Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 16
+ Helgi vill komast í burtu frá Panathinaikos Ungur stuðningsmaður Panathinaikos fær eiginhandaráritun hjá Helga Sigurðssyni. ísland í 20. sæti á heims lista kvennalandsliða HELGI Sigurðsson er ekki i náðinni hjá þjálfara gríska 1. deildar liðsins Panathinaikos. Helgi hefur nánast algjörlega verið frystur á þessari leiktíð. Hann hcfur aðeins komið við sögu i einum hálfleik i deildinni, hann hefur ekkert leikið með Pantahinaikos í meistaradeildinni en hefur spilað þrjá leiki með liðinu i bikarkeppninni og í þeim leikjum hefur hann skorað fjögur mörk. Helgi skoraði eina mark sinna ’manna sem töpuðu fyrir AEK, 3:1, í bikarkeppninni í síðustu viku og var mark Helga mjög glæsilegt, þrumu- fleygur af 30 metra færi sem hafnaði efst i markhominu. Bikarkeppnin i Grikklandi er riðlaskipt og komust AEK og Panathinaikos upp úr riðl- inum og em komin i 16 liða úrslit. „Eg er orðinn frekar óþolinmóður og ég vonast til að geta komist burtu frá félaginu sem fyrst. Helst vildi ég vera hér og spila því okkur líður nyög vel en þjálfarinn hefur verið á múíi mér frá því hann tók við liðinu og ég sé ekkert að hann ætli að gefa mér tækifæri. Það er alveg saman h vað ég geri á æfingum og í þessum bikarleikjum. Hann vill ekki nota mig. Ég er því kominn á fullt með umboðsmanni múium sem er að leita að öðmm klúbbi fyrir mig og ég er vongóður um það fari að gerast eitt- hvað í minum málum innan mjög langs tíma,“ sagði Helgi i samtali við Morgunblaðið. Helgi á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Panat hinaikos en félagið keypti hann frá Stabæk fyrir 130 milljónir króna fyrir einu og hálfu ári. Helgi stóð fyrir sínu á síðustu ieiktið. Hann skoraði sjö mörk en nýr þjálfari sem tók við lið- inú fyrir þetta timabil virðist ekki hafa trú á íslenska landsliðsmannin- um. „Ég hef ekki hugmynd um það hvaða verð Panathinaikos vildi fá fyrir mig en ég reikna þó með að það vilji fá hátt upp í þá tölu sem það greiddi fyrir mig. Þetta félag á hins vegar nóg af peningum og er því ekkert að stressa sig á þvi að selja leikmenn." | Venables til„Boro“ • TERRY Venables var í gærkvöldi skipaður nýr yfirþjálfari hjá enska úrvalsdeildarliðinu Middlesbrough og gildir samningur hans við félagið út þetta tímabil. Forráðamenn Middlesbrough skýrðu frá því á blaðamannafundi í gær að Venables tæki við stjóminni og það væri í hans valdi að velja liðið en hann mundi þó vinna í góðri samvinnu við knatt- » spyrnustjórann Bryan Robson. „Boro“ hefur gengið mjög illa upp á síðkastið.Venables bíður því erfitt ^rk en hann er bjartsýnn á að rétta géngi liðsins við og halda því í úrvals- deildinni. j „Við þurfum á Terry að halda og við reiknum með að hann geti komið ; með nýjar hugmyndir og komið lið- inu á rétta braut,“ sagði Steve Gib- son stjórnarformaður „Boro.“ Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu er enn í 20. sæti heims- listans sem unninn er af Ron Kess- ler en listi hans er viðurkenndur af FIFA sem ekki hefur gefið út slíkan lista. Mjög litlar breytingar urðu á listanum frá því fyrir Ólympíuleik- ana í Sydney en þar sigruðu norsku stúlkurnar, sem eru í öðru sæti á listanum, topplið Bandaríkjanna. Athygli vekur hinn mismunandi mikli fjöldi leikja sem notaður er til viðmiðunar á listanum en banda- ríska liðið hefur leikið langflesta leikina, 111. ísland hefur leikið þriðju fæstu leikina af þeim liðum sem eru í 20 efstu sætunum, er með 22 leiki á bak við sig, en Nígería, sem er í 14. sæti, er með 16 leiki og Spánn, sem er í 18. sæti, er með 20 leiki. I næstu 10 sætum á eftir Is- landi eru aðeins þrjú lið með færri leiki á bak við sig, Tékkland með 19 leiki, Taiwan með 15 leiki og Ghana með 13 leiki. Alls eru 116 lið á lista Ron Kessl- er. Efstu liðin eru sem hér segir, fjöldi landsleikja sem lagðir eru til grundvallar í sviga fyrir aftan: Bandaríkin (111 leikir), 2. Noregur (65), 3. Kína (86), 4. Þýskaland (56), 5. Brasilía (37), 6. Svíþjóð (59), 7. Ítalía (42), 8. Rússland (40), 9. Frakkland (35), 10. Norður Kórea (28), 11. Holland (43), 12. Danmörk (44), 13. Kanada (40), 14. Nígería (16), 15. England (29), 16 Ástralía (54), 17. Úkraína (25), 18. Spánn (20), 19. Finnland (39), 20. ísland (22), 21. Japan (36 ), 22. Skotland (32), 23. Taiwan (15 ), 24. Tékkland (19) 25. Rúmenía (24). 