Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Jón hjá Lands- krona Jón Þorgrímur Stefánsson, knattspyrnumaður úr FH, er kominn til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu þjá 1. deildarliði Lands- krona í tvær vikur. Lands- krona er í baráttu um sæti í úrvalsdeildinni og fékk á dögunum Grétar Hjartar- son að láni frá Lilleström í Noregi. ■ ÁSGEIR ÖRN Hallgrímsson lék sinn íyrsta leik fyrir Hauka og skor- aði tvö góð mörk, sem hann fagnaði innilega. Félögum hans var líka skemmt því þeir vissu sem var að 16 ára nýliðans beið kraftmikil busa- vígsla að leik loknum. ■ ANDREI Lazarev, Rússinn sem gekk til liðs við Breiðablik, lék sinn fyrsta leik í gærkvöldi en lítið sást til hans. Blikar vilja kenna því um að hann hefur aðeins náð einni æfingu og vonandi þeirra vegna að svo sé. ■ VALDIMAR Grímsson hóf leik- inn á varamannabekk Vals í gær enda breiddin mikil í herbúðum liðs- ins. Valdimar hefur þó átt við meiðsl að stríða og kom inná undir lok leiksins en náði ekki að skora mark. ■ RONALD Eradze er nýr mark- vörður í Val og stóð hann sig með ágætum í sínum fyrsta leik fyrir fé- lagið og varði 19 skot. Hann vakti mikla ánægju meðal áhorfenda, sem buðu hann strax velkominn með miklum hvatningarhrópum. ■ DAVÍÐ Ólafsson lék sinn fyrsta leik með Gróttu/KR í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Fyrsti leikurinn var gegn gömlu félögunum í Val og var ekki annað að sjá en að Vals- menn tækju hraustlega á móti Davíð sem stóð sig með prýði. ■ FH-ingar léku með sorgarbönd í leiknum gegn Fram, en Böðvar Erl- ingsson, einn af stofnendum félags- ins, lést fyrir skömmu. ■ LEIK ÍBV og KA í fyrstu deild karla sem átti að fara fram í gær- kvöldi var frestað þar sem ekki var flogið til Vestmannaeyja. Leikdag- ur er enn óákveðinn. Einnig varð að fresta leik ÍBV og ÍR í fyrstu deild kvenna enn um sinn en reyna átti að öðru sinni að hafa hann í gær en afL ur þurfti að fresta vegna flugófærð- ar. Konráð og Magnús á sjúkralista STJÖRNUMENN verða án tveggja sterkra leikmanna í upphafi íslandsmótsins í handknattleik. Magnús Sig- urðsson, sem kom til Garð- arbæjarliðsins í sumar frá þýska liðinu Willstatt, togn- aði í aftanverðu læri á æf- ingu Stjömumanna í vik- unni og Konráð Olavson gekkst undir liðþófaaðgerð á hné á mánudaginn. Ljóst er að Konráð verður frá í einhveijar vikur en ekki er Ijóst hvenær Magnús verður leikfær. Þeir vora því báðir íjarri góðu ganmi í leiknum gegn Aftureldingu í gær og í þeirra stað fengu ungir og efnilegir leikmenn að spreyta sig. Morgunblaðið/Golli Stjörnumaðurinn Björgvin Rúnarsson skorar eitt fjögurra marka sinna hjá Reyni Reynissyni, markverði Aftureldingar. Bjarki gerði gæfumuninn BJARKI Sigurðsson, þjáifari og leikmaður Aftureldingar, var maður- inn á bakvið sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Garðabæ en Mos- fellingar höfðu betur í fyrsta framlengda leik tímabilsins, 26:24. Bjarki tryggði Aftureldingu framlengingu þegar hann jafnaði metin í 22:22, tíu sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma. Áhorfendur í Garðabæ fengu mikið fyrir aurana. Leikurinn var jafn og spennandi og ef marka má viðureign liðanna er von á skemmtilegu fslan- dsmóti. Eins og áður segir var það frammistaða Bjarka sem öðru fremur tryggði deildarmeisturum siðasta árs sigurinn. Guðmundur fjarki fylgdist með Hilmarsson lænsvemum smum skrífar af varamannabekkn- um allan fyrri hálf- leikinn en sá sig knúinn til að skella sér inná í þeim síðari, enda höfðu að voru heimamenn sem byrjuðu betur í gærkvöldi og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. HK-menn vöknuðu þá til lífsins F og náðu að snúa Bjamason leiknum sér í vil um skrifar miðjan fyrri hálfleik- inn