Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 B 1,1 Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni með fullri forgjöf, þó verður hæst gefnir 18 iforgjöf, (1 punktur á holu.) Vinningar >Oi ’ Utanlandsferö, golfdeild Úrval Útsýn • Fjallahjól Wheeler, G.Á.Pétursson • Golfkerra, Hagi Hf > Golf buröarpoki, Golfbúöin Strandgötu Hafnarfiröi • Sun Mountain regngalli, Örnlnn reiöhjólaverslun • Golfpoki • Borvél, Húsasmiöjan • Vöruútekt, Herra Hafnarfjöröur • Ferðagasgrill, OLÍS • Golfbolur, La Coste * Reiöhjólahjálmur, Örninn reiöhjólaverslun yfj Aukaverölaun: Nándarverölaun á öllum par 3 holum. Ræst út trá kl 8:30 • Keppnisgjald kr. 2000 Golfklúbburinn Keílir þakkar bakhjörlum frábæran stuöning. FOLK ■ EIÐUR Sniári Guðjohnsen og Arnar Gunnlaugsson mættust í leik með varaliðum Chelsea og Leicester í fyrrakvöld. Chelsea vann, 2:1, en hvorugur náði að skora. Peir fóru með sínum félögum til leikja í UEFA- bikamum sem fram fara í kvöld. Eið- ur Smári með Chelsea sem mætir St. Gallen í Sviss og Amar með Leicest- er sem leikur við Rauðu stjörnuna frá Júgóslavíu í Austurríki. ■ GYLFI Einarsson, sem Lilleström keypti frá Fylki á mánudaginn, er kominn með sínu nýja liði til Moskvu en Lilleström mætir Dynamo Moskva í UEFA-bikamum í dag. Gylfi er að sjálfsögðu ekki orðinn lög- legur en forráðamenn LUleström buðu honum með til Moskvu tU að hann fengi strax tækifæri tU að kynn- ast leikmönnum liðsins. ■ JOHN AIoisi skoraði þrennu fyrir Coventry í gærkvöld þegar liðið vann Preston, 4:1, í enska deUdabikamum í knattspymu. Everton var óvænt slegið út úr keppninni þegar liðið tap- aði í vítaspyrnukeppni fyrir 2. deUd- arliði Bristol Rovers eftir tvö jafntefli félaganna. ■ CLAUDIO Caniggia, fyrrverandi stjama argentínska landsliðsins, er á leið tU Dundee í Skotlandi sem láns- maður frá Atalanta á Ítalíu. Canig- gia er að losna úr 13 mánaða keppnis- banni vegna kókaínneyslu. ■ ÓLAFUR Páll Snorrason skoraði eitt marka varaliðs Bolton sem vann Middlesbrough, 6:2, á mánudaginn. Ólafur PáU er 18 ára og leikur enn með unglingaliði Bolton þar sem hann hefur verið í rúmt ár en hann kom heim í sumar og spilaði nokkra leiki með Val í 1. deildinni. ■ BRENTFORD, lið Óíafs Gott- skálkssonar og ívars Ingimarssonar, er að reyna að fá Stan Collymore lán- aðan frá Leicester út þetta tímabU. Ron Noades, knattspyraustjóri Brentford, segist geta tekið Colly- more undir sinn vemdarvæng og snúið honum á betri brautir. Arsenal sannfær- andi gegn Lazio ARSENAL og Valencia eru einu liðin með fullt hús stiga í meist- aradeild Evrópu að lokinni fyrri umferð riðlakeppninnar. Arsen- al vann mjög sannfærandi sigur á Lazio frá Ítalíu, 2:0, á heima- velli sínum, Highbury í London, og Valencia lagði Lyon frá Frakklandi, 1:0, á Spáni. Þar með eru Arsenal og Valencia nánast örugg með að komast áfram en tvö efstu liðin úr hverj- um átta riðlanna halda áfram keppni í meistaradeildinni. Arsenal lék mjög vel gegn ítölun- um og hefði getað unnið stærri sigur. Luca Marchegiani, markvörð- ur Lazio, kom í veg fyrir það og bjargaði meðal annars frá Nwankwo Kanu og Fredrik Ljung- berg úr dauðafærum. Það var hinn sænski og sköllótti Ljungberg sem skoraði bæði mörkin sitt hvom megin við leikhlé - bæði eftir send- ingar frá Dennis Bergkamp, sem lék í frjálsri stöðu á miðjunni og nýtti sér svigrúmið vel. Tony Adams lék að nýju með Arsenal eftir meiðsli og var magnaður í vörn liðs- ins. Sóknarmenn Lazio réðu ekkert við enska landsliðsfyrirliðann. „Þetta var mikilvægur sigm- fyrir okkur, sálfræðilega séð, ekki bara vegna stiganna þriggja. Okkar menn þurfa að sannfærast um að þeir séu ekki síðri en lið á borð við Lazio. Við höfum sýnt að við eram