Morgunblaðið - 03.12.2000, Side 20
1
t
f
I
t
Krisi|áwss«tt ^
Þar sem ástin greip í taumana
Kjuregej Alexandra segir hér frá óvenjulegu lífshlaupi sínu, frá örlagaþrungnum
uppvexti sínum í Jakútíu, einu íjarlægasta landi gömlu Sovétríkjanna, þar sem líf á
samyrkjubúum, oft við óblíðar aðstæður, og skólaganga íjarri heimahögum var
hlutskipti hennar. Eftir það lá leiðin á leiklistarháskóla í Moskvu, þar sem ástin greip í
taumana og leiddi hana alla leið hingað til Islands þar sem ævintýri og átök biðu
hennar. Framandi menningararfur, hispursleysi og kjarkur hafa auðkennt allt það sem
þessi íjölhæfa listakona hefur tekið sér fyrir hendur og saga hennar er saga allra þeirra
sem láta hjartað ráða för - og gefast aldrei upp. Súsönnu Svavarsdóttur, höfundi
bókarinnar, tekst að láta rödd Kjuregej hljóma í frásögninni á einkar lifandi hátt.
Iðwmi
ml
Jólasveinar í ævintýraferð
Sögur Iðunnar Steinsdóttur um jólasveinana kostulegu og ævintýri
þeirra víðs vegar um Iand eru fullar af fjöri, hlýju og kímni enda
hafa þær notið mikilla vinsælda meðal íslenskra barna. Bókin
hefur verið uppseld um langt skeið en kemur nú út í nýrri útgáfu
handa nýrri kynslóð barna. Bókin er prýdd fjölda frábærra mynda
eftir Búa Kristjánsson. Þessi bók mun ekki síst gleðja þá sem setja
skóinn sinn út í glugga og bíða jólanna með óþreyju.
Harður heimur -
hættulegt líf
Grétar og Sigrún hafa verið vinir
lengi en í 10. bekk breytist
samband þeirra. Samtímis þurfa
þau að takast á við ýmsan háska,
bæði í umhverfi sínu og
tilfinningalífi. Þá fyrst reynir á
þau. í Seinna lúkkinu er fjallað á
opinskáan og hreinskilinn hátt
um vandann að vera unglingur,
vandann að vera maður. Þessi
kraftmikla bók Valgeirs
Magnússonar á erindi við
unglinga - og alla þá sem er annt
um það ágæta fólk.
Ógnvænlegt
leyndarmál
Hraði, spenna, óþreyja, óþolandi
afskiptasemi náskyldra ættingja og
vonlausir vinir.
Hver kannast ekki við þessi fyrirbæri?
Þótt samræmdu prófin nálgist óðum er
Geiri með hugann við allt aðra hluti - og
á árshátíðinni gerist atburður sem
umbyltir öllu lífi hans. Skapið hleypur
eitt andartak með hann í gönur og hann
hefði aldrei getað órað fyrir
afleiðingunum. Áður en hann veit af er
hann á leiðinni út á land, í ókunnugt
umhverfi, til ættingja sem reynast búa yfir
leyndarmáli sem enginn vill draga fram í
dagsljósið og þar lendir Geiri í ævintýri
sem hann mun aldrei gleyma.