Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Umfang samruna fer vaxandi Virði allra samruna í milljörðum dollara 3.500------ Heimild: PwC 1998 1999 2000 Sameiningar og yfirtökur banka í Evrópu - færri og stærri Fjöldi sameininga 700—S 74- Virði sameininga í Erlendar reynslutölur Samlegðaráhrif: Kostnaðarkagræðing BankAmerica-SecPac Fleet-Bk New England Rrst Union-Southeast BancOne-First Chicago Norwest-Wells Fleet-Bank Boston í Kanada og Bandaríkjunum SBC-UBS Bank Austria-Cr’anstalt Swedbank-Forenings Vereins-Hypo Uoyds-TSB H'banken-Stadshypotek BCP-BPA ABN-Amro Realkredit-BG 20% Heimild: DIBC Þrír stærstu bankarnir - stærð landsins skiptir máli Markaðshlutdeild innlána 90% Minni lönd Markaðshlutdeild innlána 70% Stærrí lönd SAMRUNITIL HAGRÆÐIN GAR Tryggvi Stefán H. Tryggvason Stefánsson UMFANG samruna hefur aukist verulega í heiminum á undanfömum árum. Fjármálafyrirtæki hafa verið áberandi þegar kemur að samrunum fyrirtækja, en einnig má nefna lyfja- fyrirtæki, fjölmiðla- og tæknifyrir- tæki og póst- og símaþjónustu. Is- land hefur ekki farið varhluta af þessari þróun, sjávarútvegsfyrirtæki og félög í verslun og þjónustu hafa verið fyrirferðarmest í því sambandi. Undanfarið hafa augu manna beinst að fjármálamarkaðnum hér á landi. Árangur við samruna í umræðu um árangur samruna að undanfömu hefur gjarnan verið vís- að af nokkurri ónákvæmni til er- lendra rannsókna sem benda til þess að samrunar skili ekki þeirri arðsemi sem til hefur verið ætlast. Þessar rannsóknir eiga misvel við í umræðu um hagræðingu á íslenskum fjár- málamarkaði og íslenskar aðstæður. í mörgum tilvikum er um að ræða rannsóknir sem byggjast á þróun hlutabréfaverðs fyrir samrana, við tilkynningu og í kjölfar samrana. Þessar rannsóknir hafa margar leitt í ljós að á tilteknu tímabili í kjölfar samrana sé ávöxtun hlutabréfa við- komandi félaga undir eðlilegri mark- aðsviðmiðun. Aðrar rannsóknir snúa að því að meta hvort samranar skili því hagræði sem að var stefnt og hafa slíkar rannsóknir leitt til mismun- andi niðurstaðna en ekki virðist óal- gengt að væntingar til samranans hafí reynst óraunhæfar. Mikilvægt er að skoða tvennt í þessu sambandi, annars vegar það tímabil sem horft er til, sem venju- lega er mjög stutt, eða 3-18 mánuðir frá tilkynningu um samrana, en það er gjarnan tímabil umbreytinga og ; hagræðingar. Það tímabil er því ekki endilega marktækt um hvort sam- rani hafi heppnast eða ekki. Evrópskar rannsóknir sýna einnig að mun lengri tíma getur tekið að ná hagræðingunni fram. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga mismunandi tegundir samrana. I flestum tilvikum er verið að fjalla um yfirtökur, þar sem eitt fyrirtæki kaupir annað, en í öðr- um tilvikum um sam- rana á jafnréttisgranni þar sem tvö fyrirtæki renna saman í eitt. Þegar fjallað er um ár- angur við samrana er mikilvægt að skýr greinarmunur sé gerð- ur á þessum tveimur tegundum samrana. Þegar um yfirtöku er að ræða greiðir annað fyrirtækið ákveðið verð fyrir hitt og gjaman hærra verð en gang- verð viðkomandi fyrir- tækis á markaði. Skv. rannsóknum á erlend- um mörkuðum hefur slíkt álag verið á bilinu 20-30% að meðaltali. Rann- sóknir hafa sýnt að í mörgum tilvik- um greiða fyrirtæki of hátt verð (yf- irtökuálag), fyrir hið yfirtekna fyrirtæki. Þegar það yfirverð sem greitt er fyrir hið yfirtekna félag er hærra en svo að það megi réttlæta með þeirri hagræðingu sem af sam- rananum hlýst er ijóst að samraninn eykur ekki virði fyrir hluthafa kaupandans, jafnvel þótt veraleg hagræðing náist fram. í slíkum til- vikum hagnast þó hluthafar hins yf- irteknafélags. Þegar