Morgunblaðið - 05.09.2000, Page 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Reuters
Alsæl Braxton á Soul Train Lady of Soul-verðlaunahátíðinni.
Toni Braxton heiðruð
TONI Braxton var heiðruð á ár-
legri verðlaunahátíð Soul Train
Lady of Soul sem haldin var á
sunnudaginn. Henni voru afhent
verðlaun sem kennd eru við drottn-
ingu sálartdnlistarinnar, Arethu
Franklin, og eru veitt besta
skemmtikrafti ársins. Að því loknu
steig Braxton á svið og tók lagið,
léttklædd að vanda, í félagi við sæg
af vöðvastæltum karlmönnum sem
hnykluðu vöðva og dilluðu sér í takt
við tóná Iagsins „He Wasn’t Man
Enough”. Mary J. Blige vann tvenn
verðlaun fyrir besta lag ársins, „All
That I Can Say“, sem bæði var valið
besta sálarlagið og besta rapplagið.
Hraðlestrarnámskeið
"»■► Ifissir þú að 97% þátttakenda eru mjög ánægðir með
námskeið okkar og mæla með því?
Vlssir þú að þátttakendur fjórfalda lestrarhraða sinn
að jafnaði á námskeiðum okkar?
"■^ Vissir þú að þeir sem ekki ná að tvöfalda lestrarhraða sinn
fá námskeiðsgjaldið endurgreitt?
Næsta námskeið hefst 13. september
Skráning er í síma 565 9500
HRAÐLESTRARSKOLINN
www.hradlestrarskolinn.is
Kennsla hefst um miðjan september.
B/rjendur og framhaldshópar fró 3. óra aldri.
Afhending skírteina fer fram mánudaginn 11. sept. og
þriðjudaginn 12. sept kl. 17.00—20.00.
Félog ísl. listdonsoro
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Að fórna sér
fyrir fjöldann
Clan Apis eftir Jay Hosler. Gefin út
af Active Synapse árið 2000. Bókin
er kennslubók sem fjallar um ævi-
skeið býflugu. Fæst í myndasögu-
verslun Nexus VI. Frekari upp-
lýsingar er að finna á
www.jayhosler. com/clanapis.h tml.
„EINN fyrir alla, en enginn fyrir
einn,“ gæti verið lýsandi slagorð fyr-
ir lifnaðarhætti býflugna. Þar skiptir
einstaklingurinn litlu sem engu máli
og eini tilgangur lífsins er að upp-
fylla sitt hlutverk til þess að heildin
nái að blómstra. Hver og ein fluga
þekkir sitt hlutverk frá fæðingar-
degi og er hin ótrúlega stærðfræði-
lega nákvæmni sem flugumar nota
við að byggja vaxkökurnar
(hunangsgeymslurnar) einn af þess-
um meðfæddu hæfileikum. Það veld-
ur vissulega heilabrotum að dýr sem
hafa heila á stærð við títuprjónshaus
geti ráðið við jafn fíngerðar og
hárnákvæmar byggingafram-
kvæmdir eins og eru þarfar við
byggingu býflugnabúa. Að ekki sé
talað um þá furðulegu staðreynd að
vísindamenn hafa átt erfítt með að
sýna fram á það af hverju býflugan
getur yfir höfíið flogið, því miðað við
hlutfall þyngdar og vænghafs ætti
hún ekki að haldast á lofti.
Jay Hosler er prófessor í taugalíf-
eðlisfræði og áhugamaður um
myndasögur. Hann vann nýlega þrjú
Eisner-verðlaun fyrir bók sína „Clan
Apis“ sem er eins konar kennslubók
um býflugur. Bókin er skrifuð með
yngri lesendahóp í huga og segir
ævisögu býflugunnar Nyuki. Við
mbl.is og Síminn-GSM efna til spennandi getrauna-
leiks á Formúla-1 vef mbl.is. Með þátttöku átt þú
möguleika á að vinna ferð fyrir tvo til Spa t Belgfu
á Formúla-1 kappakstur.
