Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 64
>64 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Versta rokksveit í heimi, Leningrad Cowboys, í Ameríkuferð sinni.
Kati Outinen í Stúlkunni í eldspýtnaverksmiðjunni.
AKIKAURISMAKI
HEIÐURSGESTIRNIR á kvikmyndahátfð
listahátíðar 1989 var giæsilegur hópur
evrópskra kvikmyndagerðarmanna. Sann-
kallaðar skrautfjaðrir og engin spurning
hver var sá skrautlegasti. Leyfum hinum
finnska háðfugii norðursins og lifsnautna-
manni, Aki Kaurismáki, að eiga þann heiður
óskiptan. Aki gerir óvenjulegar, kolsvartar,
absúrdgamanmyndir um fólk í álögum á
jaðri mannlífsflórunnar. Þær lýsa höfundi
sínum að sjálfsögðu, það er ekkert hvers-
dagslegt. við manninn né myndirnar hans.
Aki er fæddur í Finnlandi 1957 og eftir
margvísleg störf, m.a. kvikmyndagagnrýni,
hóf hann ungur afskipti af kvikmyndum
sem aðstoðarleikstjóri eldri bróður síns,
leikstjórans og handritshöfundarins Mika
(sem einnig heiðraði fyrrgreinda kvik-
myndahátíð með nærveru sinni). Það mun
hafa verið við myndina Lygnrinn (’79). Sam-
starf bræðranna varð enn nánara. 1980
stýrðu þeir í sameiningu Saimaa ilmiö áður
en hann lauk sinni fyrstu mynd upp á eigin
. spýtur, sem var Rikos ja rangaistus - Glæp-
ur og refsing (’83). Þá tók við tfmabil tón-
listarmyndbanda uns hann lauk við Calam-
ari Union (’85). Hún var ein fyrsta mynd
Villealfa Film Productions, nýstofnaðs kvik-
myndaframleiðslufyrirtækis bræðranna.
Það hefur staðið á bak við drjúgan skerf
finnskra mynda í gegnum árin. Auk þess
stofnsettu þeir þekktustu kvikmyndahátíð
landsins, The Midnight Sun Festival, sem
haldin er norður í Lappahéruðum Finnlands
og hefur verið viðkomustaður íslenskra
kvikmyndagerðarmanna gegnum árin. Þá
rekur Villealfa (nafnið er tileinkað Jean-
Luc Godard, dregið af titli myndarinnar
Alphaville), kvikmyndahús í höfuðborginni,
Helsinki, og víðar.
Myndir Akis eru gjaman kenndar við
fáránleikann. Á tímabili voru þeir bræður
taldir með hugmyndaríkustu og jafnframt
ósvífnari, sjálfstæðum kvikmyndagerð-
armönnum samtímans. Hvergi smeykir við
að fást við ólíkustu viðfangsefni á sinn
persónulega, oft óskammfeilna hátt. Fyrstu
Aki Kaurismáki í makindum si'num.
árin voru bræðurnir, með sínum nöpru
háðsádeilum og útúrsnúningum, í ljósára-
fjarlægð frá fínnskum hversdagsleika. Unnu
sér á sama tíma orðstír á alþjóðlegum kvik-
myndahátíðum og voru þegar um miðjan
níunda áratuginn þekktustu og virtustu
kvikmyndagerðarmenn Finna af yngri kyn-
slóðinni. Þetta á einkum við Aki, hann varð
er fram í sótti, mikið mun þekktari og virt-
ari, ekki síst á erlendri grund, en Mika.
Menn hafa misjafnar skoðanir á mun
hversdagslegri kvikmyndagerðarmönnum
en Aki og óhætt að slá fostu að hann er ekki
allra. Hann skrifar sjálfur handrit helstu
mynda sinna og söguþráðurinn yfirleitt
ákveðinn, sögumennskan skýr en atburða-
rásin oftast með eindæmum undarleg,
svartsýn og meinfyndin í senn. Persónurnar
engir meðaljónar heldur ámóta fáránlegur
mannskapur, á jaðri þjóðfélagsins. Gjarnan
einfarar, minnipokamenn, áfengissjúklingar
og aðrir sem hafa orðið undir í lífsbarátt-
unni. En sýnin jafnan skemmtilega frökk og
gráglettin, í eilífum li'nudansi á mörkum
fírru og veruleika.
