Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 26/11-02/12
► Sjávarútvegsfyrirtœkið
Nasco ehf. hefur óskað eft-
ir gjaldþrotaskiptum á búi
félagsins. Ástæðan er tap-
rekstur undanfarin miss-
eri, en neikvæð eigin-
ijárstaða fyrirtæksins er
150 milljónir króna.
► UM 75% aukning hefur
orðið á innlögnum ungl-
inga með geðröskun í
haust frá sama tíma í fyrra.
Ófremdarástand hefur
skapast á barna- og ungl-
ingageðdeild Landspítal-
ans á Dalbraut vegna
þessa.
► VELTA á gjaldeyris-
markaði er nú þegar orðin
230 milljörðum króna
meiri en hún var allt árið í
fyrra. Það sem af er árinu
er veltan um 700 milljarðar
króna. Aukninguna má að
hluta skýra með þrýstingi
á krónuna og virkni Seðla-
bankans á markaðnum.
► ÍSLENSK endur-
trygging hf. mun draga úr
starfsemi sinni um næstu
áramót og í kjölfarið hafa
íslensku tryggingafélögin
ákveðið að segja upp end-
urtryggingarsamningi við
fyrirtækið. Stærstur hluti
skipaflotans hefur verið
endurtryggður hjá fyrir-
tækinu, en heiidariðgjöid
hans námu um 1.200 millj-
ónum króna í fyrra.
► ÍSLAND verður aðili að
Schengen-svæðinu frá og
með 25. mars á næsta ári.
Formleg ákvörðun um
þetta var tekin á fundi í
Brussel á föstudaginn.
Þýskaland og Frakk-
land banna fískimjöl
RÍKISSTJÓRNIR Þýskalands og
Frakklands hafa bannað dýran\jöl í
skepnufóðri og nær bannið einnig til
fiskinnjöls. Bannið var sett vegna vaxandi
ótta í Evrópu við kúariðu og Creutzfeldt-
Jakob-sjúkdóminn. Tillaga um að bannið
nái til alls mjöls sem unnið er úr dýraaf-
urðum, þar með talið fiskimjöls, var einn-
ig lögð fyrir dýralæknanefnd Evrópu-
sambandsins á fimmtudaginn, en ekki
reyndist vera meirihlutastuðningur fyrir
henni þar. Ráðherraráð ESB mun því fá
tillöguna til afgreiðslu á morgun. Ljóst er
að mikið er í húfi fyrir íslenskan sjávar-
útveg því útflutningsverðmæti fiskimjöls
til ríkja ESB nam í fyrra um 7 milljörðum
króna. Á síðustu árum hefur hlutur fiski-
mjöls í öllu útflutningsverðmæti Jsjóðar-
innar verið á bflinu 5 tU 15%. Ámi M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir
að svo virðist sem pólitísk sjónarmið
skipti meira í máli þessu en vísindaleg
rök.
Þrír létust í bflslysi á
Reykjanesbraut
ÞRÍR létu lífið í hörðum árekstri tveggja
bifreiða á Reykjanesbraut við Strandar-
heiði á fimmtudaginn.
Óljóst er um tildrög slyssins, en rann-
sóknardefld lögreglunnar í Keflavík er að
rannasaka málið. Þó er Ijóst að bílamir,
fólksbíll og jeppi, komu hvor úr sinni átt-
inni, en sfysið átti sér stað á beinum veg-
arkafla. I fólksbílnum vora hjón, fædd
1955 og 1951 og létust þau bæði. í jeppan-
um vom feðgin. Ökumaður, sem fæddur
vai-1970, lést en dóttir hans, fædd 1996,
var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka,
en ástand hennar er stöðugt. AUs hafa nú
28 beðið bana af völdum umferðarslysa
það sem af er árinu og hafa ekki fleiri lát-
ist af völdum umferðarslysa síðan 1988,
þegar 29 létu lífið í umferðarsfysum.
Þolinmæði kjósenda
á þrotum
DÓMARI í Tallahassee í Flórída tók í
gær fyrir kröfu lögfræðinga A1 Gores,
forsetaefnis demókrata, um talningu
14.000 vafaatkvæða en demókratar
telja, að þau geti hugsanlega ráðið úr-
slitum um niðurstöðu kosninganna. í
fyrradag hafnaði hins vegar hæsti-
réttur ríkisins að skipa fyrir um taln-
ingu atkvæðanna áður en dómarinn í
Tallahassee tæki afstöðu til hennar.
Atkvæðin umdeildu em úr kjördæm-
um þar sem demókratar hafa jafnan
haft mikið fylgi en kosningavélar
flokkuðu þau þannig, að hvorugur for-
setaframbjóðendanna hefði fengið
þau. Þó má sjá með bemm augum, að
reynt hefur verið að merkja við annan
hvorn. Hæstiréttur Bandaríkjanna í
Washington tók á föstudag fyrir kröfu
repúblikana um, að handtalningin
væri ólögleg en ekki var ljóst hvenær
úrskurðar væri, að vænta. Skoðana-
kannanir benda til að bandarískur al-
menningur sé búinn að fá sig fullsadd-
an af öllum lagaflækjunum og vilji, að
úr þesum málum verði skorið án tafar.
Áhyg-gjur af skæru-
hernaði Albana
VAXANDI skæruhernaður Albana í
Presevodal í Suður-Serbíu veldur
miklum áhyggjum en fyrir þeim vakir
að sameina hann Kosovo og lýsa síðan
yfir sjálfstæði frá Serbíu. í Pres-
evodal búa um 70.000 manns, sem eru
af albönsku bergi brotið, en einnig
margir Serbar. Er þessi hernaður al-
varlegt mál fyrir Sameinuðu þjóðirn-
ar og Atlantshafsbandalagið, NATO,
sem hafa tekið að sér að gæta friðar-
ins á þessum slóðum, og einnig mjög
erfitt mál fyrir Vojislav Kostunica,
forseta Júgóslavíu, og lýðræðisöflin í
Serbíu. Nota fyrrverandi ráðamenn,
bandamenn Slobodans Milosevic,
fyrrverandi forseta, sér það óspart til
árása á núverandi stjórnvöld og það
getur haft sitt að segja í kosningunum
23. desember nk.
► EHUD Barak, for-
sætisráðherra ísraels, hef-
ur ákveðið að boða til kosn-
inga á næstunni og þykir
líklegt, að þær verði á vori
komanda. Sennilegt er, að
Ariel Sharon, leiðtogi Lik-
udflokksins, muni þá verða
helsti andstæðingur Bar-
aks en óvíst er enn um fyr-
irætlanir Benjamins Net-
anyahus, fyrrverandi
leiðtoga Likudsflokksins.
Palestínumenn hafa hafn-
að nýjum tillögum Baraks
um skiptingu landsins og
leggja áherslu á, að tími sé
kominn til að ljúka friðar-
ferlinu í anda Óslúarsam-
komulagsins.
► ÓTTINN við kúariðuna
og skyldan sjúkdóm í fólki
fer eins og logi yfir akur
um alla Evrópu og nauta-
kjötssala hefur hrunið.
Hefur verið gripið til ým-
issa ráða til að hefta út-
breiðsluna, til dæmis með
því að banna innflutning á
lifandi gripum og lgöti.
Lagt hefur verið til að
banna notkun kjöt- og
beinamjöls og raunar einn-
ig notkun fiskimjöls, sem
engin hætta stafar þó af.
Það var þó fellt í dýra-
læknanefnd Evrópusam-
bandsins en mun fara fyrir
framkvæmdastjórnina.
► UM 5,3 milljónir manna
smituðust af alnæmi á síð-
asta ári og óttast er, að
fjöldi sýktra og sjúkra fari
yfir 36 milljónir fyrir árs-
lok. Miklum áhyggjum
veldur „smitsprengingin" í
Austur-Evrópu og allt
austur í Mið-Asíu. Er
ástandið hvað verst í Rúss-
landi þar sem nýsmitaðir
voru fleiri á síðasta ári en
öll árin á undan.
