Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Reuters George W. Bush (í miðju) og Dick Cheney, tiivonandi varaforseti (t.v.) hlýða á utanríkisráðherraefnið Colin Powell ræða við fréttamenn. Nýkjörinn Bandaríkjaforseti hefst handa við stj órnarmyndun George W. Bush fundar með ráðherraefnum Næstu fímm vikur verða án efa annasamar fyrir George W. Bush, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og liðsmenn hans. Þeir þurfa ekki aðeins að koma saman ríkis- stjórn og manna um 6.000 stöður heldur þarf líka að leggja drög að fjárlögum og spá í hvaða frumvörp á að setja á oddinn. Margrét Björgúlfsdóttir kynnti sér stöðu mála í Washington, en þangað er Bush að vænta í byrjun vikunnar. EFTIR fimm vikna þref um niðurstöðu kosninganna er kominn tími til að setja í fluggír, segja liðsmenn repúblikana enda búið að skera niður um helming þann tíma sem kjörinn forseti hefur alla jafna til þess að mynda ríkisstjóm og skipa í helstu stöður. Óformlegar þreifingar hafa þó átt sér stað á síðustu vikum, bak við tjöldin, um hugsanleg ráðherra- efni. Margir áttu reyndar von á því að formlegar tilnefningar kæmu strax daginn eftir að Gore játaði sig sigraðan, en Bush tók þann kostinn að reyna frekar að lægja öldumar og rétta leiðtoga Demókrataflokksins sáttarhönd. George W. Bush hefur verk að vinna við að sameina þjóðina. Pað mun taka tíma að græða sárin og margir eiga enn erfitt með að sætta sig við úrslit kosninganna, þar sem segja má að hæstiréttur Bandaríkj- anna hafi með mjög svo umdeildum dómi fært Bush forsetaembættið. Jafnteflið á landsvísu, þar sem svo mjótt var á munum milli frambjóð- enda, endurspeglast líka í nýkjömu þingi. Óldungadeildarsætin 100 skiptast hnífjafnt á milli flokkanna tveggja og mun varaforsetinn þurfa að koma og beita oddaatkvæði sínu ef atkvæði falla eftir flokkslínum. Repúblikanar halda síðan naum- um meirihluta í fulltrúadeildinni. Bush er þekktur fyrir persónuleg- an stjómunarstíl. Hann gafst vel í Texas, þar sem ríkisstjóranum tókst að ná fram ágætri samvinnu við demókrata. Bush þykir því líklegur til að halda áfram á þeirri braut, en það ber að hafa í huga að demókratar í Texas eru fremur íhaldssamir og líklegt að annað verði upp á teningn- um á Bandaríkjaþingi þar sem demó- kratar spanna miklu breiðara litróf. Nokkrir þingmanna flokksins hafa meira að segja gengið svo langt að segja að þeir h'ti ekki á Bush sem réttkjörinn forseta þó að þeir heiti því að reyna að vinna með honum. Líklegir í ríkisstjórn Menn em sammála um að það gæti orðið góð byrjun á frekari samvinnu að tilnefna ráðherra úr röðum demó- krata. Bill Clinton gerði slíkt þegar hann gerði William Cohen að vamar- málaráðherra. Bush boðaði John Breaux, öldungadeildarþingmann demókrata, frá Louisiana til fundar sl. föstudag. Ekki er ólíklegt að hon- um verði boðið orkumálaráðuneytið. Það flækir þó málin að þingmenn flokkanna deila jafnt sætum í öld- ungadeildinni og sagt er að Breaux muni ekki þiggja embætti í ríkis- stjóm Bush, nema ríkisstjóri Louis- iana, sem er repúblikani, heiti því að skipa demókrata í hans stað á þing. Fyrsta formlega tilnefning Bush verður þó að öllum líkindum Colin Powell í embætti utanríkisráðherra. Powell er vel þekktur úr stjómartíð Bush eldri, en þar gat hann sér góðan orðstír sem yfirmaður bandaríska herráðsins og mun útnefningu hans án efa verða vel tekið. Condoleezza Rice er næsta ömgg með að verða skipuð þjóðaröryggisráðgjafi