Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 B 19
vörum og allir vildu skoða þessa
dásamlegu sögueyju. Hinum meg-
in Atlantshafsins var mikil ánægja
með þátttökuna í heimssýningunni
í Hannover. Svo virtist, sem næst-
um allar þær 4,5 milljónir manna,
sem íslenzka skálann heimsóttu,
vildu skoða landið sjálft.
Á fyrstu árunum eftir 2000 varð
aukningin slík, að miklum vand-
ræðum olli í flugsamgöngum og á
gistisviðinu. Þrátt fyrir feikilega
aukningu farþega batnaði fjárhag-
ur Flugleiða ekkert, nema síður
væri, og endaði með því, að Air
Atlanta keypti meirihluta í félag-
inu 2003 og gleypti það með húð
og hári. Reyndar varð að breyta
nafninu, því Atlanta-borg í Amer-
íku óx í augum umsvif þessa flug-
félags úti á hjara veraldar og hót-
að var málsókn nema nafninu yrði
breytt. Tóku Air Atlanta-menn þá
upp nafn síns eigin heimabæjar og
síðan hefir félagið heitið Air Mos-
fellsbær.
Stórum hluta af skrifstofuliði
gömlu Flugleiða var sagt upp og
restin flutt upp í Mosfellsbæ. Hin-
ir stórtæku eigendur hinnar nýju
samsteypu keyptu strax 5 breið-
þotur og lögðu inn pöntun á tveim-
ur risaþotum frá Airbus. Þetta var
mikið byltingarár á hlutabréfa-
markaðnum, því rétt á eftir keypti
íslandssprútt hf. (ríkið hafði selt
Áfengis- og Tóbaksverzlunina
2002) meirihluta hlutafjár ís-
lenzkrar erfðagreiningar. Verð
bréfa hafði hríðlækkað og var
komið niður fyrir dollar en engar
nýjar, bitastæðar uppgötvanir í
genamálum, síðan geðklofagenið
fannst, höfðu komið fram. Kvisast
hafði samt, að loks hefði tekist að
einangra hið algenga gen, sem
framkallar löngun í áfengis-
drykkju. Beið íslandssprútt ekki
boðana og hremmdi því félagið og
lét svo brenna öll gögn varðandi
áfengisgenið.
Eftir að Air Mosfellsbær leysti
flutningsmálin einbeittu menn sér
að því að auka gistirými í landinu.
Mörg einnar hæða mótel voru
reist á skömmum tíma í Reykjavík
og stærri kaupstöðunum og
Eimskip reisti loks sitt lúxushótel,
sem búið var að tala um í 40 ár.
Það var reyndar skráð á Kýpur, en
hótelstjórinn og kjallarameistarinn
voi-u íslenzkir. Gerð var einnig
herferð í því að fá fólk til að leigja
út híbýli sín yflr sumartímann.
Ferðskrifstofurnar bjuggu til
pakka fyrir fjölskyldur, sem vildu
eyða sumrinu í útlöndum og láta
leigja erlendum ferðamönnum hús-
næði sitt á íslandi. Fokríkum Am-
eríkönum voru leigðir bæði Bessa-
staðir og Ráðherrabústaðurinn
nokkur sumrin, þegar forsetinn og
flestir ráðherrarnir voru í löngum
opinberum heimsóknum í Afríku.
Árið 2005 komu um 700 þúsund
ferðamenn til landsins. Meirihlut-
inn kom flugleiðis, en geysileg
aukning varð í komum lystiskipa.
Þau biðu í röðum á stærstu höfn-
unum en það draup líka á djákn-
ann og minni kaupstaðir nutu góðs
af. Meðal annars lögðust tvö skip-
anna að nýja hafnargarðinum í
Kópavogi. Heimsbyggðin var al-
mennt farin að trúa gróðurhúsa-
kenningunni og óttaðist, að jöklar
heimsins væru að bráðna svo
margir vildu fá að sjá þá áður en
þeir hyrfu af sjónarsviðinu. Þess
vegna varð mikil örtröð á jöklun-
um og neyddist lögreglan til að
setja upp umferðarljós á Lang-
jökli. í Þórsmörk var reist verzl-
unarkringla með mörgum skyndi-
bitastöðum.
En ferðamennirnir komu ekki
bara yfir sumartímann. Þeir
streymdu hingað allan ársins hring
og tókst, með klókum auglýsingum
Ferðamálaráðs, að laða þúsundir
þeirra til landsins í svartasta
skammdeginu. Þeir og þær, sem
voru á biðilsbuxum, voru hvött til
þess að láta pússa sig saman á Is-
landi, þegar dagar væru sem allra
stytztir. Slagorðið var „Lengsta
brúðkaupsnótt í veröldinni!“ og
Reykjavík varð á skömmum tíma
giftingar-höfuðstaður hins vest-
ræna heims.
Þetta er nú aðeins ein framtíð-
arsýnin, sett fram í hálfgerðu
gríni, og sem betur fer er ekki
víst, að hún rætist. Örugglega hafa
margir lesenda aðrar væntingar í
þessum málum. Víst er samt um
það, að fiskum fækkar og ferða-
mönnum fjölgar. Hollt er að hugsa
um þessi mál, því mikið er í húfi
fyrir framtíð okkar ástkæra lands.
Ný hönnun frá Mora, MORATEMP kemur skemmtilega á óvart
TCflGI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is
iTiora
i jj3EHuEnna
Miúkar ávalar línur
J OG ÞÆGINDIN í FYRIRRÚMI
RÝMINGARSALA
Afsl.
fym þí béfc* fyrir 20. jan^ar
Þeir sem bóka ferðina frá
mánudegi til fimmtudags fyrir
20. janúar, geta tryggt sér
8.000 kr. afslátt á mann.
Borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, gullna
borgin. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum
nöfnum, borgin er einstök og á engan sinn líka í Evrópu. Borgin var stærsta
og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, menningarhjarta Evrópu, og hún er
ótrúlegur minnisvarði um stórkostlega byggingarlist og menningu. Hér
frumflutti Mozart Don Giovanni óperuna, hér hélt Beethoven reglulega
tónleika, hér sátu Kafka og Einstein við skriftir og Mahler við tónsmíðar. Tékkar hafa notað
tímann vel undanfarin ár og til borgarinnar streyma nú yfir 7 milljónir ferðamanna á hveiju
ári enda er hún tvímælalaust ein fegursta borg heimsins. Hradcany kastalinn gnæfir yfir
borgina, hið gamla stjómarsetur konunga allt
firá níundu öld og nú aðsetur forsetaskrifstofu
Havels. Gamla bæjartorgið, tunglklukkan,
Karlsbrúin, Wenceslas torgið, allt em þetta
ógleymanlegir borgarhlutar. Heimsferðir bjóða
nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari
ótrúlegu borg. í boði eru góð 3ja og 4ra stjörnu
hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann
og gamla bæinn þar sem þú kynnist ótrúlega
heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir
óendanlega rangala gamla bæjarins með
íslenskum fararstjómm Heimsferða.
Flug fimmtudaga og
mánudaga í
mars og apríl
Heimsferðir
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is