Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 64
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. MORGUNBLAÐIÐ.KRINGLUNNU, 103REYKJAVÍK,SÍMI5691100,SIMBREF5691181,PÓSTHÓLF3040, QTTXTXTTT'n A nTT'D Q m?QT?l\/mTPD OnHfi ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS,AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1 O UIN 1N U JJ/iUr Ull O. \J£j OH/IVID£jIX ^UUU Morgunblaðið/RAX Stefnt að því að þörf fyrir sambýli fatlaðra verði mætt á næstu fímm árum Þjónusta við fatlaða er talin kosta 4,4 milljarða VILJAYFIRLÝSING um samstarf félagsmálaráðuneytisins og Hússjóðs Öryrkjabandalagsins var undirrituð í gær og er markmiðið að þörf fatlaðra fyrir sambýli verði mætt á næstu fimm árum. AIls eru 209 manns á biðlistum eftir slíku húsnæði. Áætlað er að kostnaður við fjárfestinguna verði um 1,5 milljarðar á þessum fimm árum. Talið er að heildarkostn- aður vegna þjónustu við fatlaða og ^húsnæðismála verði 4,4 miiijarðar á næsta ári og er þá meðtalinn kostnað- ur við langveik böm. Um það bil 0,5% landsmanna þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og seg- ir Páll Pétursson félagsmálaráðherra kostnaðinn við málaflokkinn talinn 4,1 milljarð króna sem er 565 miiljóna króna hækkun frá núverandi fjárveit- ingu. Segir hann þar reiknað með kostnaðaráhrifum iagafrumvarps um málefni fatlaðra. Þá bætast við 300 milljónir króna vegna þjónustu við langveik böm og alls er því kostnaður við málaflokkinn ráðgerður 4,4 millj- arðar sem eru 1,16% af útsvars- telyum. I skýrslu starfshóps um biðlista -•eftir búsetu sem kynnt var í gær kemur fram að alls búi 877 menn á sambýlum, vistheimilum og í sjálf- stæðri búsetu með frekari liðveislu. Hefur þeim íjölgað um 42 frá árslok- um 1997. íbúum sambýla hefur fjölg- að um 55, þeim sem njóta frekari lið- veislu um 16 en fækkað hefur þeim sem á vistheimilum búa um 29. Ails er 1.061 fatlaður einstaklingur á aldrinum 16-66 ára sem eru 0,6% af íbúafjölda þjóðarinnar. í búsetu eru 852 og því 209 á biðlista. Af þeim 209 sem eru á biðlista vantar 134 búsetu á sambýlum. í Reykjavík eru 118 á biðlista eftir búsetu, þar af 83 sem bíða eftir vist á sambýli. A Reykja- nesi eru 57 á biðlista og 34 á lands- byggðinni. Um 90% þeirra sem þurfa UM ellefu af hundraði íslendinga, eða um 30 þúsund manns, eru haldn- ir skammdegisþunglyndi, eða vetr- arþunglyndi af einhverju tagi. Hóp- ur íslenskra vísindamanna hefur á undanfömum árum unnið að rann- sóknum á þessu fyrirbæri læknis- fræðinnar, undir forystu prófessor- búsetu á sambýlum á landsbyggðinni eru þegar á sambýlum en í Reykjavík og á Reykjanesi er hlutfallið 67%. Þarf að fjölga sambýlaplássum þar um 58 til að ná sömu þjónustu og ann- ars staðar á landinu. Þá er talið að á næstu fimm árum bætist 12-14 manns á ári í hóp þeirra sem þurfa stuðning til búsetu. Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Helgi Hjörvar, formaður Hús- sjóðs Öryrkjabandalagsins, fögnuðu báðir viijayfirlýsingunni um samstarf í húsnæðismálum. Gert er ráð fyrir anna Jóhanns Axelssonar og Guð- mundar G. Haraldssonar í félagi við geðlæknana Högna Óskarsson, Jón G. Stefánsson og Andrés Magnús- son. Ungur vísindamaður, Ragnhildur Káradóttir, lauk nýverið við rann- sókn á skammdegisþunglyndi hér á landi, en niðurstöður hennar eru taldar geta haft töluverð áhrif á rannsóknir á þessum sjúkdómi í framtíðinni. Fyrstu niðurstöður sinnar tegundar í heiminum Þar kemur fram að marktækur munur hefur fundist á melatónín- framleiðslu íbúa á Suðurlandi eftir því hvort þeir hafa einkenni skamm- degisþunglyndis eða ekki. Þeir sem eiga við slíkt þunglyndi að stríða framleiða að meðaltali um 2,4 sinn- um meira af melatóníni en aðrir og kann þetta að varpa nýju ljósi á or- sakir þessa árstíðabundna sjúkdóms sem herjar á milljónir manna víða um heim. að Hússjóður Öryrkjabandalagsins láti í té húsnæði fyrir fatlaða sem Ibúðalánasjóður láni að nokkru leyti fjármagn til og félagsmálaráðuneytið