Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 31
þykja hagkvæmir fyrir stóreldhús.
Fjallalamb nýtur þess í framleiðslu
sviða að starfa á riðulausu svæði,
að sögn Garðars. „Við svíðum við
kósangaseldlampa. Það er ekki eins
fljótlegt og að nota súrefni og gas,
eins og víðast er gert. En með eld-
lampanum hitnar skinnið og þannig
næst gamla sviðabragðið sem menn
leita eftir. Við höfum keypt mikið
af hausum úr Strandasýslu, sem
einnig er riðulaust svæði, og verk-
um þá hér. Líklega eru sviðin út-
breiddasta framleiðsluvara okkar
og seld á flestum útsölustöðum. Eg
þurfti að skammta þau til verslana
í mörg ár, þar til við fórum að
kaupa hausa úr Strandasýslunni."
Fjarlægðin ekki vandamál
Kópasker er fjarri stærsta mark-
aðssvæði landsins, höfuðborgar-
svæðinu. Garðar segir að fjarlægð-
in kosti vissulega sitt, en nútíma
tækni hafi auðveldað alla markaðs-
setningu. Það sé ekkert vandamál
að koma vörunum á markað, þótt
flutningurinn kosti sitt. Sláturleyf-
ishafar eru með flutningsjöfnunar-
sjóð sem kemur Fjallalambi hf. til
góða. „Vegirnir eru orðnir svo góð-
ir og flutningsþjónustan sömuleiðis
að við afgreiðum vörur frá okkur
síðdegis og þær eru komnar í
verslanir í Reykjavík morguninn
eftir.“
Stærsti söluaðili Fjallalambs hf.
á höfuðborgarsvæðinu er Fjarðar-
kaup í Hafnarfirði. „Við erum bún-
ir að sjá þeim fyrir lambakjöti í ein
sjö ár og höfum átt mjög gott sam-
starf við þá,“ segir Garðar. „Mér
finnst við eiga samleið með Fjarð-
arkaupum. Þeir eru svolítið eins og
við, einskonar eyland á sínum
markaði. Þetta er eini stórmarkað-
urinn á höfuðborgarsvæðinu sem
ekki hefur sameinast öðrum. Þeir
eru bara með eina verslun og hún
er í eigu þeirra sem annast rekst-
urinn, en ekki einhverra fjárfesta.
Við höfum ekki heldur tekið þátt í
sameiningarslagnum á sláturhúsa-
og kjötiðnaðarsviði."
Garðar segir að það sé styrkur
lítilla fyrirtækja á borð við Fjalla-
lamb hf. að geta veitt góða þjón-
ustu og brugðist snöggt við, til
dæmis þegar mistök verða við
pöntun eða afgreiðslu á vöru. Einn-
ig er oft óskað eftir sérþjónustu
sem yfirleitt er reynt að verða við.
Viðunandi afkoma
Afkoma Fjallalambs hf. hefur
verið viðunandi miðað við fyrirtæki
í kjötiðnaði, að sögn Garðars.
„Framlegð í kjötiðnaði er mjög lág.
En með því að hugsa alltaf um fyr-
irtækið eins og barnið sitt er hægt
að halda þessu í þokkalegum
rekstri. Hluthafar hafa að jafnaði
fengið greiddan arð af hlutafé ann-
að hvert ár. Flest árin höfum við
skilað einhverjum hagnaði. Hlut-
hafarnir standa mjög vel að baki
fyrirtækinu. Sem dæmi um það má
nefna að um 90% af þeim arði sem
greiddur er út koma til baka sem
nýtt hlutafé."
Fjallalamb mun ekki setja neinar
nýjungar á markað fyrir þessi jól. í
ár hefur verið lögð áhersla á að
vinna upp forréttina. Sú fram-
leiðsla verður aldrei í miklu magni,
að sögn Garðars, heldur frekar til
að byggja upp gæðaímynd og þjóna
kröfuhörðum viðskiptavinum sér-
verslana og veitingahúsa.
Lítil nýliðun
Garðar segist ekki merkja neinn
samdrátt í sauðfjárbúskap í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. „Mér finnst
samt svolítið áhyggjuefni að það er
lítið um að ungt fólk taki við bú-
skap. Það er orðið of langt síðan
ungt fólk bættist í hóp bænda hér.
Það hætti enginn bóndi í haust,
þrátt fyrir tilboð í nýjum sauðfjár-
samningi um uppkaup á fram-
leiðslurétti. Innlegg hefur aukist
lítillega hjá okkur á hverju ári und-
anfarin ár. Það held ég að helgist
svolítið af viðhorfi sem kristallast
vel í orðum gamals bónda hér
frammi í sveit. Hann er orðinn nær
áttræður og ég spurði hann hvort
hann ætlaði ekki að nota sér gylli-
boðin í sauðfjársamningnum og fá
peninga fyrir að hætta. Þá sagði
hann að hann færi ekki að hætta
því eina sem hann hefði verulega
gaman af fyrir einhverjar krónur
sem hann ætti nóg af.“
FERSKT • FRAMfiNDI • FRUMLEGT
Thai Choice
Toppurinn frá
Bóker besta gjöfin
Bókatíðindi 2000
komin út
Félag íslenskra
bókaútgefenda
SÓLHATTUR FRÁ
"E^ýEchjnaceaT
l Oflug vörn
Ríta
TÍSKU VERSLUN
Opið í dag, frá kl. 13-16 í Bæjarlind 6
Canon
APS
Canon IXUS ZSO
Nýjasta Ixus myndavélin
með aðdráttarlinsu. Hlaut hin
eftirsóttu EISA verðlaun 2000-2001
í flokki APS myndavéla. Fjölmargir
möguleikar í myndatöku.
Verð: 21.900.-
APS
Canon IXUS L1
Ein sú minnsta og léttasta
sem völ er á. Nett og þunn bygging
vélarinnar gerir hana nentuga í vasa.
Þú tekur þessa með þér hvert sem
er, hvenær sem er.
Jólatilboð: 16.900.- með tösku.
APS v >------
Canon IXUS M1
Léttasta APS vélin (aðeins 115g).
Álíka stór og hefðbundið greiðslukort.
Einföld og meðfærileg.
Jólatilboð: 12.900.- með tösku.
APS
Canon Prima Zoom 76
Falleg og stílhrein myndavél á
frábæru verði. Fer vef í hendi og
er einföld (notkun. Aðdráttarlinsa
fyrir nærmyndir sem og landslags-
myndir.
Jólatilboð: 10.990.-
(12.390.- með dagsetningu).
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ
FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL
www./ianspefersen.is
Reykjavík: Verslanir Hans Petersen, Myndval I Mjódd, Beco ehf. Kópavogur: Hans Petersen. Carðabær: Framköllun Garðabæjar ehf.
Hafnarfjörður: Filmur & Framköllun. Keflavík: Verslunin Hljómval. Vestmannaeyjar: Bókabúðin - Penninn. Selfoss: Hans Petersen. Akureyrí: Pedromyndir.
Sauðárkrókur: Bókabúð Brynjars. ísafjörður: Penninn - Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf. Akranes: Penninn - Bókabúð Andésar Nielssonar.
EISA
Hvaða
myndavél
klæðir þig
Útsölustaðir: