Morgunblaðið - 03.12.2000, Page 22

Morgunblaðið - 03.12.2000, Page 22
22 SÖNNUJMeURá DESEMBER 20Ö0 MÓRÖU'NBIiAÐIÐ SÓLBERG Jónsson lét í haust af starfi sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Bolungarvíkur eftir 39 ára starfsferil. í upphafi var hann eini starfsmaður sparisjóðsins og þó aðeins í hlutastarfi og sparisjóðurinn átti í erf- iðleikum. Hann byggði sjóðinn upp og er hann nú í hópi öflugri sparisjóða á landsbyggðinni. Sólberg hefur á þess- um árum tekið þátt í uppbyggingu Bolungarvíkur og fylgst með miklum öldugangi í atvinnulífi staðarins og sviptingum sem enn er ekki séð fyrir endanná. Sólberg er fæddur í Bolungarvík 29. ágúst 1935 og alinn þar upp. Hann fæddist og ólst upp í húsinu Sólbergi við Miðstræti sem foreldrar hans byggðu og hann byggði sér síðar hús á lóðinni. Hefur því aldrei farið langt að heiman. „HáskóK" hjá Einarí Hann fékk fyrst berkla sex ára gamall og lá á sjúkrahúsi í tæpt ár. Þegar hann var í framhaldsdeildinni í Bolungarvík féll nám niður vegna Ak- ureyrarveikinnar svokölluðu og fékk hann aðeins hálfan vetur út úr því. Og veikindin eltu Sólberg þegar hann fór í héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Þar tók hann landspróf en varð aftur berklaveikur, fann til í síðasta próf- inu. „Við það lauk skólagöngu minni,“ segir Sólberg. Hann lá tvö ár á Víf- ilsstaðaspítala og segist hafa verið lengiaðjafnasig. A Vífilsstöðum kynntist hann konu sinni, Lude Einarsson, og trúlofúðu þau sig þar. Lucte er dönsk. Raunar var faðir hennar íslendingur en bjó allan sinn búskap í Danmörku og tal- aði aðeins dönsku við konu sína og böm. „Vegna þess að pabbi hennar var íslenskur sá hún alltaf einhvem ljóma yfir íslandi og vildi koma hing- að. Hún fékk vinnu á Vífilsstöðum,“ segir Sólberg um það lán sitt að kynn- ast Lude. Við veikindin brastu allar þær von- ir sem Sólberg hafði borið í brjósti um framtíðina. Aðeins létt vinna kom til greina. Fóra þau Lude til Bolungar- víkur vegna þess að þar hafði hann von um að geta fengið vinnu við hæfi. „Ég fór að vinna hálfan daginn á skrifstofúnni hjá Einari Guðfinnssyni útgerðarmanni og gekk þar í minn há- skóla.“ Hann hafði alið með sér aðra framtíðardrauma, raunar langað tíl að gera margt. Var meðal annars að velta fyrir sér endurskoðunamámi og að fara í þeim tilgangi að vinna á end- urskoðunarskrifstofu í Reykjavík, þegar hann hefði náð heilsunni aftur. „Ég bjóst aldrei við að konan myndi fást til að vera hér en það kom í ljós að henni líkaði vel. Og ég var fljótt kom- inn á kaf í vinnu og áætlanir okkar breyttust," segir Sólberg. Vonlausri tajárækt haldið áfram Sjálfur var hann nyög tengdur Vestfjörðum. Hann átti stóra fjöl- skyldu í Bolungarvík. En hann var einnig bundinn ísafjarðardjúpi öðr- um sterkum böndum. Hafði verið í sveit á Hesteyri, hjá Sölva Betúels- syni hreppstjóra og Sigrúnu Bjama- dóttur sem síðust fluttu úr Sléttu- hreppi þegar hann fór í eyði árið 1953. Þau hjónin fluttu til Bolungarvíkur þar sem þau bjuggu og Sigrún býr enn í skjóli Sóibergs og fjölskyldu hans. Sólberg getur þess að á þessum tíma hafi Bolungarvík verið lítið ein- angrað þorp sem ekld hafði vega- samband við ísafjörð og ekki einu sinni höfn. Fólkið á Hesteyri var hins vegar framfarasinnað og víðsýnt vegna náinna tengsla sinna við Norð- menn sem þar stunduðu atvinnu- rekstur. Þetta snerist síðan við þegar Homstrandir fóra í eyði og Bolungar- vík komst í samband við umheiminn og byggðist upp. Sólberg svaraði þessu með því að kaupa sér Iand í Leirafirði og reisa þar sumarbústað. „Þar hef ég getað einangrað mig og endumýjað til þess að geta tekist á við erfitt og erilsamt starf. Þar sam- einast fjölskyldan og nær saman í ýmsum verkum. Við höfum verið að reyna að rækta lax og silung, græða upp land og rækta skóg. Að vísu brotna trén alltaf jafnóðum