Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
B
2000
U FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER
BLAÐ
Andri samdi við Salzburg
ANDRI Sigþórsson úr KR,
markakóngur efstu deildar-
innar í knattspymu, gekk í gær frá
samkomulagi við austurríska félag-
ið Salzburg, samkvæmt frétt sem
birtist á heimasíðu félagsins síð-
degis í gær. Þar er jafnframt sagt að
Salzburg leggi mikla áherslu á að fá
hann strax frá KR og fyrir hann
verði greitt það sem til þm-fi.
Eins og áður hefur komið fram
hafa KR-ingar ekki viljað ganga frá
félagaskiptunum fyrr en tryggt
væri að þeir fengju greiðslu fyrir
Andi-a. Hann er með samning við
KR til áramóta.
Ekki náðist í Andra í gær og Eyj-
ólfur Bergþórsson, umboðsmaður
hans, viidi ekkert segja um málið
annað en: „Andri er enn leikmaður
KR.“
Á heimasíðunni segir: „Salzburg
og hinn 23 ára gamli Islendingur
hafa komist að samkomulagi um
samning til nokkuira ára. Allt útlit
er fyrir að Sigþórsson verði kominn
strax um miðjan október í fremstu
víglínu hjá Salzburg.“
Samkvæmt þessu er stefnt að því
að Andri spili gegn GAK í úrvals-
deildinni hinn 14. október en eftir
13. umferð deildarinnar næsta laug-
ardag er hálfs mánaðar frí í Austur-
ríki vegna landsleikja.
Með fréttinni fylgja tvær myndir
af Andra með trefil Salzburg um
hálsinn og á annarri býður Giinter
Kronsteiner framkvæmdastjóri
hann velkominn til félagsins.
„Við höfum ekkert heyrt frá Salz-
burg en bíðum bara spenntir," sagði
Björgólfur Guðmundsson, formaður
KR-Sport, við Morgunblaðið í
gærkvöld, en KR-Sport sér um mál
Andra fyrir hönd KR.
Salzburg er í fjórða sætinu í Aust-
urríki, fimm stigum á eftir topplið-
inu Rapid Wien. Liðinu hefur geng-
ið illa að skora mörk, hefur gert 16
mörk gegn 15 í 12 leikjum, og vantar
tilfinnanlega sóknarmann. Salzburg
hefur verið í fremstu röð í Austur-
ríki á undanfornum árum og unnið
meistaratitílinn þrívegis frá 1994.
Fyrir eru hjá félaginu sjö erlendir
leikmenn, þar af fjórir Ungveijar.
Bubka
úr leik
SERGEI Bubka, mesti stang-
arstökkvari allra tíma, verð-
ur ekki meðal þeirra tólf
bestu þegar úrslitakeppnin í
stangarstökki Ólympíuleik-
anna fer fram. Bubka komst
ekki yfir 5,70, sem var byrj-
unarhæð hans og féll því úr
keppni án þess að komast yf-
ir rána.
Bubka, sem er 36 ára gam-
all frá Úkraínu, hefúr átt við
meiðsli að stríða undanfarið
ár og átt í erfíðleikum með
að komast byqunarhæð sína
í hveiju mótinu af öðru.
Stangarstökkskeppnin í
Sydney hafði staðið í rúmar
þrjár klukkustundir þegar
Bubka mætti til lejks og ráin
var komin í 5,70. Áhorfend-
ur hylltu hann með lófa-
klappi en þeir höfðu ekki
ástæðu til að klappa oftar
fyrir honum því hann hljóp
undir rána í fyrstu tilraun en
felldi hana í næstu tveimur
og gekk í síðasta sinn út af
Olympíuleikvangi sem kepp-
andi.
Bubka setti 17 heimsmet á
ferlinum og er núverandi
heimsmetshafi með 6,14
metra og varð meðal annars
fyrstur til að stökkva yfir
sex metrana. Hann varð sex
sinnum heimsmeistari en að-
eins einu sinn ólympíumeist-
ari, 1988 í Seoul.