með þremur mörkum í röð frá Sverri Björnssyni. Héldu þeir forystunni það sem eftir heimamenn fjögurra marka forskot í hálfleik, 12:8. Með tilkomu Bjarka kom allt annar bragur á leik Mos- fellinga og það tók þá ekki nema 12 mínútur að ná yfirhöndinni. Bjarki fór þar fremstur í flokki, skoraði 5 af fyrstu 8 mörkum sinna manna og Afturelding náði yfirhöndinni. Það sem eftir lifði af venjulegum leik- tíma var leikurinn í járnum. Það var lifði hálfleiksins og var staðan í leik- hléi gestunum í vil, 9:10. Heimamenn byrjuðu síðari hálf- leik með látum og skoruðu þrjú mörk í röð og nokkru síðar höfðu þeir náð fjögurra marka forystu. Eftir það var ekki aftur snúið fyrir ÍR-inga og með góðri baráttu og öflugri vörn kláruðu þeir leikinn á sannfærandi hátt og urðu lokatölur 23:19. mikið fjör á lokakafla leiksins. Rússinn Eduard Moskalenko kom Stjörnumönnum yfir, 22:21, þegar 50 sekúndur voru eftir en Bjarki kom Aftureldingu til bjargar þegar hann jafnaði metin með lúmsku skoti skömmu fyrir leikslok. I fram- lengingunni voru Mosfellingar sterkari og það fór vel á því að Bjarki skyldi innsigla sigur sinna manna með síðasta marki leiksins. „Þetta var skemmtilegur leikur en ætli ég verði ekki að segja svona í upphafi vetrar að það hafi verið reynslan sem gerði gæfumuninn. Það var súrt að missa þetta niður í jafntefli og strákarnir gerðu mistök með því að brjóta ekki á Bjarka þarna undir lokin. Leikurinn hefði ÍR-ingar eru með baráttulið og fóru þeir langt á því í gærkvöldi. Leikstjórnandi þeirra, Andri Úlfar- sson, átti ágætan dag auk þess sem bæði Hallgrímur Jónasson og Hrafn Margeirsson vörðu vel í markinu. HK-menn áttu ágætis spretti í leiknum en það dugði ekki til. Skytt- urnar, Sverrir Björnsson og Kúbu- maðurinn Jaliesky Garcia, sem er nýr leikmaður í herbúðum HK, voru atkvæðamestir í liði þeirra. Þeir voru hins vegar of mistækir og þurfa þeir að sýna meiri stöðugleika ætli liðið sér að gera einhverja hluti í vetur. getað endað á hvorn veginn sem var. Hann var jafn og spennandi og ég held að þetta sé það sem koma skal í vetur,“ sagði Eyjólfur Braga- son, þjálfari Stjörnunnar, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Birkir Ivar Guðmundsson átti góðan leik í markinu og vörn Stjörnumanna var sterk í fyrri hálf- leik. Það kom hins vegar nokkurt los á hana með tilkomu Bjarka í sóknarleik Aftureldingar. Hinn tvít- ugi Bjami Gunnarsson sýndi góð tilþrif í sókninni og þar er á ferð mjög efnilegur leikmaður. Rússinn Eduard Moskalenko var traustur og Björgvin Rúnarsson kom sterk- ur upp í seinni hálfleik. Það var skarð fyrir skildi að Arnar Péturs- son varð fyrir meiðslum um miðjan fyrri hálfleik og kom ekki inná fyrr en seint í þeim seinni og lék þá ein- ungis varnarleikinn. „Við þurftum að hafa gríðarlega mikið fyrir þessum sigri. Auðvitað eru menn nokkuð þungir en þetta á eftir að slípast þegar á líður. Ég var ekki sáttur við okkar spilamennsku í fyrri hálfleik, hvorki í sókn né vörn, en þetta batnaði mikið í þeim síðari. Það má vel vera að ég hafi breytt einhverju en strákarnir börðust vel og sýndu mikinn kar- akter. Ég get hrósað Stjörnumönn- um fyrir mikla baráttu og góðan leik,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Aftureldingar, við Morgunblaðið eftir leikinn. Bjarki var bestur í liði Afturelding- ar og þá kom Gintaras mjög sterkur upp í seinni hálfleik, en hann var, eins og fleiri leikmenn Mosfellinga, slakur í fyrri hálfleik. Barátta ÍR-inga ÍR-INGAR tóku á móti HK-mönnum í Austurbergi í gærkvöldi og úr varð mikill baráttuleikur. Eftir nokkuð jafnan leik framan af náðu heimamenn frumkvæðinu fram úr og tryggðu sér síðan öruggan sigur, 23:19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.