Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ skólastjórar segja bara að þetta sé óþekkt og lélegt uppeldi. Oft eru menn að deila um það k hvort þetta sé formleg fötlun eða 1 ekki og vissulega eru sum þessara I barna mjög fótluð, önnur minna og r sum alls ekki. Það þarf að skoða þarfir hvers og eins en mér finnst skólamenn mjög uppteknir af greiningunni og að tala um þetta. En gallinn liggur í mið- taugakerfinu og því er oft ekki hægt að henda reiður á honum, heldur eru það afleiðingarnar af honum sem þarf að hjálpa barninu að vinna með.“ Hvað er til ráða? „Eg held því fram að engum hópi barna með sértæk vandamál sé hægt að hjálpa eins mikið með eins litlum tilkostnaði og þessum börn- um, þegar upp er staðið. Þetta er enginn smáhópur, því þetta er stærsta heilsufarsvandamál barna á Vesturlöndum í dag. í hveij- um árgangi eru 3-6% með þroska- eða hegðunarfrávik.“ Foreldrafélag misþroska barna var stofnað árið 1988. Matthías seg- I ist fljótlega hafa dottið inn í þetta P samstarf og orðið formaður en nú styttist óðum í að hann láti af því embætti. „Ég setti mér það mark- mið mjög snemma að halda norrænu ráðstefnuna hér á heima og það gerðist í október 1999. Á þeirri ráð- stefnu var á þriðja tug fyrirlesara, frá Bandaríkjunum, Kanada og Hol- landi, auk Norðurlandanna og 340 manns sóttu ráðstefnuna. Síðan I hyggst ég smám saman draga mig i út úr þessu starfi." Upplýsinga- og fræðsluþjónusta Foreldrafélagið rekur upplýs- inga- og fræðsluþjónustu sem er op- in í tvær klukkustundir á dag, alla virka daga. Þar er einnig gott safn bóka og myndbanda sem ætlað er bæði foreldrum og fagfólki. Hátt í þúsund manns hafa samband við þjónustuna á hverju ári en Matthías segir að í rauninni sé þetta þjónusta sem ætti að vera í nánara samstarfi við aðila í opinbera geiranum. Að- spurður hvers vegna hann fylgi mál- inu ekki eftir þangað til þau mark- mið náist, svarar Matthías: „Ég sé fyrir mér að þetta komist á fastan, formlegan grundvöll á næstu árum. En þegar maður er búinn að ritstýra og gefa út á 6. tug frétta- bréfa og standa fyrir um fimmtíu * fyrirlestrum, auk kynningarstarfs í | nær þrettán ár, þá er kannski kom- { inn tími til þess að foreldrar yngri barna komist að með sínar áherslur. Það er nú einu sinni svo að auðvitað tekur hver maður mið af sínum að- staeðum. Ég segi stundum að þetta hafi verið mitt golf. Ég hef aldrei verið launaður starfsmaður en ég sé fyrir mér að félagið þurfi launaðan fram- kvæmdastjóra með sterka stjórn sér | til fulltingis. Það hefur gengið á j ýmsu í samskiptum okkar við skóla- | kerfið en stóri kosturinn er sam- band okkar við fagfólk í heilbrigðis- geiranum. Við erum því að vinna á grundvelli þekkingar og fræðslu en ekki æsings og fagfólkið hefur sýnt okkur ótrúlega mikið traust og samstarfsvilja, hvort sem er á Barna- og unglingageðdeildinni, Greiningar- og ráðgjafarstöðinni og Tryggingastofnun sem hefur leitað k til okkar árum saman. Óplægði ak- f urinn okkar er hins vegar skólakerf- ið. Við finnum fyrir áhuga hjá kenn- urum sem mæta á fyrirlestra hjá okkur en það vantar að koma skipu- lagi inn í skólana og það vantar sér- kennara með þekkingu og skilning á þessum vandamálum. Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þegar fólk heldur að mér sé uppsigað við skólastjórnendur, þá get ég bent á að faðir minn og afi voru skólastjórar samtals í 75 ár og ég var sjálfur kennari í tuttugu ár. Það er því síður en svo að mér sé uppsigað við skólamenn. Ég tel reynslu mína af skólakerfinu einmitt hafa nýst mér í starfinu fyrir for- eldrafélagið og hef talið það kost að sá sem berst fyrir úrbótum þessum börnum til handa, þekki það kerfi af eigin raun. Mín skoðun er sú að þetta snúist um „kerfið,“ vegna þess að kennarar vilja gera betur í þessum málum. Það þarf að færa þeim leiðir og verk- færi upp í hendumar." félagslega umhverfið Morgunblaðið/Ásdís Matthías Kristiansen segir skólakerfíð óplægða akurinn í' vandamálum misþroska barna. Síðan verður stöðugt harðari krafa um skólagöngu og langskóla- nám í menntakerfi sem, vegna pen- ingaleysis, leggur stöðugt meiri áherslu á bóknám til að minnka enn meira möguleika þessara bama. Sjáðu fyrir þér þá tíu tíma setu á dag sem bóknám krefst. Þetta er hrein misþyrming á þessum bömum og þegar þau bregðast við, verður oft ótrúlegur hvellur." Þarfir skólans látnar ganga fyrir þörfum barnsins „Menn eru stundum að vitna í það hvað er mikil sérkennsluþörf á ís- landi en inn í það blandast þessi hóp- ur bama sem þarf ekki sérkennslu sem snýst um námsgreinar, heldur félagslega fæmi. Þessum hópi sem á við ýmsan þroska- og hegðunar- vanda að stríða, er stundum vísað í kennslu í íslensku og stærðfræði vegna þess að skólinn hefur engin úrræði fyrir hann. Það er ekkert verið að spá í það að barnið missi af bekkjarkennslu á meðan það er í þessum sérkennslu- tímum sem það þarf ekkert á að halda. Það sem ræður kannski nið- urröðun í aukakennslu, em göt í stundaskrá kennarans. Það er ekkert verið að spá í þarfir bamsins, heldur skólans. Ég get tekið dæmi af af pilti sem ég þekki sem þurfti talkennslu í átta ára bekk. Hann var tekinn út í stærð- fræðitímunum vegna þess að það hentaði skólanum - en stærðfræðin var einmitt það fag sem hann mátti síst við að missa af. Vandi þessara barna felst í því að lesa í félagslega umhverfið. Þetta hafa önnur böm vegna þess að þau kunna að lesa á milli línanna. Ég hef verið á fyrirlestri hjá sérkennara frá Bandarikjunum sem segir eftir 25 ára reynslu í þessum geira: „Þið eig- ið ekkert að vera að kenna þessum bömum hefðbundna námskrá. Þið eigið að kenna þeim að taka á kon- fliktum, taka á vandamálum - og leysa þau.“ Ég veit ekki hvort ég og aðrir for- eldrar emm til í að skrifa undir þetta hér á íslandi en við þurfum að átta okkur á því hvað „sér“ þýðir í sérkennslu. Nauðsynlegt að fagfólk só vakandi Við emm alltaf að tala um fagfólk en það vill oft gleymast að foreldrar em lykilpersónur í lífi bamanna Böm að leik við Lækjarskóla í Hafnarfirði. sinna. Þess vegna emm við með þetta félag sem veitir viðtæka fræðslu fyrir foreldra bama með þroska- og hegðunarfrávik. Skólarn- ir hafa ekki verið duglegir við að leita til foreldra fram til þessa. Það er að vísu að lagast smám saman en ég er viss um að kennarar nýta sér ekki sérþekkingu foreldra sem skyldi. Ef þú ert með spastískt bam, þá fer vinna með bamið inn á ákveðnar brautir. Þú veist hvert þú átt að leita. Það gerist hins vegar ekki með þessi böm. Það er tekið á mismun- andi hátt á málum þeirra, allt eftir því hvað yfirmenn í skólunum vita - eða vilja vita. Eitt dæmi um slíkt er strákur sem var rekinn úr skóla eftir viku í sex ára bekk. Það eitt að slíkt skyldi geta gerst, segir okkur að víða sé pottiu- brotinn." Þú segir að foreldrar séu lykilper- sónur í lífi bamanna sinna og skól- inn eigi að leita til þeirra í meira mæli. En er nú ekki til í dæminu að foreldrar afneiti vandamálinu og séu alls ófærir um að veita aðstoð? „Það er auðvitað ekkert hægt að alhæfa um að foreldrar viti eða vilji vita allt um börnin sín. Síðan megum við ekki gleyma því að þessi þroska- og hegðunarfrávik geta verið arf- geng og sumir foreldrar eiga afar slæmar miningai’ úr skóla; minning- ar um að vera alltaf