Morgunblaðið - 03.12.2000, Side 48
48 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000
m
DAGBOK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er sunnudagur 3. desember,
337. dagur ársins 2000. Jólafasta/
aðventa. Orð dagsins: Sækist eins
* og nýfædd böm eftir hinni andlegu,
ósviknu mjólk, til þess að þér af
henni getið dafnað til hjálpræðis.
(lPt.2,2.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Lag-
arfoss kemur í dag,
Sjöfn EA fer í dag.
Mánafoss kemur á
morgun. Lagarfoss fer á
morgun.
Fréttir
Bókatíðindi 2000. Núm-
er sunnudagsins 3. des.
er 49025, og mánudags-
ins 4. des. er 24202.
Mannamót
Aflagrandi 40. Félags-
vist á morgun kl. 14.
Bankaþjónusta Búnað-
arbankans verður
þriðjud. 5. des. kl. 10.15.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 pennasaumur og
harðangur, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30 félagsvist, kl. 13
opin smíðastofan, kl. 16
; myndlist.
Bólstaðarhh'ð 43. Á
morgun kl. 9-16 handa-
vinna, kl. 9-12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
i Fólag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
! Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30.
í Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Á morgun
( kl. 8 myndlist, kl. 10
verslunin opin, kl. 11.20
leikfimi, kl. 13 handa-
j vinna og föndur, ki. 13.30
enska, framhald.
i Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Á morg-
un kl. 9.45 leikfimi, kl. 13
spilað (brids).
Félag eldri borgara í
, Hafnarfirði, Hraunseli,
; Reykjavíkurvegi 50.
! Púttæfing í Bæj ar-
útgerðinni á morgun kl.
( 10-12. Tréútskurðurí
: -*• Flensborg kl. 13. Félags-
| vist í Hraunseli kl. 13.30.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Félagsvist kl.
13.30 í dag. Dansleikur
i kl. 20 í kvöld. Mánudag-
* ur: Brids kl. 13. Dans-
kennsla fellur niður.
Jólaferð á Suðurnesin
laugard. 16. des. Upplýst
; Bergið í Keflavík skoð-
1 að. Ekið um Keflavík,
Sandgerði og Garð.
Súkkulaði og meðlæti á
, Ránni í Keflavík. Brott-
; för frá Ásgarði í Glæsi-
bæ kl. 15. Æskilegt að
_ fólk skrái sig sem fyrst.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Upplestur í
bókasafninu á mánudag-
inn kl. 17. Spilað í
Kirkjuhvoli þriðjudag kl.
13.30, spilað í Holtsbúð
fimmtudag kl. 13.30.
Gerðuberg, félagsstarf.
í Á morgun kl. 9-16.30
i vinnustofur opnar, m.a.
fjölbreytt handavinna,
kl. 9.25 sund og leikfimi-
æfingar í Breiðholtslaug,
■Hfepilasalur opinn frá há-
degi, kl. 14 kóræfing, kl.
15.30, danskennsla fellur
niður. Myndlistarsýning
Hrefnu Sigurðardóttur
stendur yfir. Miðvikud.
6. des. verður farið i
heimsókn til eldri borg-
ara á Selfossi, fjölbreytt
dagskrá í félagsheimil-
inu Inghóh.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á vegum bridsdeild-
ar FEBK spila eldri
borgarar brids mánu-
daga og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45. Spil
hefjast stundvíslega kl.
13. Leikfimi á mánudög-
um kl. 9 og 10, vefnaður
kl. 9.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9-17, kl. 9.30 kera-
mik, kl. 13.30 og 15
enska, kl. 13.30 lomber
og skák.
Hraunbær 105. Ámorg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 10.30 bæna-
stund, kl. 14 sögustund
ogspjall.
Hvassaleiti 56-58. Á
morgun kl. 9 keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Hæðargarður 31. Á
morgun kl. 9-16.30 opin
vinnustofa, handavinna
og föndur, kl. 14 félags-
vist.
Norðurbrún 1. Á morg-
un er bókasafnið opið frá
kl. 12-15, kl. 10 ganga.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9.15 handavinna, kl.
10 boccia, kl. 13 kór-
æfing.
Vitatorg. Á morgun kl. 9
smiðjan kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 13
handmennt, kl. 13 leik-
fimi, kl. 13 spilað.
