Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2000, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1. braut: |Nathasa Danvers, Bretlandi, 19.09.197/ í fyrsta sinn í úrslitum á stórmóti. 2. braut:'7 Guðrún Arnardóttir, íslandi, 24.09.1971 4.sæti í 400 m grindahalupi á EM í Búdapest 1998. 3. braut: [—-| Irina Privalova, Rússlandi, 22.11.1968 1 .sæti í 200 m hlaup á EM í Búdapest 1998 2. sæti í 200 m halupi á HM í Gautaborg 1995 3. sæti í 100 m hlaupi á HM í Gautabrog 1995 l.sæti í 100 m hlaupi á EM í Helsinki 1994 1 .sæti í 200 m hlaupi á EM í Helsinki 1994 3.sæti í 100 m hlaupi á ÓL í Barcelona 1992 4. braut: 5. braut: Nouzha Bidouane, Marokkó, 18.09 1969 1. sæti í 400 m grindahlaupi á HM í Aþenu 1997 2. sæti i 400 m grindahlaupi á HM í Sevilla 1999 Daimi Pernia, Kúbu, 27.12.1976 l.sæti i 400 m grindahlaupi á HM í Sevilla 1999 tsæti í 4x400 m boðhlaupi á HM í Sevilla 1999 l.sæti (400 m grindahlaupi á heimsleikum stúdenta 1999 1. sæti í 400m grindahlaupi á Mið Amerkíkuleikunum 1999 6. braut: Deon Hemmings, Jamaíku, 9.10.1968 1-sæti í 400 m grindahlaupi á Ólympíuleikunum i Atlanta 1996 3.sæti í 400 m grindahlaupi á HM í Sevilla 1999 2. sæti í 400 m grindahlaupi á Samveldisleikunum 1998 2. sæti í 400 m grindahlaupi á HM í Aþenu 1997 3, sæti í 400 m grindahlaupi á HM í Gautaborg 1995 7. braut: I E lonela Tirlea, Rúmeníu, 9.2.1976 7. sæti í 400 m grinahlaupi á ÓL í Atlanta 1996 1. sæti í 400 m hlaupi á HM innanhúss í Japan 1999 1 .sæti í 400 m grindahlaupi á EM í Búdapest 1998 | Tetyana Tereshcuk-Antipova, Úkraínu, 11.10.1069 7.sæti í 400 m grindahlaupi á HM í Sevilla 1999 2. sæti í 400 m grindahlaupi á EM í Búdapest 1998 4, sæti í 400 m grindahlaupi á HM í Aþenu 1997 5. sæti í 400 m grindahlaupi á Hm í Gautabrog 1995 8. braut; Getha Guðrún Arnardóttir á ferðinni á Ólyi Mótherjar Guðrúnar í kveðjuhlaupinu Úrslit í 400 m grindahlaupi á OL í Guðrún Arnardóttir varð í 7. sæti í úrslitum 400 EINS og við mátti búast lagði Guðrún Arnardóttir sig alla fram í því sem hún hefur sjálf kallað síðasta alvöru keppnishlaup ferils- ins á þeim stað sem hún ætlaði sér, í úrslitum 400 m grinda- hlaups á Ólympíuleikum. Eftir að hafa tekið ákvörðun fyrir all- nokkru um að rifa seglin að leikunum loknum lagði Guðrún sig fram um að komast skrefinu iengra en fyrirfjórum árum í Atlanta, þ.e. í úrslitin. Og henni brást ekki bogalistin. Hún hafnaði í 7. sæti á 54,63 sekúndum, fjórða besta tíma ferilsins. Olympíumeistari varð Rússinn Irina Privalova á 53,02 og stórbætti sinn fyrri árangur. Silfr- ið kom í hlut ól- jvgr ympíumeistarans Benediktsson frá því fyrir fjórum skrifar árum, Deon Hemm- fráSydney ings frá Jamaíku, sem kom í mark á 53,45 sem er hennar besta á þessu ári og brons- ið féll í skaut heimsmeistarans frá 1997 og silfurverðlaunahafans á HM í fyrra, Nouzha Bidoune frá Marokkó. Hún mældist hafa komið í mark 53,57 sekúndum eftir að viðbragðsmerkið var gefið. Guðrún var mjög einbeitt fyrir hlaupið, undirbjó sig af kostgæfni en sýndi lítil svipbrigði þegar út á völlinn var komið. Hún var á ann- arri braut með Bretann Natasha Danvers sér til vinstri handar á fyrstu braut og rússnesku ham- hleypuna Privalovia á hægri hönd á þriðju braut. Nokkurn tíma tók að koma hlaupinu af stað sökum þess að mikið var um að vera á vellinum sem endranær þegar keppt er til úrslita í mörgum greinum á sama tíma. Loks gaf ræsir hlaupsins merki og stúlkurn- ar skutust af stað. Guðrún náði góðu viðbragði en tókst e.t.v. ekki að fylgja því sem skildi eftir. Var hún um tíma síðust en eftir mitt hlaup var hún komin á skrið. Fum- laust stökk hún yfir hverja grind- ina á fætur annarri, tæknin var í lagi en hraðann, sem vantaði að- eins upp á í fyrri hlutanum, tókst henni aldrei að vinna upp að fullu. Síðasti kaflinn var sterkur hjá Guðrúnu, hún hristi bresku stúlk- una af sér þegar 150 metrar voru eftir og á síðustu 100 metrunum sótti hún að Evrópumeistaranum, Ionelu Tirleu frá Rúmeníu. Sú sókn tókst ekki sem skyldi, bilið var of mikið. Guðrún kom sjöunda í mark, sæl og ánægð, sátt við sinn hlut á 54,63. Privalova hafði nokkra sérstöðu í hlaupinu. Hemmings ólympíu- meistari réði ekki við kraft og snerpu gamla spretthlauparans sem á vordögum söðlaði um eftir að hafa verið í nokkrum ógöngum með feril sinn