Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 03.12.2000, Síða 36
36 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST A > FÁAR hljómsveitir hafa vakið aðra eins athygli og umtal síðustu miss- eri og kanadíski fjöllistaflokkurinn Godspeed You Black Emperor! Sveitarmenn og -konur hafa verið tregir til að gefa út plötur á þeim sex árum sem sveitin hefurverið að og þóttu því mikil tíðindi þegar tvö- íold plata kom út í haust. Godspeed-meðlimir hafa jafnan reynt að sveipa hljómsveit- ina sem mestri dulúð og þannig er lítið um myndir af sveitinni og fátt um viðtöl. Eftir því sem næst verður komist var sveit- in stofnuð fyrir sex árum og _______________ fljótlega eftir eftir Árna f>'rstlJ , æíl,nffu Motthíosson kom, ut 1 ,ljtlu upplagi snældan All Lights Fucked on the Hairy Amp Drooling sem er mikill safn- gripur enda voru aðeins fram- leidd 33 eintök. Nafn sveitarinnar er sérkennilegt, víst fengið af jap- önsku mótorhjólagengi, en enn sérkennilegri eru heiti lagasafna þeirra sem sveitin hefur gefið út, eins og sjá má á áðurnefndri snældu. Næsta útgáfa Godspeed vai- F#A#(Infinity) sem var að- eins gefin út í 550 eintökum og aðeins í Kanada. Orðspor sveitar- innar barst þó suður til Kranky- útgáfunnar í Chicago og menn þar sóttust eftir og fengu leyfi til að gefa skífuna út á disk. Þremur árum síðar kom út þriðja útgáfa hljómsveitarinnar, stuttskífan Slow Riot for New Zero Kanada, og vakti mikla hrifningu en ekki vakti tónleika- hald sveitarinnar minni hrifningu en á tónleikum er Godspeed You Black Emperor! níu til þrettán manna hljómsveit með ljósamönn- um og myndstjórum. Síðustu ár hefur sveitin stundað tónleika- hald af kappi og fékk meðal ann- ars Sigur Rós til að hita upp fyrir sig á tónleikaröð í Bretlandi eins og flestir muna eflaust. Sagan hermir að 1994 voru þeir Efrim, Mauro og Moya að gutla saman í tónlist en Efrim og Mauro voru þá nýlega búnir að gefa út snælduna sem getið er. Félagi þeirra bað þá að hita upp fyrir hljómsveit sem hann var í og þer slógu til en segjast ekki hafa haft hugmynd um hvað þeir ættu að spila. Þá kom sú upp- ástunga að láta sér nægja að spila eina nótu í klukkutíma eða svo eins og þeir segja sjálfir frá og næstu tvö árin var það einmitt aðal sveitarinnar að leika eina nótu langtímum saman. „Síðan bættist við önnur nóta og svo voru þær orðnar þrjár og lögin orðin mjög löng. Við höfum stytt þau síðan en þannig hefur þetta þróast hjá okkur.“ Aidan slóst næstur í hópinn og síðan Roger, David Bryant og Norsola en þegar sveitin fer á tónleikaferðir er hún yfirleitt með aukamenn þannig að á sviðinu eru yfirleitt tíu manns, þrír gítar- leikarar, tveir bassaleikarar, skógarhom, fíðla, lágfiðla, hné- fiðla og slagverk. Þrátt fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan leggja liðsmenn sveitarinnar áherslu á að Godspeed sé rokk- hljómsveit enda séu þeir upp runnir í pönkinu og semji lög sín út frá gítarfrösum. Fyrir stuttu kom út þriðja út- gáfa þeirra félaga, Lift Your Skinny Fists Like Antennas to Heaven / Levez Vos Skinny Fists Comme Antennas To Heaven, sem á eru lög sem Godspeed hef- ur leikið á tónleikaferðum sínum undanfarið. Platan hefur fengir framúrskarandi dóma, líkt og allt það sem frá Godspeed hefur kom- ið, enda segja liðsmenn að þeir búi til sín bestu verk á tónleikum og líði reyndar best á sviðinu. „011 tónlist okkar er samin með það í huga að hún sé spiluð hátt og á sviðinu náum við best saman, mun betur en lokuð inni í hljóð- veri.“ Áhugasömum má benda á að mikið er til af tónleikaupptökum með sveitinni á Netinu enda hafa liðsmenn lítt amast við slíkri dreifingu. Ástæða er til að leita uppi lagið Do You Know How to Waltz? þar sem Godspeed og Low leiða saman hesta sína en lagið er einmitt úr smiðju Low. Svo eru til fjölmörg hliðarverkefni God- speed, til að mynda A Silver Mt. Zion, sem Efrim rekur en sú sveit sendi nýverið frá sér framúr- skarandi plötu, „He Has Left Us Alone But Shafts of Light Some- times Grace The Corner of Our Bedrooms", 1-Speed Bike, Exhaust, Fly Pan Am, Molasses og Shalabi Effect. DULARFULLU FJÖLLISTAFU Nýtt byltingarkennt jeppadekk Nýja All Terrain AT-KO dekkið frá BFGoodrich er eina jeppadekkið é markaðnum með þrjú polyester- strlgalðg í hliöum. Veldu aðelna pað besta fyrlr jeppann þinn. All-Terrain Betri aksturseiginleikar. Meiri mýkt sem dregur úr vegahljóði. Mynstur á hliðum þannig að grip verður mun betra í snjó eða sandi. Ryður betur frá vatni og krapa. Burðarlög hitna minna við álag og erfiðar aðstæður. Nýtt tvístefnu AT-mynstur. Jafnari lögun sólans sem gerður er úr tvenns konar efni. 12% betri ending en áður. BÍLABÚÐ BENNA • Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík Sfmi 5S7 0 587 • Fax 567 4340 • Netfang: benni@benni.is • Vefsfða: www.benni.is enn mv^ra Síðasta stóra byltíng varð fyrir 20 árum AT-KO er önnur eins bylting!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.