Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR ■ JOHN JOHNSON sem lék með Fram og ÍA á sínum tíma hefur skorað mest allra í einum leik í úr- valsdeildinni frá upphafi eða 71 stig gegn IS árið 1979. Næstur kemur Joe Wright sem skoraði 67 stig fyr- ir Breiðablik í sigurleik gegn Njarðvík árið 1993. WíVALUR INGIMUNDARSON er sá islenski leikmaður sem skorað hefur mest í einum leik í deildinni frá upphafi, 54 með liði Tindastóls gegn Haukum 1988. Valur bætti þar með metið sem hann átti reynd- ar sjálfur frá árinu 1985 er hann skoraði 53 stig þá sem leikmaður Njarðvíkur gegn ÍR. ■ NÆSTIR koma Keflvíkingamir Guðjón Skúlason sem skoraði 49 stig gegn KR árið 1989 og Kristinn Geir Friðriksson, sem setti 49 stig fyrir Þór A. gegn ÍA 1995. ■ FLEST fráköst leikmanns í ein- um leik eru 35 og það met á Rondey Robinson sem hann setti í leik rneð Njarðvík gegn Haukum 1990. Islensku leikmennimir Guð- mundur L. Bragason og Helgi Rafnsson eiga sameiginlega frák- astsmet innlendra manna, 29 frá- köst í leik. Guðmundur með Grindavík gegn ÍS 1988 og Helgi með Njarðvík gegn Keflavík 1989. UFLESTAR stoðsendingar í ein- um leik á David Edwards sem var einn af mörgum erlendum leik- manna KR árið 1996. Edwards mataði félaga sína með 18 stoð- sendingum gegn ÍR. Jón Kr. Gísla- son á met íslensku leikmannana en Jón gaf 17 stoðsendingar í leik Keflavíkur og Vals árið 1991. ■ METIÐ í flestum vörðum skotum í einum leik eiga þeir John Rhodes og Hjörtur Þór Hjartarson eða_9 varin skot í leik. Rhodes fyrir IR gegn Þór á Akureyri árið 1996 og Hjörtur gegn ÍR sem leikmaður Vals árið 1997. ■ ÞAÐ met sem fæstir vilja eiga í úrvalsdeildinni á Valur Ingimund- arson en hann tapaði 20 sinnum boltanum fyrir Tindastól gegn ÍR árið 1989. Franc Booker kemur næstur á eftir Val með 13 tapaða bolta sem leikmaður ÍR gegn Njarðvík árið 1991. ■ „MESTI ÞJÓFURINN“ í úrvals- deildinni gæti verið Raymond Harding sem stal 15 sinnum bolt- anum frá leikmönnum ÍR í leik gegn Snæfelli árið 1994. Það kemur nokkuð á óvart að Hermann Geir Þórsson er sá Islendingur sem stolið hefur flestum boltum í einum leik. Skagamaðurinn stal boltanum 12 sinnum frá leikmönnm Þórs á Akureyri í lok síðasta leiktímabils. UMETIÐ í flestum þriggja stiga körfum skoruðum í einum leik á Franc Booker og það gerði hann tvisvar sinnum árið 1991. Booker skoraði 15 þriggja stiga körfur fyr- ir ÍR gegn Njarðvík og endurtók leikinn gegn Snæfelli stuttu síðar. Damon Johnson kemur næstur með 14 þriggja stiga körfur fyrir Keflavík gegn KFI árið 1999 og Páll Axel Vilbergsson er sá ís- lenski leikmaður sem skorað hefur flestar þriggja stiga körfur í einum leik eða 12 stykki fyrir Grindavík gegnVal. ■ FJÓRIR af fimm stigahæstu leik- mönnum í úrvalsdeild frá upphafi eru Suðurnesjamenn og þeir eru: Valur Ingimundarson sem skorað hefur 7.220 stig í 382 leikjum eða 18,9 stigað meðaltali. Teitur Örlygsson með 5.877 stig í 351 leik og 16,78 stig að meðaltali. UÞRIÐJI Suðurnesjamaðurinn á þessum lista er Guðjón Skúlason með 5.780 stig í 339 leikjum sem gerir 17,lstig að meðaltali og