Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 2
I B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þróun mannsins Hafa skal það sem sannara reynist, skrifar Sveinbjörn I. Baldvinsson. Tímanir breytast en mennirnir EKKI með. ÞAÐ ER kannski ekki merkilegt, an altént at- hyglisvert hvílíkan ara- grúa við eigum af orða- tiltækjurn, málsháttum og gagnorðum tilvitnunum um allt mögulegt. Við tyggjum þetta oní hvert annað með reglulegu millibili og mjög undir hælinn lagt hvort þessar setningar eiga vel við eða ekki. Sumar þeirra virðast vissulega ætíð í fullu gildi, eins og til dæmis „Enginn verður óbarinn biskup“, en ef grannt er skoðað er samt vafamál, hve góð skil þessi setning gerir staðreyndinni um þær hindranir sem verða á vegi hins almenna borgara í lífinu. Önnur vinsæl setning af álíka tagi er þessi: „Tímarnir breytast og mennirnir með.“ Hún heyrist alltaf við og við. Mér virðist þó sem hér sé ekkert vafamál á ferð. Þetta er einfaldlega alls ekki rétt. Ef þetta væri rétt, værum við núlifendur sem sagt allt öðruvísi innréttaðir en for- feður okkar, sökum þeirra breytinga sem orðið hafa í veröldinni. Svo er auðvitað ekki. Ein sönnun þess er sú staðreynd að við getum enn setið algerlega hugfangin yfir eldgömlum sögum og leikritum. Við lifum okkur inn í örlög sögupersóna sem búa í umhverfi sem er okkur algerlega framandi og aðstæður sem við þekkjum ekkert til sjálf. Þeir rétti upp hönd sem búa í Grikklandi hinu forna, Rómaveldi eða þekkja kaupmann í Feneyjum. Því er nefnilega þannig varið að blessuð mannskepnan er söm við sig, ekki aðeins bæði í Súdan og Grímsnesinu eins og skáld- ið góða benti á, heldur líka á mismunandi tímabilum. S raun má kannski segja að tíminn og maðurinn eigi fátt sameiginlegt. Hvert okkar á að vísu samleið með tímanum í stundarkorn, við fáum far með tifandi gang- verki hans dálitla leið, en líkt og strætis- vagninn sálugi, „Hægri hringleið", heldur tíminn ótrauður áfram ferð sinni eftir að við erum komin á áfangastað. Aðrir farþegar stíga upp í og þótt þeir séu okkur ókunnir, eru þeir vissulega allir eins í augum vagns- ins, sem getur þá rifjað upp eitt gullkornið enn, „maður kemur í manns stað“. Það var reyndar eitt rigningarsíðdegi síðsumars í háskólaborginni New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum fyiár hartnær tíu árum, að ég sá áhrifamesta vitnisburð- inn um blessunarlega hægfara þróun mannsins. HUGSAÐ UPPHÁTT Associated Press Skrúðleikar í nútímanum við Aztekapýramída norðaustur af Mexíkóborg, svipaðir þeim er voru taldir tíðkast til forna. Fjölskyldan leitaði skjóls fyrh- regninu í haganlega staðsettu listasafni Yale-háskól- ans undir yfirskini menningarþorsta. Þar voru ýmsir fornmunir og listaverk frá ólík- um tímum til sýnis. í kjallara byggingarinnar stóð yfir sýning á mörg þúsund ára gömlum listmunum fornra indíána í Suður-Ameríku og þótt ég muni ekki heiti þeirra, líður mér sýningin seint úr minni. Ekki fyrir þá sök, endilega, hve þeir voru haganlega gerðir, heldur vegna þess hve mannlífið sem í þeim birtist virtist svipað því sem við blasti utan við safnhúsið, öllum þessum öldum síð- ar. Það situr einn gripur í mér sérstaklega. Þetta var lítill skúlptúr úr leir og sýndi kappleikjavöll með stúku allan hringinn. Margar mannsfígúmr sátu á bekkjum í stúkunni og aðrar voru leikmenn í einhverj- um boltaleik niðri á vellinum. Það sem vakti athygli mína vai- einn pabbi sem greinilega hafði farið með son sinn eða dóttur á völlinn þarna fyrir þúsundum ára og var með annan handlegginn utan um barnið en benti með henni niður á völlinn. Sá ég ekki betur en þarna gæfi að líta sjálfan mig eða hvern annan nútímapabba að koma sér upp lögmætri afsökun fyrir að glápa á fullorðna menn leika sér með bolta, en jafnframt að vernda og uppfræða af- komandann. Nei, „hafa skal það sem sannara reynist": Tímarnir breytast og mennirnir EKKI með. Þannig er það. blómaverkstæði íNNAm' Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 S 8 Fi RA NOW 1 -T' 1 4 ÍOOD. OOUBLE STRSSföTH Muco! f & Chondroi U Joínt Support fv- ^TU!. Miklu sterkara APÓTEKIN Horft á sjónvarp TEMPUR PEDIC Heilsunnar vegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.