niður, þetta er víst ekki besta ræktunar- landið, en ég held því samt áfram,“ segir Sólberg. Bolungarvík er annar bær en hann var tyrir einum til tveimur áratugum þegar fýrirtæki Einars Guöfinnssonar voru í rekstri. Sólberg Jónsson, sem nýlega lét af starfi spari- sjóósstjóra eftir nærri fjörutíu ára farsælan feril, segir Helga Bjarnasyni aó gjaldþrot EG hafi veriö sársaukafullt og enn sé ekki séó fýrir endann á afleiöingum þess. Hann segir aö þaó hafi verió mistök aö bærinn skyldi hafa tekió yfir útgeröina, þaö hafi aöeins frestað því að Bolungarvík næði botninum oggæti fariö aó byggja sig upp á nýjan leik. Mikið á sig lagt Morgunblaðið/Helgi Bjamason Sólberg Jónsson tók ungur við starfi sparisjóðsstjóra og hefur fýlgst náið með atvinnu- og mannlífi í Bolungarvík í fjörutíu ár. Sólberg byjjaði sem aðstoðar- gjaldkeri hjá Einari Guðfinnssyni og lærði fljótlega öll almenn skrifstofu- störf og bókhald., J>að var kennd bók- færsla og vélritun á Vífilsstöðum svo ég hafði grunninn. En vinnan hjá Ein- ari var mjög góður skóli. Synir Ein- ars, Guðfinnur og Jónatan, vora báðir Verslunarskólagengnir og vandvirkir og ég lærði margt af þeim.“ Ekki leið á löngu þar til honum var falið að ann- ast bókhald útgerðarinnar. Og því starfi hélt hann áfram löngu eftir að hann var ráðinn til annarra og ábyrgðarmeiri starfa í þorpinu. Einar var umsvifamikfll útgerðar- maður, gerði út fimm stóra báta á þeim tíma sem Sólberg vann hjá hon- um. Allt var fært í höndunum og því mfldl vinna að halda utan um bókhald útgerðarinnar. Og það hlóðust á hann önnur störf. Honum var falið að end- urskoða reikninga frystihússins sem Einar rak einnig og hann tók að sér í aukavinnu að færa bókhaldið fyrir Vélsmiðju Bolungarvíkur sem bróðir hans rak. Auk þess tók hann að sér að gera skattskýrslur fyrir ættmenni sín ogvini. „Ég lauk þeim verkum sem ég tók að mér, tók ekki að mér meira en ég réð við. Það var einnig skortur á mönnum í þessi störf,“ segir Sólberg þegar leitað er skýringa hans á þeirri ábyrgð sem honum var strax falin. „Endurskoðendumir komu að sunn- an og ég lærði rnikið af því að vinna með þeim. Þeir komu með ný fræði. Þetta fyrirtæki var í fremstu röð á Vestfjörðum og þótt víðar væri leitað. Innleitt var vélabókhald og ég tók þátt í því frá upphafi En vinnudagurinn var oft langur, unnið á laugardögum og öll kvöld, eins og bæjarbúar almennt gerðu. Það vfldi til að ég þurfti ekki að hugsa um heimilið. Konan mín sá um það og bamauppeldið. Elsta bamið okkar fæddist fyrsta veturinn okkar héma heima. Svo fór maður að byggja sér hús og fluttum við inn í það 1958, þremur áram eftir að ég kom veikur heim. Einar og Jónatan sonur hans voru í hreppsnefnd og hvöttu menn óspart til að byggja og setjast hér að, stækka bærnn. Maður tók þátt í því og lagði mikið á sig.“ Allirfengu vinnu „Það var mjög gott að vinna hjá Einari Guðfínnssyni og sonum hans. Gott fólk var á skrifstofunni og skemmtilegt að vera þar. Þá tíðkuð- ust reikningsviðskipti og sjómennim- ir komu reglulega og það urðu oft skemmtilegar umræður á kaffistof- unni,“ segir Sólberg. Hann kom til Einars Guðfinnsson- ar á miklum uppgangstíma í rekstri fyrirtækjanna. Rifjar Sólberg það upp að Einar hafi byijað sinn atvinnu- rekstur 1924, þá blásnauður maður. Hann hafi sloppið vel út úr saltfis- khruninu og Landsbankinn síðan selt honum eignir Péturs Oddssonar sem átt hafi í rekstrarerfiðleikum eftir að hafa verið aðalatvinnurekandinn í þorpinu um árabil. Einar stofnaði frystihús, íshúsfé- lag Bolungarvíkur. Þar var mikfl vinna og útgerðin einnig að aukast. Faðir Sólbergs var hluthafi í frysti- húsinu hjá Einari og starfsmaður þess. Vai- rnikill vinskapur á milli fjöl- skyldnanna. „Einar var mjög dugleg- ur maður og framsýnn. Hann var í hreppsnefnd og lengi oddviti og síðar stjómaði Jónatan