Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 B 29 ^ að ýmsar þjóðir búi á Seyðisfirði og tilviljun ein ráði því hvort töluð sé enska, norska eða danska í húsunum. En úti á Vestdalseyri, sem er yfir ör- æfi að fara, segir hann, búa íslending- ar og þar er töluð íslenska! Mér þykir afskaplega vænt um þessi orð Þor- steins. Þegar faðir minn var drengur, hann er fæddur árið 1886, var skóli á Vestdalseyri. Strákamir á Eyrinni lærðu meira að segja að synda, þeir stífluðu læk og gerðu sér litla laug. Þarna var líka kirkja og verslunarhús Gránufélagsins. Það var til framtíðar- skipulag af Evrinni, búið að nefna götur og teikna fyrir þeim. Útgerð var mikil, allir áttu báta og pabbi átti bát með fóður sínum og bræðrum. Þeir gerðu út, voru með töluverða saltfiskverkun og annað. Fólk átti tún, garða og engjalönd. A Vestdals- eyrinni var því mikill útvegsbúskap- ur. Seyðfirðingar eru afskaplega grobbnir af því hversu fljótt þeir voru komnir með rafmagn, síma og alla hluti, en rafmagn var aldrei lagt til Vestdalseyrar. Og vatnsleiðslan þeirra fína í Seyðisfjarðarkaupstað var aldrei lögð í þennan hluta kaupst- aðarins. Á Vestdalseyri bjó því fólk við gamla hætti. Það talaði ekki aðeins ís- lensku meðan fína fólkið talaði norsku og ensku inni í fjarðarbotninum, held- ur sótti það vatn í brunna, þeir voru svo fallegir brunnamir heima, sló með orfi og ljá, rakaði túnin með hrífu og vann tóvinnu eins og tíðkaðist frá upphafi. Þvotturinn var soðinn í stómm potti sem hitaður var á hlóðum undir berum himni, borinn í körfu út í á og skolaður, undinn og hengdur upp á snúrumar heima. Tauklemmumar hafði pabbi smíðað. Hjá afa og ömmu sem áttu heima neðar á Eyrinni var fínt þvottahús þar sem hægt var að sjóða og þvo þvottinn inni í húsi. En hann var þó ætíð skolaður í Vestdals- ánni. Konumar áttu svo fallegan þvott. Hann var teygður, brot- inn saman, rúllaður og strauj- aður. Þær lögðu mikinn metnað í að eiga fahegan þvott, enda var hann til sýnis. Það var sérstök kúnst að hengja rétt upp tau. Hvíti þvotturinn allur sér, lök og annað sér. Að sjá fal- lega upphengdan þvott blakta í góðu veðri er ekki ófögur sjón. Og ilmurinn af þvottinum, útilyktin! Svo áttu kon- ur gjaman reyrgresi til að setja með þvottinum í skápinn eða kistuna. Fólk bjó yfir ótrúlegri verkmenn- ingu og farsæl vinnugleðin einkenndi alla. Þessi lotning fyrir vinnunni og skyldunni. Það var fólki afskaplega mikils virði að þurfa ekki að skamm- ast sín fyrir sig og sína. Þurfa ekki að vita upp á sig skömmina." Sérðu liti þegar þú hugsar til baka? „Mig dreymir í litum. Einu sinni var ég með þá vísindakenningu um drauma, að mikil drykkja karla væri einungis uppbót fyrir að dreyma ekki í lit! En konur virðist dreyma meira en karla, þótt þær geri það ekki í raun. Þær muna drauma sína, tala mikið um þá og em í einhveiju fogru sambandi við sjálfar sig í gegnum drauma. Ég þekki margar konur sem dreymir fyr- ir lífi sínu. Konur hafa mikinn áhuga á að spá í framtíðina og hafa til þess mörg ráð, ráða drauma sína, spá í bolla, leggja spil, hafa úti allar klær. Þetta eru duldar leiðir sem þær hafa þróað með sér til að vera í sambandi við tilveruna. Það hvíldi mikil ábyrgð á konum þótt þær hefðu engin völd. Þær þurftu að þekkja sitt fólk, þær áttu mörg böm og það var margt fólk bæði ungt og gamalt sem treysti á húsfreyjuna. Þetta hálfkukl