Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 4
1 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
FRFETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 10/12-16/12
Stórbruni
► Reykjanesbrautinni
var iokað í þrjár og hálfa
klukkustund á mánudag
af hópi fólks sem vildi
með þessu knýja fram tvö-
földun braut arinnar.
► Borgarráð ákvað að
stefna að því að borg-
arbúar kjósi um framtíð
Reykjavíkurflugvallar 3.
febrúar 2001.
► Niðurstöður rann-
sóknar starfsmanna Land-
spítala - háskólasjúkra-
húss og Islenskrar
erfðagreiningar á park-
insonssjúkdómnum gefa
sterklega til kynna að
sjúkdómurinn sé ætt-
gengur og byggist á sam-
spili erfða og umhverfis.
► Samherji hefur selt
65% hlut sinn í dótturfyr-
irtæki sínu, Samherja
GmgH í Cuxhaven í
Þýskalandi. Jafnframt
greiðir fyrirtækið móð-
urfólaginu skuld sína.
Með þessum aðgerðum og
fleirum lækka skuldir
Samherja úr sex millj-
örðum í þrjá.
► Fokker-vél Flugfélags
Islands á leið frá Reykja-
vík til Isafjarðar varð að
lenda á Egilsstaða-
flugvelli þar sem ísing
hafði hlaðist upp á vélinni.
► Svo virðist sem íkveik-
jufaraldur gangi nú yfir
en á síðustu vikum hefur
verið kveikt í á fjölmörg-
um stöðum.
► Verkfall framhalds-
skólakennara hefur nú
staðið í sex vikur. Sölvi
Sveinsson, skólameistari
Fjölbrautaskólans í Ár-
múla, telur að enn sé
mögulegt að Ijúka haust-
önninni.
í Vestmannaeyjum
Eldur braust út í fiskvinnsluhúsi Is-
félagsins í Vestmanneyjum laugar-
dagskvöldið 9. desember sl. Slökkvi-
starf stóð alla nóttina og lauk í raun
ekki fyrr en á sunnudagskvöld. Tjónið
af völdum brunans er metið á annan
milljarð króna en húsið er að mestu
ónýtt. Sterkur grunur leikur á að um
íkveikju hafi verið að ræða en enginn
liggur enn undir grun um verknaðinn.
Rannsókn lögreglu heldur áfram.
Bruninn er gríðarlegt áfall fyrir íbúa
Vestmannaeyja en um 115 manns unnu
hjá fyrirtækinu. Stór hluti fer á at-
vinnuleysisskrá en sumir fengu vinnu
við hreinsun á húsum og tækjum ís-
félagsins. Þá er vonast eftir því að
vinnsla geti hafist á sfid og loðnu í janú-
ar. Nú er unnið að því að meta gæði um
600 tonna af frystum fiski sem voru í
húsi Isfélagsins þegar það brann en
verðmæti afurðanna er talið nema um
100 milljónum króna.
Fyrirhug-aður banka-
samruni brot á sam-
keppnislögum
Samkeppnisráð komst að þeirri niður-
stöðu að fyrirhugaður samruni Lands-
bankans og Búnaðarbankans væri brot
á samkeppnislögum. Ráðið taldi að
sameining myndi leiða til markaðsráð-
andi stöðu hins sameinaða banka,
skaða samkeppni og verða til tjóns fyr-
ir neytendur. I úrskurðinum segir að
núverandi keppinautar yrðu ekki færir
um að veita hinum sameinaða banka
nægilegt samkeppnislegt aðhald. Þvert
á móti sé lfldegt að fækkun keppinauta
myndi leiða til skaðlegrar fákeppni á
markaði fyrir inn- og útlán, á greiðslu-
miðlunarmörkuðum og á markaði fyrir
verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt álykt-
un þar sem segir að á vorþingi verði
lagt fram frumvarp sem heimili sölu á
hlutabréfum ríkisins í bönkunum.
Bush verður forseti
ENDANLEGA varð ljóst á miðviku-
dagskvöld að George W. Bush myndi
flytja sem 43. forseti Bandaríkjanna í
Hvíta húsið í Washington þegar Clint-
on-fjölskyldan yfirgefur það hinn 20.
janúar nk. Þetta kvöld flutti A1 Gore
varaforseti ávarp til bandarísku þjóð-
arinnar þar sem hann lýsti því yfir að
hann hygðist ekki halda áfram baráttu
sinni fyrir dómstólum fyrir frekari
talningu atkvæða í Flórída, en von
hans um að ná að sigra Bush var bund-
in því að endurtalning á hluta at-
kvæðanna úr kosningunum 7. nóvem-
ber sl. myndi vega upp naumt forskot
Bush samkvæmt úrslitum sem dóms-
málaráðherra Flórída hafði staðfest.