Háteigskirkja. Á morg-
un er opið hús fyrir 60
ára og eldri, stund með
Þórdísi kl. 10-12. Gengið
inn Viðeyjarmegin.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudögum frá
kl. 11 leikfimi, helgi-
stund og fleira.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í Kristni-
boðssalnum Háaleitis-
braut 58-60 mánud. 4.
des. kl. 20.30. Skúli
Svavarsson sér um fund-
arefnið. Allir karlmenn
velkomnir.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur jólafund-
inn þriðjud. 5. des. kl. 20
í Safnaðarheimili Fella-
og Hólakirkju. Jólamat-
ur, jólastemmning og
jólasveinninn kemur.
Munið eftir jólapökkun-
um.
Árnesingafélagið í
Reykjavík. Aðalfundur-
inn verður i Seljakirkju
mánud. 4. des. kl. 20.30.
Venjuleg aðal-
fundarstörf. Kaffiveit-
ingar í boði félagsins.
Allir velkomnir.
Félag háskólakvenna.
Jólafundurinn veður í
dag kl. 15.30 á Hótel
Holti. Fyrirlesari verður
dr. Anna M. Magnús-
dóttir sem talar um túlk-
un og tjáningu í barokk-
tónlist. Fundurinn er
öllum opinn. Veitingar:
súkkulaði og frönsk
eplakaka.
Kvenfélagið Hrönn.
Jólafundurinn verður
haldin mánud. 4. des. kl.
19 í Húnabúð, Skeifunni
11. Hátíðarstemmning
ogjólamatur. Tilkynna
þarf þátttöku til stjórn-
ar.
Kvenfélag Kópavogs.
Jólabasarinn verður í
dag kl. 14 í Hamraborg
10. Tekið verður á móti
munum og kökum fyrir
hádegi. Uppl. í síma 554-
0388.
Fríkirkjan i Hafnar-
firði. Jólafundur verður í
Skútunni í kvöld kl. 20.
Takið með ykkur gesti.
Geðdeild Landspítalans,
iðjuþjálfun, geðdeildar-
húsinu við Hringbraut
heldur hina árlegu jóla-
sölu sína miðv. 6. des. frá
kl. 12-15.30. Þar verða
seldir margir fallegir
handgerðir munir, til-
valdir til jólagjafa.
Einnig til sölu kaffi og
meðlæti.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins. Jólafundurinn
verður haldinn í Kirkju-
bæ fostud. 8. des. kl. 20.
Tilkynnið þátttöku fyrir
5. des. Ester, s. 557-7409
eða Ólöf, s. 588-7778.
MS-félag íslands. Jóla-
fagnaður verður haldinn
á Grand hóteh kl. 15 f
dag, sunnudag.
Ættfræðifélagið. Rabb-
fundur um ættfræði
verður haldinn í Bóka-
safni Reykjanesbæjar
við Hafnargötu í Kefla-
vík mánud. 4. des. kl. 20.
Fundurinn er fyrir fé-
laga í ættfræðifélaginu
sem búa á Suðumesjum
og aðra áhugamenn um
ættfræði á svæðinu.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar. Jólafundurinn
verður haldinn í Hlé-
garði mánud. 4. des kl.
19.30. Munið eftir að
taka með ykkur pakka
og tilkynna þátttöku í s.
566-7835.
Kvenfélag Garðabæjar.
Jólafundur félagsins
verður haldinn á Garða-
holti þriðjudaginn 5. des.
kl. 20.30.
Safnaðarfélag Ás-
prestakalls verður með
kökubasar í dag í safnað-
arheimili Áskirkju kl. 15.
Jólafundurinn verður í
safnaðarheimili
kirkjunnar fóstud. 8. des
og hefst með borðhaldi
kl. 19. Fannar Vilhjálms-
son leikur á píanó. Há-
tíðarmatur. Vinsamlega
tilk. þátttöku fyrir 5.
des. til kirkjuvarðar s.
588-8870, Erlu s. 553-
4784. Guðrúnar s. 581-
2044 eða Þórönnu s. 568-
1418.
Kvenfélag Laugar-
nessóknar. Jólafundur-
inn verður á morgun,
mánud. 4. des. Munið
jólapakkana og máls-
hætti.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SlMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 669 1166,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1116. NETFANG:
ITST.J@ MiiL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 160 kr. eintakið.
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Góð
ábending
SÍÐASTLIÐIÐ sumar
gisti ég nokkrar nætur í
skálum Ferðafélags ís-
lands. Eg hafði búist við
að leirtau og hnífapör
væru í skálunum og hafði
slíkt ekki meðferðis. Hins
vegar var raunin sú víða,
að lítið var til og gestir
skiptust á að nota þau fáu
áhöld sem til voru. Þá rifj-
aðist upp fyrir mér að ég
hef oft heyrt fólk, sem er
að gera upp dánarbú, tala
um að það viti ekkert
hvað eigi að gera við leir-
tau og hnífapör. Ég hafði
samband við fram-
kvæmdastjóra Ferðafé-
lags íslands og hún sagði
mér að félagið vantaði
gjarnan drykkjarkönnur,
grunna diska og hnífapör.