sem spretthlaupari á skemmri leiðum. Privalova fagn- aði ákaft enda hennar fyrstu gull- verðlaun á Ólympíuleikum og sennilega þau sem hún átt sist von á fyrir svo sem um hálfu ári. Bid- ouane átti heldur ekki neitt í Privalovu að gera og varð að gera sér þriðja sætið að góðu og Pernia heimsmeistari, sem ætlaði sér svo mikið í þessari grein, varð að bíta í það súra epli að verma það sæti sem oft er kallað versta sætið, þ.e. það fjórða. Hennar bíður að koma reynslunni ríkari að fjórum árum liðnum. Guðrún hefur hins vegar ekki uppi neinar áætlanir að mæta til leiks að fjórum árum liðnum. Petta var hennar síðasti dans á hlaupa- brautinni. Hann var eftirminnileg- ur eins og reyndar öll þáttaka hennar á leikunum. Ekki einatt ritaði hún nýjan kafla í eigin sögu sem afreksmaður í fremstu röð í heiminum heldur og ekki síður ruddi hún íslenskum hlaupurum nýja braut á Ólympíuleikum með því að tryggja sér sæti í úrslitum í hlaupagrein fyrst íslenskra hlaup- ara. Þar með undirstrikaði hún um leið að allt er hægt ef vilji, einurð, dugnaður og stefnufesta er hafður að leiðarljósi og um leið sú vitn- eskja að síst skuli gefast upp þótt í mót blási á köflum. Vilji er allt sem þarf, það hefur Guðrún Arn- ardóttir sannað með frábærri frammistöðu sinni undanfarin ár á hlaupabrautum vítt og breitt um heiminn, frammistöðu sem reis hæst á ólympíuleikvanginum í Sydney í gær. Um leið stóð Guð- rún við það heit sem hún hafði gef- ið fyrir nærri fjórum árum er hún gerði samning við afreksmanna- sjóð ÍSÍ, að komast í úrslit á Ól- ympíuleikunum í Sydney, það lof- orð fannst Guðrúnu sér bera skylda til að efna, sjálfrar sín vegna og ekki síður fyrir þjóð sína sem hún hefur víða verið merkis- beri fyrir. Vart er hægt að hugsa sér samviskusamari íþróttamann. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Arnardóttir þakkar fyrir sig eftir kveðjuhlaupið. Hún gat ekki valið betri stað til kveðjustundar en í úrslitum á ÓL. „ÞAÐ bærast svo sannarlega ýmsar 1 megi ekki segja að það ríki í mér miki Arnardóttir, eftir að hún hafði tryggt i grindahlaups kvenna á Ólympíuleiku mitt verk og get hætt afar sæl með m þakklát fyrir að hafa fengið þetta tæl ánægðir með þar sem ég og aðrir úr í hér á leikunum og þá ber auðvitað br hæst. Ég naut þess að gera mitt ítras sóma,“ sagði Guðrún. Ivar Benediktsson skrifar frá Sydney Guðrún sagði um hlaupið í gær að hún hafi verið vel fyrirkölluð og alls ekki verið nein sérstök spenna í sér. Henni hafi tekist að einbeita sér vel. „Ég er orðin of sjóuð til þess að fara á taugum á þessari stundu og veit hvemig best er að haga sér til þess að halda jafnvægi á stundum sem þessari. Ætli ég hafi ekki verið svo ákveðin í að gera vel að það komst ekkert annað að. Enda tókst það, þótt ég hefði ef til vill viljað byrja aðeins betur en ég gerði. Hvemig á því stendur veit ég ekki enn. Tæknilega tókst hlaupið vel en hrað- inn hefði mátt vera og átti að vera aðeins meiri á fyrri hluta hlaupsins." Þetta var síðasta keppnishlaup Guð- rúnar á stórmóti í íþróttum og þótt marg- Vala vekur athygli AFREK Völu Flosaddttur í stangarstökkinu á mánu- dag, þar sem hún vann til BBHI bronsverð- Ingibjörg launa, hefur Hinriksdóttir vakið tals- verða athygli fráSydney meða, al. S mennings hér í Sydney. Astralir eru óragir við að spyrja aðkomumenn hér hvaðan þeir séu úr heimin- um og eftir afrek Völu hafa vinsældir íslendinga tekið mjkið stökk uppá við. „Ó, já, ísland vann verð- laun í stangarstökkinu um daginn. Það var frábært. Hún var svo innilega glöð islenska stúlkan sem fékk bronsverðlaunin. Hljóp fagnandi um völlinn og grét í fanginu á þjálfaran- um sínum. Það var frá- bært,“ sagði einn grænmál- aður Ástrali við mig fyrir framan Ólympíuleikvang- inn í gær. „Ég vildi að allir fögnuðu svona innilega eins og hún gerði,“ bætti hann við. Og Vala hefur líka vakið athygli í Ólympíuþorpinu. Þegar hún sat ásamt félög- um sínum í íslenska liðinu að snæðingi komu tveir litl- ir snáðar, sem voru þar í heimsókn, til hennar og óskuðu eftir eiginhand- aráritun. Var það auðsótt, en þegar nánar var að gáð voru þessir ungu herra- menn í heimsókn í þorpinu á vegum afa síns, Juan Antonio Samaranch, for- seta Alþjóðaólympíusam- bandsins. Kveðjustund í Sydney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.