Aki hefur haft yndi af því að draga upp
háðsmynd af kvikmyndagreinunum, ekki síst
vegamyndinni og tragedíunni. Skrumskæla
þær á sinn óheflaða, persónulega hátt. Sér til
fulltingis hafði hann listamann sem verður
að geta sérstaklega þegar fínnsk kvikmynda-
gerð og einkum Aki Kaurismáki er hafður í
huga. Þessi maður var hinn einstaki og
ógleymanlegi leikari Matti Pellanpaa, hjart-
að í fjölda Kaurismakamynda. Vesældarlegt
útlit hans smellpassaði við tregafulla utan-
garðsmenn höfundarins. Matti var engu síðri
sem listamaðurinn og bóheminn í La Vie de
Boheme (’92), hann var hæfileikabrunnur
sem lést langt fyrir aldur fram, missir hans
er mikill og á sinn máta verða kvikmyndir
Aki aldrei þær sömu eftir.
Það er ekki úr vegi að flokka þá saman,
Aki, Jim Jarmisch og okkar eigin Friðrik
Þór. Það er engin ný bóla. Þessir ágætu lista-
menn allir hafa sitthvað lært hver af öðrum
og þótt þeir séu úr sitt hverju heimshorninu
hefur skyldleiki þeirra sem listamanna fært
þá saman. Friðrik og Jarmusch hafa báðir
notið krafta sama framleiðandans, Jim
Stark, og Jarmusch kemur fram í smáhlut-
verki í Leningrad Cowboys Go America.
Annars er engin ástæða til að reyna að
spyrða þá saman, þeir standa allir óstuddir.
Frjósamasti kaflinn á listamannsævi Aki
eru árin frá ’88 til ’92. Á þessu tímabili voru
allar myndir hans sýndar hérlendis, hver
rúsínan rak aðra. Utgáfa leiksljórans af
höfuðverki meistarans sem heitir því
hákárismakalega nafni; Hamlet Goes Bus-
iness (’87), mun hafa verið sýnd hérlendis.
Síðan koma Ariel (’88); Leningrad Cow-
boys...(’89); Stúlkan íeldspýtnaverksmiðj-
unni (’90), Ég réð leigumorðingja - Vertrag
mit meinem Killer (’91), (í samvinnu við Þjóð-
verja); Bóhemalíf - Boheemielámaa (’92).
Síðan hefur þessi sérstæði meistari jaðar-
tragikómedía gert einar sjö myndir, mér vit-
anlega hefur engin þeirra verið sýnd hér-
Iendis. Síðasta verkið hans, Juha, var
frumsýnd í fyrra og hlaut jákvæða dóma. Við
skulum vona að hans verði minnst á þeirri
kvikmyndahátfð sem er í uppsiglingu um
mánaðamótin september-október.
Sæbjörn Valdimarsson
SIGILD MYNDBOND
LENINGRAD COWBOYS GO AMER-
ICA (1989)
„Leningrad Cowboys" er versta rókk-
hljómsveit í veröldinni, í upphaíl er umboðs-
manni hennar (Matti Pellanpaa), tilkynnt að
hún gæti átt einhverja möguleika í Ameríku.
Vestur fer bandið og við tekur ein undarleg-
asta hljómleikaferð kvikmyndasögunnar.
Umhverfíð eyðileg llatneskja í jarðarlitum
eða grámygluleg úthverfi óaðlaðandi borgar-
landslags. Ferðin hefst í New York og stefn-
an tekin á Mexíkó, í afdönkuðum kádilják.
