Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 B 5 Gísli Sigurðsson segir að Jón Arnar hafi haft alla burði til þess að vera í fremstu röð á ÓL Hefur ekki slitið Jóni út Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars. Við settum upp ákveðið dæmi árið 1995 sem var endurskoðað um áramótin 1996-1997 með félögum okkar í Tindastóli á Sauðárkróki. Fyrir tilstuðlan þess hefur Jón Arnar bætt sig mikið og orðið sá íþróttamaður sem hann er. Það er hægt að gera þetta. Við erum með frábæra umgjörð. Eitthvað hefði kannski getað verið betra og ann- að gert á annan hátt. En andinn að baki því sem við höfum gert og það umhverfi sem við höfum unnið í, það er nóg til þess að ná hvaða árangri sem er, það er alveg ljóst. Ákveðin atriði sem við hefðum þurft að gera betur, eftir á að hyggja, en grunnurinn er fyrir hendi til þess að búa til afreks- menn á íslandi. Hvað það er sem við hefðum mátt gera betur vil ég ekki ræða á þessari stundu og fyr- ir því er ákveðin ástæða. Stoltur af Skagfirðingum Ég er mjög stoltur af Skagfirð- ingum, félögum og fyrirtækjum á Sauðárkróki og sveitarfélaginu vegna þess metnaðar sem þeir lögðu í þetta verkefni með okkur Jóni. Þarna var og er fyrir hendi metnaður og kjarkur sem þarf til þess að stíga þetta stóra skref. Fyrir það er ég þakklátur og einn- ig fyrir það traust sem það sýndi okkur. Við hefðum aldrei getað gert það sem við höfum gert né unnið á þeim vettvangi sem við höfum verið á án stuðnings þess- ara aðila og gífurlega mikils fjár- magns frá sveitafélaginu okkar fyrir norðan. Þetta hefur kostað mikla peninga. ÍSÍ hefur að sjálf- sögðu einnig stutt við bakið á okk- ur en það hefur því miður sjaldnar verið minnst á þann stuðning sem við höfum fengið frá Skagfirðing- um og sá stóri þáttur sem þeir eiga í að byggja upp afreksmann- inn Jón Arnar Magnússon." Hvað hefur verkefnið kostað á síðustu fjórum árum? „Um 25 milljónir króna og ég held að við séum rétt undir þeirri áætlun sem gerð var á sínum tíma. Tveir þriðju þessarar upphæðar hefur komið frá Skagfirðingum en það sem eftir stendur hefur komið frá afreksmannasjóði ÍSÍ.“ „Er sennilega atvinnulaus" Nú er samstarfi ykkar við þetta verkefni lokið, hvað með samstarf ykkar Jóns Arnars? „Um það er ekkert hægt að ræða nú.“ Hvað tekur þú þér fyrir hendur þegar heim verður komið? „Það veit ég ekki, ég er senni- lega atvinnulaus.“ Gísli segist þó ekki vera af baki dottinn og hann langi til þess að starfa við þjálfun íþróttamanna í fremstu röð áfram. Vitneskjan sé fyrir hendi, spurningin sé hvort þeir séu til sem vilji nýta sér hana. „Það er ekki flókið mál að byggja upp afreksmann hafi maður efni- viðinn í höndunum. Dæmið hefur gengið upp með Jón, þrátt fyrir meiðslin, og það var alls ekki beitt flóknum aðferðum við þjálfun hans. Það liggur nokkuð fyrir hvaða leiðir þarf að fara til þess að ná árangri. Það er frekar einfalt. Síðan er ýmislegt um skipulagn- ingu á uppbyggingu á íþrótta- manni sem getur verið flóknara.“ Getur verið í fremstu röð í fjögur ár í viðbót Gísli fullyrðir enn fremur að þegar Jón hóf keppni á Ólympíu- leikunum hafi hann haft alla mögu- leika á að vera í allra fremstu röð, kannski ekki í baráttu um gull- verðlaun en önnur verðlaun. „Að minnsta kosti gat hann alveg verið á meðal þeirra átta bestu í þraut- inni, ekkert var því til fyrirstöðu. Síðustu átta vikur gengu ekki eins og þær áttu að ganga en mið- að við árið í fyrra og það niður- brot, sem var á honum þá, var allt komið í lag núna. Jón Arnar var í toppstandi og gerði það sem hann var vanur að gera. Um mánaða- mótin júlí og ágúst þegar við fór- um til Talence var hann í því standi sem ég vildi að hann væri í. Hann var kannski ekki í stakk búinn til þess að vinna núna en þrátt fyrir það hafði hann góða möguleika á að vinna til verðlauna hér þegar keppni hófst, að minnsta kosti að vera á meðal þeirra átta efstu.