um er að ræða samrana á jafnréttisgrandvelli kemur allt það hagræði sem af hlýst hluthöfum til góða, þar sem ekkert af því hefur verið greitt út í formi yfirtökuálags. Mikill meirihluti þeirra samrana sem hafa verið rannsakaðir era í raun yfirtökur, þar sem veralegur hluti vænts ávinnings er greiddur til hluthafa yfirtekna félagsins í formi yfirtökuálags. Væntingar um samruna og hagræðingu Mat fjárfesta á virði félaga byggist á væntingum um framtíðarrekstur þeirra. Mat á áhrifum samrana byggist á mögulegu kostnaðar- og tekjuhagræði og núvirði þess. Einnig er líklegt að fjárfestar horfi til þess hvort stjómendur hins sameinaða fé- íslensk fjármálafyrir- tæki eiga í sífellt meiri samkeppni við erlend fyrirtæki, segja Stefán H. Stefánsson og Tryggvi Tryggvason. Sú þróun mun halda áfram og samkeppnin aukast með aukinni tæknivæðingu og stækkun eininga. lags séu líklegir til að skila þeim árangri sem að er stefnt og markað- urinn væntir. Hugsanleg breyting á rekstri, t.d. vegna mögulegs samrana eða hag- ræðingar getur komið inn í vænting- ar og þar með haft veraleg áhrif á verðmat. Á hveijum tíma ríkir óvissa um framtíðarhorfur fyrirtækja og era fjárfestar sífellt að endurmeta væntingar sínar í takt við breytingar á aðstæðum. í sumum tilfellum hefur það komið í ljós að árangur samrana er ekki jafn mikill og vonir stóðu til og getur verðmæti hins sameinaða fyrirtækis þannig lækkað í kjölfar samranans ef væntingar um meiri árangur hafa þegar verið komnar inn í hlutabréfaverðið. Óraunhæfar væntingar um árangur af samrana era þó ekki endilega rök fyrir að samrani sé misheppnaður þar sem ógerlegt er að meta hvernig markað- urinn hefði metið félögin hefðu þau ekki farið í samrana. Reynslan sýnir að samranar skila miklu hagræði, en sú leið er klárlega ekki áhættulaus til að auka virði til hluthafa. Reynsla annarra þjóða Á síðustu áram hefur samrunaþró- un á fjármálamarkaði verið á þann veg að samranarnir verða færri en stærri. Sameiningar fjármálafyrirtækja taka á sig ýmsar myndir. Fyrst hefur orðið samþjöppun innan markaða, þ.e. á milli sambærilegra starfsein- inga (t.d. viðskiptabanka). Síðar hafa sameiningar orðið á miili markaða, t.d. á milli viðskiptabanka og trygg- ingafélaga eða viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Einnig hafa auk- ist veralega sameiningar á milli landa. Stór fjármálafyrirtæki hafa skilgreint heimamarkað sinn upp á nýtt og má í því sambandi benda á Nordic Baltic Holdings og SEB í því sambandi á Norðurlöndum, en sama stefna er uppi hjá nokkram stærri bönkum Evrópu. Samþjöppun á bankamarkaði í Evrópu hefur verið allnokkur og bönkum fækkað vera- lega. Líklegt er að sú þróun haldi áfram. Skv. könnunum meðal stjórn- enda stærstu banka Evrópu vænta þeir þess að núverandi leitni haldi áfram. Sameiningar verði stærri og í auknum mæli á milli landa. Samþjöppun á fjármálamarkaði er mun meiri í minni löndum Evrópu en þeim stærri. Það er talið mikilvægt að í minni (fámennari) löndum fái bankar svigrúm til að sameinast til að mæta samkeppni stærri eininga erlendis frá. Reynslan hefur sýnt að skýrt samhengi er á milli stærðar fjármálafyrirtækja og lánshæfis þeirra þannig að stærri bankar njóta hærra lánshæfis og þar með betri kjara en þeir smærri. Varðandi markaðshlutdeild er al- gengt að stærsti aðili á markaði sé með um 40% hlutdeild í viðskipta- bankaþjónust.u (retail banking). Á einstökum svæðum eða sviðum getur hlutdeild stærsta bankans farið mun hærra, eða yfir 70%. Samkeppnisyf- irvöld þessara smærri Evrópuríkja hafa samþykkt slíka samþjöppun vegna aukins hagræðis og aukins styrks