sem þær stunduðu alla tíð er sérkvenlegt. Ég held það hafi verið þeirra stjórn- kænska ómeðvituð. Fólk kom gjaman til móður minnar til að láta hana ráða drauma sína. Hvað heldurðu að hún hafi ekki vitað um sitt samfélag? Alit. En hún var ekki að fleipra með hlutina. Fólk var afskaplega orðvart. Það bjó þröngt, einn vegur út úr þorp- inu og allir vissu hver var með hveij- um. Menn urðu að fara varlega til að eyðileggja ekki lífið fyrir öðmm. Það vom óskráð lög. Það var margt sem kraumaði undir yfirborðinu sem ekki var verið að fleipra um.“ Ert þú ber- dreymin? „Já, ég hef alltaf verið það. Sérstaklega þegar ég var yngri. Éina reglu lærði ég af frænkum mínum Bogga á Hjalla 7 ára. Fyrsta myndin sem tekin var af Vil- borgu. Vilborg 12 ára. Myndin er tekin á Vestdalseyri um það leyti sem hún fór að heiman. Upplestur úr ljóðum Ólafar frá Illöðum á Hótel Borg. Þorgeir hlýðir á. sem vora nánast allar forvitrar og hún er sú að dreymi mann draum sem maður óskar að komi fram á maður að þegja yfir honum. Eg er á móti því, kannski af því ég hef lesið svo mildð í biblíunni að fólk spái fyrir öðmm. Mér finnst það ekki rétt. Þá er verið að grípa inn í hluti sem getur verið hættulegt að gera. Ég er ekki fyrir það að stunda nýald- arkukl.“ Við erum komnar aðeins út fyrir Vestdalseyrina og ég vil snúa til baka, til þess tíma þegar Vilborg var í skóla. Hún hafði farið að heiman tólf ára gömul, sem er ekki algengt, og þá til Norðfjarðar. Hvers vegna sótti hún ekki skóla á Vestdalseyri eða á Seyðisftrði, maður hefði haldið að það væri styttra þangað? Ég sé að hún er ekki áfjáð í að tala um þennan kafla lífs síns. Hún fer með mig ýmsar krókaleiðir, talar um Norðfjörð og skipin sem sigldu úti fyrir fjarðar- mynninu, en þegar henni er farið að leiðast ýtnin, segir hún: „Ég fékk ekki að fara í skóla lengur." A Vestdals- eyri? „Það var búið að leggja niður skólann á Vestdalseyri. Ég ætlaði að fara í skólann á Seyðisfirði þegar ég var ellefu ára en fékk það ekki.“ Ell- efu ára. Árið sem systur þínar létust? „En ég hafði verið í skóla þar part úr vetri þegar ég var tíu ára. Skólinn var tekinn af Vestdalseyringum árið sem ég var sjö ára og kennarinn, Kristjana Davíðsdóttir, varð að flytja inn í bæ, eins og við kölluðum það. Við lærðum því heima og tókum próf inni í bæ. Aðalbjörg Stefánsdótt- ir, sem átti heima á Ytri-Hjalla, kenndi okkur börnunum einn vetur- inn heima í stofunni hjá sér og þá einkum þeim eldri. Það var ekki hægt að ganga í skólann vegna þess að veg- urinn inn í bæ lokaðist vegna snjóa og fyrir lítil böm var það útilokað. Síðan flutti Aðalbjörg inn á Ölduna og þá fékk ég að dvelja hjá henni og manni hennar, Guðmundi Þorbjamarsyni múrara. Þau vom duglegt og mynd- arlegt fólk, orðin nokkuð fullorðin á þessum tíma. Það var veturinn sem ég var tíu ára og þá sótti ég skólann á Seyðisfirði. Það var alveg óskaplega gaman að vera í skólanum og þetta var góður tími. Aðalbjörg og Guðmundur höfðu alla tíð verið mér afskaplega góð. Að- albjörg var hljóðlát og virðuleg, mjög flink kona, talaði lágt og kallaði mig ýmsum gælunöínum, heillakerlingin og Bogga mín, en ég mátti ekki fara út að leika mér nema akkúrat klukku- tíma á dag. Ég var með mér eldri bömum í skólanum, þetta var blandaður hópur því skólahald hafði verið aðeins skert vegna hersetunnar, og þau kunnu öll miklu meira en ég. Steinn Stefánsson