“ Itrekuð meiðsli hér og þar, segja þau okkur að Jón sé farinn að eldast og slitna sem íþrótta- maður, verður hann að rifa seglin? „Nei, alls ekki. Jón Arnar getur vel verið í fremstu röð í fjögur ár í viðbót. Ég hef svo sannarlega ekki slitið Jóni út, það er alveg á hreinu. Ég hef enga skýringu á þessum meiðslum hans, að minnsta kosti tel ég ekki að hann sé uppslitinn sem íþróttamaður," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar. ÞAU voru þung skrefin hjá þeim félögum, Jóni Arnari Magnús- syni tugþrautarmanni og þjálf- ara hans, Gísla Sigurðssyni, út af ólympíuleikvanginum í Sydn- ey í gær. Jón Arnar meiddur og hættur keppni. Fimm ára vinna sem miðaðist við það að Jón yrði í fremstu röð á leikunum var runnin út í sand- inn. Það var því sannarlega dauft hljóðið í Gísla þegar hann settist niður og ræddi við Morg- unblaðið. Því er alls ekki að leyna að það að hætta hér eru okkur báð- um gríðarleg vonbrigði en við því er ekkert að gera,“ sagði Gísli sem við- urkenndi að þessi meiðsli nú í aftan- verðu vinstra læri væru svipuð þeim sem komu upp fyrir sjö til átta vikum. „Þau voru hins vegar minni háttar, að vísu eru meiðsli kannski aldrei neitt minni háttar mál þegar svo stutt er í stórmót af þessum toga. En að minnsta kosti voru þau ekki al- varleg, Jón var eigi að síður með- höndlaður og þau voru aldrei á bak og burt að því við töldum enda hafði hann ekkert orðið þeirra var síðustu vikur.“ Gísli segir enn fremur að þeir hafi ekki rætt um þessi meiðsli hátt á opinberum vettvangi til þess að vera ekki að búa sér til afsak- anir fyrirfram. „Enda var okkur sagt að meiðslin myndu gróa á fimm til tíu dögum. Enda voru þau eða ekkert önnur meiðsli að plaga undirbúning síðustu tvær til þrjár vikur en vissulega voru síðustu átta vikur fyrir leikana alls ekki eins og ég hefði viljað, það er al- veg ljóst." Slæmt að meiðast rétt fyrir ÓL Gísli segir að þau meiðsli sem hafi hrjáð Jón á síðasta ári hafi ekkert að gera með þessi óhöpp upp á síðkastið. „Jón Arnar sýndi það í Götzis í vor að hann var á réttri leið og einnig sást það í Tal- ence í lok júlí að hann var á réttri leið. Þess vegna er mjög slæmt að fá meiðsli svo skömmu fyrir Ól- ympíuleikana, eins var með meiðslin í Talence og síðar í lærið eftir að heim var komið. Þarna komu upp ný meiðsli sem þurfti að meðhöndla á sama tíma og við vor- um að leggja lokahönd á viðkvæm- an undirbúning fyrir Ólympíuleik- ana.“ Fann Jón ekkert fyrir neinu í 100 metra hlaupinu þrautinni að þessu sinni? „Alls ekki. Hann fann ekki fyrir neinu og hljóp bara vel og ég var ángæður með það.“ Þannig að það var ekkert sem benti til þessa þegar keppni hófst? „Alls ekki, ekki neitt.“ Hvernig varð þér við þegar hann meiddist í morgun? „Einhverra hluta vegna var ég búinn undir það að eitthvað kynni að fara úrskeiðis. En auðvitað eru þetta ólýsanleg vonbrigði. Ég hef beðið eftir þessum leikum lengur þannig að hægt væri að setjast niður og spá í spilin. En að endalokin yrðu með þess- um hætti var alls ekki á dagskrá. Allt okkar starf síðan í ársbyrjun 1997 hefur miðast við Ólympíuleik- ana. ívar Benediktsson skrifar frá Sydney Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir slaginn eitthvað áfram.“ Finnst þér þú eiga eftir að sanna ýmislegt? „Mér finnst það. Ég hef ekki náð þeim árangri sem ég get náð, því mið- ur. Þegar ég horfi til baka þá hef ég lagt svo gríðarlega vinnu að baki til þess að komast í þá æfingu sem ég er í að mér þykir það voðalegt að hafa ekki skilað því til baka á keppnisvell- inum. Ég þarf ekki mikið til þess að halda því við um einhvem tíma, að minnsta kosti væri mun erfiðara að byrja upp á nýtt eftir einhver ár eftir að hafa tapað því niður sem þegar hefur verið unnið upp. Allir íþróttamenn verða fyrir því að meiðast, en því miður hef ég lent svolítið illa út úr því á síðustu misser- um. En lengi skal manninn reyna og alls ekki skal gráta Bjöm bónda,“ sagði Jón Amar Magnússon tug- þrautarmaður í Sydney í gær. Jón Arnar Magnússon varð að hætta keppni eftir kúluvarpskeppn- ina í tugþrautarkeppn- inni á ÓL, þar sem hann meiddist f lang- stökkinu. Hér á mynd- unum má sjá þegar Jón Arnar finnur til aftan í læri vinstri fót- ar, þá sést hann í sínu síðasta stökki, sem var ógilt, og er starfs- maður á ÓL lætur kælipoka á læri hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.