Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ l* *Tí 'Ai'Í'ÍS II r\P SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2000 B 37 Ný og aukin meðferð við gyllinœð Gott við ýmiskonar óþœgindum á ytri kynfœrum kvenna Dregur úr svióa, kláða og ertingu við endaþarm Graeðandi blautþurrkur Grœða og hreinsa DÆGURTÓNLIST Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefnum í heimilishaldi og iðnaði. Tlðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, ollu, kltti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. wrpiA Hté«&r*mx9(9 K. Pétursson ehf www.kpetureson.net J MEÐAL helstu sérkenna rappsins er hve það endumýjast ört og mun hraðar en rokkið; nýjar stefnur spretta fram, gerbylta öllu og lúta svo í lægra haldi fyrir nýjum straumum. Inn á milli eru svo stöku listamenn eða sveitir sem ná að halda velli þrátt fyrir sviptingarnar. Wu-Tang-gengið breytti rappheim- inum svo um munaði, ýtti úr vör nýrri gerð af rappi og gat af sér fjölda sólólistamanna sem settu svip á sölulista í nokkur ár. Fyrir stuttu kom út þriðja skífa Wu-Tang Clan. ÞÓTT ótrúlegt megi virðast eru sjö ár síðan fyrsta breiðskífa þeirra Wu-Tang-félaga, Enter the Wu-Tang (36 Chambers), kom út. Platan vakti ekki svo ýkja mikla athygli til að byrja með, en sótti stöðugt í sig veðrið og telst orðið með bestu rappskífum sög- unnar. í kjölfarið fóru félagamir í Wu-Tang-genginu að senda írá sér sólóplötur með góðum árangri; RZA, Genius/GZA, 01’ Dirty Bastard, Method Man, Raekwon, Ghostface Killa og Inspecta Deck, auk þess sem þeir félagar, aðallega RZA, komu að fjölda hliðarverkefna. Fjögur ár liðu í næstu Wu-Tang-skífu og þótt hún hafi þótt mikið afbragð fannst mörg- um sem flokknum hefði fatast flugið og höfuðpaurinn RZA verið að vasast í of mörgu. Hvað sem því líður kom út ný Wu-Tang-skífa á dögunum og kall- ast einfaldlega W. Síðasta Wu-Tang-skífa var tvöföld og hefði eflaust mátt snyrta og orm- hreinsa hana niður í eina skífu. Platan nýja er ein plata, samþjappað stuð, að sögn þeirra félaga, en RZA heldur um stjórnvölinn aftur. Þeir Wu-Tang- menn eru níu á plötunni, RZA, GZA, U-God, Masta Killa, Method Man, Raekwon, Ghostface Killah, In- spectah Deck og Capadonna; 01’ Dir- ty Bastard fjarri góðu gamni, enda hefur hann í nógu að snúast við að greiða úr flækjunum í eigin lífi. Platan er reyndar tileinkuð honum og hann hafði tíma til að taka upp eitt lag. Annað sem kemur á óvart við plöt- una er að á henni eru ýmsir gestir, sem þeir Wu-Tang-menn hafa ekki áður gefið færi á. Þannig koma við sögu Snoop Dogg, Nas, Busta Rhym- es, Redman, Junior Reid og Isaac Hayes. RZA segir að skífan nýja sé til marks um það að þeir félaga séu ekki á höttunum eftir frægð og fé, það eitt vald fyrii- þeim að standa undir nafni sem fresta rappsveit heims. „Við hyggjumst sýna öðrum vígamönnum í tvo heimana, en erum ekki í sókn eftir fé eða frama, okkur hungrar í heiður sem samúi-æjar.“ Til að skífan yrði sem best og ekki síst unnin á sem skemmstum tíma fluttu þefr félagar sig meðal annars um set, fóru frá heimaslóðum í New York tíl Los Angeles og tóku upp megnið af skífunni þar; bjuggu allir saman í einbýlishúsi í þijá mánuði og þræluðu líkt og gert var í upptökulot- unni fyrir fyrstu stófuna, að því er RZAsegir. Skífan kom út í síðustu viku og þeir félagar hófu tónleikaferð til þess að fylgja henni eftir með látum í New York. Þar bar meðal annars til tíðinda að 01’ Dirty Bastard fékk bæjarleyfi úr fangelsinu til þess að taka með þeim eitt lag og því var öll Wu-Tang- klíkan á sviði samtímis í fyrsta sinn í fjölmörg ár. Ef þú ert á leið í nám hvetjum við þig til að athuga eftirfarandi: Viðskipta- og tölvuskólinn býður upp á eins árs kröfuhart nám með áherslu á góða tölvuþekkingu og sérhæfingu í viðskiptalífinu. Viðskipta- og tölvuskólinn leggur áherslu á að nemendur nái árangri sem nýtist í krefjandi störfum. Viðskipta- og tölvuskolinn er einkaskóli sem er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu. Viðskipta- og tölvuskólinn byggir a 26 ára reynslu. Viðskipta- og tölvuskólinn opnar þer leið að nýjum tækifærum. VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 -108 Reykjavik • Simi 588 5810 Bréfasími 588 5822 • framtid@vt.is • www.vt.is Wu-Tang h u ngra r í heiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.