forset- ans og munu því tveir blökkumenn fara með æðstu embættin á sviði ut- anríkismála. Ekki er talið mikilla breytinga að vænta á stefnu Bandaríkjanna í utan- ríkismálum, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Nýkjörinn forseti hikar ekki við að kalla á flokksmenn úr forsetatíð föður síns. Andrew Card verður skrifstofu- stjóri Hvíta hússins. Hann er gam- alreyndur, en talið er að Bush yngri æth sér þó að koma í veg fyrir þau mistök sem faðir hans gerði þegar hann gaf skrifstofustjóra sínum, John Sununu, of mikil völd og einangraðist fyrir vikið. Þó að þeir feðgar séu slá- andi líkir i úthti og framkomu hefúr stjómunarstíl Georges W. oftar verið líkt við stíl annars forseta, nefnilega Ronalds Reagans. Líkt og Reagan hikar Bush ekki við að láta aðra sjá um málin, en þeir þurfa líka að standa fyrir sínu og sýna árangur. Bush er líka þekktur fyrir að taka daginn snemma og hætta snemma, með góðu hádegishléi og tíma fyrir líkamsrækt. Það er því hætt við að vinnudagur hans lengist ahnokkuð á næstunni. Af öðrum embættum þá er Paul Wolfwitz orðaður við embætti vam- armálaráðherra, en hann var aðstoð- arráðherra vamarmála á tíma Bush eldri, árin 1989 til 1993. Nafti Johns McCains, öldungardeildarþing- mannsins vinsæla og mótframbjóð- anda Bush um útnefningu flokksins til forsetaembættisins, var nefnt í þessu sambandi. Hann hefur sagt op- inberlega að hann sækist ekki efúr ráðherrastól enda hafi hann verk að vinna á þingi. A hann þá við umbætur á reglunum um fjármögnun fram- bjóðenda. Bush og McCain era á önd- verðum meiði í þessu máh, en margir ráðleggja Bush að fara varlega í að setja sig upp á móti breytingum á þann veg að gera fjárframlög til frambjóðenda sýnilegri, enda margir kjósendur fylgjandi slíkum umbót- um. Larry Lindsey, helsti ráðgjafi Bush í efnahagsmálum, hefur þótt líklegur til þess að hreppa embætti fjármálaráðherra, en fleiri nöfn era nefnd í því sambandi. Einn helsti kosningaráðgjafi Bush og gamll vinur frá Texas, Don Evans, er orðaður við embætti viðskiptaráðherra. Mark Racicot, fylkisstjóri Montana, þykir líklegur tU að fá annaðhvort dóms- mála- eða innanríkismálaráðuneytið, en Slate Gordon, öldungadeildarþing- maðurinn frá Washington sem náði ekki endurkjöri, er líka nefndur sem hugsanlegur innaríkismálaráðherra eða þá orkumálaráðherra. Bush þyk- ir síðan líklegur til þess að nefna konu sem atvinnumálaráðherra og era þar Linda Chavez, þingmaðurinn Jenni- fer Dunn og Christie Whitmann, fylk- isstjóri New Jersey, efstar á blaði. Karin Huges fylgir Bush og verður áfram náinn ráðgjafi hans í Hvíta húsinu og Ari Fleischer að öllum lík- indum talsmaður forsetans. Hver sá sem útnefningu hlýtur í eitthvert embætti þarf að fá hana staðfesta af öldungadeild þingsins en ekki þó fyrr en að lokinni nákvæmri könnun á högum viðkomandi. Alrík- islögreglan kemur þar að málum og þetta ferli tekur alllangan tíma. Þó svo að Bush hafi mun skemmri tíma til stefnu en forveri hans í starfi er rétt að minna á að þegar Clinton náði fyrst kjöri árið 1992 tók það hann fimm vikur að nefna fyrsta ráð- herrann og það var ekki fyrr en síðla hausts 1993 að búið var að skipa í flest embætti. Bush stefnir að því að útnefna rík- isstjóm sína fyrir 20. janúar 2001, daginn sem hann sver embættiseið. En einhver töf verður á öðrum út- nefningum og staðfestingum þeirra. Ætla má að ekki verði búið að skipa í öll embætti fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs. Menn