Gore tók þessa ákvörðun tólf tímum
eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna
ákvað með fimm atkvæðum gegn fjór-
um að hafna frekari endurtalningu í
Flórída. Bush, sem hefur hafizt handa
við að mynda ríkisstjórn sína, fær nú
það erfiða verkefni að sameina þjóðina
eftir rúmlega fimm vikna deilur demó-
krata og repúblikana um úrslit kosn-
inganna.
Með atkvæðum hinna 25 kjörmanna
Flórída nær Bush 271 atkvæði á kjör-
mannasamkomunni, en hún á að kjósa
forseta mánudaginn 18. desember.
Lágmarkið er 270 kjörmannaatkvæði;
Gore er með 267 og þar að auki hátt í
300.000 íleiri atkvæði á bak við sig af
þeim u.þ.b. 150 milljónum sem greidd
voru í öllum Bandaríkjunum.
NATO-ESB
tengsl í uppnámi
UTANRÍKISRÁÐHERRUM Atl-
antshafsbandalagsins mistókst á fundi
sínum í Brussel á fimmtudag og föstu-
dag að fá Tyrki til að falla frá þeim fyr-
irvörum sem þeir höfðu á drögum að
samkomulagi bandalagsins við Evr-
ópusambandið (ESB) um svokölluð
hraðliðsáform þess.
► LEIÐTOGAFUNDI Evr-
ópusambandsins (ESB) í
Nice í S-Frakklandi lauk
snemma á mánudags-
morgun með samkomulagi
um ýmsar breytingar á
stjórnskipan sambandsins
og fyrirkomulagi ákvarð-
anatöku. Breytingarnar
eiga að búa ESB í stakk
fyrir allt að tvöfalda fjölg-
un aðildarríkja á næstu ár-
um.
► ÁKVEÐIÐ var á fundi
sjávarútvegsráðherra Evr-
ópusambandsins (ESB) að-
faranótt föstudags að
skera fiskveiðikvóta í lög-
sögu sambandsins mjög
verulega niður. Þorskkvót-
inn í Norðursjó minnkar
um 40% frá í fyrra, lýsings-
kvótinn um 74%.
► JACQUES Chirac
Frakklandsforseta virtist á
fóstudag ekki hafa tekizt í
klukkustundarlöngu sjón-
varpsviðtali á fimmtudags-
kvöld að sannfæra marga
landsmcnn sína um sak-
Ieysi sitt í hneykslismáli
sem tengist borgarstjóratíð
hans í París.
► LOFT er Iævi blandið í
ísraelskum stjórnmálum
eftir að Ehud Barak sagði
af sér sem forsætisráð-
herra um síðustu helgi og
boðaði til sérstakra for-
sætisráðherrakosninga eft-
ir tvo mánuði.
► VERKFRÆÐINGAR við
Tsjernobyl-kjamorkuverið
í Ukraínu slökktu á föstu-
dag á þriðja og síðasta
kjarnakljúfi þess og orku-
verinu var þar með lokað
fyrir fullt og allt.
Morgunblaðið/Ásdís
Jólasveinarnir í útstillingunni era ekki til sölu heldur eingöngu til sýnis.
UTSTILLING í glugga Handverk-
stæðis Gunnars Eyjólfssonar á
Strandgötu 30 í Hafnarfirði vekur
mikinn áhuga yngstu kynslóð-
arinnar um þessar mundir. I
glugganum er að finna íslensku
jólasveinana þrettán ásamt Grýlu
og Leppalúða í stórum fjallshelli.
„Reyndar eru jólasveinarnir
ekki þrettán Iengur heldur átta
þar sem fimm eru farnir til
byggða," segir Gunnar Eyjólfsson
handverksmaður. „Þegar ég tek
þá úr glugganum hjá mér hef ég
komið þeim fyrir í verslunum hér
við Strandgötuna og í verslunar-
miðstöðinni Firði.“
Gunnar vinnur einnig sem bað-
Þrír nýir
bátar til
Landhelg-
isgæslunnar
LANDHELGISGÆSLAN hefur
fest kaup á þremur nýjum björgun-
ar-, vinnu- og eftirlitsbátum til að
hafa um borð í varðskipunum og
kom varðskipið Týr með þá til lands-
ins.
