Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 36
36 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Björg Sveinsdóttir
Minus var fyrst fslenskra harðkjarnasveita til að gefa út disk og sendi fyrir skemmstu frá sér annan slíkan, Jesus Christ Bobby. mjómsveitin er meðal annars þekkt fyrir dugnað við að kynna
harðkjarnann og hörku í spilamennsku. Hún var fulltrúi harðkjarnans á Airwaves-hátiðinni í Laugardalshöll.
Mikil endumýjun á sér staó f í slensku rokki
og ný tónlist og kraftmikil er tekin við þar sem
menn liggja ekki á skoóun sinni. Árni Matthíasson
segirfrá harðkjarnahreyfingunni íslensku,
segirfrá helstu hljómsveitum ogspáirí uppruna
og aðdraganda stefnunnar.
harðkjarnagos
Tónlistin sem Forgarður Helvítis leikur er eldri að uppruna en harð-
kjarninn, en menn kunna samt vel að meta hana.
UNDANFARIÐ hefur ný gerð tón-
listar lagt undir sig íslenskan rokk-
heim, tónlist rokkkyns, ættuð úr
pönki og hröðu þungarokki og menn
kalla „hardcore“ eða harðkjama.
♦fikki er bara að óteljandi hljómsveit-
ir séu að spila harðkjamarokk og
fjölgi í sífellu, heldur hefur skapast
mikil og öflug ungmennamenning í
kringum tónlistina og hljómsveitirn-
ar, menning sem byggist á sam-
heldni og sjálfstæði og andúð á for-
dómum og fyrirhyggju. í þeirri
menningu er Útið bil á milli hljóm-
sveita og áheyrenda og á harð-
kjarnatónleikum, sem eru lítið
auglýstir en vel sóttir, er á köflum
erfitt að greina á milli, því áheyrend-
ur stökkva upp á svið til að syngja
^ foeð eða taka þátt á annan hátt, en
v filjómsveitarmeðlimir hverfa oftar
en ekki í þvöguna til að stíga trylltan
dans við taktfasta tónlistina.
Harðkjami er eflaust fráhrind-
andi þeim sem heyra hann í fyrsta
sinn, ekki síst ef þeir eru ekki vanir
tónlist sem rífur og tætir. Þá koma
gömlu lummumar um hávaða og
garg, en þegar grannt er skoðað er
tónlistin ótrúlega fjölbreytt og
margslungin og stefnurnar sem hún
greinist í nánast jafnmargar og
hljómsveitinar sem stunda hana hér
á landi. Áhrifin að utan em greinileg,
en íslenskar harðkjarnasveitir hafa
líka farið sínar eigin leiðir, bætt í
texta íslenskum minnum úr goð- og
þjóðsögum og gripið til nýstárlegra
lausna í lagasmíðum og framvindu,
enda tilraunamennska í meiri háveg-
um höfð hér á landi en víðast erlend-
is.
Maður á að gera hlutina sjálfur
Harðkjarni, eða hardcore, á sér
rætur í pönki og pönkhugsjónin er
sterk í hljómsveitunum, þá ekki síst
sú póstmóderníska hugsun að allt
eigi rétt á sér og einnig að ekki sé
vert að bíða eftir að aðrir geri hlutina
fyrir mann, maður á að gera hlutina
sjálfur; þetta er ekki hugsun um að
geta heldur að gera, í upphafi var
verkið, svo vitnað sé í tvö evrópsk
skáld. Islenskar rokk- og poppsveitir
hafa gjaman orð á því hve tónleika-
hald sé erfitt hér á landi, fáir staðir
til að spila og lítið um tækifæri til
þess. Harðkjarnamenn blása á allt
slíkt tal og búa sér til tilefni og finna
staðina. A eftirminnilegum tónleik-
um í hlöðu í Gufunesi fyrir stuttu,
Glundroða, mátti og sjá að menn
vom ekki að láta hluti eins og fimb-
ulkulda, myrkur og hörmulegan
hljómburð spilla stemmningunni;
tónleikarnir fóra fram og vom
magnaðir.
Eins og getið er er lítið bil á milli
áheyrenda og hljómsveitar á harð-
kjarnatónleikum og almennt taka
áheyrendur meiri þátt í því sem fram
fer. Þannig er algengt að þeir komi á
svið til að taka lagið með hljómsveit-
inni, eða bara hrista sig og hoppa, og
síðan er stöðugur straumur manna
upp á svið til að stökkva af sviðinu í
skarann framan við það. A meðan ið-
ar kösin fyrir framan sviðið, hoppar
og kastar sér til og frá, „slammar".