9,7 milljóna króna tap hjá Rekstrarfélagi KR TÆPLEGA 10 milljóna króna tap varð á rekstri Rekstrarfélags KR í knattspyrnu í ár. Hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildarinn- ar upp á hálfa milljón króna en tap Rekstrarfélagsins nam 9,7 milljónum króna. „Kostnaðurinn var meiri í ár en við áætluðum en aðalmálið var það að okkur tókst ekki að selja leikmenn í ár eins og plönin gerðu ráð fyrir. í fyrra vorum við á núlli og inni í því var sala á Indriða Sig- urðssyni til Lilleström fyrir 10 milljónir króna. Tapið í ár endaði í 6,8 milljónum en vaxtagjöldin voru upp á 2,9 milljónir krónir og því samtals nálægt 10 milljónum króna. Það sem þarf að gerast til að endar nái saman er að selja leikmenn eða þá að detta í lukku- pottinn í Evrópukeppninni. Ef við hefðum unnið Bröndby í sumar hefði beðið okkar feitur pakki. Það er auðvitað verið að tefla nokkuð djarft en það er erfitt að ná niður kostnaði sem er kominn upp,“ sagði Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags KR, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Leifs varð veltan í ár 80,8 milljónir og varð veltuaukn- ing milli ára 4,5 milljómr. Jamison skoraði 51 stig ANTAWN Jamison, leik- maður Golden State Warr- iors, skoraði 51 stig gegn Seattle Supersonics aðfar- anótt mánudags og er þetta hæsta stigaskor leikmanns í NBA-deildinnni það sem af er keppnistímabilinu. Þrátt fyrir stórleik Jamison dugði það ekki gegn Seattle sem sigraði með 118 stigum gegn 102. AIls skoruðu sjö leikmenn Warriors stigin 102, Jamison hitti 23 skotum af 36 tilraunum en aðrir leikmenn liðsins þurftu 55 tilraunir til að skora jafn- mörg stig enda hittu þeir aðeins úr 19 skotum. Nate McMillan tók við stjórn Seattle í síðustu viku eftir að Paul Westphal var látinn taka pokann sinn og undir stjórn McMillan hefur leikur liðsins batnað til muna. ■ STAVANGER Handbull, lið Sig- urðar Gunnarssonar, virðist vera að rétta úr kútnum í norsku úrvals- deildinni í handknattleik. Eftir tap í sjö fyrstu umferðunum hefur Stav- anger halað inn fimm stig í þremur síðustu leikjum sínum. Um helgina vann Stavanger útisigur á Vestli, 32:28, og er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sandefjord, andstæð- ingar Hauka í Evrópukeppninni, héldu sigurgöngu sinni áfram og hafa unnið alla 10 leiki sína. Stavanger burstaði Drammen á úti- velli, 35:26. ■ SKJERN gerði jafntefli gegn Team Helsenge, 25:25, í dönsku 1. deildinni. Aron Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Skjern en Daði Hafþórsson komst ekki á blað. Skjern hafði fimm marka forskot í hálfleik og hafði yfir, 25:22, þegar sex mínútur voru eftir. Skjern er í níunda sæti deildarinnar. ■ EIRÍKUR Jónsson, dómari í sundi verður á meðal dómara á Evrópu- meistaramótinu í 25 m laug sem fram fer um aðra helgi í Valencia á Spáni. Eiríkur er eini íslenski dóm- arinn sem tekur þátt í mótinu. ■ TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn Pavel Nedvcd, sem leikur með Lazio á Italíu, gengur í raðir Manchester United næsta sumar að sögn um- boðsmanns leikmannsins. Hann seg- ir í viðtali við Sunday Mirror að Ned- ved hafi samþykkt að gera fjögurra ára samnig við United og þarf liðið að greiða nálægt 2,2 milljörðum króna fyrir leikmanninn. MHANNES Þ. Sigurðsson, ungur knattspyrnumaður í liði FH, fer í vik- unni til æfinga hjá enska úrvals- deildarliðinu Everton. Tveir ungir KR-ingar, Jökull Ingason og Ólafur Páll Johnsen, hafa verið hjá Everton við æfingar síðustu dagana. ■ FRANSKA liðið París Saint- Germain á undir högg að sækja í deildarkeppninni. Eftir að liðið tap- aði á laugardag var þjálfari liðsins, Philippe Bergeroo, leystur frá störf- um og Luis Fernandes ráðinn. ■ HELGI Jónas Guðfinnsson lék í 18 mínútur en skoraði ekki stig þegar lið hans, Ieper, tapaði fyrir Aalst, 90:86, í belgísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Ieper er nú í þriðja sæti deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.