Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 D 11 -------------------------------- IÞROTTIR UDGFELAG EmiAVÍ|*S fBasak' l m - ÆM-jm Æ&’ * BmSSsB /jX; Morgunblaðið/Jim Smart A-sveit Júdófélags Reykjavíkur ásamt varamönnum og þjálfara, efri röð frá vinstri: Bjarni Friðriksson þjálfari, Bergur Pálsson, Karl Erlingsson, Gunnar Jónasson, Rögnvaldur Guðmundsson, Þórir Rúnarsson og Baldur Pálsson. Neðri röð frá vinstri: Höskuldur Ein- arsson, Eiríkur Kristinsson, Halldór Guðbjömsson, Olga Vilmundardóttir og Snævar Jónsson. TVittuga ára bið eftir gulli á enda TUTTUGU ára bið Júdófélags Reykjavikur eftir sigri í sveitakeppni Júdósambandsins lauk á laugardaginn þegar þeim tókst að ná bik- arnum úr höndum Akureyringa. Þeir gerðu gott betur og unnu í öll- um f lokkum nema í f lokki 19 ára og yngri - þar settu KA-menn niður fótinn. Mótið var haldið í nýlegum sal Júdófélags Reykjavíkur í Armúla 17 sem er til marks um uppgang félagsins Stefán °g mun sá salur Stefánsson auðvelda júdó- skrifar mönnum að halda mót með minna umstangi en áður. Keppendur voru tæplega sextíu og sendu þrjú félög sveitir í keppnina; Ármann, Júdófélag Reykjavíkur og KA, sem reyndar tefldi fram tveimur sveitum í karlaflokki. Að auki komu tvær kvennasveitir frá Júdófélagi Reykjavíkur og fór svo að A-sveit- in vann stöllur sína 3:1. Langt er síðankvennasveitir tóku þátt í sveitakeppni en kvenfólki í júdó fer fjölgandi og núna kepptu tvær kvennasveitir. Engu að síður eru margar stúlkur í félögunum og æfa mikið saman svo að þær þekkja tökin hver á annarri. „Þetta er samt alltaf bardagi og vinskapurinn er lagður til hliðar í keppni,“ sagði Olga Vilmundar- dóttir í Júdófélagi Reykjavíkur sem hampaði gullverðlaunum. „Það eru mót svona einu sinni í mánuði ef við erum heppnar svo að það eru um að gera að ná gullverð- launum á svona móti en ég vil endilega hvetja fleiri stelpur til að koma að æfa því þetta er mjög gaman. Það verður tekið vel á móti þeim.“ Mesta baráttan var í flokki 15 ára og eldri en þar sigraði Júdófé- lag Reykjavíkur alla mótherja sína, þar á meðal A-sveit KA 4:2. „Nú er ég kominn aftur og mæti grimmur til leiks,“ sagði Rögn- valdur Guðmundssonsem fagnaði sigri með A-sveit Júdófélags Reykjavíkur en hann byrjaði aftur að iðka júdó eftir að hafa tekið sér átta ára hlé. „Ég var orðinn þreyttur á júdó og það var kominn leiði í mann en þegar þessi salur hérna í Armúlanum var byggður upp kýldi ég á það og sé ekki eftir því. Það er svolítið erfitt að hefja keppni aftur því þetta eru sterkir karlar. Annars er þetta ósköp svipað og áður nema hvað maður er frekar ryðgaður í reglum og svoleiðis en maður býr alltaf að því að vera í góðu formi. Ég átti ekk- ert frekar von á gullinu en það þarf að halda mjög vel á spöðunum ef ét að takast.“ í yngsta flokki, 11 og 12 ára, kepptu þrjár sveitir og sigraði A- sveit Júdófélags Reykjavikur, fé- lagar þeirra í B-sveitinni hrepptu silfrið en Armenningar brons. Júdófélagið hafði einnig betur en Ármenningar í flokki 13 og 14 ára en KA-menn sigruðu Ármann 4:1 í flokki 19 ára og yngri. Norðan- menná toppinn LEIKUR SA og SR sem fram fór á laugardaginn fyrir norðan var jafn og spennandi en svo fór að lokum að heimamenn höfðu betur, 6-4, og eru í efsta sæti deildarinn- ar með sjö stig en Bjöminn er með sex stig í öðru sæti og SR, íslandsmeistaramir, eru með eitt stig. Heimamenn gerðu fyrsta markið en gestirnir jöfnuðu tæpri mínútu síðar. Aftur komust: SA-menn yfir en SR- ingar léku sama leikinn og í upphafi, jöfnuðu á innan við rnínútu. Emi skomðu Norð- anmenn og að þessu sinni tómst SR ekki að jafna fyrir hlé. f öðmm leikhluta gerðu lcikmenn SA tvö mörk og SR eitt þannig að staðan fyrir síðasta leikhluta var 5-3. Mikil barátta var í síðasta leikhlutanum og niá geta þess að gestirnir þurftu að dúsa í 14 mfnútur út af en alls voru þeir út af í 16 mínútur í öllum lciknum. Sömu tölur fyrir heimamenn eru þær að þeir vom alls út af í 22 mínút- ur og þar af 14 í sfðasta hlut- anum. Fyrir S A gerði Clark McCormick þrjú mörk Egg- ert Hannesson eitt. og átti eina stoðsendingu, Rúnar • Rúnarsson og Sigurður Sig- urðsson eitt hvor. James Devine gerði tvö marka SR og átti eina stoð- sendingu eins og Snorri Rafnsson sem einnig verði eitt mark. Valdimar Baranov gerði fjórða mark SR. Vissum að yrði erfitt á móti gömlu jöxlunum „VISSULEGA var gaman að keppa hér en úrslit hefðu mátt vera betri,“ sagði Akureyringurinn Vemharð Þorleifsson eftir mótið. „Við erum með unga sveit og margir að byija að taka þátt í stór- um mótum svo að við vissum að það yrði á brattann að sækja því Júdófélag Reykjavíkur var með gamla jaxla sem skiluðu sínu. Það er mikið af ungum strákum á Ak- ureyri, sem eru strax komnir með svarta beltið og verða að gera upp við sig hvort þeir ætli að gefa sig í þetta eða ekki. Þetta mót er gott til þess. Júdóið hefur gefið mér mjög mikið og þó að þetta sé oft ströggl sé ég ekki eftir því eina sekúndu að hafa gefið mig í þetta. Og nú þegar ég er búinn að ákveða að halda áfram af fullum krafti væri skrýtið að hvetja aðra ekki til þess sama,“ bætti Vemharð við og er sjálfur kominn á fulla ferð eftir meiðsli. „Það var áfall sfðasta vetur þegar ég sneri mig á ökkla í byijun tíroa- bils og óly mpfudraumur fjaraði út. Þegar það var orðið fullljóst að ég færi ekki til Sydney hugsaði ég mig vandlega um og ákvað sfðan að halda áfram af fullum krafti enda gæti ég vel átt átta ár eftir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.