Nýtt sambýli fyrir
aldraða tekið í notkun
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Meðal þeirra sem voru viðstaddir opnunina voru Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, séra Sigurður Guðmundsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son borgarfulltrúi og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra.
NÝTT sambýli fyrir minnissjúka á
vegum hjúkrunarheimilisins Eirar
var vígt í gær. Þetta er fyrsta sam-
býlið hér á landi sem er hannað sér-
staklega fyrir þarfir þessa hóps.
Níu íbúar verða á sambýlinu. Hver
þeirra hefur sérherbergi en þeir
nýta sameiginlega borðstofu, set-
ustofu og útigarð. Samkvæmt upp-
lýsingum frá heilbrigðisráðuneyt-
inu þurfa allir sem koma til með að
búa á sambýlinu að hafa gengist
undir mat á vistunarþörf og verið
taldir í mjög brýnni þörf fyrir úr-
lausn.
Á vegum Eirar hafa verið byggð-
ar 37 íbúðir ætlaðar sjúkum og
öldruðum sem vilja búa heima, þótt
heilsufar sé orðið bágborið og þeir
hafi þörf fyrir mikla heilbrigðis-
og/eða félagsþjónustu. Fyrirkomu-
lagið byggist á samkomulagi sem
gert hefur verið milli Eirar, Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og Félags-
þjónustunnar í Reykjavík sem felur
í sér að þjónusta þessara aðila er
samþætt. Samkvæmt samkomulag-
inu annast Eir alla þjónustu á
þeirra vegum og jafnframt geta
íbúarnir haft samband við vakthaf-
andi hjúkrunarfræðing hjá Eir all-
an sólarhringinn. Um er að ræða
eignaríbúðir en þeim fylgir
þinglýst kvöð um að endursala
þeirra sé í höndum Eirar. Af 37
íbúðum eru aðeins 5 íbúðir óseldar.
I ræðu sem Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra flutti á vígslu-
hátíðinni sagðist hún binda miklar
vonir við samkomulagið um rekstur
öryggisíbúðanna og þá tilraun sem
þar væri gerð til að mæta á nýjan
hátt þörfum aldraðra og sjúkra.
Umhverfísstefna Akureyrar kynnt í Washington
Blómstrandi sveitar-
félag á norðurslóðum
Washington. Morgnnblaðið.
FRAMLAG Akureyrar til „Græna
Óskarsins“, eins og umhverfissam-
keppnin Nations in Bloom er oft köll-
uð, var kynnt föstudaginn 1. desem-
ber á Washington Plaza-hótelinu í
höfuðborg Bandaríkjanna. Fyrir
nefnd sveitarfélagsins fór Sigurður
J. Sigurðsson, forseti bæjarstjómar,
en auk þess flutti Guðmundur Sig-
valdason, verkefnisstjóri Staðardag-
skrár 21 fyrir Akureyri, erindi.
Akureyrarbær er fyrsta íslenska
sveitarfélagið sem er tilnefnt til þátt-
töku í úrslitum keppninnar Nations
in Bloom, sem að þessu sinni fer
fram í Washington DC. Að sam-
keppninni standa heimssamtök
skrúðgarða og útivistarsvæða, með
félaga í yfir 40 löndum, í samvinnu
við umhverfisstofnun Sameinuðu
þjóðanna. Markmið keppninnar er
að hvetja til aukinnar meðvitundar
almennings um gildi framúrskarandi
starfs sveitarfélaga að umhverfis-
málum, í því skyni að bæta lífsgæði
allra og hvetja aðra til að ná lengra.
