Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
! M AWAKE! 1 CAN
MEAR, YOO,MA'AM,0UT I
CAN'T 5EE YOUÍEV6WTHIM6
(S U)MiTE! I'M SNOW-SUNPÍ
EG ER VAKANDI. EG HEYRI f ÞÉR
KENNARI, EN ÉG SÉ EKKINEITT.
ALLT ER HVÍTT, ÉG ER BLIND.
Þú ert Fyrirgefðu kennari,
skrítinn, það eru bara smá-
herra. vægileg vandræði
hérna.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Alþjóðadagur fatlaðra
Hugsað um
afdrif öryrkja
Frá Gísla Helgasyni:
UM NOKKURT skeið hefur al-
þjóðadagur fatlaðra verið haldinn
hinn 3. desember ár hvert. Þá hefur
verið vakin athygli á margs konar
baráttumálum þessa hóps. Stundum
gengur vel í baráttunni og flest
leikur í lyndi, en annað slagið geng-
ur allt á afturfótunum, m.a. af því
að ráðamenn þessa lands virðast
kappkosta að skara eld að sinni
köku og þeirra, sem þeim hugnast,
en fatlaðir og aðrir þeir, sem geta
ekki borið almennilega hönd fyrir
höfuð sér ganga oft slyppir, snauð-
ir, niðurbeygðir, aðþrengdir og bón-
leiðir til búðar.
A 9. áratugnum vannst nokkuð á
í réttindabaráttu fatlaðra. Valda-
menn landsins virtust gera sér
grein fyrir því að þeir, sem teljast
fatlaðir, væru jafn gjaldgengir þjóð-
félagsþegnar þessa lands og aðrir.
Almenningur íslenskur studdi mjög
vel málstað öryrkja og gerir enn.
Svona var líka viðhorfið í mörgum
löndum Evrópu. Það var ekki að
ástæðulausu, sem Arne Husveg,
fyrrum aðalritari norsku blindra-
samtakanna, varaði við því í lok
níunda áratugarins, vegna þeirrar
miklu bjartsýni, sem ríkti um mál-
efni fatlaðra víða um hinn vestræna
heim, að á komandi árum þyrftu
samtök þeirra að beita sér af alefli
fyrir þvi, að viðhalda þeim réttind-
um, sem áunnist höfðu. Því miður
reyndist Ame sannspár.
Nefna má, að árið 1993 var mjög
þokukennt í málefnum fatlaðra og
öryrkja. Þá stóð fyrri ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar fyrir því að ör-
orkulífeyrir var tekjutengdur og
skertist lífeyrinn, ef öryrkinn aflaði
sér smátekna. Auk þess hrærði þá-
verandi heilbrigðisráðherra, alþýðu-
flokksmaðurinn Sighvatur Björgv-
insson, í lyfjamálum til óhagræðis
fyrir þá sem heilsu sinnar vegna
þurfa að nota lyf að staðaldri. Það
þarf ekki að rekja alla þá harma-
sögu hvemig heilbrigðisráðherrar,
sem komu á eftir, hafa reynt að við-
halda þessu kerfi, en smám saman
dregið úr því. Sú, sem hvað harðast
hefur gengið fram í kjaraskerðingu
öryrkja, situr nú í stóli heilbrigðis-
ráðherra og hrósar sér af því að
vera þar allra kerlinga elst. Hún
virðist hafa litla getu til að rétta
hlut þeirra, sem hún hefur gengið
hvað hai’ðast gegn, og liggur undir
þungu fargi þumbaraháttar for-
manns Framsóknarflokksins. En
vonandi sér hún að sér með hækk-
andi sólu og þá mun orðstír hennar
vaxa að vonum. Það er kunnara en
frá þurfi að segja, að örorkulífeyrir
hér á landi er miklu lakari en í hin-
um norrænu löndunum. Nú hrósar
minn gamli skólabróðir Geir H.
Haarde sér af því að hafa safnað í
afgang um 80 milljörðum fram til
ársins 2002. Væri hluta af þessum
tekjuafgangi illa varið, ef hann væri
t.d. nýttur til þess að rétta hlut
þeirra, sem standa hvað höllustum
fæti og þurfa ár hvert að leita til
Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða
krossins til þess að geta lifað af jól-
in? Væri óviðkunnanlegt að nýta
hluta þessa mikla fjármagns til
þess að standa við lögbundnar fjár-
veitingar til Framkvæmdasjóðs
fatlaðra, svo að hann megi gegna
sínu hlutverid í stað þess að ganga
stöðugt á hann með ólögmætri
skerðingu?
Væri kannski ráð, að allir þeir
sjúkdómar og örkuml, sem hrjá
marga þegna þessa lands mundu
leggjast af ofurþunga á ráðamenn,
þannig að sá mínus myndi bætast
við þann mínus, sem viðhorf þeirra
til fatlaðra og öryrkja skapar, og
þannig beytast í einn stóran plús?
Þessi plús gæti orðið til þess að
breyta viðhorfi alþingismanna til
þess hóps, sem á kröfu til þess að
verða jafn gjaldgengur og hverjir
aðrir þegnar þessa lands, og þessi
plús gæti orðið til þess að einhverj-
ir, sem kvíða komandi jólum og
leggjast undir feld og drekka sig
hálfpartinn í hel af áfengi eða háma
í sig lyf, til þess að gleyma jólunum,
rísi upp úr áfengisbrunninum og
þunglyndisvítinu og líti bjartari
augum til framtíðar.
GÍSLI HELGASON,
ritari stjórnar
Öryrkjabandalags íslands.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Mörkinni 3, sími 588 0640
j mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frákl. 11-16
Nettoi,,
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
x Babinnréttingar
fíi á
Vantar þig nýtt og betra
ba& fyrir jólin?
Nú er lag, því viö
bjóðum allt ab Á
Friform
I HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420