Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 11

Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 11 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gamla ísafoldarhúsið hefur verið flutt úr Austurstræti, er orðið Að- alstræti 12 og eitt fallegasta hús borgarinnar að mati þeirra félaga. við þá götu, það var því annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Það var jafnframt ljóst að það yrði Minjavernd oíviða að fara út í alla þessa uppbyggingu nema að fá sam- starfsaðila, þess vegna var gengið til samvinnu við Þyrpingu hf. til að gera þetta verkefni að veruleika. Það félag sérhæfir sig í að eiga og reka hús. Með Þyrpingu stofnaði Minja- vernd Innréttingamar ehf. og það mun finna rekstaraðila og sjá um nýtingu á húsunum sem reist verða og endurbyggð. Félagið byggir hins vegar á hugmynd Minjavemdar um útlit og hönnun umræddra húsa. Gert er ráð fyrir að vorið 2003 verði húsin tilbúin til útleigu og margir hafa þegar sýnt áhuga. Mjög grannt er búið að skoða möguleika á nýtingu húsanna og herbergjastærðir. Þetta verður ekki ráðstefnuhótel en fund- araðstaða verður þó á jarðhæðinni. Fyrst og fremst verður þetta gott miðborgarhótel fyrir ferðamenn, bú- ið er að skilgreina nokkurn veginn markhópa, hvað þeir gætu borgað og á hvaða árstíma þeir myndu koma. Undirbúningsvinna með Þyrpingu er því langt komin. Gert er ráð fyrir um 73 herbergjum, sem er fremur lítil hóteleining, þannig að vanda þarf mjög vel til undirbúnings á þessu fjögra stjörnu hóteli sem fyrirhugað er þama. Hótel fyrir ferðamenn sem ekki eru á bflum Bílastæði em af skornum skammti á þessu svæði, þannig að ljóst er að hótelið verður fyrir nær eingöngu þá ferðamenn sem ekki em á bílum. Þörf á bílastæðum verður því mjög lítil fyrir hótelið. Þetta meðal annars réði því að hagkvæmast þótti að fara út í hótelbyggingu á þessum stað en ekki í einhverja aðra starfsemi. Við emm mjög ánægðir með að þessi niðurstaða er komin og að hafa fundið samstarfsaðila sem við bind- um miklar vonir við að séu hinir réttu. Okkar sjónarmiðum hefur ver- ið fyllilega svarað hvað snertir hið gamla hús að Aðalstræti 16, sem í dag er í ákaflega bágbomu ásig- komulagi í hjarta borgarinnar. Það fær vandaða og góða endurgerð og mun nýtast þannig að á neðstu hæð- inni verður setustofa með litlu fund- arherbergi inn af, á efri hæðunum tveimur verða hótelherbergi. Á neðstu hæðinni er að finna einhverj- ar leifar af húsum Innréttinganna gömlu. Reyndar bmnnu þau að miklu leyti um 1769 og vom þau end- urbyggð í framhaldi af því. Þá var ló- skurðarstofa reist á þessum stað og alltént em einhverjar leifar þarna af því húsi. Þessu húsi hefur hins vegar verið breytt ákaflega mikið þvi um- turnað á flestan máta. Fljótlega farið í fomleifauppgröft Við endurgerð hússins munum við leita að ummerkjum um hvernig það leit út að innan, um leið og það verð- ur tekið niður. Öll neðri hæðin verð- ur tekin niður en byggð bráðabirgða- burðargrind fyrir efri hluta hússins meðan að ráðist verður í fomleifa- uppgröft undir húsinu sjálfu, slíkar rannsóknir hafa þegar farið fram á lóðunum sitt hvomm megin við það. Við lögðum mikla áherslu á að þessar fomleifarannsóknir fæm fram núna en þær minjar sem þar em að finna yrðu ekki látnar liggja í jörðinni lengur. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir þennan uppgröft og má gera ráð fyrir að rannsóknir hefjist upp úr áramótum. Teiknistofan Skólavörðustíg 28 hefur útfært teikningar fyrir okkur og em þar í fyrirsvari Stefán Öm Stefánsson og Grétar Markússon. Rétt er að geta þess að fyrstu hugmyndir að Aðal- strætis-línunni vann líka Hjörleifur Stefánsson, en hann hefur ekki unnið neitt að þessu á síðari stigum máls- ins. Gert er ráð fyrir að þessar fram- kvæmdir allar muni kosta milli 600 og 700 milljónir króna, þetta er því mikil fjárfesting. Af þeirri ástæðu einni og sér var þetta alltof mikið fyrir Minjavemd að ráðast í en sem fyrr sagði hafa sjónarmið félagsins verið sett í fyrirrúm og þau fengið að njóta sín, það emm við mjög ánægðir með, sögðu þeir Þorsteinn og Skarp- héðinn. Þeir félagar hafa fyrir hönd Minja- verndar ýmislegt annað á prjónun- um viðvíkjandi Aðalstræti og götu- myndinni þar. „Þegar við fómm að skoða þessa húsalínu lá ljóst fyrir að hún væri ákaflega skörðótt og ósam- stæð. Húsin til beggja enda era í bágbornu ástandi, einkum þó Aðal- stræti 16 sem beinlínis er að hruni komið, Geysishúsið svonefnda hefur hins vegar fengið nokkra andlitslyft- ingu. Okkar útgangspunktur var að leita að leið til þess að tengja þessa línu saman. Við eram með Morgun- blaðshúsið gamla, það er hluti af byggingarsöguferli þessa svæðis. Fjalakötturinn var rifinn og Trygg- ingamiðstöðin byggði sér hús á þeim gmnni. Við emm því með nokkuð fjölbreytta mynd. Okkar hugmynd var hins vegar að hverfa aftur til þess tíma þegar blómaskeið götunn- ar stóð, en það var fýrir um hundrað árum. Þessi gata var miðdepill Reykjavíkur öldum saman, allt fram til 1920 eða 1930, þá fóm rekstur og fyrirtæki að teygja sig upp eftir Laugavegi og upp um sveitir lands. Við gerðum samning við Reykja- víkurborg um að taka Isafoldarhúsið úr Austurstræti og fara með" það í Aðalstræti. Það hús er nú staðsett við hliðina á Aðalstræti 10, gamla húsinu sem áður var lengi í verslun Silla og Valda en í því er nú rekið veitingahús. Þetta er mjög sögu- frægt hús og okkur þætti fara vel á að því væri sýndur meiri sómi. Þar innandyra eru töluverðar leifar af Innréttingahúsum Skúla Magnús- sonar - í þessu húsi bjó t.d. Jónas Hallgrímsson um tíma. Við hjá Minjavernd tókum ísafold- arhúsið niður, spýtu íyrir spýtu, og endurreistum það að Aðalstræti 12 og því verki er nú lokið. Þetta hús er nú að okkar mati eitt fegursta hús bæjarins. Við höfum leigt það út, á neðstu hæð er veitingastaður, á ann- arri hæð era höfuðstöðvar Hand- verks og hönnunar, á efstu hæð er íbúð sem leigð er út. Við hlið Morg- unblaðshússins gamla er svo Aðal- stræti 4, þar sem Tryggvi Ófeigsson var með sinn rekstur, en síðar Ullar- húsið og ísbúð. Framhúsið þar hefur ekki beinlínis varðveislugildi en hús- in sem standa þar fyrir aftan em varðveisluverð, gaman væri að þau fengju að njóta sín. Mögulegt væri að byggja þar nýbyggingu sem tengdi saman Morgunblaðshúsið og Geysis- húsið. Hluti af þessu yfirbragði er svo húsið þar sem nú er Kaffi Reykjavík, gamla Fálkahúsið, og gamla húsið sem Einar Benedikts- son reisti við enda Vesturgötu og verið hefur endurbyggt. Þarna er töluverð þyrping húsa sem getur myndað skemmtilega heild, en þá þurfa menn að vanda sig við að hjálpa henni til þess. Okkur finnst mikilvægt að ná fallegum götumynd- um. Fyrirsjáanlegt er að farið verður í frekari endurbætur á Geysishúsinu, Aðalstræti 2, sem á sér reyndar miklu lengri sögu en sem tengist versluninni Geysi. Minjavemd hyggst fara út í endurbætur á því húsi þegar lokið er hótelbyggingunni við hinn enda götunnar. Vilja fá Ziemsenshúsið þar sem Grófin er nú Við emm einnig með miklar hug- myndir