Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 1

Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 1
1 2000 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ■ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER BLAÐ BIKARMEISTARAR Fram í hand- knattleik karla mæta íslandsmeist- urunum, Haukum, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Hér er um að ræða stórviðureign á milli liðanna, sem börðust um meistaratitilinn sl. keppnistímabil og eru liðin í tveimur efstu sætum 1. deildar nú. ■ Bi kard ráttu r/D3 Eiður Smári hefur vakið mikla athygli í Englandi sem leikmaður með Bolton og Chelsea. Chelsea hafnaði 745 milljónum fýrir Eið Chelsea hafnaði 745 milljóna króna boði frá Manchester City í Eið Smára Guðjohnsen, eftir því sem fjölmiðlar á Englandi greindu frá í gær. Þar sagði að Joe Royle hefði lagt fram 6 milljón punda tilboð í Eið Smára á sunnudaginn, nokkr- um klukkustundum áður en liðin átt- ust við á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. Þess má geta að tilboðið er tveim milljónum punda, 250 milljón- um króna, hærra en það verð sem Chelsea greiddi fyrir Eið frá Bolton í sumar. Tilboðinu var umsvifalaust hafnað að sögn talsmanns Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea gegn Manchester City en var skipt út af á 58. mínútu íyrir Gus Poyet. Vitað er Royle hefur lengi haft augastað á Eiði og var meðal þeirra sem gerðu tilraun til að krækja í pilt er hann var í herbúðum Bolton. Auk þess leitar Royle nú logandi ljósi að framherja til þess að styrkja sóknar- leik liðs síns. Eiður er ekki eini sókn- armaðurinn sem nefndur hefur verið til sögunnar. Meðal annan-a er Robbie Keane hjá Intemazionale og Lee Hughes, leikmaður WBA. Talið er að Royle sé tilbúinn að greiða um 5 milljónir punda fyrir Hughes en líklegt er að Keane sé of dýr. Talið er að Chelsea sé tilbúið að leggja um 13 milljónir punda, 1,6 milljarða króna, til þess að fá Keane í sínar herbúðir og City á erfítt með að keppa við það verð. Franskur sóknarmaður, Cedric Bardon hjá Rennes, verður til reynslu hjá Manchester City í vik- unni. Ef Bardon tekst að heilla Royle er talið sennilegt að ekki þurfi að greiða fyrir hann meira en 125 millj- ónir króna. Þórir með norska kvenna- landsliðið? NAFN íslendingsins Þóris Hergeirssonar hefur skotið upp kollinum í norskum fjölmiðlum að undanförnu sem væntanlegs eftirmanns Marit Breivik sem nú þjálfar norska kvennalandslið í handknattleik. Samkvæmt heimildum frá Stavanger Aftenblad hefur Marit Brei- vik mælt með Þóri sem hugs- anlegum arftaka en allar lík- ur eru á að Breivik hætti sem þjálfari liðsins næsta sumar. Þórir er í dag þjálfari norska unglingalandsliðsins sem skipað er stúlkum á aldrinum 18-19 ára og jafnframt því er hann í 50% starfi sem aðstoð- armaður Marit Brevik. „Það kæmi mér verulega á óvart ef norska hand- knattleikssambandið hefði ekki samband við mig ef Marit Brevik hættir. En Mar- it hefur ekki gert upp hug sinn í þeim efnum og það veltur allt á gengi liðsins í Evrópukeppninni sein hefst í Rúmeniu 7. desember. Það er því ekkert hægt að segja hvort ég verði næsti lands- liðsþjálfari norska kvenna- liðsins en málið hefur verið rætt á fundum hjá okkur sem að liðinu koma en þeim um- ræðum ætlum við að halda út af fyrir okkur að svo stöddu," sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið í gær. Fram mætir Haukum FRAMGANGAIPSWICH VEKUR ATHYGLI / D4, D5 Jólabæklingurínn kemur til þín á morgun! Dreift á öll heimili landsins INTER SPORT Pín frístund - O kka r fag Bíldshöföa • 110 Reykjavik • 510 8020 • www.intersport.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.