Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
HINDRA SAMNINGAR
KENNARA FRAMÞRÓUN
STARFSMENNTUNAR?
í UMRÆÐUM þeim um laun
kennara á Islandi, sem fram hafa
farið að undanförnu í tengslum við
launadeilu framhalds-
skólakennara og fjár-
málaráðuneytisins,
hefur lítið borið á til-
lögum um hvernig gera
megi kennarastarfið
eftirsóknarvert til
frambúðar fyrir hæfa
einstaklinga. Kennara-
samtökin virðast ekki
til viðræðu um breyt-
ingar, sem aukið geti
samkeppni, sveigjan-
leika og framleiðni í
skólastarfinu, heldur
sýnast þau fremur vilja
lappa upp á flókið og
ósveigjanlegt kerfi,
sem er kennarastarf-
inu og menntun í landinu áreiðan-
lega ekki til framdráttar.
Hagsmunir atvinnulífsins eru að
menntun í landinu byggi á traustum
grunni og að hæft fólk fáist til
kennslu í skólum. Atvinnulífið á líka
mikið undir því að starfsmenntun sé
öflug og að gott samstarf takist með
skóla og atvinnulífi um uppbyggingu
hennar. Með nýjum framhaldsskóla-
lögum var aðkoma atvinnulífsins að
starfsmenntun auðvelduð og hefur
samstarf skóla, fyrirtækja og fagfé-
laga víða tekist með ágætum. En því
miður eru líka allnokkur dæmi þess
að það hafi ekki gengið sem skyldi
og þar er fomeskjulegt launakerfi
kennara ein skýringin. Jafnframt
eru dæmi um að einstök fyrirtæki,
sem hafa viljað leggja peninga til
nýjunga í skólastarfi, hafi átt í erfið-
leikum með að koma þeim í lóg af því
að þeir pössuðu ekki í vasa skólanna,
sem eru með afar sérstöku sniði
vegna launakerfis kennara.
Starfsmenntun á flótta frá
framhaldsskólakerfinu
Til skamms tíma var gerð tilraun
með að hýsa bæði gmnn- og eftir-
menntun í bílgreinum undir sama
þaki í Borgarholtsskóla og ná þannig
fram ákveðinni hagræðingu og sam-
legðaráhrifum. Lagði bíliðnaðurinn
skólanum til tæki og önnur verð-
mæti fyrir um 70 milljónir króna af
því tilefni. Pessi tilraun fór út um
þúfur og bíliðnaðurinn hyggst flytja
verulegan hluta eftirmenntunar í
einkaskóla í öðru húsnæði. Ein meg-
inástæðan fyrir þeirri ákvörðun er
að „kjarasamningar kennara leyfa
ekki skilvirka vinnu að markmiðum
bflgreinamanna“, eins og það er orð-
að í matsskýrslu sem unnin var fyrir
menntamálaráðuneytið um tilraun-
ina. „Margir telja að kjarasamning-
ar kennara séu helsti þröskuldurinn
í samstarfi atvinnulífs og skóla. Til-
raun af því tagi sem hér var stefnt að
er óframkvæmanleg ef ráðning
kennara er skv. kjarasamningum
framhaldsskólakennara.“ Fram
kemur að lögverndun starfsheitis
kennara sé eitt af því, sem standi í
vegi þess að hæfir fagmenn fáist til
starfa við kennslu í bílgreinum.
í skýrslunni kemur fram að
„stjómendur“ í hinu opinbera skóla-
kerfi hafi ekki vald til að fela kenn-
urum verkefni nema semja um auka-
greiðslur fyrir hvert viðvik. Bent er
á að í atvinnulífinu hátti þannig til
um margþætt störf, þar sem erfitt sé
að skilgreina fyrirfram „hvert hand-
tak“ sem gera þurfi, hvenær það
skuli gert, með hvaða hætti og
hversu löngum tíma skuli verja til
þess, að starfsmenn fái laun og gerð-
ar séu kröfur um árangur. Starfs-
maðurinn búi ekki við mikla yfir-
stjórnun dags daglega en beri
ábyrgð á árangri sínum gagnvart
stjómendum, sem sett hafi mælan-
leg markmið, skilgreint tilætlaðan
árangur og geti þannig haft eftirlit
með því hvernig til
tekst. Yfírleitt séu til
leiðir til að umbuna
starfsmönnum ef ár-
angur sé sérlega góð-
ur.
Svo segir í skýrsl-
unni: „Kennarar fá
greidd laun fyrir
ákveðna vinnu sem er
skilgreind í kjarasamn-
ingi og allt umfram það
telst yfirvinna. I kjara-
samningnum er ekkert
fjallað um mælanleg
markmið né mælanleg-
an árangur. Enginn
stjórnandi hefur
ákvörðunarvald um
það hvemig vinnutímanum er varið.