Bátarnir eru keyptir í Noregi að
undangengnu útboði og kostar hver
um sig um 8 milljónir króna. Þeir ei'u
stærri og öflugri en gömlu bátarnir
sem þeir leysa af hólmi. Þannig eru
þeir um 8,6 metrar að lengd, en eldri
bátar voru 5,4 metrar. Skrokkar
þeirra eru úr áli og utan á byrðingi
þeirra eru öflugir froðufylltir stuð-
púðar. Hámarksganghraði bátanna í
reynsluferð með þrjá menn um borð
reyndist vera 38,6 sjómílur og þeir
geta siglt allt upp í 150 sjómflur án
þess að taka oiíu. Þá eru bátarnir
búnir fullkomnum tækjum, svo sem
GPS-staðsetningartæki, skjá fyrir
rafræn sjókort, dýptarmæli, símum,
hátalarakerfi og fleiiu.
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, sagði að einn
bátur yrði um borð í hverju varð-
skipi og þeir myndu stórauka mögu-
leika Landhelgisgæslunnar til eftir-
lits. Þeir væru bæði stærri og öflugri
en eldri bátarnir sem kominn væri
tími á að endurnýja og færu bæði
hraðar yfir og kæmust yfir stærra
svæði en bátarnir sem þeir leystu af
hólmi.
„Þetta breytir mjög allri aðstöðu
Landhelgisgæslunnar. Bátarnir
koma í stað báta sem ekki var unnt
að nota lengur vegna þess að þeir
voru úr sér gengnir,“ sagði Haf-
steinn.
Auk þess að sækja bátana til Nor-
egs var tækifærið notað til þess að
fylla Tý af olíu þegar hann var þar í
höfn. Hafsteinn sagði að með því
sparaði Landhelgisgæslan talsverð-
ar upphæðir þar sem olían væri mun
ódýrari þar en hér á landi.
Jólasveinar
í útstillingu
vekja lukku
vörður í Lækjarskóla í Hafn-
arfirði og segist hafa ákveðið að
gera þetta sér og öðrum til
ánægju. „Jólasveinarnir eru ekki
til sölu heldur eingöngu til sýnis
og börn flykkjast hingað til að
skoða þá.
Þá hafa unglingar komið hing-
að inn á verkstæðið til að forvitn-
ast um handverkið og hver veit
nema á næsta ári eigi ég eftir að
halda námskeið."
Aðspurður segir Gunnar að
jólasveinarnir séu meðal annars
búnir til úr leir og íslenskri ull.
Þá eru þeir klæddir hörbuxum,
ullarsokkum og skóm. Þeir hafa
þó aðeins fengið nútímalegri
ásjónu sem meðal annars kemur
fram í litavalinu.
„Eg hef unnið við þessa útstill-
ingu í hliðarverkum frá því í sum-
ar en inni í hellinum má meðal
annars finna kojur jólasveinanna
og borðbúnað. Ánnars vil ég bara
hvetja alla að koma að sjá, sjón er
sögu ríkari.“
Dulmagnaður
Ijóðaheimur
„ ... Nina Árnadóttir á
sinn trausta sess sem
eitt af bestu.skáldum
20. aldar á Islandi."
Silja Aðalsteinsdóttir/DV
„Hinn tæri skáldskapur
Ninu Bjarkar er alltaf
einlægur og hispurs-
laus. Sýn Ninu á mann-
lega mðurlægingu og
reisn er jafn einstök ...
er þá nokkur undan-
skílinn.“
Vigdis Grimsdóttir rithöfundur
Dagskrá helguið minningu
Nínu Bjarkar Arnadóttur
verður haldin í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans
18. desember kl. 20.30.
JJJO
Sýknaður af
ákæru um kyn-
ferðislegt áreiti
KARLMAÐUR hefur verið sýknað-
ur í Héraðsdómi Norðurlands vestra
af ákæru um kynferðislegt ofbeldi
gagnvart tveimur stúlkum. Hinn
ákærði neitaði staðfastlega allri sök
og þar sem að ekki lágu fyrir hendi
sönnunargögn taldi dómurinn að
ekki væri hægt að sakfella manninn,
þrátt fyrir vitnisburð stúlknanna.
Maðurinn var sakaður um að hafa
á tímabilinu 1994-1998 margoft sýnt
annarri stúlkunni kynferðislegt
áreiti og nokkrum sinnum þröngvað
henni til samræðis, en hin stúlkan
sagði manninn hafa áreitt hana oft á
árunum 1997 og 1998. í niðurstöðu
dómsins segir ma. að ákærði hafi
staðfastlega við meðferð málsins
neitað sökum sem á hann voru born-
ar. Hann hafi veitt heimild til rann-
sóknar á heimili sínu, blóðsýnisgjöf
til DNA rannsóknar og hreint saka-
vottorð beri með sér að viðkomandi
sé ekki líklegur til þessara verka.