hreppsmálunum. Einar sagði mér að þegar hann kom í þetta byggðarlag hefði þurft að sækja allt inn á Isafjörð. Því vfldi hann breyta og þess vegna var hann alltaf að reyna að koma sem flestum störf- um hingað. Hann lagði áherslu á að allir fengju vinnu svo kostnaðurinn af framfærslu fólksins lenti ekki á hreppnum. Hann var með mjög góða formenn á bátunum og þeir vora jafnframt meðeigendur hans. Reyndist það fyr- irkomulag vel. Hann átti mörg böm sem öll vora mannvænleg, reglusöm og sparsöm. Og þau byijuðu ung að vinna og taka ábyrgð," segir Sólberg. Ársreikningar tilbúnir á gamlársdag Sparisjóður Bolungarvíkur var frá stofnun, árið 1908, eina peninga- stofnunin í Bolungarvík og er það enn. Erfiðleikar vora í rekstri hans og stjómun. Sparisjóðsstjórinn, mætur maður og vinsæll í þorpinu, var settur af á árinu 1961 og Guðfinnur Einars- son óskaði eftir því við Sólberg að hann tæki við sjóðnum en Guðfinnur og Benedikt Bjamason, mágur hans, vora þá í stjóm ásamt fráfarandi sparisjóðsstjóra. Sólberg vann lengi með þessum tveimur mönnum að málefnum sparisjóðsins. Guðfinnur var í stjóminni í yfir 50 ár og þar af stjómarformaður í 34 ár af þeim 39 sem Sólberg stjómaði fyrirtækinu. Og Benedikt hefur verið í stjóminni allan þann tíma sem Sólberg hefur verið sparisjóðsstjóri og síðustu fimm árin sem formaður. Sólberg var ráðinn sparisjóðsstjóri við erfiðar aðstæður, aðeins 26 ára gamall. „Ég hafði alveg trú á því að ég gæti gert þetta, taldi mig vera búinn að læra hvar nauðsynlegt væri að slá undir. Ég hafði öðlast nokkra þekk- ingu á rekstri fyrirtækja og hafði tfl- fínningu fyrir því að nauðsynlegt væri að fyrirtæki skflaði afgangi og helst að nokkur munur væri á tekjum og gjöldum. En þeir feðgar vildu ekki missa mig alveg af skrifstofunni svo ég vann þar á daginn en byijaði klukkan fjögur í sparisjóðnum og vann fram á kvöld. Síðar fór ég að vinna í sparisjóðnum á hádegi og raunar fékk ég ekki að vera þama einn nema í hálft ár,“ segir hann. Strax í lok fyrsta ársins hjá spari- sjóðnum tók Sólberg upp þann sið að hafa reikninga ársins tflbúna á gaml- ársdag. Var það mikfl breyting því þegar hann tók við hafði ekki verið gengið frá reikningum eða haldinn aðalfundur í tvö ár. „Ég var auðvitað að vinna í haginn allan desembermán- uð. Notaði jólafríið til að reikna vexti af innstæðum. Lauk svo við bókhaldið að kvöldi síðasta vinnudags ársins og um nóttina fyrir gamlársdag. Endur- skoðendumir komu að morgni gam- lársdags og síðan fór ég með reikn- ingana í prentun. Með þessu móti gat ég afhent stjóminni fullfrágengna ársreikninga fyrir lok reikningsárs- ins. Hélt ég þessum sið alveg þangað til Reiknistofa bankanna kom tfl, hún gat ekki skilað listum sínum fyrr en fyrstu dagana í janúar. Og nú eru breyttir támar, maður þarf að bíða eft- ir niðurstöðu reikninga dótturfélaga og ýmsu öðra svo þetta gengur öðru- vísi fyrir sig í dag,“ segir Sólberg. Hagnaður i 39 ár Sparisjóður Bolungarvíkur var öfl- ug stofnun á fjórða áratug aldarinnar með mikið eigið fé, Pétm- Oddsson hafði verið sparisjóðsstjóri og síðar Jón Fannberg. Sólberg segir að Jón hafi ávaxtað fé hans sérstaklega vel, meðal annars með viðskiptum við er- lenda banka, á meðan það mátti. Síðar var farið að kaupa verðbréf, ríkis- tryggð til 42 ára en með lágum vöxt- um. „Sparisjóðurinn var með megin- hluta innlána Bolvíkinga en útlán vora aðallega til einstaklinga vegna húsbygginga og iðnfyrirtækja þar sem sjávarútvegsfyrirtækin vora ekki hér í viðskiptum. Fyrirtæki Ein- ars Guðfinnssonar voru tfl dæmis allt- af í Landsbankanum. Það var mjög óhagstætt að þurfa að standa skil á vöxtum af öllum þessum innlánum en liggja með peningana á lágum vöxtum í verðbréfum. Forveri minn hafði klippt á þetta en ég tók þó við mikflli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.