Það sýnist ekki hættulaust en er
bráðskemmtileg og góð útrás og
þrátt fyrir mikinn hamagang er allt í
góðu og lítið um raunverulega pústra
eða eftirmál.
Flestir telja harðkjarnarokk upp
rannið vestan hafs í upphafi níunda
áratugarins og þá er vísað til sveita
eins og Black Flag, Minor Threat,
Sick of It Ail og Bad Brains, sem all-
ar voru að vinna úr pönkinu en á mis-
munandi hátt. Tónlistin var þróað
pönk og textamir innihaldsríkir og
oftar en ekki pólitiskir, en söngstíll-
inn ýmist söngur eða öskur. Þegar
menn kýta um upprunann halda
sumir því fram að orðið að minnsta
kosti sé komið frá kanadísku rokks-
veitinni D.O.D. sem gaf út plötuna
Hardcore ’811981, en hún var á mála
hjá útgáfu Jello Biafra sem var höf-
uðpaur Dead Kennedys, einni um-
deildustu rokksveit Bandaríkjanna.
Ekki má svo gleyma gróskunni í
undirheimum New York á áttunda
áratugnum.
Pólitískt pönk
Sumir vilja einfaldlega kalla harð-
kjarna pólitískt pönk og víst er und-
irtónninn pólitískur hjá mörgum og
innan harðkjamans mikil andúð til
að mynda á yfirvöldum almennt, en
einnig á ÍTkniefnum. Fjölmargir
harðkjarnavinir hafna einnig áfengi
og tóbaki og allmargir borða ekki
kjöt eða fisk. Snar þáttur í lífsspeki
harðkjarnans er að taka ábyrgð á
sjálfum sér, að ráða ferðinni og láta
ekki utanaðkomandi óviðkomandi öfl
stjórna sér. Hvað tónlistina varðar
er einfalt að greina pönkáhrifin, en
fjölmargt fleira kemur til því í harð-
kjama era sterk áhrif af þungarokki,
„speed metal“, dauðarokki og svo má
telja. Sveitimar sem rúmast innan
harðkjarnans hér á landi leika þann-
ig flestar ólíkar gerðir rokks og má
segja að hver hljómsveit sé sérstök.
Þannig má sjá á einum harðkjarna-
tónleikum, á máli harðkjarnavina:
„technical noise“, „hardcore",
„grindcore", „metal“, „emo“ og svo
má telja.
Félagsheimilið
er í netheimum
Harðkjarninn lifir góðu lífi hér á
landi og hljómsveitirnar legíó sem
leika slíka tónlist: Mínus, Snafu, El-
exír, Forgarður Helvítis, sem er þó
reyndar hluti af annarri hreyfingu
og eldri, grindcore, Vígspá, Shiva,
Sólstafir, Klink, Molesting Mr. Bob
og Changer. Af eldri sveitum má
nefna Spitsign, Ungblóð og þá goð-
sagnakenndu Bisund, en úr tveimur
fyrrnefndu sveitunum varð Mínus
til. Ekki má svo gleyma þeirri vinnu
sem þeir Mínusmenn unnu við að
koma tónlistinni á framfæri með
MSK-útgáfu sinni, en hún gaf meðal
annars úr fyrsta harðkjarnadiskinn
hér á landi, þar sem meðal annars
má heyra í Bisund, Brain Police, Toy
Machine, Shiva, og dauðarokksveit-
inni alræmdu Sororicide
Harðkjarnatónlist er áleitin og
krefjandi tónlist og kemur ekki á
óvart að hún heyrist lítið í útvarpi og
reyndar ekki nema tveir vikulegir
þættir þar sem harðkjarni er spilað-
ur, annar á Rás 2 og hinn á Radio X.
Þar kemur Netið því að góðum not-
um við að breiða út evangelíið, og
helsta félagsheimili harðkjarnavina
er í netheimum og kallast dording-
ull.com. Umsjónarmaður Dordinguls
er Sigvaldi Jónsson, kallaður Valli,
en hann hefur ekki bara haldið utan
um vefsetrið og þann gríðarlega
fróðleik um tónlistina og harðkjama-
sveitir sem þar er að finna heldur er
hann forstöðumaður harðkjarnaút-
gáfunnar sem hefur gefið út kynn-
ingarútgáfur og sendir frá sér fyrsta