Hins vegar ætti félagið
mikið af djúpum diskum
og litlum fylgidiskum,
sem nýttust lítið. Þess
vegna datt mér í hug að
benda þeim sem eru að
vandræðast með þessa
hluti og vita ekki hvað
þeir eiga að gera við
gömlu hversdagshlutina
hennar ömmu að gefa þá
til ferðafélaganna, sem
reka skála í óbyggðum.
Þar væru þeir vel þegnir.
María Játvarðardóttir.
Frábær þjónusta
MIG langar að leyfa öðr-
um að njóta með mér
góðrar reynslu af hár-
greiðsluvinnubrögðum
Elínar og (áreiðanlega
annarra sem þar vinna) á
Hárgreiðslustofunni Hár
og smink í Hlíðarsmára í
Kópavogi. Ég er með fínt
hár og hef litað það, en nú
langaði mig að fá mér
permanent en var eitt-
hvað efins, en settist af-
slöppuð í stólinn hjá El-
ínu og allt gekk vel. En nú
kemur undrun mín, því
þegar ég kom heim á
þriðjudaginn var síma-
númer á símanum mínum
sem ég kannaðist ekki
við, svo ég hringdi og þá
svaraði Hár og smink.
Viti menn, Elín var að
hringja til að athuga
hvort ekki væri allt í lagi
með permanentið. Svona
þjónustu og tillitssemi
ber að láta vita af.
H.S.
Fyrirspum
vegna nagladekkja
MIG langar að koma með
smáfyrirspum til gatna-
málayfirvalda, hvort ekki
ætti að banna eða skatt-
leggja nagladekk, því fólk
virðist vera staðnað í
notkun nagladekkja. Þótt
það hafi verið dálítil um-
ræða á þessu ári um aðra
valkosti en nagladekk eru
samt um 70% á nagla-
dekkjum. Þessir valkostir
eru jaíngóðir eða betri.
Það er að segja Blizzak-
dekk, sem eru betri en
naglamir og minnka þá
mengun um 93%. Þegar
bíll með nagladekkjum
keyrir á götu 1 km spænir
hann upp 27 g af tjöra-
ryki. Éf þú keyrir til
dæmis á Blizzak-dekkjum
sömu vegalengd, þá
minnkarðu mengun um
93%. Þetta er samkvæmt
nýjum prófunum frá
sænsku gatnamálayfir-
völdunum. Opinberir
sjóðir myndu þurfa að
borga fjórtán sinnum
minna í viðhald gatnanna,
ef fólk hætti að nota
nagladekk og notaði hjól-
barða, sem era betri sam-
kvæmt könnunum.
Borgari.
Lélegt viðhald
á vegum
EINAR Vilhjálmsson
hafði samband við Vel-
vakanda og vildi koma á
framfæri tilmælum til
Vegagerðarinnar og biðja
hana að laga hvarf á veg-
inum, þar sem keyrt er af
Vífilsstaðaveginum inn á
Hafnarfjarðarveginn.
Einnig er bilun á tveimur
stöðum hjá Arnarnes-
hæðinni á leið til Reykja-
víkur. Þetta er búið að
vera svona síðan í sumar.
Hefur einhver
séð Lobo?
19. NÓVEMBER sl.
hvolfdi bifreið á Nesja-
vallavegi, austan við
Hafravatn. Við óhappið
slapp út hundur af
tegundinni beagle sem
gegnir nafninu Lobo.
Hundurinn er svartur,
hvítur og ljósbrúnn og er
með fjólubláa hálsól.
Hans hefur orðið vart í
nágrenninu og er fólk
vinsamlegast beðið að
hafa augun hjá sér og láta
vita strax og það sér
hann. Lobo er feldlítill og
þolir ekki að vera á ver-
gangi svona lengi. Þeir
sem gætu gefið einhverj-
ar upplýsingar vinsa-
mlegast hringi í Ágúst í
síma 863-6271.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 feit, 8 heimild, 9 reiðan,
10 greinir, 11 hússtæðið,
13 gabba, 15 háðsglósur,
18 ísbreiða, 21 kvendýr,
22 lengdareining, 23 dá-
in, 24 sannleikurinn.
