Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 7

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 D 7 KÖRFUKNATTLEIKUR KR-ingar komnir á fulla ferð MEISTARAR KR eru á hraðri leið upp stigatöfluna í úrvalsdeild karla. Á sunnudaginn sýndi liðið á sér heldur óvenjulega hlið, skoraði 113 stig þegar það lagði Njarðvíkinga í hröðum og skemmtilegum leik í KR-húsinu. Gestirnir gerðu 94 stig. Á síð- asta leiktímabili skoraði KR tvisvar sinnum meira en 100 stig í deildarleik, gegn Þór og Snæfelli og tímabilið þar á und- an vann KR lið Hauka 101:92. að má segja að KR-ingar hafi notað aðferð Njarðvíkinga en þeir kunna því vel að leika hratt á meðan KR-ingar SkúHUnnar J^afa hingað til Sveinsson heldur viljað hafa skrifar leikina í rólegri kantinum og nýta þann tíma sem þeir hafa til að ljúka hverji sókn. A sunnudaginn gáfu KR-ingar Njarðvíkingum ekkert eftir við að halda uppi hraðanum í leiknum. Leikurinn hófst með miklum lát- um, heimamenn áttu fyrstu sókn- ina og þegar leikmaður þeirra var að leggja knöttinn í körfuna kom Logi nokkur Gunnarsson fljúgandi og varði skotið. Njarðvíkingar brunuðu í sókn og Logi skoraði. Jafnræðið var mikið í fyrsta leik- hluta, munurinn var mestur fimm stig fyrir heimamenn en staðan 29:33 eftir tíu mínútna leik. Svo furðulegt sem það kann að virðast léku liðin ágætis vörn þrátt fyrir þetta mikla skor. Ekki var tekið mikið af fráköstum enda var nýting liðanna með ágætum og því ekki svo ýkja mörg fráköst i boði. Heldur hægðu menn á ferðinni í öðrum leikhluta sem KR vann 27:22 og var 56:55 yfir í leikhléi. KR-ingar virtust ætla að lenda í villuvandræðum því eftir fyrri hálfleikinn voru Magni Hafsteins- son, Ólafur Jón Ormsson, Jón Arn- ór Stefánsson og Arnar S. Kára- son allir með þrjár villur, en þeim tókst að halda aftur af sér það sem eftir var leiks. Njarðvíkingar höfðu undirtökin í þessum leik- hluta, allt þar til undir lok hans að heimamenn gerðu 9 stig í röð og staðan var jöfn er síðasti leikhluti hófst. I honum voru það heima- menn sem voru sterkari og sigr- uðu. Hjá KR áttu flestir ágætan leik, Keith Vassell hóf leikinn fremur rólega en lét meira að sér kveða er líða fór á hann og komst í heildina mjög vel frá honum, gerði 24 stig og tók auk þess 15 fráköst. Eins og svo oft áður var fyrirliði KR til mikils sóma enda er baráttan á þeim bæ sjaldnast langt undan. Ól- afur Jón gerði 27 stig og átti fínan leik eins og Magni og Jón Arnór. Sá síðarnefndi hefur oft skorað meira en hann sýndi á köflum hvers hann er megnugur. Her- mann Hauksson lék á ný með KR og það fór vel á því að hann gerði 100. stig liðsins, hans fyrstu stig í langan tíma. Birmingham má gera meira af því að Ijúka sóknum sjálfur Hjá Njarðvíkingum voru það að- eins Brenton Birgmingham og Logi sem léku eðlilega. Logi lék mjög vel í fyrri hálfleik en gekk illa í þeim síðari. Brenton var hins vegar óstöðvandi og hann má gera miklu meira af því að keyra inn í vítateiginn og Ijúka sóknunum sjálfur. Það eru ekki margir varn- armennirnir sem standast honum snúning og allt virðist þetta vera svo auðvelt þegar hann gerir smeygir sér á milli mótherja og leggur boltann ofan í körfuna. Njarðvíkingar hittu ekki eins og þeir eiga að sér utan þriggja stiga línu en þaðan hittu þeir úr 10 af 33 tilraunum. Það er alveg ljóst að lið þeirra verður erfitt viðureignar þegar Friðrik Stefánsson verður mættur í græna búningnum, sér- staklega ef Jes V. Hansen verður áfram hjá liðinu því hann er nokk- uð öflur þótt honum hafi verið mis- lagðar hendur á sunnudaginn. M@S8@|S!ÉÉl| (,í.í, ri.1 ii...'.íWWBH*'1 Morgunblaðið/Jim Smart Keith Vassell og félagar í KR unnu góðan sigur á Njarðvíkingum á sunnudag. Hér sækir Vassell að körfu Njarðvíkinga en til varnar eru Logi Gunnarsson og Brenton Birmingham. ívarÁsgrímsson, þjálfari Hauka „Notuðum fríið vel“ Ivar Asgrímsson, þjálfari Hauk- anna, var mjög ánægður með leik sinna manna gegn Grindvík- ingum þegar Morgunblaðið ræddi við hann skömmu eftir leikinn. „Við höfum verið að æfa gríðar- lega vel í fríinu og eins og sást í þessum leik hefur mannskapurinn fínt úthald. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn og við náðum að halda þriggja stiga skyttum þeirra að mestu i skefjum. Við náðum að halda þeim í 73 stigum og það sýnir bara þá vöm sem við spilum. Eg var mjög ánægður með karakterinn í liðinu. Strákamir gáfust aldrei upp og það var mikill sigurvilji hjá þeim,“ sagði Ivar. Þessi sigur hlýtur að vera gott veganesti upp á framhaldið? „Þessi leikur hjá okkur var upp á það hvort við ætluðum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við ætluðum að vera um miðja deild. Við lögðum allt upp úr að vinna þennan leik og er hann er gott veganesti í leikinn gegn Tindastóli sem við mætum í næsta leik,“ sagði Ivar. Ingvartil Hauka eftir áramótin ívar sagði að Ingvar Guðjóns- son kæmi til liðs við Haukana eftir áramótin en Ingvar, sem lék mjög vel með Haukaliðinu á síðustu leiktíð, er að koma heim eftir að hafa stundað nám í Bandaríkjun- um í haust. Þetta eru góðar fréttir fyrir Haukana og styrkir lið þeirra töluvert auk þess sem Guðmundur Bragason er hægt og bítandi að komast í form eftir hafa átti í meiðslum. Frábær endasprettur HAUKAR unnu mikinn seiglu- sigur á Grindvíkingum á heima- velli sínum á Ásvöllum. Eftir að hafa átt undir högg að sækja nær allan tímann náðu Hauk- arnir frábærum endaspretti. Þeir skoruðu tíu síðustu stig ieiksins og unnu sætan sigur, 81:73. Grindvíkingar byrjuðu með lát- um. Þeir byrjuðu á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og náðu þar með undir- Guðmundur tökunum sem þeir Hilmarsson heldu megmð af leik- skrífar tímanum. Haukarnir voru að gera sig seka um klaufaleg mistök í sókninni og átti í vandræðum með að stöðva Pál Axel Vilbergsson. Páll var í miklum ham í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði 21 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur og Haukamir áttu ekkert svar við stórleik hans. Grindvíkingar höfðu átta stiga for- skot í leikhléi og framan af síðari hálf- leik benti ekkert til annars en að þeir ætluðu að halda sínu striki. Haukana skorti lengi vel herslumuninn á að komast upp að hlið gestunum en á þremur síðustu mínútunum sneru þeir leiknum sér í vil. Bragi Magnús- son jafnaði metin í 71:71, þegar þrjár mínútur voru eftir. Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með tveggja stiga körfu en þar með sögðu Haukarnir hingað og ekki lengra. Marel Guð- laugsson kom Hafnarfjarðarliðinu yf- ir í fyrsta sinn, 74:73, með glæsilegri þriggja stiga körfu þegar ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir og þessi karfa hans hleypti miklu lífi og stemningu í Haukaliðið. Grindvíking- ar fóru hreinlega á taugum og þeir Jón Arnar, Mike Bargen og Guð- mundur Bragason innsigluðu sigur Haukanna og það fór vel á því að Guðmundur skoraði lokakörfuna gegn fyrri félögum sínum með því að troða knettinum í körfuna. Af öðrum ólöstuðum í Haukaliðinu átti Jón Amar Ingvarsson bestan leik. Hann fór fyrir sínum mönnum og náði þrennunni eftirsóttu en þetta er fyrsta þrennan sem íslenskur leik- maður nær síðan Örlygur heitinn Sturluson gerði það í nóvember á síð- asta ári. Jón skoraði 22 stig, tók 14 fráköst og átti 11 stoðsendingar. Bandaríkjamaðurinn Mike Bargen var eins mjög drjúgur. Hann hélt landa sínum Kim Lewis algjörlega í skefjum og skoraði körfur á mikil- vægum augnabhkum. Bragi Magnús- son er leikmaður sem ávallt stendur fyrir sínu og þó svo að Guðmundur Bragason hafi ekki verið atkvæða- mikill í sókninni gegndi hann mikil- vægu hlutverki í vöminni. í síðari hálfleik var hann settur til höfuðs Páli Axeli og náði Guðmundur að halda aftur af Páli sem skoraði aðeins sex stig í hálfleiknum. Haukaliðið sýndi mikinn og góðan karakter og varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var til fyrirmyndar. Ef marka má þennan leik eru Haukarnir til alls lík- legir. Þeir eiga eftir að styrkjast þeg- ar á líður og hafa burði til að blanda sér af alvörðu f toppbaráttuna. Grindvíkingar hljóta að naga sig í handarbökin. Þeir voru með leikinn í höndum sér en misstu niður dampinn á lokakafla leiksins. Páll Axel var eins og áður segir óstöðvandi í fyrri hálf- leik en í þeim síðari átti hann erfitt uppdráttar. Guðlaugur Eyjólfsson lék vel og skoraði margar fallegar körfur og Dagur Þórisson átti ágæta spretti. Kim Lewis náði sér hins veg- ar ekki á strik og við því mega Grind- víkingar alls ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.