Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 35
hafa og viðskiptavina hins sameinaða
banka.
Fjármálakerfíð
á fslandi
Hér á landi eru í dag starfandi 3
viðskiptabankar, 26 sparisjóðir og 3
fjárfestingarbankar. I samanburði
við önnur Evrópuríki eru þessar ein-
ingar allt of margar fyrir þetta 280
þúsund manna land. E>i’óun hér á
landi í fjölda bankaútibúa og fjölda
bankastarfsmanna í samanburði við
þróun á Norðurlöndum sýnir að
verulega má hagræða í fjármálakerf-
inu hér á landi. Væntanleg þróun í
sjálfsafgreiðslukerfum, þ.m.t. í int-
ernet-notkun ýtir enn fremur undir
frekari hagræðingu hér á landi. Það
er mjög mikilvægt fyrir Islendinga
að þeir búi ekki við óhagkvæmni og
sóun í fjármálageiranum írekar en
öðrum greinum atvinnulífsins. Ljóst
er að mögulegt er að ná fram veru-
legum sparnaði í fjármálakerfinu
með sameiningum rekstrareininga,
sem er þjóðhagslega mjög hag-
kvæmt og leiðir til aukins hagvaxtar í
landinu.
Tortryggni og hrakspár forsvars-
manna samtaka bankastarfsmanna
hérlendis og erlendis, sem birst hafa
í fjölmiðlum undanfarið, eru ekki
byggðar á haldgóðum rökum og í
sumum tilvikum óviðeigandi í um-
ræðunni. Markmið samruna Lands-
banka og Búnaðarbanka eru skýr og
er sameiningin grundvallarforsenda
fyrir hagræðingu, styrkingu starfs-
grunns og betri þjónustu við við-
skiptamenn. Fyrir starfsmenn bank-
anna skapar þetta tækifæri til að
vinna hjá enn öflugri einingu sem
getur boðið upp á öflugri starfsþróun
og tækifæri á nýjum sviðum og nýj-
um mörkuðum. Ennfremur styrkir
samruni bankanna möguleika þeirra
til vaxtar erlendis.
Skilyrði árangurs
í alþjóðlegu umhverfi
Aukin tækninýting - og aukinn
kostnaður við notkun tækninnar er
ein af helstu ástæðum sameininga
eininga á fjármálamarkaði erlendis.
Stórar einingar eiga auðveldara með
að byggja upp sterka fjár- og
áhættustýringu en smærri einingar
og það er einnig mun ódýrara íyrir
þær að byggja upp nýta tækni til að
sækja frekari viðskipti. Internetið
sem dreifileið á fjármálaþjónustu er
dæmi um þetta, sem er í senn ógnun
og tækifæri fyrir fjármálastofnanir
um allan heim.
Aukin alþjóðavæðing í viðskiptum
kallar á banka sem geta fylgt sínum
viðskiptavinum í útrás þeirra. Stórt
sameiginlegt myntsvæði og aukið
frelsi í flutningum fólks og fjár-
magns í Evrópu skapar tækifæri fyr-
ir banka til vaxtar og sóknar með
samrunum við aðra til að nýta betur
fastan rekstrarkostnað. A sama tíma
koma fram auknar kröfur viðskipta-
vina um aukið vöruframboð og aukið
aðgengi á hagstæðasta mögulega
verði.
Þróunin á íslandi
íslensk fjármálafyrirtæki eiga í sí-
fellt meiri samkeppni við erlend íyr-
irtæki. Sú þróun mun halda áfram og
samkeppnin aukast með aukinni
tæknivæðingu og stækkun eininga.
Því þurfa íslensk fjármálafyrirtæki
tækifæri til að mæta þeirri sam-
keppni með því að stækka. íslensk
fjármálafyrirtæki glíma einnig við ís-
lensk vandamál, eins og dýra
gi’eiðslumiðlun og útibúakerfi auk
þess sem einingar eru of litlar og of
margar. Arðsemi á íslenskum fjár-
málamarkaði er ekki nægjanleg til
framtíðar, þrátt fyrir meii’i vaxta-
mun en er til staðar í nágrannaríkj-
um okkar í Evrópu. Islenskar fjár-
málastofnanir eru litlar á
alþjóðlegan mælikvarða og njóta því
lakari kjara en best gerist hjá er-
lendum samkeppnisaðilum.
Stærð banka skiptir verulegu
máli, því það er mikilvægt að geta
boðið upp á breidd í vöruframboði,
skilvirka og góða þjónustu og lágan
fjármögnunarkostnað til að ná
árangri í hörðu alþjóðlegu sam-
keppnisumhverfi.
2000 Er hárið að
grána og þynnast?
Þá er Grecian 2000
hárfroðan lausnin.
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í,
greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný,
þykknar og fær frískari blæ.
Einfaldara getur það ekki verið.
Haraldur Sigurðsson ehf.,
heildverslun
Símar: 567 7030 og 894 0952
Fax: 567 9130
E-mail: landbrot@simnet.is
Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þin verslun"
giaigs
-jt v-’-
GEFUR RETTA GRIPIÐ IVETUR
UltraGrip 5
UltraGrip 400
SOLUSTAÐIR UM ALLT LAND
Blönduós - Léttitækni • Akureyri - Höldur hf • Höfn í Hornafirði - Smur og dekk • Selfoss - Fossdekk
Þorlákshöfn - Þjónustustöðin • Reykjavík - Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs
Hafnarfjörður - Bílaspítalinn • Húsavík - Bílaþjónustan • Sauðárkrókur - Hjólbarðaverkstæði Óskars
Keflavík - Sólning • ísafjörður - Bílaga’rður • Akranes - Hjólbarðaviðgerðin
Egilsstaðir - Sóldekk • Stykkishólmur - Dekk og smur
GOOD?VFAn
<!Íe(ur tétlas gqpið ■
■íforysíu ú nýrri öhi!
Laugavegur 174 • Sími: 569 5500 • Heimasi&a: www.hekla.is • Netfang: hekla@hekla.is
m
tíaJ
Höfundar eni forstöðumenn hjá
Landsbanka íslands hf.
Fasteignir á Netinu