Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 B 35 Steve Simpson og Landroverjeppinn þeirra Rögnu. Paradís við Indlandshafið. í Svasílandi. f svæðanuddskölanum í Álaborg. spyrja hvort hún vilji taka demant- inn.“ Daníel þakkaði mér með fögr- um orðum. Eg hringdi til Margrét- ar og bar málið undir hana. „Ég skal með ánægju líta á demantinn," sagði Margrét. „Þú mátt segja Daníel að koma við hjá mér upp úr níu á morgun en þá er ég nýbúin að opna búðina og hef næði.“ Ég kom skilaboðunum áleiðis til Daníels sem kvaðst ætla til Margrétar strax daginn eftir. Ég var forvitin um hvort eitthvað hefði orðið af kaup- unum og var hissa á að heyra frá hvorugu þeirra. Eftir tveggja daga þögn ákvað ég að koma við í minja- gripabúðinni hjá Margréti eftir vakt um fjögurleytið. Ég átti mér einskis ills von þegar Margrét kom hlaupandi út úr búð- inni og fómaði höndum með angist- arsvip á andlitinu. „Hvað er að?“ spurði ég. „Ragna mín, lögreglan er héma!“ hrópaði hún. ,.Nú, jæja,“ sagði ég grandalaus. „Hún er að leita að þér,“ sagði Margrét. „Að mér?“ sagði ég undrandi. ,Aí hveiju í ósköpunum?" „Nú, þú veist,“ sagði Margrét augljóslega miður sín og mjög óróleg. Hún vissi greinilega ekki hvað hún ætti að segja mér mikið. Ég stóð fyrir framan hana, eitt spurningarmerki. Skyndilega virtist hún taka ákvörð- un. „Ragna mín,“ sagði hún með áherslu. „Þú verður að segja lög- reglunni sannleikann. Allan sann- leikann. Þeir em búnir að bíða eftir að þú komir inn í búðina til að heimsækja mig. “ Mér var nóg boð- ið og fannst þetta vera einn skrípa- leikur. „Hvað hefur eiginlega komið fyrir, Margrét?" spurði ég. „Segðu mér það strax.“ „Við Daníel vomm að ganga frá kaupunum á deman- tinum í morgun þegar lögreglan kom og tók hann 1 yfirheyrslu." „Hvað ertu að segja?“ sagði ég skelfd. „En hvernig kemur það mér við?“ Margréti vafðist tunga um tönn. Að lokum sagði hún: „Hann var með vegabréfið þitt á sér og sagði lögreglunni að þú ættir dem- antinn." Mér fannst eins og jörðin hefði opnast og gleypt mig. Eg var orðlaus. Tveir lögregluþjónar gengu út úr búðinni og fylgdu mér á lög- reglustöðina. Ég var umsvifalaust tekin í yfirheyrslu sem stóð í marga klukkutíma. Svo vel vildi til að ég var í tveggja sólarhringa fríi, ann- ars hefði ég eflaust verið rekin. Ég var gripin ofsahræðslu þegar yfirheyrslan hófst og var í fyrstu ekki með sjálfri mér af kvíða. Þetta var martröð, ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið raunvera- legt. Þegar ég hafði náð valdi á mér ákvað ég að segja lögreglunni allan sannleikann og sagði satt og rétt frá öllu sem tengdist Daníel. Ég var látin endurtaka sögu mína aftur og aftur þangað til mig langaði að öskra. Á vissum stóðum í sögu minni var gripið fram í fyrir mér og ég látin byija upp á nýtt. Síðan var spumingum látið rigna yfir mig. „Hann er nú ástmaður þinn," sagði einn lögreglumannanna. „Það veit ég nú ekki,“ svaraði ég. „Við eram góðir vinir.“ „Þið hafið sofið saman, er það ekki?“ „Það kemur ykkur ekkert við.