upp á kant við skólann til dæmis - en það undir- strikar nauðsyn þess að fagfólkið sé vakandi og geti verið til ráðgjafar." Spurning um einstaklingsbund- ið framtak hvers kennara Matthías segir að reynslan sýni að oft sé mjög vel unnið með þessi böm á leikskólum. Þar sé að visu ekki far- ið að gera eins miklar formlegar kröfur til bamsins. Það séu líka mörg dæmi þess að það gangi vel með fráviksnemendur hjá vissum kennumm en þegar þeir þurfi að skipta um kennara geti bmgðið til beggja vona. „Enn sem komið er, er þetta spurning einstaklingsbundið framtak hvers kennara, eða skóla- stjóra," segir hann. „Skólastjóri sem á svona barn, getur lagt ofuráherslu á að hjálpa þeim í sínum skóla, á meðan aðrir Matthías Kristiansen, formaður Foreldrafé- lags misþroska barna, lætur senn af því starfí. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hann um þann vanda sem börn með þroska- og hegðunar- frávik eiga helst við að etja og vanhæfni skólanna til að taka á þeim vanda. UMRÆÐUR um þroska- og hegðunarvanda barna og unglinga hafa aukist jafnt og þétt á seinustu missemm og stöðugt fjölgar þeim foreldram sem krefjast úrræða sín- um börnum til handa. Reynt hefur verið að einfalda vandann og þjappa honum saman inn í heildarskilgrein- ingar á borð við misþroska, athyglis- brest og ofvirkni, en reyndin hefur sýnt að þroska- og hegðunarvandi er persónulegur og sjaldgæft að tvö al- veg eins tilfelli finnist Um árabil hefur Foreldrafélag misþroska barna unnið ötullega við að afla upplýsinga og miðla þeim til foreldra og kennara þeirra barna sem af einhverjum ástæðum falla ekki inn í skólasamfélagið, auk þess sem félagið hefur verið í nánu sam- starfi við fagfólk í heilbrigðisgeiran- um og með stuðningi þess reynt að knýja fram bætur fyrir þessi böm og fjölskyldur þeirra. Matthías Kristiansen hefur um árabil verið formaður félagsins og þegar hann er spurður hvernig gangi að koma upplýsingum inn í skólana, segir hann það upp og ofan og bætir við: „í fyrsta lagi er ekki kennt nógu mikið um þroska- og hegðunarfrávik í Kennaraháskólan- um. Við eram að sjá mjög klára kennara útskrifast þaðan en þegar þeir fara að kenna, viðurkenna þeir að vita ekki nóg um þessi málefni. Þar að auki vantar þau inni í sí- menntun kennara.“ Ekki sömu hreyfimöguleikar og áður var Nú hefur umræðan um þroska- og hegðunarvanda aukist til muna á seinustu misseram og í grannskól- um virðist ríkja upplausnarástand í mörgum bekkjum. Þýðir það að nemendum sem eiga við þennan vanda að stríða hafi fjölgað og hver era helstu einkenni þeirra? „Einkennin koma meðal annars fram í því að þessi böm stríða og er strítt og verða stöðugt meira áber- andi. Þau einangrast líka oft félags- lega. Því er stundum haldið fram að þetta sé eitthvað sem nútíminn hafi fundið upp og þessum börnum sé stöðugt að fjölga. En það er ekki síð- ur samfélagið sjálft sem veldur. Sjónáreiti og hljóðáreiti verður stöð- ugt meira, hraðinn er að aukast, um- hverfið er skipulagðara og kannski einhæfara og gefur bömum ekki færi á sömu hreyfimöguleikum og áður var. I dag kunna böm til dæmis ekki að ganga í þúfulandslagi. Það er ekkert í umhverfinu til að auka fæmi þessara bama, heldur þvert á móti, aukin kyrrseta hamlar þeim. Það er svo merkilegt að úti á landi þar sem umhverfið er mjög ákjósan- legt, vantar fagþekkingu fyrir þessi böra og þess vegna er fólk þar að reyna að flytja inn í biðraðimar í Reykjavík til að fá einhveijar úr- lausnir fyrir bömin sín. En það era stundum mikil mistök, þótt ekki sé hægt að alhæfa um það. V andinn felst í að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.