Morgunblaðið - 03.12.2000, Side 18
S 8 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kristbergur og Bjami ásamt Lám Magnúsdóttur, eiginkonu Bjarna, Ólafi Egilssyni sendiherra og Ólöfu Björk
Björnsddttur, Bárði Guðfínnssyni og Guðmundi Jónssyni sem öll eru búsett í Shanghai.
Það var setinn Svarfaðardalur í matsal listamanna í húsakynnum sýn-
ingarinnar. Menn af dlíku þjdðerni höfðu um margt að spjalla.
Sextíu þús-
und gestir á
flmm dög’tim
✓
Fimm listamenn úr félaginu Islensk grafík
sýndu á dögunum verk sín á alþjóðlegri
listastefnu 1 Shanghai í Kína. Orri Páll
Ormarsson hlýddi á ferðasögu tveggja
þeirra, Bjarna Björgvinssonar og Krist-
-p ———————---------
bergs 0. Péturssonar, formanns félagsins.
Opnun alþjdðlegu listastefnunnar í Shanghai undirbúin.
SÚ VAR tíðin að íslend-
ingar áttu sjaldan erindi
til Austurlanda fjær en
það hefur breyst. Sam-
skipti við þjóðir á borð
við Kínverja aukast nú ár frá ári,
ekki síst á sviði menningar og lista.
Nýjasta dæmið er þátttaka fimm ís-
lenskra listamanna í alþjóðlegri
listastefnu í Shanghai, stærstu
borg alþýðulýðveldisins.
„Þetta var ótrúleg lífsreynsla og
frábært tækifæri til að koma list
sinni á framfæri," segja Bjarni
Björgvinsson og Kristbergur Ó.
Pétursson sem fóru utan. Auk
þeirra áttu Helga Armanns, Kristín
Pálmadóttir og Margrét Guð-
mundsdóttir verk á sýningunni.
Alls sýndu 122 aðilar frá ýmsum
löndum, mestmegnis gallerí.
Verkin hafa nú verið send áfram
til borgarinnar Guangzhou á sýn-
ingu sem opnar 6. desember næst-
komandi.
Þetta er í þriðja sinn sem efnt er
til listastefnu af þessu tagi í Shang-
hai en borgaryfirvöld annast fram-
kvæmdina. Ólafur Egilsson sendi-
herra íslands í Kína hafði
milligöngu um að fá íslensku lista-
mennina austur. Félagið Islensk
grafík auglýsti eftir þátttakendum
innan sinna vébanda og úr varð að
fimmmenningarnir stefndu verkum
sínum utan.
Listamennirnir sýndu á bilinu
fjögur til átta verk hver í tveimur
sýningarhólfum.
Mjög vel tekið
Að sögn Bjarna og Kristbergs
var þeim vel tekið en sextíu þúsund
manns stungu við stafni þá fimm
daga sem sýningin stóð yfir.
„Framlagi okkar var mjög vel
tekið. Þarna voru heimamenn auð-
/itað í yfirgnæfandi meirihluta og
jónokkrir gáfu sig á tal við okkur,
einkum yngra fókið sem talar
ensku,“ segir Bjarni.
Kristbergur segir sýningar af
þessu tagi upplagðar til að koma á
samböndum innan listheimsins.
„Við fengum auðvitað mýgrút af
nafnspjöldum þarna og komum
heim með nokkur sem lofa góðu.
Það eru aðallega aðilar í Kína og
Asíu, til dæmis hittum við konu frá
netgalleríi í Taívan sem tók okkur
vel og aðra frá virtu listasafni í
sama landi. Þarna voru líka um-
boðsmenn frá sambærilegri sýn-
ingu í Beijing og annarri í borginni
Xian.“
Félagarnir hittu einnig ógrynni
listamanna á sýningunni. Nefna
menn frá Bandaríkjunum, Mexíkó,
Ítalíu og Frakklandi. „Þarna voru
lika þónokkrir listamenn frá Beij-
ing sem heyra til listakommúnu
sem inniheldur meira en hundrað
manns. Þetta eru aðallega ungir
listamenn sem eru að ryðja nýjar
brautir í kínverskri list. Athyglis-
verður hópur,“ segir Bjarni.
Félagarnir eru sannfærðir um að
þetta eigi eftir að vinda upp á sig.
„Ef þessi sambönd eru ræktuð get-
ur þetta tvímælalaust verið vaxtar-
broddur að auknu samstarfi, ís-
lenskra og kínverskra
myndlistarmanna."
Þeir segja Kínverja einnig hafa
lýst áhuga sínum á því að sækja ís-
land heim. „Ég man sérstaklega
eftir einni skúlptúrlistakonu, Jenny
kallaði hún sig, sem hafði mikinn
áhuga á að koma hingað og vinna
við íslenska „hausagerð“, eins og
hún kallaði það,“ segir Bjarni.
Þetta er í annað sinn sem Krist-
bergur kemur til Kína en hann fór
þangað fyrst árið 1994 á vegum ís-
lenskrar grafíkur til að taka þátt í
sýningu í Beijing í tilefni af fimmtíu
ára lýðveldisafmæli íslands og
fjörutíu ára afmæli Kínversk-ís-
Bjarni Björgvinsson við verk sín á sýningunni.
Kristbergur Ó. Pétursson hengir upp myndir sínar á listastefnunni.
lenska menningarfélagsins. Bjarni
hefur ekki í annan tíma komið
þangað austur.
Borg 21. aldarinnar
„Mér leist vel á mig í Shanghai.
Borgin er í endurnýjun. Það er ver-
ið að byggja upp borg 21. aldarinn-
ar,“ segir Bjarni og Kristbergur
bætir við að skýjakljúfarnir þjóti til
himins.
Félagarnir segja fólkið afar
elskulegt en um sautján milljónir
manna búa í Shangai - í það
minnsta. „Samfélagið virðist ljúft.
Það er ekki að sjá að fólk sé í tilvist-
arkreppu og ekki sér maður streit-
umerki á nokkrum rnanni," segir
Kristbergur og Bjarni bætir við að
fólk virðist upp til hópa sátt við lífið
og tilveruna.
„Kannski er það leikfimin sem
þeir iðka á hverjum morgni sem
setur þá í svona skemmtilegan fók-
us. Menn eru ákaflega afslappaðir,"
segir hann.
Félagarnir segja erfitt að
glöggva sig á stöðu menningarinnar
þar eystra. Kínverjar séu þó klár-
lega að byggja upp á sviði mynd-
listar með tilliti til markaðarins og
annarra þátta. „Þeir eru að feta sig
inn í nýsköpun eins og við vorum að
gera um síðustu aldamót," segir
Bjarni. Þá segja þeir að skemmti-
legur rígur sé á milli listamanna frá
Beijing og Shanghai. Hvorir hæli
öðrum en láti þess iðulega getið að
þeir standi keppinautnum framar.
„Þessi rígur setur skemmtilegan
svip á kínverska myndlist.“
Menntamálaráðuneytið, menn-
ingarmálanefnd Hafnarfjarðar,
Orkuveita Reykjavíkur, Sparisjóð-
ur Hafnarfjarðar, Reykjanesbær,
Hitaveita Suðurnesja, fasteignasal-
an Hraunhamar og Theódór Halls-
son styrktu listamennina til ferðar-
innar.