Guð- mundur Bragason er fjórði Suður- nesjamaðurinn á þessum lista með 4.879 stig í 269 leikjum og 18,1 stig að meðaltali. Jónatan Bow er í fimmta sæti með 4.790 í 207 leikj- um, 23,1 stig að meðaltali. Eggert Garðarsson spáir í meistarabaráttuna Reynsla Keflvíkinga vegurþungt ÚRVALSDEILDIN í körfuknatt- leik hefst í kvöld og margir áhugamenn um íþróttina eru eflaust fegnir að biðin sé loks á enda. KR stóð uppi sem ís- landsmeístari eftir rimmu við Grindvíkinga sem aftur á móti sigruðu KR í úrslitaleik bikar- keppninnar. Fyrsti titill Tinda- stóls í körfuknattleik leit dags- ins Ijós með sigri í Eggjabikar- keppninni og í ár er þessum liðum spáð misjöfnu gengi á íslandsmótinu. Forráðamenn, fyrirliðar og þjálfarar úrvals- deildarliðana 12 hafa spáð í spilin um stöðu liðanna í lok deildarkeppninnarog Morgun- blaðið fékk þjálfara 1 .deildar- liðs Breiðabliks, Eggert Garð- arsson, til að velta fyrir sér möguleikum liðanna í vetur. Liðin koma í sömu röð og spáin segir fyrir um. Brenton Birmingham á hér í höggi við núverandi þjálfara sinn hjá Njarðvík, Friðrik Ragnarsson. Morgunblaðið / Kristinn Eggert Garðarsson með soninn Sigvalda. Forráðamenn, fyrirliðar og þjálf- arar úrvalsdeildarliðanna 12 hafa spáð í spilin um stöðu liðanna í lok deildarkeppninn- Sigurður Elvar °B Morgunblaðið Þórólfsson fékkþjálfaral.deild- skrifar arliðs Breiðabliks, Eggert Garðarsson, til að velta fyrir sér möguleikum lið- anna í vetur. Liðin koma í sömu röð og spáin segir fyrir um. Skallagrímur 12. sæti „Það hafa fáir séð til Borgnesinga það sem af er enda er það staðreynd að liðið var frekar þunnskipað og tók því ekki þátt í neinum mótum á und- irbúningstímabilinu. Útlendingarnir eru lykilmenn þeirra, tveir stórir Rússar og Peebles, en þetta verður mjög erfiður vetur hjá Alexander Er- molinskij þjálfara liðsins. Heimavöll- ur þeirra hefur verið þekktur sem „gryfja“ en hefur eitthvað dalað í takt við misjafnt gengi Borgnesinga. Þeirra hlutskipti verður fall.“ KFÍH.sæti „Karl Jónsson, þjálfari KFÍ, var líkt og Ermolinskij að skrapa saman í lið á síðustu stundu og það boðar ekki gott. Þeir leikmenn sem komið hafa til liðsins hafa ekki verið að leika lyk- ilhlutverk hjá öðrum liðum og eru ungir að árum. Margir af evrópsku leikmönnunum sem hafa komið til landsins á undanfömum misserum hafa ekki verið neinir „stjörnuleik- menn“ og KFI er með þannig leik- menn. Liðið verður að berjast fyrir veru sinni í deildinni líkt og Borgar- nes. Það sem hjálpar Isfirðingum er heimavöllurinn og flest lið hafa átt í einhverjum erfiðleikum að sýna sitt rétta andlit í „ísjakanum." ÍR 10. sæti „Jón Örn Guðmundsson þjálfari hefur fengið til baka þá Eirík Ónund- arson og Halldór Kristmannsson og ég held að ÍR geti gert góða hluti í vetur. Það eru efnilegir leikmenn í liðinu í bland við þá sem eldri og reyndari eru og byrjunarlið þeirra er mjög sterkt. ÍR hefur ekki sýnt stöð- ugleika í leik sínum á undirbúnings- tímabilinu en ef þeir ná að slípa sig betur saman þá geta þeir verið að berjast um sæti í úrslitakeppninni." Hamar 9. sæti „Nú er