Samkvæmt keppnisreglum hafa
þátttakendur 35 mínútur til umráða
og á þeim tíma má nota allt að 20
skyggnur og myndband, hámark 10
mínútur að lengd. Þessa þætti notaði
sveitarfélagið til hins ýtrasta í flutn-
ingi sínum fyrir þriggja manna
dómnefnd. Lagt var upp með norð-
læga legu bæjarins, rétt undir
heimskautsbaug, þar sem ræktar-
land er viðkvæmt og gróður vex
hægt.
Að loknu erindi þar sem Guð-
mundur Sigvaldason minntist á Að-
alskipulag Akureyrar 1998-2020 og
fór yfir þá þætti sem um er keppt,
þ.e. fegmn umhverfis, verndun
minja, umhverfisvænar aðferðir og
verkefni, þátttöku almennings og
skipulagningu framtíðar, var sýnt
myndband sem bærinn lét íramleiða
sérstaklega fyrir keppnina.
Sérstaka athygli þeirra vakti
starfsemi Gúmmívinnslustofunnar
og Saga Plasts, sem byggjast að
miklu leyti á endurvinnslu, vakti sér-
staka athygli dómaranna, en þeir
spurðu líka nánar út í niðurdæling-
arverkefni Norðm'orku og ýmislegt
fleira.
Sigurður J. Sigurðsson hafði svör
á takteinum og það var greinilegt að
japanska dómaranum kom á óvart
svar hans við spumingu varðandi
skógrækt og hvaða tegundir væru
helst ræktaðar, að nær öll tré á Is-
landi væm gróðursett.
Ómar Banine, verkefnastjóri
ferðamála Akureyrar og þriðji full-
trúinn í sendinefnd bæjarins, sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri mikill ávinningur fyrir sveitar-
félagið að vera boðin þátttaka, þar
sem góður árangur gæti vakið at-
hygli á alþjóðlegum vettvangi. Ómar
bætti því við að jákvæð umfjöllun á
þessum nótum hefði mikið auglýs-
ingagildi, sérstaklega í ljósi þess að
umhverfisvæn ferðamennska væri
sífellt að aukast. Til mikils er að
vinna, því að í gögnum um keppnina
má sjá að þau sveitarfélög sem hafa
tekið þátt síðastliðin tvö ár hafa
hvert um sig fengið umfjöllun sem
metin er á 77 milljónir króna.
Og Óskarinn fær...
Sveitarfélögunum sem keppa er
skipt í fimm flokka eftir íbúafjölda
og er Akureyri í flokki sveitarfélaga
með 10.001 til 50.000 íbúa. Hin sveit-
arfélögin í þessum flokki eru Bam-
staple og Bury St. Edmunds (sigur-
vegari árið 1999) í Englandi, Botany
Bay í Ástralíu, Fairhope, Elmhurst
Park District og Eufaula í Banda-
ríkjunum, Hameenlinna í Finnlandi,
Paluan á Filippseyjum og Ptuj í
Slóveníu (fyrsta sæti árið 1998 fyrir
verndun minja).
í allt var 35 sveitarfélögum frá 22
löndum boðið að taka þátt í úrslitun-
um. Dregið var um röð keppenda og
kom það í hlut Akureyrar mæta fyrir
dómnefnd fyrsta af þremur keppnis-
dögum, hinn 1. desember. Úrslitin
verða síðan kynnt við hátíðlega at-
höfn mánudagskvöldið 4. desember.
Hægt er að fylgjast með úrslitum
keppninnarvefsíðunnigreenville-int-
emational.com.
Fóm
ástarinnar
-stórbrotinn
harmleikur
Fjalla-Eyvindur Jóhanns
Sigurjónssonar er eitt af
höfuðverkum fslenskra
leikbókmennta og
frægasta leikrit sem hefur
verið samið á íslensku.
Jón Viðar Jónsson hefur
endurskoðað textann,
skrifað ítarlega ritgerð um
tilurð verksins og naft veg
og vanda af þessari
útgáfu.
Jón Viðar mun fjalla um
leikritið í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans
mánudaginn 4. desember
kl. 20.30.
JPV FORLAG