“ Ég hélt að þetta ætlaði engan enda að taka. Þegar mér var loks sleppt var ákveðið að rétta í málinu eftir þrjár vikur. Ég fékk að fara til vinnu minnar en tveir óeinkennisklæddir lögregluþjónar fylgdu mér eftir hvert sem ég fór. Þeir eltu rútu spilavítisins sem ég tók kvölds og morgna og ef ég settist inn á mat- stofu kom bfll aðvífandi og tveir menn gengu inn. Það jók enn á álagið að ég var búin að ráðstafa mér í vinnu í Svasílandi og óttaðist að missa hana vegna réttarhald- anna. Ég sldl ekki enn hvemig ég lifði þessar vikur af. Réttarhöldin fóra fram í Búlav- ejó. Ég varð að fara þangað með lest frá Viktoríufossunum og var látin vera í einkaklefa á leiðinni. Mér fannst taugar mínar vera að bresta á þessari löngu og seinförnu leið. Ég hef aldrei, fyrr eða síðar, upplifað jafnmikla angist og hræðslu og á þessari leið. Mér fannst eins og öll vanlíðan mín hefði safnast saman inni í þessum litla klefa og sæti þar eins og grár mökkur. Ég var svo heltekin skelf- ingu að ég gat ekki fengið mér sæti, gat mig hvergi hrært. Paradís við hafið Steve var ósvikið náttúrabam og unni því meira en nokkra öðra að fara í ferðir út í villta náttúrana og sýna mér fegurð Afríku. Þegar við áttum frí saman fóram við nær allt- af í ferðir á bílnum hans. Ég mun aldrei gleyma fegurð Indlandshafs- ins þegar ég sá það í fyrsta sinn. Við höfðum farið til Durban sem er glæsileg hafnarborg og á sér ævin- týralega sögu. Þangað vöndu komur sínar sjóræningjar, þrælahaldarar og skipbrotsmenn fyrr á öldum. Borgin hét upphaflega Natal, sem þýðir jól á portúgölsku, en Vasco da Gama kom þangað fyrstur Evrópubúa á jóladag 1497. Á heimleiðinni nam Steve staðar og slökkti á bílnum. „Komdu út,“ sagði hann. „Ég vil að þú hlustir á dálítið óvenjulegt." Ég horfði í kringum mig. Hafið blikaði frá veginum eins og silfur. Við gengum niður í flæðarmálið yfir lágar, hvítar sandeyjar. Skyndilega heyrði ég fjarlægar dranur. Ég staðnæmdist í sandinum og hlust- aði. Hafið drandi í öllum sínum mikilleik. Þetta er nokkuð sem við veitum sjaldnast athygli og eyja- búar hætta að heyra það. Eg hafði ekki komið nálægt sjó í langan tíma, ég kom úr þögninni inni í landi. Upplifunin var stórfengleg og ótrúlega sérstök og einhver fram- stæð tilfinning gagntók mig. Það var eins og ég fyndi rætur mínar í fyrsta sinn. Eg stóð lengi grafkyrr og hlustaði á hafið. Steve fylgdist brosandi með mér. Þegar ég hristi af mér leiðsluna héldum við nær flæðarmálinu. Mig langaði helst til að hlaupa inn í brimið og faðma haf- ið að mér fyrir að gefa mér þessa gjöf. Steve rétti mér tóma flösku. Ég spurði hann viðutan hvort hann ætl- aði að senda flöskuskeyti. Hann út- skýrði fyrir mér að hreingeminga- konan okkar hefði haft veður af því að hann ætlaði niður að Indlands- hafi og bað hann að fylla flöskuna af sjó. Sjór er heilagur vökvi í augum innfæddra sem búa inni í landi. Eftir þetta kom hreingerninga- konan iðulega til mín áður en við Steve fóram í eitthvert ferðalagið og afhenti mér tóma flösku. „Viltu færa mér flösku af sjó, madame?" spurði hún. Ég gerði eins og hún bað mig og þegar ég af- henti henni fulla flösku af „krafta- verkavökvanum“ varð hún himin- glöð. Ég átti ekki erfitt með að skilja það eftir að