hvað snertir hina hlið göt- unnar, þar sem nú er Hótel Vík og fleiri hús. Þær hugmyndir ganga út á húsatilfærslur í því skyni að búa til heillegri götumynd. Við höfum feng- ið þá hugmynd að heppilegt væri að setja á götuna Grófina, þar sem nú er bílastæði, Ziemsenhúsið sem nú stendur við Lækjartorg. Síðan emm við með hugmyndir um að setja Að- alstræti 7 þarna niður einnig. Við er- um að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg um að færa IR- húsið á Túngötu og það viljum við fara með hingað einnig, og jafnvel breyta því í upphaflegt form, en á því var turn því þetta var fyrsta kirkjan sem kaþólski söfnuðurinn reisti á Landakoti, raunar fyrsta kaþólska kirkjan á Islandi eftir siðaskipti.“ Ekki þykir þeim félögum, for- svarsmönnum Minjavemdar, þó nóg að gert við þessar húsatilfærslur sem hér hafa þegar verið nefndar heldur láta þeir sig dreyma um að fá að flytja og koma gömlum húsum á svæði þar sem höfnin hafði áður um- svif mikil. „Þá kæmust þessi hús á stað og í umhverfi sem hentaði þeim,“ segja þeir. „Þetta gæti gengið hvað lóðirnar snertir en því er ekki að leyna að sumum þykir nóg um þessar hugmyndir okkar, þykja þær nokkuð gasalegar. En við segjum á móti að það að hafa gömul hús hér og þar, stök, á milli bmnagafla, það gengur illa upp ef koma á heillegu svipmóti gamalla húsa í miðbæ Reykjavíkur. Mjög þröngt er t.d. um gamla húsið við bmnagafl Miðbæj- armarkaðarins. Þetta er fallegt hús og gaman hefði verið að það gæti notið sín til fulls á sínum gamla stað, en það er ekki fyrirsjáanlegt að svo getið orðið venga þrengsla. Það væri því áhugavert að flytja það við hlið- ina á Ziemsenhúsinu þegar búið væri að flytja það þar sem nú er gatan Grófin. Hótel Vík er hins vegar betur staðsett enda höfum við ekki neinar áætlanir úthugsaðar um að færa það. Á þessu Aðalstrætissvæði em lóðir og þar em gömul og sögufræg hús fyrir, þess vegna væri ákjósanlegt að setja umrædd gömlu hús á þetta svæði og myndi þar með heillega götumynd, eins og við höfum víst komið rækilega inn á í þessu viðtali. Þannig fengjum við í Reykjavík gamlan bæ, eins og gerist víða í er- lendum borgum. I þessum gömlu húsum væri svo rekin starfsemi sem líf og menningarstarf væri samfara. Þetta svæði gæti myndað heild með Grjótaþorpinu og miðbænum að öðm leyti - Bernhöftstorfunni og Suðurgötunni, svo eitthvað sé nefnt. Það færi ágætlega á því að þetta svæði yrði „samfelld listamiðstöð" eins og Bolli Kristinsson kaupmaðui' hefur komið fram með hugmyndir um. IR-húsið mætti nota sem sam- komustað eða kirkju. Það færi vel á því.“ Jólaósk Þorsteins og Skarphóðins Nú era að koma jól og blaðamaður spyr þá félaga frá Minjavemd hvaða hús úr t.d. Arbæjarsafni þeir myndu velja til að flytja niður í miðbæ Reykjavíkur á ný, ef þeir mættu óska sér slíkrar og þvílíkrar jólaósk- ar? „Við vildum helst fá þau öll,“ segja þeir hógværlega. „Þau gætu staðið á gamla slippsvæðinu sem nú á að fara að hreinsa til á vegum Reykjavíkur- borgar. Okkur finnst þessi hús eiga heima í því umhverfi sem er hér nið- ur frá. Menn höfðu framsýni til að flytja þessi hús upp í Árbæ til þess að forða því að þau yrðu rifin. Það er kannski kominn tími til að flytja þau aftur niður í bæ þegar hugsanlega væm til lóðir undir þær á gamla hafnarsvæðinu. Okkur finnst að þennan möguleika mætti skoða til jafns við aðra valkosti, þótt vissulega séu þetta ekki hugmyndir sem farið er að skoða hjá okkur af neinni al- vöra.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.