Ljóst má vera að kennarar þurfa að
sinna margþættu starfi og hafa með
það nokkuð frjálsar hendur ef ár-
angur á að nást og að erfitt er að
setja þeim fastan tímaramma eða
gera nákvæmar verklýsingar um allt
sem gera þarf. Það er umhugsunar-
efni að kjarasamningar þeirra hafa
leiðst út á braut sem er gjörólík því
Kjarasamningar kenn-
ara eru hemill á sam-
starf skóla og atvinnu-
lífs um starfsmenntun,
skrifar Ari Edwald.
Kennurum ætti að vera
kappsmál að auka sam-
keppni í menntakerfinu.
sem almennt virðist ganga upp í at-
vinnulífinu við launagreiðslur til
þeirra sem sinna margþættum
ábyrgðarstörfum án þess að búa við
mikla yfirstjómun né virkt eftirlit."
Málmiðnaðurinn stendur nú í við-
ræðum við menntamálaráðuneytið
um að taka að sér rekstur kjarna-
skóla málmiðnaðarins, sem yrði
sjálfseignarstofnun utan hefðbund-
ins skólakerfis. Málmiðnaðurinn tel-
ur sig hafa lært af óförum bílgrein-
arinnar. Þar á bæ telja menn ljóst að
kennarasamningarnir teljist í besta
falli lágmarkssamningar þegar
gengið verði í að ráða starfsfólk að
Kjamaskóla málmiðna; nauðsynlegt
sé að greiða eftir hæfni og árangri til
þess að ná í rétta fólkið til að sjá
nemendum fyrir menntun, sem at-
vinnulífið þarf mjög á að halda.
Rafiðnaðurinn hefur rekið eigið
menntakerfi, samtals fjóra skóla. I
nýlegri blaðagrein sagði Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins: „Þar starfa fjölmargir
hæfir kennarar, ef þeir væm það
ekki hefðum við ekki nemendur og
fyrirtækin myndu hætta að styðja
námskerfíð okkar og senda starfs-
menn sína í framhaldsnám. En við
greiðum umtalsvert hærri laun en
forystumenn kennara segja að tíðk-
ist í skólum landsmanna, við gerum
kröfur um reglulegan vinnutíma og
skólamir okkar hefja störf í annarri
viku ágústmánaðar og hætta störf-
um um miðjan júní. Kennaramir
vilja starfa hjá okkur og nemend-
urnir koma reglulega aftur og aft-
ur.“
Þeir slöku verndaðir
fyrir samkeppni
Ósveigjanlegt launakerfi kennara
er ekki séríslenskt fyrirbæri. Fyrir
nokkmm vikum birtist í vikuritinu
Economist frásögn af rannsókn
tveggja bandarískra hagfræðinga,
Dale Ballou við Massachusetts-há-
skóla og Michael Podgursky við
Missouri-háskóla, á launakerfi
bandarískra kennara. Niðurstaða
þeirra er að það sé fremur hvernig
kennuram er greitt fyrir vinnu sína
heldur en hversu mikið, sem ákvarð-
ar gæði kennara og árangur 1 skóla-
starfi.
Vísindamennirnir benda á að sam-
tök kennara í Bandaríkjunum hafi
alla tíð staðið gegn árangursteng-
ingu launa; í staðinn fari laun kenn-
ara eftir niðurnjörvuðu kerfi þar
sem einblínt sé á þætti eins og lengd
náms og starfsaldur.
Ballou og Podgursky segja að
launakerfi, sem geri öllum jafnhátt
undir höfði óháð getu og árangri,
verði til þess að bestu námsmennirn-
ir sæki síður í kennaranám og að
bestu nemendurnir, sem á annað
borð verða kennarar, séu líklegastir
til að færa sig í önnur störf, þar sem
launin séu tengd framleiðni í starfi.
Þannig hafi flatar launahækkanir
ekki haft þau áhrif að bæta gæði
kennara og þar með menntunar í
Bandaríkjunum.
Loks vekja hagfræðingarnir at-
hygli á því að krafan um kennara-
réttindi, sem fáist aðeins með því að
ljúka námi í uppeldis- og kennslu-
fræðum, verði til þess að margt hæft
fólk, t.d. kandídatar úr bestu háskól-
unum eða sérfræðingar með víðtæka
starfsreynslu, hiki við að leggja
kennslu fyrir sig þótt þeir séu ekki
ólíklegri til að ná árangri en þeir
sem réttindin hafa.