fjármálakerfa viðkomandi landa. Samþjöppun á bankamarkaði hef- ur einnig haft veraleg áhrif á arð- semi bankastarfsemi á viðkomandi mörkuðum, þó fleira komi til. Það er ljóst að kerfi sem era með veralega umframafkastagetu hljóta að standa verr í samkeppni við þau sem era keyrð á sem næst fullum afköstum. Þar sem mest hagræðing hefur verið á fjármálamarkaði er þannig hæst arðsemi. Mest hagræðing hefur verið á undanfórnum áram á Norðurlöndun- um, Bretlandi, Benelux-löndunum, Sviss og á Spáni. Við sameiningu banka í Evrópu hefur árlegur sparnaður numið á bil- inu 10-20% af sameiginlegum kostn- aðargranni. Þetta er þó háð aðstæð- um hverju sinni. í Sviss, þar sem UBS og SBC sameinuðust, var um mjög líka banka að ræða á tiltölulega grónum markaði. Mat þeirra á kostnaðarhagræði samranans var um 22% af sameiginlegum kostnaði bankanna. Evrópskar meðaltalstölur sýna um 12% spamað af sameigin- legum kostnaði eða 35% af smærri einingunni. Ef sambærilegar einingar samein- ast innan sama markaðar, era tekju- áhrif væntanlega lítil sem engin. Áhrifin geta orðið neikvæð þar sem (lítill) hluti viðskiptavina skiptir um banka. Ólíkar einingar og bankar sem ekki vinna á sömu markaðssvæðum geta náð á bilinu 2-10% jákvæðum tekjuáhrifum af samrana, m.v. er- lenda reynslu. Landsbanki - Búnaðarbanki Við samrana íslandsbanka og FBA varð til stór og öflugur banki sem býr við mun lægra kostnaðar- hlutfall og betra lánshæfismat en samkeppnisaðilarnir. Þessir þættir era meðal mikilvægustu árangursþátta í samkeppni fjár- málafyrirtækja til lengri tíma. í ljósi þeirrar samkeppni sem framundan er á fjármálamarkaði er ljóst að kostnaðarstig Landsbanka og Búnaðarbanka er of hátt og á sama tíma er ljóst að helsti möguleiki þeirra á að jafna samkeppnisstöðuna er að sameina þá tvo banka þar sem hagræðingarmöguleikar af samein- ingu þeirra eru veralegir. Til að ná fram sem mestu hagræði er mikilvægt að einingarnar fái að stækka og lækka þar með hlutfalls- legan kostnað. Stærri einingar eiga auðveldara með að hagnýta tækn- iþróun og þróa viðskipti sín í aukinni samkeppni hérlendis og erlendis. Þá hefur stærð og hagkvæmni rekstrar lykiláhrif á mat á lánshæfi fjármálastofnana. Tryggasta leiðin fyrir Landsbanka og Búnaðarbanka til að ná sama lánshæfismati og helsti keppinauturinn, Islandsbanki-FBA, er að sameina bankana tvo. Á undanfömum áram hefur vaxta- munur íslenskra banka lækkað hlut- fallslega um þriðjung. Áfram má gera ráð fyrir að þessi megintekju- stofn bankanna lækki í takt við þá þróun sem verið hefur á Norðurlönd- um, þannig að bankarnir þurfa að ná fram meiri hagræðingu og dreifðari tekjustofnum til að standast arðsem- iskröfur samfara hagkvæmara vöra- sframboði til viðskipta. Landsbanki og Búnaðarbanki era á flestan hátt líkir hvað varðar upp- byggingu, skipulag og tekjumyndun. Sú staðreynd auðveldar samrana þeirra og eykur til muna líkumar á að ná megi fram veralegu kostnaðar- liagræði. Það er sameiginlegt mat bankanna tveggja að hreinn ávinningur af sam- rananum muni nema um 1 milljarði króna árlega en upphafskostnaður við að ná hagræðingunni fram verði um 1,2 milljarðar króna. í tilviki Landsbanka og Búnaðar- banka er ekki um yfirtöku að ræða heldur samrana banka á jafnréttis- granni. Það skiptihlutfall sem ákveð- ið hefur verið er í samræmi við gengi hlutabréfa bankanna á markaði fyrir tilkynningu um samranaviðræður. Þannig er ekki um að ræða neitt yfir- tökuálag í sambandi við fyrirhugað- an samrana Landsbanka og Búnað- arbanka og því mun öll hagræðin sem af honum hlýst skila sér til hlut-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.