Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ JOHANN AXELSSON PROFESSOR EINLÆGUR ÁHUGI OG METNAÐUR RÉÐU FERÐINNI MÉR varð snemma ljóst að einlægur áhugi og metnaður réð ferðinni hjá Ragnhildi í þessari rannsókn. Hún sýndi mikið sjálfstæði í störfum sínum og hafði erindi sem erfiði, því við prófessor Guð- mundur G. Haraldsson vorum á einu máli um að meta ritgerð hennar og vinn- una að baki henni til 9,5 í ein- kunn. Það er hæsta einkunn fyrir vísindarannsókn sem ég hef gefið á 35 ára starfsferli mínum við Háskóla íslands." Þetta segir Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði við Læknadeild HÍ, um séi-verkefni það sem Ragnhildur Káradóttir vann til BS-prófs í lífefna- og lífeðlisfræði. Hann bendir enn- fremur á að hinn ungi vísinda- maður hafi lagt mikið á sig við rannsóknina, til að mynda tíma- frek ferðalög innan lands og ut- an og því sé engin tilviljun að niðurstöður rannsóknarinnar veki jafnmikla athygli og raun ber vitni. „Skammdegisþunglyndi er ekki aðeins læknisfræðilegt vandamál, heldur einnig um- fangsmikið félagslegt vanda- mál,“ segir Jóhann. „Sjúkdóm- urinn bitnar ekki aðeins á hinum sjúku, heldur einnig þeim sem standa honum nærri og jafnvel vinnufélögum líka. Þessi sjúkdómur er mjög dýr samfélaginu og því er augljóst að aukinn skilningur á honum mun spara milljónir með mark- vissari forvörnum og meðferð." Niðurstöður Ragnhildar þær fyrstu sinnar tegundar í heimi Jóhann segir að á undan- förnum árum hafi ýmsar tilgát- ur verið settar fram um orsakir skammdegisþunglyndis og of- framleiðsla melatóníns sé aðeins ein þeirra. Sem dæmi megi nefna að talið hefur verið að fasahliðrun komi þar nærri, þ.e. að líkamsklukkan fari af ein- hverjum völdum úr skorðum á vissum árstímum hjá þeim sem eiga við skammdegisþunglyndi að stríða. „Kenningin um tengsl sjúk- dómsins og framleiðslu líkam- ans á melatóníni stóð fremur illa að vígi, þar sem ýmsar rannsóknir stönguðust á í meg- inatriðum. Niðurstöður úr rannsókn Ragnhildur eru því þær fyrstu i heiminum sem eru alveg ótvíræðar í þessum efn- um. Niðurstöður hennar sýna ótvírætt að fram- leiðsla melatóníns meðal þeirra sem eru þungir í skammdeginu og líður þá illa er 2,4 sinnum meiri allan sólarhring- inn heldur en hjá hinum sem er sama hvort er vetur eða sumar. Þetta er því mjög sterk stuðn- ingsyfirlýsing við melatónín- tilgátuna og skammdegis- þunglyndið - líklega sú sterk- asta hingað til. Jafnframt er athyglisvert að niðurstöður hennar styðja ekki tilgátur um röskun í líkamsklukku sem or- sakavald í þessum efnum.“ Að sögn Jóhanns vakti fyrir- lestur Ragnhildar um þessi efni á aldamótaþingi um læknisfræði og heilsufarsrannsóknir á norð- urslóð í Lofoten í Noregi gífur- lega athygli. Aukinheldur bíða tvær greinar hans og Ragnhild- ar um þessi mál birtingar í er- lendum fagtímaritum. „Þetta vekur mikla athygli, enda er svo mikill fjöldi fólks með einhver einkenni skamm- degisþunglyndis. Það hafa því margir áhuga á að leita að rót vandans." Jóhann upplýsir að reynsla Ragnhildar af sk. RIA-mælingu í Finnlandi