Niðurstaðan í grein Economist er
að ekkert í rannsókn Ballou og
Podgursky sanni að uppeldis- og
kennslufræðinám sé gagnslaust eða
að laun kennara séu nógu há - þvert
á móti séu þau í mörgum tilvikum
alltof lág. Góðir kennarar gætu hins
vegar fengið hærri laun í kerfi, sem
viðurkenndi árangur og hæfileika en
í núverandi kerfi séu slakir starfs-
menn vemdaðir fyrir samkeppni.
Fjölgun vinnuveitenda
í skólakerfinu
Kennarastéttinni ætti að vera það
kappsmál að auka samkeppnina í
menntakerfinu; um laun, um kenn-
ara og um nemendur. Ekki síst á
framhaldsskólastiginu eiga nemend-
ur að geta valið sér skóla og skólam-
ir fengið fjármuni í samræmi við það
hversu margir nemendur sækja til
þeirra og eftir tegund námsins, sem í
boði er. Vísir að slíku kerfi er raunar
nú þegar fyrir hendi. Skólarnir
þurfa sömuleiðis fjárhagslegt sjálf-
stæði og ábyrgð á eigin rekstri til að
geta umbunað starfsmönnum, sem
skara framúr. Kennarar þurfa ekki
síður en aðrir að eiga von í fjárhags-
legum ávinningi fyrir sérstakan ár-
angur eða sérstakt framlag.
Síðast en ekki síst þarf að miða að
því að fjölga vinnuveitendum í skóla-
kerfinu í stað þess að allir kennarar
séu í vinnu hjá einum og sama launa-
greiðandanum og eigi þess engan
kost að hækka laun sín með því að
færa sig á milli vinnustaða. Þetta
getur gerst með því að fjölga rekstr-
arformum í skólakerfinu, m.a. með
samningum milli skóla og ríkisvalds,
en þarf ekki að breyta neinu um það
grunneðli skólakerfisins að allir eigi
þar jafnan rétt.
Kennarasamtökin mættu gjarnan
gefa hugmyndum af þessu tagi
gaum, vilji þau á ný gera kennara-
starfið eftirsótt og hlúa að menntun í
Iandinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulffsins.
Ari Edwald
Er mennt-
un punt?
Annars vegarsegir maður já, og verður
þannig við kröfu þeirra sem vilja fá já.
Hins vegargerir maður nei, og verður
þannig við kröfum þeirra sem vilja fá
nei. Þetta mun vera mikið notað trikk í
helstu suðupottum alþjóðlegra átaka.
Ihvert skipti sem fram-
haldsskólakennarar fara í
verkfall - og þau skiptin
era að verða ófá - fá
ráðamenn og aðrir ís-
lendingar tækifæri til að sýna í
verki að þeim þyki menntun ein-
hvers um verð. En þessum tæki-
færum er alltaf klúðrað. Senni-
lega finnst ráðamönnum (og
öðrum Islendingum) eitthvað
annað skipta í raun meira máli.
Samt era þessir ráðamenn - og
sennilega allir íslendingar, ef þeir
væru spurðir svona sérstaklega -
alltaf til í að tala um gildi mennt-
unar. „Framtíðarauður íslensks
samfélags.“
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
„Hin raun-
veralegu
verðmæti.“
„Mannauður.“
Svona hefur heyrst úr homi ráða-
manna oftar en límminnugustu
menn geta talið.
Merkileg mótsögn. (Reyndar
rekst ekki minni til þess að for-
sætisráðherra hafi nokkurn tíma
talað að ráði um gildi menntunar
og mannauð og allt það - kannski
er hann þá eftir alltsaman sam-
kvæmari sjálfum sér en margir
aðrir.)
En svona mótsagnir era vel
þekkt fyrirbæri í stjómmálum.
Maður segir eitt og gerir annað.
Þar með tekst manni að verða við
tvennskonar kröfum, og það sem
meira er, kröfum sem stangast al-
gerlega á. Annars vegar segir
maður já, og verður þannig við
kröfu þeirra sem vilja fá já. Hins
vegar gerir maður nei (það er að
segja, gerir ekkert), og verður
þannig við kröfum þeirra sem
vilja fá nei. Þetta mun vera mikið
notað trikk fyrir botni Miðjarðar-
hafs og í öðram suðupottum al-
þjóðlegra átaka.
Það eru sennilega tvær ástæð-
ur fyrir því að þetta virkar.
í fyrsta lagi hefur það líklega
eitthvað með mannlegt eðli að
gera. Þeir sem hafa átt lítil böm
vita að þeim er athygli jafnmikil
lífsnauðsyn og matur. Það skiptir
jafnmiklu máli fyrir framtíðar-
heill þeirra að maður hlusti á þau
og að maður gefi þeim að borða.
