Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.12.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 35 hafa og viðskiptavina hins sameinaða banka. Fjármálakerfíð á fslandi Hér á landi eru í dag starfandi 3 viðskiptabankar, 26 sparisjóðir og 3 fjárfestingarbankar. I samanburði við önnur Evrópuríki eru þessar ein- ingar allt of margar fyrir þetta 280 þúsund manna land. E>i’óun hér á landi í fjölda bankaútibúa og fjölda bankastarfsmanna í samanburði við þróun á Norðurlöndum sýnir að verulega má hagræða í fjármálakerf- inu hér á landi. Væntanleg þróun í sjálfsafgreiðslukerfum, þ.m.t. í int- ernet-notkun ýtir enn fremur undir frekari hagræðingu hér á landi. Það er mjög mikilvægt fyrir Islendinga að þeir búi ekki við óhagkvæmni og sóun í fjármálageiranum írekar en öðrum greinum atvinnulífsins. Ljóst er að mögulegt er að ná fram veru- legum sparnaði í fjármálakerfinu með sameiningum rekstrareininga, sem er þjóðhagslega mjög hag- kvæmt og leiðir til aukins hagvaxtar í landinu. Tortryggni og hrakspár forsvars- manna samtaka bankastarfsmanna hérlendis og erlendis, sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið, eru ekki byggðar á haldgóðum rökum og í sumum tilvikum óviðeigandi í um- ræðunni. Markmið samruna Lands- banka og Búnaðarbanka eru skýr og er sameiningin grundvallarforsenda fyrir hagræðingu, styrkingu starfs- grunns og betri þjónustu við við- skiptamenn. Fyrir starfsmenn bank- anna skapar þetta tækifæri til að vinna hjá enn öflugri einingu sem getur boðið upp á öflugri starfsþróun og tækifæri á nýjum sviðum og nýj- um mörkuðum. Ennfremur styrkir samruni bankanna möguleika þeirra til vaxtar erlendis. Skilyrði árangurs í alþjóðlegu umhverfi Aukin tækninýting - og aukinn kostnaður við notkun tækninnar er ein af helstu ástæðum sameininga eininga á fjármálamarkaði erlendis. Stórar einingar eiga auðveldara með að byggja upp sterka fjár- og áhættustýringu en smærri einingar og það er einnig mun ódýrara íyrir þær að byggja upp nýta tækni til að sækja frekari viðskipti. Internetið sem dreifileið á fjármálaþjónustu er dæmi um þetta, sem er í senn ógnun og tækifæri fyrir fjármálastofnanir um allan heim. Aukin alþjóðavæðing í viðskiptum kallar á banka sem geta fylgt sínum viðskiptavinum í útrás þeirra. Stórt sameiginlegt myntsvæði og aukið frelsi í flutningum fólks og fjár- magns í Evrópu skapar tækifæri fyr- ir banka til vaxtar og sóknar með samrunum við aðra til að nýta betur fastan rekstrarkostnað. A sama tíma koma fram auknar kröfur viðskipta- vina um aukið vöruframboð og aukið aðgengi á hagstæðasta mögulega verði. Þróunin á íslandi íslensk fjármálafyrirtæki eiga í sí- fellt meiri samkeppni við erlend íyr- irtæki. Sú þróun mun halda áfram og samkeppnin aukast með aukinni tæknivæðingu og stækkun eininga. Því þurfa íslensk fjármálafyrirtæki tækifæri til að mæta þeirri sam- keppni með því að stækka. íslensk fjármálafyrirtæki glíma einnig við ís- lensk vandamál, eins og dýra gi’eiðslumiðlun og útibúakerfi auk þess sem einingar eru of litlar og of margar. Arðsemi á íslenskum fjár- málamarkaði er ekki nægjanleg til framtíðar, þrátt fyrir meii’i vaxta- mun en er til staðar í nágrannaríkj- um okkar í Evrópu. Islenskar fjár- málastofnanir eru litlar á alþjóðlegan mælikvarða og njóta því lakari kjara en best gerist hjá er- lendum samkeppnisaðilum. Stærð banka skiptir verulegu máli, því það er mikilvægt að geta boðið upp á breidd í vöruframboði, skilvirka og góða þjónustu og lágan fjármögnunarkostnað til að ná árangri í hörðu alþjóðlegu sam- keppnisumhverfi. 2000 Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þin verslun" giaigs -jt v-’- GEFUR RETTA GRIPIÐ IVETUR UltraGrip 5 UltraGrip 400 SOLUSTAÐIR UM ALLT LAND Blönduós - Léttitækni • Akureyri - Höldur hf • Höfn í Hornafirði - Smur og dekk • Selfoss - Fossdekk Þorlákshöfn - Þjónustustöðin • Reykjavík - Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs Hafnarfjörður - Bílaspítalinn • Húsavík - Bílaþjónustan • Sauðárkrókur - Hjólbarðaverkstæði Óskars Keflavík - Sólning • ísafjörður - Bílaga’rður • Akranes - Hjólbarðaviðgerðin Egilsstaðir - Sóldekk • Stykkishólmur - Dekk og smur GOOD?VFAn <!Íe(ur tétlas gqpið ■ ■íforysíu ú nýrri öhi! Laugavegur 174 • Sími: 569 5500 • Heimasi&a: www.hekla.is • Netfang: hekla@hekla.is m tíaJ Höfundar eni forstöðumenn hjá Landsbanka íslands hf. Fasteignir á Netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.