samkeppnishæfir á meðal þeirra bestu,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. „Við gáfum þeim fyrra markið en Arsenal var betri aðilinn í síðari hálfleik. Þeir vora í betra úthaldi, eru líkamlega sterkir og með góða knatttækni," sagði Sven Göran Er- iksson, þjálfari Lazio. I sama riðli vann Sparta Prag sig- ur á Donetsk frá Úkraínu, 3:2, en mikið þarf að gerast til að annað hvort þeirra skáki Arsenal og Lazio. Varamaðurinn tryggði Valencia sigur Valencia er í þægilegri stöðu í C- riðlinum eftir að Zlatko Zahovic frá Slóveníu kom inn á sem varamaður og tryggði spænska liðinu 1:0 sigur á Lyon. „Þetta var erfiður leikur og við vorum í miklum vandræðum en heppnin var með okkur. Úrslitin skiptu öllu máli. Nú höfum við betra svigrúm og ættum að komast áfram,“ sagði Hector Cuper, þjálfari Valencia. Olympiakos er líklegast til að fylgja Valencia áfram eftir 2:0 sigur á Heerenveen frá Hollandi. Brasil- íski sóknarmaðurinn Giovanni skor- aði bæði mörk gríska liðsins en Hol- lendingarnir hefðu hæglega getað náð forystunni í fyrri hálfleiknum þegar þeir vora sterkari aðilinn. Rangers hrundi á tíu mínútum í lyrklandi UEFA-meistarar Galatasaray opnuðu D-riðilinn upp á gátt með því að sigra Glasgow Rangers, 3:2. þar sem öll mörkin vora skoruð í síðari hálfleik. Litlu munaði að Galatasaray missti niður þriggja marka forystu á lokakafla leiksins. „Við sýndum að við getum spilað góðan fótbolta þó sterka leikmenn vanti og náðum í þau þrjú stig sem við ætluðum okkur,“ sagði Mirceau Lucescu, þjálfari tyrkneska liðsins. Dick Advocaat, hinn hollenski þjálfari Rangers, var hinsvegar afar óhress með hvernig hans menn hrandu saman á 10 mínútna kafla í síðari hálíleik þar sem þeir fengu á sig þrjú mörk. „Þeir grófu sína eigin gröf á þessum 10 mínútum og köst- EVR0PUKEPPN1 FÉLAGSLIÐA í GOLFI Styrktarmót verður haldið laugardaginn 30. september nk. Knattspyrnuþjálfarar HK óskar eftir þjálfara eða þjálfurum fyrir 5. og 6. flokk karla í knattspyrnu. Þeir þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 898 8009 eða á netfanginu vs@mmedia.is Q Unglingaráð knattspyrnudeildar HK Reuters Fredrik Ljungberg, lengst til hægri, fagnar ásamt félögum sín- um í Arsenal en hann skoraði bæði mörkin gegn Lazio í gær- kvöld. Hinir eru, frá vinstri, Patrick Vieira, Ray Parlour, Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Oleg Luzhny. uðu leiknum frá sér. Ég er mjög vonsvikinn með þá,“ sagði Advocaat. Simone sérlega ánægður með þrennuna Mónakó burstaði Sturm Graz, 5:0, þar sem Marco Simone skoraði þrennu í fyrri hálfleik. „Ég er sérlega ánægður vegna þess að ég minnist þess ekki að hafa skorað þrennu síðan ég kom til Frakklands. Ég skoraði þrjú mörk fyrir AC Milan gegn Rosenborg á sínum tíma en það er orðið langt síð- an,“ sagði Simone. Allt stefnir í harða keppni Galat- asaray, Rangers og Mónakó um sætin tvö en lið Sturm Graz virðist mun veikara en hin þó það hafi unn- ið óvæntan sigur á Galatasaray á dögunum. Tvö mörk frá Carlos í Þýskalandi Roberto Carlos, bakvörðurinn snöggi, tryggði Real Madrid góðan sigur á Leverkusen í Þýskalandi, 3:2. Hann jafnaði fyrst metin með þrumuskoti úr aukaspymu og skor- aði síðan sigunnark Evrópumeista- ranna eftir slæm mistök í vörn þýska liðsins, sem náði forystunni tvívegis í leiknum. „Við töpuðum þessu á kæraleysis- legum mistökum," sagði Michael Ballack, sem kom Leverkusen 2:1 yfir í síðari hálfleik. Real er þar með efst í A-riðlinum með 7 stig en Spartak Moskva er næst með sex eftir 3:1 sigur á Sport- ing Lissabon. Það vora brasilískir leikmenn rússneska liðsins sem skoraðu öll mörkin, Marcao tvö og Luis Robson eitt. isisport.is Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.