fyrsta árs veislan búin hjá Hvergerðingum og oft er annað árið í úrvalsdeild erfiðara en það fyrsta. Hamar leikur fastan vamarleik líkt og þjálfari þeirra, Pétur Ingvarsson, er þekktur fyrir og liðið virðist vel á sig komið líkamlega. Ægir Hrafn Jónsson er liðinu mikill styrkur ásamt Chris Dade sem er mjög al- hliða leikmaður. Pétur er einn efni- legasti þjálfari landsins og er með lið- ið þriðja árið í röð. Ég held að Hamar sé líklegt til að slást um sæti í úrslita- keppninni." Þór Akureyri 8. sæti „Þórsarar eiga heimavöll sem hef- ur verið að styrkjast með ámnum og árangur þeirra á síðasta ári var ekki nein heppni. Clifton Bush er reyndar enginn Maurice Spiller og ég held að Ágúst Guðmundsson þjálfari eigi eft- ir að sakna Davíðs Guðlaugssonar þegar fram líða stundir. Akureyrar- liðið er að mestu skipað efnivið frá heimabænum og önnur lið taka ekki neina áhættu með því að vanmeta lið- ið i vetur. Sæti í úrslitakeppni hlýtur að vera takmarkið hjá Þór og það er allt útlit fyrir að þeir verði í hörkub- aráttu í vetur við ÍR og Hamar um 8. sætið.“ Valur 7. sæti „Valsliðið virðist vera þungt eftir erfitt undirbúningstímabil og spurn- ing hvemig þeir verða í kvöld. Þeir leikmenn sem komu liðinu upp í vor verða að mestu á varamannabekk liðsins þar sem margir góðir leik- menn hafa komið til Vals í sumar. Herbert Arnarsson verður „maður- inn“ í liðinu en þeir Brynjar Karls Sigurðsson og króatíski leikstjórn- andinn geta líka skorað. Liðið þarf eflaust einhvem tíma til að stilla saman strengi og það verða mikil vonbrigði fyrii- Pétur Guðmundsson þjálfara ef liðið verður ekki á góðum skriði í úrslitakeppninni. Valsmenn eiga eftir að koma á óvart í vetur.“ Tindastóll 6. sæti „Tindastóll vann titil í fyn-a í fyrsta sinn og ég held að menn hafi dæmt liðið eftir frammistöðu þeirra í Valsmótinu í ágúst. Valur Ingimund- arson þjálfari var djarfur í fyrra er hann gaf ungum leikmönnum tæki- færi og það á eftir að skila sér í vetur. Það virðist sem Tindastólsliðið geti gert usla í vetur, með 2.12 m Rússa, grískan leikstjórnanda og þeir fá til baka Bandaríkjamanninn Shawn Myers. Þeir eiga eftir að koma á óvart ásamt Valsmönnum." Haukar 5. sæti „Haukamir eru stórt spumingar- merki, Guðmundur Bragason hefur verið meiddur og ég held að brott- hvarf Ingvars Guðjónssonar og Sig- fúsar Gizurarsonar vegi þungt. Lýð- ur Vignisson styrkir liðið en hann verður að leika vel ásamt Jóni Arnari og Braga Magnússyni til að allt gangi upp. Haukarnir hafa ekki náð að gera stóra hluti í úrslitakeppninni undan- farinn ár og þeir verða að bæta úr því til að ná í einhveija titla. Haukai-nir hafa verið undir handleiðslu Eggerts Bogasonar í lyftingaæfingum í sumar og það hjálpar kannski liðinu eitt- hvað undir lok mótsins.