kenndi okkur en Karl Finnbogason var skólastjóri. Karl kenndi okkur að vísu kristinfræði. Ég var geysilega hrifin af því að vera í skólanum og lagði mig fram um að læra allt sem þar var kennt. Ég hafði aldrei áður lært að teikna, mér fannst það óskap- lega gaman, byijaði þá að teikna fugla, og ég lærði að skrifa betur. Við fengum að lesa bækur í ftjálsu tímunum, ég var ágætlega læs, og svo kenndi Aðalbjörg okkur handavinnu. Ég féll fljótlega inn í hópinn og mér fannst mjög gaman í skólanum. m haustið þegar ég átti að fara í skólann ellefu ára göm- ul var ég búin að fá nýjan kjól. Mamma hafði saumað á mig kjól úr ljósu eíni með Iitlum bláum rósum. Svo rann fyrsti skóladagurinn upp. Við bömin komum gangandi utan af Eyri, mörg saman. Þetta var mjög há- tíðlegt. Skólinn var að byrja og ég réð vart við tilhlökkunina. Við komum inneftir, gengum öll inn í skólann, en þegar kennaramir sáu mig kom fát á þá. Þeir vildu ekki að ég kæmi inn. Ég fékk ekki að hengja upp kápuna mína. Skólastjórinn kom til mín og sagði: Þú getur ekki verið í skólanum í dag. Þú verður að fara fyrst upp á spítala í skoðun. Ég fór þangað, og síðan heim. Leið- in heim var löng. Og ég gekk hægt. Var að drolla alla leiðina og kom seint heim. Ég þorði ekki að segja mömmu frá þessu, hún var skapstór og ég vissi að hún yrði reið. Undir kvöld neyddist ég til að skýra henni frá atburðum dagsins. Hún varð óskaplega reið. Hún fór og talaði í síma við Karl Finn- bogason. Hann mun hafa sagt að hann hafi þó að minnsta kosti tekið i höndina á mér og þá sagði hún: Þú þorðir að taka í höndina á henni af því að þú ert gamall og varst ekki hrædd- ur um að smitast. Ég var úti á Eyri þann vetur. Ég var ansi meðvituð um það að ég væri ekki æskileg. Ég hafði fengið berkla en mér var löngu batnað, og ég hafði aldrei haft smit. Þetta var hyst- Móðir Vilborgar, Erlendina Jónsdóttir, tvítug, árið sem hún gifti sig. ería í fólkinu. Ég fór oft í sendiferðir inn í bæ og fann að fólk forðaðist mig. Ég ætlaði í eitt skiptið að heim- sækja vinkonu mína en mamma henn- ar vildi ekki að ég kæmi inn. Ég heyrði hana og aðra konu hvíslast á ummig. Maðurinn hennar hins vegar heimtaði að ég fengi að koma inn og leika mér. Krakkar heyra betur en menn halda. Ég fór ekki alveg strax, vildi ekki sýna að ég hefði heyrt hvað þær sögðu um mig. Einu sinni var ég send inn á Öldu til að kaupa sykur og salt. Inni í búðinni vom margir karlar kjaftandi eins og tíðkaðist hér áður og þar á meðal var ritari sýslumanns og elskhugi, Einar Blandon. Hann var í reiðbuxum og af- ar valdsmannslegur. Þegar hann sér mig kemur hann stikandi að mér með svipu í hendi og segir: Er ekki litli heiðinginn af Vestdalseyrinni kom- inn! Ég reyndi að forða mér en hann króaði mig af og hélt áfram: Þú ert ekki einu sinni í skóla! Þannig vora nú karlamir á Seyðisfirði. Skólastjórinn, læknirinn og enn geymi ég Ijótt bréf sem presturinn skrifaði móðursystur minni, Stefaníu á Kirkjubóli í Norð- firði, varðandi mig. Þeir vom að koma mér af sér til Norðfjarðar. Ég var gerð útlæg. Fólk var svo grimmt í kreppunni. Ég hef aldrei farið á Seyðisíjiirð til að lesa upp.“ Svo skellir skáldið hnef- anum í borðið og segir hátt: „Ég hef verið ævilangt í bamaskóla til að hefna fyrir þetta!