á magni melatóníns í munnvatni hafi ekki síst orðið til þess að nú séu vonir bundnar við að framkvæma megi slíkar rannsóknir hér á landi á lífeðlis- fræðistofnun Háskólans í fyrsta sinn á næstu vikum. „Það myndi koma sér mjög vel, því ætlunin er að nýta upp- götvun Ragnhildar og fram- kvæma samskonar rannsókn með mun stærra úrtaki á Suð- urlandi og Vestfjörðum nú á milli jóla og nýárs. Lykilatriði í þeim rannsóknum er að íslensk- ur almenningur taki okkur vel og samþykki að taka þátt í rannsókninni. Ekki aðeins þeir sem stríða við þunglyndi í skammdeginu heldur einnig þeir sem gera það alls ekki. Að- eins þannig sjáum við muninn á sjúkum annars vegar og heil- brigðum hins vegar og getum í framhaldi af því reynt að kom- ast að rót vandans,“ segir Jó- hann Axelsson. Jóhann Axelsson SKARTGRIPA VERSL UN FYRST OG FREMST ÍffiÍRtíÍípl Hvítagull með demöntum Gullsmiöja Helgu Sendum myndalista Laugavegi 45 •■ Sími 561 6660 www.gullkunst.is SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 27 STJORNU NJÓTTU AÐVEN' MEÐAL VIÐBURÐA: SUNNUDAGUR 3. DES. KL. 14.00 f HASKÓLABÍÓI Hin merka heimildarmynd Óskars Gíslasonar frá 1947 hefur nú verið endurgerð og verður synd I fullri lengd. Brugðið er upp svipmyndum af mannlffi og atvinnulífi Reykvíkinga á hinum miklu uppgangstfmum eftir lok sfðari heimsstygaldarinnar. Aðeins þessi eina syning. SUNNUDAGUR 3. DES. KL. 15.00 í IÐNÓ Perlur og skínandi gull er leik- og danssyning Perlunnar, Leikfélags þroskaheftra, sem fagnar f ár 17 ára afmæli sínu. Dagskráin saman- stendur af 6 atriðum í leiksyórn Sigrfðar Eyþórsdóttur og f danssyórn Láru Stefánsdóttur. SUNNUDAGUR 3. DES. KL. 14.30 í BORGARBÓKASAFNI, GRÓFARHÚSI Bækur eftir unga höfunda verða kynntar með upplestri og Magga Stfna og Kristfn Björk Kristjánsdóttir leika og syngja fyrir gesti og gangandi. MÁNUDAGUR 4. DES. KL. 15.00 - 17.00 í LISTAHÁSKÓLANUM Uppskeruhátíð verkefnis Fræðslumiðstöðvar Reykjavfkur. Á menningarborgarári hafa margir litlir listamenn (grunnskólum borgarinnar fengið að njóta sfn við fjölbreytta skapandi list undir leiðsögn fullorðinna listamanna. Árangurinn af starfinu verður synilegur (skólum borgarinnar um ókomna framtfð. MÁNUDAGUR 4. DES. KL. 20.30 í BORGARLEIKHÚSINU Megas, ásamt hjjómsveit flytur úrval af bestu lögum sfnum auk laga af nyútkominni hljómplötu. Hljómsveitin er skipuð þeim Jóni Ólafssyni, Guðmundi Péturssyni, Haraldi Þorsteinssyni, Birgi Baldurssyni, Stefáni Má Magnússyni og gestum. Forsala aðgöngu- miða í Borgarleikhúsinu. MIÐVIKUDAGUR 6. DES. KL. 20.30 f IÐNÓ Ferfætta borgin: sprellópera eftir Guðberg Bergsson og Dr. Gunna. Leiksy'óri: Rúnar Guðbrandsson. Leikarar: Harpa Arnardóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Einnig TALsfmgjörningurinn Telefónían, upplestur Benedikts Erlingssonar og skffusteikingar Röggu Gísla. Forsala f 12 tónum. ÍTARLEG DAGSKRÁ Á www.reykjavik2000.is REMMINGAtlORG tVRÓÍU ARIR 2000 mAttarstólpar menningarborgar sióváS^almennar (£) BCNAÐARBANKINN Landsviricjun rnre EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.