Skjóttuí^^ úrsUtln
SÍMtNN-GSM
(SÍ
eHÐÁ SKHIFS rOFAT W
REYKJA VIKUR
F0RMÚLAN Á
mbl.is
r
v,
HREIN ORKfl!
Orkan I Leppin er öðruvísi samsett en orka I
hefðbundnum orkudrykkjum. Hún er samsett úr
flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem fara hægt
út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs
jöfnu og löngun I sykur minnkar. Líkaminn vinnur
sérlega vel úr Leppin-orkunni og því veitir hún
raunverulegt og langvarandi úthald.
j> Leppin hentar öllum
Leppin er bragðgóður svaladrykkur sem hentar
öllum aldurshópum. Allir geta neytt þessa svalandi
drykkjar til að bæta athyglisgetuna og til að auka
og viðhalda orku I lengri eða skemmri tíma.
kynnumst henni sem lirfu rétt áður
en hún púpar sig og umbreytist í
býflugu. Einstaklingshyggjan er
sterk í söguhetjunni í byrjun og leit-
in að tilgangi lífsins dregur hana
áfram á vit ævintýranna.
Þekking og lotning höfundarins í
garð lífs og starfs býflugunnar skín í
gegn og er sagan í raun þroskasaga
Nyuki þar sem hún fínnur og sættir
sig við sitt hlutverk í tilverunni.
Nánast á hverri blaðsíðu er að finna
einhvern fróðleiksmola um býflug-
una, vafinn inn í þann umbúðapappír
sem söguþráðurinn í rauninni er.
Þjóðfélag býflugnanna er í raun
hinn fullkomni sósíalismi þar sem
þegnarnir lifa afar óeigingjörnu og
einföldu lífi. Þó svo að bókin inni-
haldi á engan hátt pólitískan áróður
þá er skemmtilegt að sjá og læra að
móðir náttúra þekkti hugtakið löngu
áður en Karl Marx, Thomas Moore
eða Plató lærðu stafrófið.
Það væri alls ekki vitlaus hug-
mynd að bæta þessari bók á bóka-
lista líffræðinema menntaskóla
landsins því hún fer mjög ítarlega of-
an í lifnaðarhætti býflugunnar, er
fljótlesin auk þess sem hún er líkleg-
ast mun skemmtilegri lesning en all-
ar þær bækur sem stuðst er við í
kennslu í dag.
Jay Hosler tekst merkilega vel að
sýna fram á að það er ekki einungis
miklu meira sem hægt er að læra um
hegðun býflugunnar, heldur er líka
heilmargt sem mannfólkið getur
lært af henni.
Birgir Örn Steinarsson
Piparsveinunum í Back-
street Boys fækkar óðum.
Brian
genginn út
FYRST var það Kevin og nú
er það Brian sem gengur út
og giftist ástinni í lífí sinu.
Þýðir bara eitt - að þeir eru
einungis þrír eftir, Nick,
Howie og A.J., sem hægt er að
krækja í og freista þess að
gera að sínum.
Hinn 25 ára gamli Brian
Littrell, aðalsöngvarinn í
Backstreet Boys, gekk að eiga
unnustu sína á laugardaginn
en hin heppna heitir Leigh-
anne Wallace og er þrítug
lcikkona. Brúðkaupið fór
fram í heimaborg brúðarinn-
ar, Atlanta, að viðstöddum
300 gestum, þ. á m. félögum
Brians í Backstreet Boys.
Brúðurin var klædd satínkjól
eftir Veru Wang en Brian og
fylgdarsveinar hans voru allir
í kolagráum smóking og með
pfpuhatta á höfði. Gestimir í
móttökunni sem haldin var á
eftir sjálfri athöfninni þurftu
allir að sýna sérstakt armband
við inngöngu að sönnum rokk
og ról-sið en stór og myndar-
leg sveiflusveit sá um fjörið.