“ Hlær síðan inni- lega. „Ég fór til Norðfjarðar í nóvember 1942. Það var komið kvöld og það var dimmt. Kona sem vann á pósthúsinu heima, Helga Sigurðar, kom í bíl að sækja mig. Þetta var á stríðsárunum, Vestdalseyri var lokað víghreiður og það þurfti að sýna passa til að komast inn og út um hliðið. Helga fylgdi mér til skips og síðan varð ég að bjarga mér sjálf. Ég stóð við borðstokkinn og horfði á fjörðinn opnast, sá Skálanes og Brimnes. Skálanesbjargið kom framundan Flannanum eins og risa- andlit séð að heiman, maður sá oft stór skip sigla fyrir fjörðinn, og nú sigldi ég út úr firðinum og sá víðátt- una. Það var myrkur og ég sá ekki mik- ið, en þegar siglt var framhjá Norð-1 fjarðamípunni og jietta ægilega fjaU reis þverhnípt upp úr sjónum, þyrmdi yfir mig. Mér fannst svo mikið til um þetta allt saman að ég fann ekki fyrir því að ég væri ein eða væri að fara í burtu. Ég var á valdi þess að sjá heiminn opnast. Ég vissi að ég varð að gera þetta, ég vildi fara í skóla. Maður vílar ekki fyrir sér að gera það sem er nauðsyn- legt. Svo kom ég til Norðfjarðar. Það var dimmt og það var gat á bæjarbryggj- unni. Ég var voðalega hneyksluð. Fólkið sem ég átti að fara til hafði fengið frænku mína sem bjó á Norðfirði til að fara niður á bryggju, svo ég þekkt- ist. Ég sá lítið í kringum mig, myrkrið var svo mikið, en húsið sem ég átti að eiga heima í var ekki langt frá bæjar- bryggjunni. Það var stórt steinhús, káílað Steinninn. Hjónin sem ég fór til, Jóhann og Kristín, vom gömul, þau vom ekkert skyld mér. Ég held þau hafi bara verið eina fólkið sem vildi hafa mig. Síðar var ég hjá dóttur þeirra, gætti þar bama og vann hús- verk.“ Fórstu ekki heim á sumrin? „Nei, ég var vinnuþý. Komst ekki frá. En ég fékk að skreppa heim, fór í heimsókn í dálítinn tíma, mamma kom líka til Norðfjarðar, hún átti þar systur. Ég stóð af mér þessa hluti. egar ég kom til Norðfjarðar var ég látin í sjöunda bekk. Bekkj- arsystkinin vora ári á undan mér í námi. Hún ræður við það, sögðu menn, hún er komin af svo vel gefnu fólki. Ég varð að læra upp á eigin spýtur, varð að fá átta í aðaleinkunn og það var enginn sem hjálpaði mér heima. Þar þurfti ég að skúra stiga og fara í sendiferðir. Ég var ný í bekknum og það átti nú heldur betur að jafna um mig. Við voram að leika okkur í frímínútum uppi á Júdasarbala. Balinn var kenndur við læk sem hét Júdas, hann var svo svikull í leysingum. Þá réðust tveir strákar á mig og ætluðu að hrinda mér niður í gilið. En ég tók hraustlega á móti og lagði þá á stund- inni þessa tvo stráka! Mamma hafði búið til falleg skólaföt handa mér, prjónaði mér tvær peysur, aðra græna og hina ljósbrúna, og saumaði á mig fellt pils. Það var oft mikill vandi að pressa þessi felldu pils og til að auðvelda mér það var pilsinu krækt saman á hliðinni með mörgum smellum. Strákamir höfðu komist að því að hægt var að smella frá pilsinu með einu handtaki, og eitt sinn þegar ég var tekin upp á töflu eins og venja var í þá daga, teygði einn sig í pilsið og smellti frá. Sokkaböndin blöstu við bekknum eitt andartak, en ég var fljót að vefja að mér pilsinu, Ieit svo með hneykslun í svip á kennarann og sagði: Mikill lifandis dóni er maður- inn! Þessi orð mín urðu fleyg í bæn- um. En svona stelpa var ég!“ HyundQi Starex 4x4 Nýskr. 7.2000, 2500cc diesel vel, 4 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 3 .þ L. 7 manna, ABS o.m.fl. Grjótholsi 1 Sími 575 1230/00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.