reki að öllu leyti. Helgi Hjörvar sagði hússjóðinn nú vera með á annan tug sambýla þar sem væru um 600 íbúðir um land allt. Hann sagði að með sam- starfinu við félagsmálaráðuneytið væri uppbyggingin hraðari en hús- sjóðurinn hefði annars getað staðið undir næstu fimm árin. Sagði hann heildarframkvæmdakostnað verða kringum 1,5 milljarða króna. Þáttur melatóníns, efnisins sem ræður því hvort mann syfjar eða ekki, í tengslum við skammdegis- þunglyndi hefur ekki verið kannaður marktækt áður. Jóhann Axelsson segir að niður- stöður Ragnhildar séu þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. „Kenningin um tengsl sjúkdóms- ins og framleiðslu líkamans á mela- tóníni stóð fremur illa að vígi, þar sem ýmsar rannsóknir stönguðust á í meginatriðum. Niðurstöður úr rann- sókn Ragnhildur eru þvi þær fyrstu í heiminum sem eru alveg ótvíræðar í þessum efnum. Niðurstöður hennar sýna ótvírætt að framleiðsla mela- tóníns meðal þeirra sem eru þungir í skammdeginu og líður þá illa er 2,4 sinnum meiri allan sólarhringinn en hjá hinum sem er sama hvort er vet- ur eða sumar. Þetta er því mjög sterk stuðningsyfirlýsing við mela- tónín-tilgátuna og skammdegis- þunglyndið - líklega sú sterkasta hingað til,“ segir hann. Reynsla Ragnhildar af mælingu á Tilhlökkun á aðventu LEIKSKÓLABÖRNIN í Bjarnahúsi á Húsavík sögðust vera farin að hlakka til jólanna, enda byrjað að skreyta skólann þeirra. Þau Viktor- ía, Hannes og Dagbjört príluðu upp á girðinguna til að vera örugglega með á myndinni. Flug- umferð eykst FLUGUMFERÐ um íslenska úthafsflugstjómarsvæðið jókst um 13% á fýrstu tíu mánuðum þessa árs, en 80.686 flugvélar flugu um svæðið eða um 9.200 fleiri en á sama tíma í fyrra. Heildarvelta íslands af umferð um íslenska flugstjómarsvæðið í ár er áætluð nálægt 1,8 millj- örðum króna. Á hverjum sólarhring fljúga 1.000 til 2.000 flugvélar yfir Atl- antshaf, þar af þriðjungur um íslenska svæðið. Aukningin á islenska svæðinu er helmingi meiri en gert hafði verið ráð fyrir í umferðarspám Alþjóða- flugmálastofnunarinnar. Ef aukningin heldur áfram í nóv- ember og desember má reikna með að heildarumferð ársins verði um 100.000 flugvélar og má reikna með að um 22 millj- ónir farþega fljúgi um svæðið. 500 flugvélar á sólarhring Þegar umferð er mest á ís- lenska svæðinu fljúga þar rúm- lega 500 vélar á sólarhring og er yfirgnæfandi meirihluti á ferð á aðeins fimm til sex klukkustunda tímabili, eða frá klukkan 10 til 16. íslenska úthafsflugstjómar- svæðið er með þeim stærstu í heimi og nær frá Norðurpóln- um og nokkuð suður fyrir Fær- eyjar og frá Noregsströndum og upp undir strendur Kanada. magni melatóníns í munnvatni á rannsóknarstofu í Finnlandi hefur ekki síst orðið til þess að nú eru bundnar vonir við að fyrstu mæling- amar hérlendis fari fram á næstu vikum á lífeðlisstofnun Háskólans. Jafnframt stendur til að endur- taka rannsókn Ragnhildar, en með mun stærra úrtaki, á milli jóla og nýárs. Þá verða nokkrir tugir Islend- inga sem búa á Vestfjörðum og Suð- urlandi beðnir að taka þátt í rann- sókninni, svo komast megi nær orsökum skammdegisþunglyndis. „Lykilatriði i þeim rannsóknum er að íslenskur almenningur taki okkur vel og samþykki að taka þátt í rann- sókninni. Ekki aðeins þeir sem stríða við þunglyndi í skammdeginu heldur einnig þeir sem gera það alls ekki. Aðeins þannig sjáum við muninn á sjúkum annars vegar og heilbrigðum hins vegar og getum í framhaldi af því reynt að komast að rót vandans," segir Jóhann Axelsson. ■ Virk vísindi /26-27 H KM L-l-n ■a-n tlr Grundvötlur að góðri framtið Æskulínubók er verðtryggður 36 mánaða reikningur með hæstu vöxtum almennra reikninga bankans. Forráðamenn barna geta þó bundið reikninginn til lengri tíma, þannij að innstæðan verði laus 61 útborgunar við ákveðínn aldur, td. 16 eða 18 ára. ®BÚNAÐARBANKINN Traustur bariki Um 30 þúsund Islendingar þjást af skammdegisþunglyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.