hafa heyrt hafið duna þessa ógleymanlegu stund. Okkur Steve þótti svo dásamlegt að fara saman í þessi ferðalög, sem við kölluðum „Róbinson Krúsó“- ferðir, að við keyptum okkur sex sæta Landróverjeppa á góðum kjöram og lögðum jafnt af launum okkar í kaupin. I spilavítinu var sá háttur hafður á að við unnum þrjár vikur samfleytt og fengum fjögurra til fimm daga frí. Ég gætti þess að hafa vegabréfsáritanir mínar í góðu lagi svo að við gætum farið burtu sem oftast. Steve var mikið fyrir veiðar og notaði að jafnaði hveiti- deig eða maísjafning með karrí fyr- ir beitu að afrískum sið. Hann var fengsæll og veiddi afskaplega bragðgóða fiska sem við grilluðum yfir báli á ströndinni. Mér fannst ég hafa fundið paradís á jörð. Við lögðum oft leið okkar niður að Indlandshafinu, gengum eftir hvítri ströndinni meðfram klettun- um og tíndum rauðátu, fisktegund sem festir sig á steina svo það virð- ist eins og rautt blómamynstur. Við fóram í sjóinn til að sækja humar og rækjur. Á nóttunni sváfum við undir stjörnubjörtum himninum, stundum undir skýli sem Steve út- bjó úr tveimur tijástöngum og striga. Meðan Steve veiddi sat ég með krosslagða fætur og horfði út á hafið eða þræddi ströndina í leit að skeljum, steinum, plöntum, maura- búi og rækjum. Ef brimið var ekki of mikið syntum við í sjónum en að- eins í flæðarmálinu. Það gat reynst hættulegt að synda í sjónum vegna þess að útsogið var þungt og þar leyndust hákarlar. Ég hafði afskaplega gaman af því að horfa á rækjurnar koma upp úr gollunum á ströndinni til að anda. Ég kraup niður og horfði á litlu rauðu fálmarana þenjast út þegar þær soguðu að sér loftið. Litlir krabbar lötraðu út á hlið og ígulker og krossfiskar sveigðust til og frá í flæðarmálinu. Á slíkum augnablik- um var ég óstjórnlega auðug og fullkomlega hamingjusöm. Þetta tók öllu fram sem mig hafði dreymt um. Við fóram einnig upp í fjölLin til að veiða en í fjallavötnunum var mikið af góðum fiski. Eitt sinn vor- um við stödd við fagurt stöðuvatn þegar ég ákvað að láta slag standa og læra sjálf að veiða á stöng. Ég notaði hveitijafning í karrí fyrir beitu og var mjög hreykin þegar bitið var á hjá mér, svo að segja í fyrstu atrennu. í kringum mig þyrptist heill hópur af litlum, svört- um drengjum sem fylgdust spenntir með. Ég sveiflaði aflanum í land en brá heldur en ekki í brún þegar ég sá að ég hafði veitt stóreflis frosk! Hann var eitt ljótasta ferlfld sem ég hafði séð á ævinni. Strákarnir hlógu svo mikið að þeim lá við köfnun. Ég var ekkert sérlega hetjuleg þegar ég sleppti froskinum af króknum. Hann kvakkaði á mig og hvarf síðan ofan í vatnið. Þetta var eina veiði mín úr afrísku vatni. Sjúkrahús Jassuryia Til að nýta svalann lögðum við af stað í skólann klukkan sex á morgn- ana og tókum strætisvagn. Mér fannst vagnarnir ákaflega sérkenni- legir, gluggalausir og mjög fom- legir að allri gerð. í þeim var pláss fyrir sautján manns en það var svo troðið að við urðum að hanga í dyr- unum. Margir farþeganna héngu utan á vagninum sem mér fannst afar kostuleg sjón. Frederik stóð alla leiðina með hökuna kerrta nið- ur í hálsmálið og sagði við