Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 05.09.2000, Qupperneq 72
ATLANTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitið upplýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl6691100, SÍMBRÉf5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSIJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆin 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. "V Neyðarástand að skapast á dvalar- og hjúkrunarheimilum A annað hundrað starfsmenn vantar AÐ MATI stjómenda dvalar- og hjúkrunarheimila á höfuðborgar- svæðinu er neyðarástand að skapast víða vegna skorts á ófaglærðu starfs- fólki. Talið er að vanti vel á annað hundrað starfsmenn til að fullmanna allar stöður. Þegar er farið að tak- marka innlagnir og fækka rúmum. Jóhann Amason, framkvæmda- stjóri Sunnuhlíðar í Kópavogi, segir að líklega hafi ástandið aldrei verið jafnslæmt og nú og i svipaðan streng tekur Hrefna Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Skógarbæjar í Reykjavík og Víðiness á Kjalamesi. Hún segir að ástandið í sumar hafi verið sérlega slæmt og illa gangi að ráða í þær stöður sem nú em lausar. Stjómendur þessara stofnana telja að launaþróun hjá ófaglærðum hafi ekki verið í samræmi við hinn al- menna vinnumarkað og því sé eðli- legt að starfsfólkið leiti annað. Kjarasamningur breytti engxi Nýlega var gerður kjarasamning- ur við Eflingu sem á þriggja ára samningstíma á að hækka laun ófag- lærðra um 30% að meðaltali. Stjóm- endur heimilanna telja þennan samning hafa litlu breytt. Fólk leiti í betur borguð störf. Dagvinnulaun ófaglærðs starfsmanns á heilbrigðis- stofnun, eftir sex mánaða starf, era um 85 þúsund kr. á mánuði. Þórann Sveinbjörnsdóttir, 1. vara- formaður Eflingar, telur ástandið nú á vinnumarkaði ófaglærðra vera svipað og árið 1987. Kjarasamningur Eflingar hafi hlotið takmarkaða kynningu og t.d. sé enn verið að koma launabreytingum í gegn á spít- ulunum. ■ Neyöarástand/10 Morgunblaðið/Jim Smart Það rigndi hressilega á forseta íslands og Litháens, Ólaf Ragnar Gríms- son og Valdas Adamkus, við Gullfoss í gær. Heimsóknum lýkur og nýjar hefjast Þannig er nýfarinn af landinu Wolfang Thierse, forseti þýska Sambandsþingsins, og í dag lýkur opinberum heimsóknum Li Peng, forseta kínverska þingsins, og Valdas Adamkus, forseta Litháens, auk þess sem hér er staddur forseti Vestur-Evrópusambandsins, Klaus Buhler. I dag mun Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, eiga hér stutta viðdvöl og með hon- um í för er meðal annars Joschka Fischer utanríkisráðherra. Þá verða margir áhrifamenn á al- þjóðlegu málþingi um öryggismál á Norður-Atlantshafi sem hefst í Reykjavík á morgun, meðal annars George Robertson, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins. ------HA-------- Gerhard Schröder til Islands í dag GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, kemur til íslands í dag í boði Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, verður í för með kanslaranum og mun eiga fund með Halldóri Asgrímssyni utanríkis- ráðherra. Schröder og Fischer munu eiga um nokkurra klukkustunda langa viðdvöl hér á landi. Davíð Oddsson tekur á móti Schröder við sumarbústað forsætis- ráðherra á Þingvöllum kl. 12.30 en kl. 14.30 halda þeir fréttamannafund við Bláa lónið. Joschka Fischer og Halldór Ásgrímsson munu eiga sam- ráðsfund í orkuveri Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi, skv. upplýsingum sem fengust í utanríkisráðuneytinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikmynd kvikmyndarinnar Tomb Raider við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. ÓVENJULEGA margir erlendir gestir eru hér í opinberum heim- sóknum um þessar mundir. Hefur verið í nógu að snúast hjá íslensk- um ráðamönnum og embættis- mönnum við að taka á móti gestun- um og ekki síður lögreglunni vegna þeirrar miklu öryggisgæslu sem viðhafa þarf. Leikmynd við Jökulsárlón Andlát INDRIÐIG. ÞORSTEIN SSON VERIÐ er að setja upp leikmynd fyrir kvikmyndatöku stórmyndar- innar Tomb Raider við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Það er kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures sem framleiðir myndina en hluti hennar verður tekinn upp hér á landi. Kvikmyndin hyggist á vinsælum tölvuleik sem fjallar um hetjuna Löru Croft. Hún er leikin af Angel- inu Jolie sem koma mun hingað til lands ásamt öðrum leikurum mynd- arinnar og starfsfólki Paramount. Angelina Jolie fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki mjmdarinnar Girl, Interrupted sl. mars. Alls koma um 100 manns til landsins í tengslum við myndina. Þar fyrir utan munu um 100 íslend- ingar starfa við upptökurnar. EINN helsti skáldsagnahöfundur landsins og blaðamaður, Indriði G. Þorsteinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans, lést aðfaranótt sunnudags, 74 ára að aldri. Indriði fæddist í Gilhaga í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 18. apríl 1926. Foreldrar hans vora Anna Jós- epsdóttir húsmóðir og Þorsteinn Magnússon verkamaður. Indriði stundaði námi við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942-43. Hann vann verslunarstörf eftir að námi lauk og var bifreiðastjóri á Akureyri 1945- 51. Árið 1951 hóf Indriði störf sem blaðamaður á Tímanum. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu 1959- 62, en 1962 varð hann ritstjóri Tím- ans. Árið 1973 lét hann af því starfi þegar hann gerðist framkvæmda- stjóri þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum 1974. Næstu ár stundaði hann rit- störf, en varð aftur ritstjóri Tímans 1987-1991. Eftir Indriða liggja skáldsögur, smásögur, ævisögur og leikrit. Með- al þekktustu verka hans era skáld- sögumar Sjötíu og níu af stöðinni og Land og synir, sem báðar vora kvikmyndaðar. Eftir Indriða liggja ævisögur Stefáns íslandi, Jóhannesar Kjar- vals og Her- manns Jónasson- ar. Indriði var einn af framkvöðlum í íslenskri kvikmyndagerð. Hann lét mikið til sín taka í þjóð- málaumræðunni auk þess sem hann var lengst af virkur forystumaður í samtökum rithöfunda. Álþingi sýndi honum þá virðingu að kjósa hann í heiðurslaunaflokk listamanna. Hin seinni ár skrifaði Indriði sjónvarpsgagnrýni i Morgunblaðið og birtist síðasta grein hans í síðasta laugardagsblaði. Indriði var áður kvæntur Þóranni Ó. Friðriksdóttur og eignuðust þau fjóra syni. Eftirlifandi sambýliskona Indriða er Hrönn Sveinsdóttir. ■ lndriði/28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.