Gott ef látinn bassaleikari hljómsveitarinnar
er ekki njörvaður niður á toppinn í kistu
sinni. Hollingin á hljómsveitinni er í takt við
rammann, stjarfir hallærislúðar í einhvers-
konar sinnuleysisdái, með undarlega hár-
greiðslu og enn furðulegri skóbúnað. Jafnvel
ungbörnin í stfl. Minnir á mynd Jarmusch,
Stranger Than Paradise, í útliti, er þó engri
lík. Geggjuð mynd í alla staði og þær gerast
varla frumlegri né fyndnari. Tónlistin er ekki
góð en myndin er mögnuð upplifun sem er að
vísu ekki við allra hæfi.
STÚLKAN í ELDSPÝTNAVERK-
SMIÐJUNNI - TULITIKKUTEHT-
AAN TYTTÖ (1989)
★★★%
Ein hrikalegasta tragikómedía kvikmynda-
sögunnar gerir söguna af litlu stúlkunni með
eldspýturnar að skemmtilestri í samanburði
við þær hörmungar og niðurlægingu sem tit-
ilpersónan, Iris (Kati Outinen), má þola.
Stúlkukindin leigir hjá móður sinni og fóstur-
föður sem hirða markvisst af henni launa-
tékkann sem hún þrælar fyrir í niðurdrep-
andi færibandavinnu (límir miða á eldspýtu-
stokka). Örlítill sólargeisli kemur inn í þetta
svartnættishelvíti í líki töffara sem serðir
konuna, svo er það búið frá hans hálfu og
myrkrið tekur við, ægilegra en nokkru sinni
fyrr. Mamma og fóstri sífull fyrir vinnulaunin
og hún ólétt eftir þetta næturævintýri og fað-
irinn tilvonandi segir henni að eyða fóstrinu.
Reynir að kætast yfir gamanmynd en hún
veldur bara meiri sálarangist. Þá sér stúlkan
villu síns vegar og brettir allt í einu upp erm-
arnar og jafnar um sína ójafnaðarmenn. Þú
sérð ekki svartari gamanmynd.
ARIEL (1988)
★★★%
Blanda film noir og vegamyndar um Taisto
(Turo Pajala), guðsvolaðan námuverkamann
sem missir vinnuna í Norður-Finnlandi og
heldur suður á bóginn í von um betra líf. Far-
artækið lúinn kádiljákur sem vinur hans gef-
ur honum og skýtur sig síðan. Taisto nær til
Helsinki, fær einhverja skítavinnu, svefn-
pláss í rónabæli og er rændur aleigunni.
Ljósi punkturinn er stöðumælastúlka sem
tekur sér far með kádiljákinum útí lífið. Þrátt
íyrir allt gamansöm og endirinn mjög svo
hamingjusamlegur. Líkt og í öðrum bestu
myndum leikstjórans/handritshöfundarins,
nýtur svartagallshúmorinn sín vel, fólkið og
umhverfið mun vonlausara og klaufskara en
dæmi eru um.
Gestir opnunarinnar grandskoðuðu myndir Javiers.
Morgunblaðið/Amaldur
Javier Gil frá Úrúgvæ sýnir ■ Galleríi Reykjavík
Glöggt er gests augað
MIÐVIKUDAGINN 30. ágúst
opnaði myndlistarmaðurinn Javier
Gil frá Urúgvæ sýna fyrstu sýn-
ingu hér á landi í Gallerí Reykja-
vík. Javier hefur starfað víða í
Évrópu en hefur dvalist hér síðan í
maí ásamt unnustu sinni, Ásdísi
Pétursdóttur. Innblásturinn að
mörgum verkanna á sýningunni,
sem eru bæði kolateikningar og ol-
íumálverk, sækir þessi suður-am-
eríski listamaður í íslenskan veru-
leika og norræna goðafræði og er
fróðlegt að sjá hvaða augum þessi
langt að komni gestur lítur land
og þjóð.
Sýningin stendur yfir til 20.
september.
Javier Gil við eitt af sínum kröftugu verkum.
Listamaðurinn heldur hér utan um tengdamóður sína Sólveigu Jóns-
dóttur sem stendur við hlið dóttur sinnar, Ásdísar Ýrar Pétursdóttur,
unnustu Javiers. Með þeim er Þórir Sigurðsson.