mig í gríni: „Nú skil ég af hveiju allir hér era með hryggskekkju." Það var lífsins ómögulegt að rétta úr sér í vagninum. Mér fannst með ólíkind- um að það væri hægt að fara ferða sinna á þennan hátt dag eftir dag, ár eftir ár. Þótt ótrúlegt væri vönd- umst við þessu þó. Þegar við komum á sjúkrahúsið varð ég mjög undrandi. Það sem bar fyrir augu var áttatíu fermetra moldargólf og fjórir, hálffúnir tré- stólpar sem héldu uppi illa fömu bárujárasþakinu. Á moldargólfinu vora trébekkir, þétt setnir fólki með nálar hvarvetna á líkamanum. Kennarinn okkar, Anthony Jass- uryia, heilsaði okkur með virktum. Hann afhenti okkur þykkan doðn- ant með nákvæmum útskýringuin um nálastungufræðin. Þegar ég fletti bókinni tók ég eftir því að blaðsíðurnar vora með ólíkri áferð, sumar vora glansandi, aðrar mattar og sumar hveijar voru úr hrís- grjónapappír. I Sri Lanka var skortur á pappír og því allt ósam- stætt. Jassuryia lét okkui- klæðast skraddarasaumuðum sloppum sem vora merktir með nöfnunum okkar en benti mér á að ég gæti ekki klæðst stuttbuxum þrátt fyrir hö>- ann, það mætti ekki sjást í bera leggina. Ég lofaði að bæta úr því. Jassuryia hvatti okkur til að hefja störf undir eins enda beið okkar fjöldi sjúklinga. Eina hrein- lætiskrafan sem gerð var til okkar nemendanna var að við þvægjum hendumar áður en við byrjuðum að vinna. Það gerðum við með köldu vatni og grænsápu því ekki var völ á öðra. I ljós kom að við hliðina á sjúkra- húsinu var vestrænt sjúkrahús þar sem sjúklingar vora meðhöndlaðir á hefðbundinn hátt. I heild fóra um fjögur þúsund manns á dag í gegn- um bæði sjúkrahúsin. Þegar vest- rænar lækningaaðferðir dugðu ekki á einhvem sjúklinginn var honurh' vísað til okkar. Alls vorum við nem- arnir hundrað að tölu og titlaðir „doktorar" þótt við væram aðeins lærlingar. Við auðkenndumst af sloppunum og okkur var skipað að halda virðingu okkar og sjá til þess að sjúklingamir titluðu okkur. Við voram látin byrja á að sinna sjúklingunum sem sátu á bekkjun- um. Þar sem hitinn var ofsalegur hnigu sumir þeirra niður á gólfið. Okkur var þá gert að gefa þeim glúkósa að drekka til að ná upp blóðsykrinum. Mér fannst þetta ákaflega frumstætt og ég varð á vissan hátt fyrir menningarsjokki. Margir sjúklinganna lágu á moldar- gólfinu því jafnskjótt og þeir hnigC^ niður fýlltust bekkimir af öðram sjúklingum sem stóðu í biðröð við sj úkrahúsdymar. Klukkan tíu var gert hlé og Jass- uryia hélt fyrirlestur um nálastung- ur, meðferð sjúklinga og ýmiss kon- ar lækningaaðferðir. Hann lagði ríka áherslu á að leita orsaka sjúk- dómsins áður en við veldum lækn- ingaaðferðimar. Mér fannst mikið til Jassuryia koma. Hann var lífleg- ur maður og þótti greinilega gaman að tala því frásagnargleðin geislaði af honum. Að fyrirlestrinum Iok*.-» um fór hann fram og náði í sjúkling af handahófi úr hópnum, sjúkdóms- greindi hann og gaf okkur að því búnu fyrirmæli um að meðhöndla hann. Sjúklingum var síðan skipt á milli okkar og við önnuðumst þá reglulega. Þegar þeim var farið að líða þokkalega fengum við nýja sjúklinga. b;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.