
beita þér að þeim.
Sporðdreki ™
(23. okt. - 21. nóv.) MK
Það er ekki auðvelt að um-
gangast fólk árekstralaust og
auðvelt að lyfta einum og
kippa fótunum undan öðrum.
Aðgát skal höfð í nærveru
sálar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) mCr
Þér mun veitast auðveldar að
stjóma þínum mönnum ef þú
kemur fram við þá eins og
jafningja. Bezta stjórnunin er
sú sem aldrei þarf að grípa til
valdsins.
Steingeit „
(22. des. -19. janúar)
Frelsinu fylgir mikil ábyrgð,
sem þú axlar um leið og þér
er veitt frelsi og sjálfstæði í
starfi. Nú er tækifærið að
sýna hvað í þér býr.
Vatnsberi f .
(20. jan. -18. febr.) GsL:
Ákveðin atburðarás, sem fer í
gang í dag, mun verða þér
hliðholl, ef þú gætir þess að
skipta þér ekki af málum sem
þér koma ekki við.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Langi þig til þess að létta á
hjarta þínu, skaltu gæta þess
vel fyrir hvers eyrum þú það
gjörir. Mundu að sá er vinur
sem til vamms segir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 61
fctra
TRILLUR
HJÓLABORÐ 0G VAGNAR
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SIMI 568 7222 • FAX 568 7295
ÁRVÍK
ÁRMÚLA1 • SfMI 568 7222 • FAX 568 7295
•300° beygju-
radíus
Henta fyrir
langa hluti
ANTIK
Stórkostleg antikverslun í Hafnarfirði - Ný sending
Isiantik-Sjónarhóll
Hólshrauni 5 (Fyrir aftan Fjarðarkaup),
sími 565 5656 - www.islantlk.com
VEFJAGIGT -
SÍÞREYTA
í Sjúkraþjálfun Styrks í Stangarhyl 7, mun
Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari, halda
fræðslunámskeið í vetur um vefjagigt/sí-
þreytu og leiðir til bættrar heilsu.
Hópþjálfun fyrir fólk með vöðvagigt verð-
ur einnig í boði á sama stað.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 587 7750.
STYRKUB
Landlæknisembættið
Ungur var eg forðum,
fór ég einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman
Maður er manns gaman
Vísdómur Hávamála er enn í fullu gildi og margt er þar
sagt um mannlegt eðli.
Gestrisni, vinátta, víðförli, hugrekki, hófsemi, glað-
lyndi, viska, siðgæði, orðstír og varúð er lofsvert.
Varast skyldi
áhyggju, kvíða, áleitni, ámæli, græðgi, ofdrykkju,
heimsku, ofmælgi og óvini.
Vinátta og félagsskapur er öllum mönnum nauðsyn og
mannrækt er einn mikilvægasti hluti heilsuræktar.
Einlægni, gleði og ánægja ætti að móta samskipti við
fjölskyldu, vini og vandamenn eins og allt samferða-
fólk okkar.
Höfum í huga í öllum samskiptum okkar að
„eitt bros getur dimmu
í dagsljós breytt".
Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is