Athygli felur í sér viðurkenningu.
Þegar maður veitir einhverjum
athygli veitir maður honum viður-
kenningu á tilvist hans.
Þetta er eins í pólitík. Þegar ný
ríki verða til (eins og til dæmis
þegar Eystrasaltsríkin urðu sjálf-
stæð á ný) þurfa þau fyrst og
fremst á viðurkenningu að halda.
Viðurkenning er meira að segja
mikilvægari en efnahagsaðstoð,
fyrst í stað. Þetta er til marks um
mikilvægi þess að manni sé veitt
athygli, og hversu miklu það get-
ur svalað að maður fái hana. (Með
því að rjúka til og verða fyrstir til
að viðurkenna sjálfstæði Eystra-
saltsríkjanna tókst íslenskum
stjórnmálamönnum að gera eitt-
hvað sem í rauninni skipti máli, án
þess að það kostaði krónu.)
Þetta vita stjómmálamenn auð-
vitað. Og ráðamenn koma úr
þeirra röðum. Þess vegna grípa
ráðamenn auðvitað til þessarar
þrautreyndu aðferðar úr al-
þjóðastjórnmálum. Að segja já og
gera nei. En gallinn er bara sá, að
þótt athygli skipti raunverulega
máli, og að hana sé raunverulega
hægt að veita með orðum, þá dug-
ar hún ekki ein og sér.
Þótt barni sé athygli á vissan
hátt lífsnauðsyn verður hún harla
þunn í maga til lengdar. Og þótt
nýfrjálsum ríkjum sé viðurkenn-
ing bráðnauðsynleg þarf efna-
hagsaðstoð að fylgja í kjölfarið
eigi ekki allt að hverfa aftur í
sama ófrelsisfarið. Islenskir fram-
haldsskólakennarar era sennilega
búnir að fá alla þá athygli og orða-
viðurkenningu sem þeir hafa þörf
fyrir.
Hin ástæðan fyrir því að það
virkar að segja já og gera nei er
líklega sú, að orð eru ekki lengur
eitthvað til að standa við. Þau era
punt. Eitthvað sem maður lætur
út úr sér og lætur hanga á sér á
meðan maður kemur fram opin-
berlega, svona eins og heiðurs-
merki. Merki um að maður sé
heiðursmaður. Þau era það sem
sést og heyrist í sjónvarpinu, og
stjórnmálamenn (og þar með
ráðamenn) líta svo á, að það skipti
mestu að sjást og heyrast - jafn-
vel þótt maður meini ekkert með
því.
Og af því að ráðamenn láta
nægja að segja, á hátíðlegum
stundum, að menntun skipti máli,
en gera ekkert hvunndags til að
sýna að þeim finnist hún skipta
máli, verður ekki annað ályktað
en að ráðamenn líti svo á, að mik-
ilvægi menntunar sé fólgið í því,
að hún sé punt til að skreyta há-
tíðisdaga á borð við sautjánda
júní.
En kannski eru það ekki bara
ráðamenn sem líta á menntun
sem punt. Kannski er það djúp-
stæður þáttur í íslensku lífsvið-
horfi að menntun sé á endanum
eitthvað sem komi auðvitað á eftir
lífsbjörginni sjálfri. Það er þetta
með bókvitið og askana. I þessu
lífsviðhorfi, sem kenna má við
bókvit og aska, er fólginn einn
mjög mikilvægur, en kannski ekki
svo augljós þáttur, og hann er sá,
að það sé á endanum algerlega
sitt hvað, bókvit og lífsbjörg.
Reyndar er sennilega farið að
örla á því í íslenskum hugsunar-
hætti (að því leyti sem hægt er að
tala um svoleiðis nokkuð) að mað-
ur geti grætt á bókviti. Það er að
segja, látið það í askana, eftir allt-
saman. Kári Í.E. Stefánsson á jú
auð sinn líklega að miklu leyti því
að þakka að hann gekk í skóla
meiripartinn af ævinni og hefur
þá sennilega lesið mikið af bókum.
Samt er maður nú skeptískur.
Islenskir málshættir era engin
lömb að leika sér við. Veralega
seigt í þessu bókvits og aska-
lífsviðhorfi. Og sennilega er það
ekki bókvit Kára - það er að segja
þau yísindi sem hann stundar -
sem Islendingar telja mikilvægt,
heldur þessir kúffullu askar sem
maður sér hann sitja að. Óhugs-
andi að þetta sé allt sprottið af
bókviti. Því eins og máltækið seg-
ir, það verður ekki í askana látið.
Það verður í mesta lagi hengt upp
á vegg til punts.