Kristinn R. tekur við Fram
Kristinn R. Jónsson var í gær
ráðinn knattspyrnustjóri
Fram og er samningur hans til
þriggja ára með hefðbundnum
ákvæðum um endurskoðun eftir
hvert tímabil.
Kristinn, sem þjálfaði Eyjamenn
í sumar, er ekki ókunnur hjá Fram
því hann lék með meistaraflokki fé-
lagsins á árunum 1981-1993 og vann
til ófárra titla með því. „Þetta er
mjög áhugavert verkefni ef menn
ætla að byggja liðið upp á þremur
árum eins og stjórn félagsins stefn-
ir að,“ sagði Kristinn þegar samn-
ingurinn var undirritaður í gær.
Sveinn Andri Sveinsson, formað-
ur Fram Fótboltafélags Reykjavík-
ur hf. sagði við þetta tækifæri að
ákveðin tímamót væru hjá félaginu,
ungir piltar að koma upp, piltar
sem væru aldir upp í félaginu og
ætlunin væri að byggja á þeim
kjarna. Kristinn tók í sama streng
og sagði að hann myndi á næstu
dögum ræða við leikmenn meistara-
flokksins og síðan yrði kannað
hvort og þá með hverjum kjarna-
hópurinn yrði styrktur.
Samningamál félagsins eru þann-
ig að allir leikmenn eru með eins til
tveggja ára samning nema Guðgeir
Steinarsson sem er með lausan
samning.
Spurður um hvort hann héldi að
hann fengi frið til að byggja upp
gott lið á þremur árum sagði Krist-
inn: „Eg treysti því vegna þess að
það hefur vantað ákveðinn kjarna
hjá Fram undanfarin ár, nú er hann
til staðar og úr því þarf að vinna.
Það hefur verið verslað talsvert á
þessum bæ undanfarin ár án þess
að það hafi skilað árangri og nú er
kominn tími til að líta til baka og
gefa sér tíma til að byggja upp.“
Þess má geta í framhjáhlaupi að
knattspyrnudeild Fram var að
flytja í gær, fór úr félagsheimilinu
yfir í íþróttahúsið en gamla félags-
heimilið verður notað sem félags-
miðstöð.
Morgunblaðið/Sverrir
„ÉG er sátt við mitt verk og get
hætt afar sæl með mína frammi-
stöðu á leikunum," sagði Guðrún
Arnardóttir, eftir að hafa hafnað í
sjöunda sæti í úrslitahlaupi 400 m
grindahlaupsins á Ólympíuleikun-
um í Sydney í gær. Guðrún hefur
ákveðið að leggja skóna á hilluna
eftir afar glæsilegan feril á hlaupa-
brautinni. Hér á myndinni sendir
hún áhorfendum kveðjukoss.
■ Kveðjustund.../B6
■ Sterkir mótherjar.../B6
■ Vonast eftir.../B7
Orri skoraði
fýrir Stoke
ORRI Freyr Hjaltalín,
markakóngnr 2. deildarinn-
ar í knattspyrnu úr Þór á
Akureyri, æfir þessa dag-
ana með Stoke City og verð-
ur hjá enska félaginu út
næstu viku. Hann lék í gær
með varaliði Stoke og skor-
aði eitt mark í sigurleik
gegn Wrexham, 3:1, með
skalla eftir aukaspyrnu.
Orri Freyr er tvítugur og
skoraði 20 mörk fyrir Þórs-
ara í deildinni í sumar og
mörg íslensk félög hafa
rennt til hans hýru auga en
bæði Grindavík og Breiða-
blik freistuðu þess að fá
hann í sínarraðir fyrir loka-
sprettinn á íslandsmótinu.
MIKIL VONBRIGÐI HJÁ JÓNIARNARI í SYDNEY /B4, B5