LÓÐRÉTT:
2 írafár, 3 afreksverkið, 4
ástundunarsamur, 5
blóðsugur, 6 gröf, 7
venda, 12 fag, 14 keyra,
15 heiður, 16 spilla, 17
bjór, 18 alda, 19 ól, 20
hirðuleysingi.
LAUSN SfeUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kænir, 4 töfra, 7 rokum, 8 læðan, 9 mót, 11
arða, 13 knár, 14 græða, 15 hata, 17 lund, 20 átt, 22 fipar,
23 ótrúr, 24 ránið, 25 taðan.
Lóðrétt: 1 kárna, 2 nakið, 3 römm, 4 tölt, 5 fæðin, 6 ann-
ar, 10 óhætt, 12 aga, 13 kal, 15 húfur, 16 túpan, 18 um-
ráð, 19 dýrin, 20 árið, 21 tómt.
Víkverji skrifar...
HÚN breyttist í martröð kvöld-
skemmtunin sem átti að verða
á heimili Víkverja sl. miðvikudags-
kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn
sýndi í beinni útsendingu viðureign
„Islendingaliðsins" Stoke City og
stórveldisins Liverpool í ensku
deildabikarkeppninni í knattspymu.
Fyrirfram átti Víkverji von á spenn-
andi og skemmtilegri viðureign enda
þótt mikill munur sé á umfangi lið-
anna nú um stundir, enda hefur hann
tröllatrú á hæfileikum Guðjóns
Þórðarsonar sem knattspymuþjálf-
ara. Hann hefur oft áður leitt s.k.
„minni spámenn“ til glæsilegra af-
reka gegn stærri liðum á knatt-
spymuvellinum og hvers vegna hefði
slíkt ekki átt að geta gerst nú?
Skemmst er frá því að segja að
þau átta mörk sem leikmenn liðsins
frá Bítlaborginni skoraðu gegn
„okkar mönnum“ reyndust einum of
stór biti að kyngja og niðurstaðan
versta tap Stoke City frá árinu 1889
og um leið stærsti sigur Liverpool á
útivelli nokkru sinni.
Einhverjum efasemdarröddum
kann að hafa verið skemmt yfir
þeirri útreið sem Stoke City fékk í
þessum leik, en Víkverji var svo
sannarlega ekki einn þeirra. Hann
hefur fylgst með liðinu allt frá yfir-
töku íslensku fjárfestanna fyrir
réttu ári og vonar enn heitt og inni-
lega að draumurinn rætist og liðið
vinni sér sæti í 1. deildinni á næstu
leiktíð.
Segjast verður eins og er, að ekki
hefur gengið sem skyldi á yfirstand-
andi leiktíð, og skömmu fyrir stór-
skellinn gegn Liverpool mátti Stoke
City sætta sig við auðmýkjandi ósig-
ur gegn utandeildarliðinu Nuneaton
í bikarkeppninni. Það sýnir vel
hversu knattspyrnan er óútreiknan-
leg, að á sama tíma og hægt er að
skýra tapið gegn Liverpool með því
að einn leikmaður þess sé dýrari en
allt Stoke-liðið gildir einnig að einn
leikmaður Stoke er dýrari en allt
Nuneaton-liðið.
Víkverji vonar enn statt og stöð-
ugt að betur fari að ganga í Stafford-
skíri hjá ensk-íslenska knattspymu-
liðinu og telur rétt að vitna í þeim
efnum í Guðjón nokkurn Þórðarson,
sem gjaman segir: „Nú ríður á að
menn sýni úr hverju þeir era gerð-
ir!“
XXX
LÍKLEGA væri að bera í bakka-
fullan lækinn að fjalla um flutn-
inga Ríkissjónvarpsins upp í út-
varpshúsið við Efstaleiti, eins
brösuglega og tæknimönnum þess
virðist ganga að aðlagast nýjum
tækjum og tólum. Hitt finnst Vík-
verja öllu verra, að svo virðist sem
Textavarp RÚV hafi farið enn verr
út úr flutningunum. Nú er t.d. oft
þrautin þyngri að hlaða síðum þess
niður og getur tekið nokkurn tíma,
en fyrir flutningana var slíkt ekkert
tiltökumál og á betri sjónvarpstækj-
um mátti jafnvel hlaða nokkrum síð-
um niður í einu og fletta svo á milli.
Víkverji hefur sannreynt á nokkram
tegundum sjónvarpstækja á mis-
munandi stöðum að eitthvað hefur
gerst hjá textavarpinu sem orsakar
þessa breytingu til hins verra. Hvað
skyldi það vera?