“ Grindavík 4. sæti „Miklar breytingar era á liði Grindavíkur, besti leikmaður deild- arinnar, Brenton Birmingham, far- inn til Njarðvíkur, sá sem var lykil- maður í bikarúrslitaleiknum, Alexander Ermolinskij, er einnig far- inn og Bjami Magnússon er hættur. Þeir leikmenn sem komið hafa í stað- inn fylla ekki skörð þeirra og Einar Einarsson þjálfari liðsins þarf að beita allri sinni kunnáttu til að halda liðinu á meðal toppliðana í vetur. Kim Lewis er sterkur leikmaður en ef Dagur Þórisson lendir í villu- vandræðum er lítið um stóra menn, þrátt fyrir að Pétiu- Guðmundsson hafi stórt hjarta þá er hann ekki mjög hávaxinn." Keflavik 3. sæti „Reynsla er það fyrsta sem manni dettur í hug með Keflavík. Falur Harðarson, Albert Óskarsson og Birgir Örn Birgisson era marg- reyndir landsliðsmenn og komnir til þess að vinna titla. Ég held að Kefla- vík leiki til úrslita í öllum þremur keppnunum. Þeir verða kannski ekki langbestir í deildarkeppninni en þeg- ar komið verður út í úrslitaleiki leika þeir best. Sigurður Ingimundarson veit hvað þarf til að vinna titla og það liggur í loftinu að Keflavík á eftir að blása á þessa spá með því að gera mun betur en þriðja sætið.“ Ný og glæsileg heimasíða - kki.is Körfuknattleikssamband ís- lands hefur hefur gert miklar endurbætur á heimsíðu sam- bandsins, sem hefur slóðina www.kki.is, og þar má fínna mikið af fróðleik og hagnýtum upplýsingum. Fullyrða má að tölfræðiupp- lýsingamar sem flnna má á heimasíðunni séu einstakar í sinni röð og sem dæmi má nefna að nú er hægt að leita að ein- staka leikmanni og fá fram all- ar tölfræðiupplýsingar á ferli þess leikmanns á mjög einfald- an hátt. Úrslit allra leikja frá keppn- istímabilinu 1978-1979 til dags- ins í dag er að finna á kki.is og einnig er hægt að sækja ýmis eyðublöð varðandi körfuknatt- leik á síðunni auk almennra frétta af gangi mála hjá sam- bandinu. Atvinnumenn snúa heim Helstu félagasklptin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik fyrir þetta tímabil eru þessi: Davíð Pór Jónsson, Keflavík/Grindavík Elentínus Magnússon, Keflavík/Grindavík Kristján Guðlaugsson, Keflavík/Grindavík Kim Lewis, Snæfell/ Grindavík Páll Axel Vilbergsson, Belgía/Grindavik Ægir Hrafn Jónsson, ÍA/Hamar Chris Dade, Haukar/Hamar Lýður Vignisson, Bandar./Haukar Ray Mickens, BandarTHaukar Halldór Kristmannsson, KFÍ/ÍR Eiríkur Önundarson, Danm./f R Cedrick Holmes, Bandar./ÍR Hreggviður Magnússon, Bandar/IR Birgir Öm Birgisson, Pýskal/Keflavík Calvin Davis, Bandar./Keflavík Falur Harðarson, Finnl/Keflavík Birgir Guðfinssson, Selfoss/Keflavík Branislav Dragojlovic, Júgósl/KFÍ Dwayne Fontana, Bandar/KFÍ Steve Ryan, Ástral/KFÍ Hermann Hauksson, Njarðvík/KR Tómas Hermannsson, KFÍ/KR Jes V. Hansen, Danm/Njarðvík Halldór Karlsson, Keflavík/Njarðvík Jóhannes Kristbjömsson, Stjarn/Njarðvík Brenton Birmingham, Grindavík/Njarðvík Sævar Garðarsson, Grindavík/Njarðvík Alexander Ermolinsldj, Grindav/Skallagr. Warren Peebles, Bandar/Skallagr. Andrey Krioni, Rússl/Skallagr. Evgjenij Tomaillovski, Rússl/Skallagr. Ómar Sigmarsson, Hamar/Tindast. Tony Pomones, Snæfell/Tindast. Michail Antropov, Rússl/Tindast. Kári Marísson, Smára/Tindast. Herbert Arnarsson, Holland/Valur Brynjar K. Sigurðsson, ÍA/Valur Drasen Jojic, Bandar/Valur Delawn Grandison, Bandar;/Valur Pétur Már Sigurðsson, KFÍ/Valur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.