og málefni Þó svo að loftið sé lævi blandið í Washington og demókratar hyggist hefna sín í kosningunum 2002 og 2004 gætu íhaldssamir repúblikanar á þingi líka reynst Bush skeinuhætt- ir. Þeir hrósa nú sigri yfir því að flokkurinn ráði yfir báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu í fyrsta sinn í nær hálfa öld, eða frá því 1952 þegar Eisenhower tók við forsetaembætt- inu, og sumir ætla sér stórt. En áður en þeir reyna að banna fóstureyðing- ar eða ráðast í önnur umdeild mál ættu þeir að minnast sögunnar. í kosningunum árið 1954 töpuðu repúblikanar meirihluta sínum í báð- um deildum og áður en embættistíð Eisenhowers lauk höfðu demókratar aukið forskot sitt frekar og náð 129 sæta meirihluta í fulltrúadeildinni og 30 sæta meirihluta í öldungadeild- inni. Hófsamir repúblikanar hvetja því til aðgátar og benda á að Bush ætti að fara sér hægt í átakamálum, svo sem víðtækum skattalækkunum og breytingum á lífeyriskerfinu. Þeir telja menntamálin vera líkleg til árangurs og eins minni háttar skattalækkanir, svo sem afnám erfðaskatts og mismunar á skatt- lagningu hjóna. I ræðu sinni á miðvikudagskvöldið minntist Bush á þá málaflokka sem hann hélt hæst á lofti í kosningabar- áttunni og hét því að framfylgja stefnu sinni. Það vakti þó athygli að hann minntist fyrst á þau mál sem líklegra er að samstaða náist um, svo sem umbætur í heilbrigðisgeiranum, lækkun á lyfjaverði til ellilífeyris- þega og átak i skólamálum, en skattalækkanimar ráku lestina. Margir veðja á að heilbrigðismál verði framarlega á dagskrá á kom- andi ári. Þetta er málaflokkur sem kvenkyns þingmenn hafa lengi sett á oddinn. Nú era 13 konur í öldunga- deildinni og það hefur sýnt sig að þær era tilbúnar að standa saman um mikilvæg málefni, þvert á flokks- línur. Hlutfall kvenna í fulltrúadeild- inni er svipað, en menn reikna með að það aukist að loknum næstu kosn- ingum árið 2002 þegar ný kjördæma- skipan tekur gildi. Blikur á lofti í efnahagslífínu Efnahagslífið er þó það málefni sem gæti kollvarpað áformum ný- kjörins forseta og stjómar hans. Svo virðist sem hinum mikla efnahags- vexti undanfarinna átta ára sé að Ijúka, fyrirtæki standa ekki lengur undir gróðavæntingum, eftirspurn dalar og bílaframleiðendur era byrj- aðir að segja upp fólki. Alan Green- span seðlabankastjóri hefur lýst yfir að tími vaxtahækkana sé liðinn og einnig látið í veðri vaka að vextir geti jafnvel lækkað á næsta ári. Það þyk- ir ólíklegt að Bush reyni að hrófla við hinum valdamikla seðlabankastjóra, en hann er enginn fjölskylduvinur. Bush eldri er sagður kenna honum um lægðina í efnahagslífinu fyrir tæpum áratug, sem átti þátt í að kosta hann endurkjör þegar Clinton vann forsetakosningarnar árið 1992. Dick Cheney, kjörinn varaforseti, hefur gengið svo langt að vara við yf- irvofandi kreppu og bent á nauðsyn þess að lækka skatta svo að fólk hafí úr meira að moða. En boðaðar skattalækkanir upp á 1,3 trilljónir dollara á næstu 10 áram áttu að stóram hluta að koma úr tekjuaf- gangi ríkissjóðs, sem byggður var á bjartsýnni efnahagsspá. Það er því erfitt að sjá hvernig rík- ið gæti bætt sér upp þann tekjumissi sem hlytist af víðtækum skattalækk- unum. Hófsamir demókratar hafa þar að auki lagt ríka áherslu á að greiða niður skuldir og þeir munu leggjast hart gegn því að ríkissjóður verði rekinn með halla. Það mun vera lýðum ljóst að Ge- orge W. Bush þarf að taka til hend- inni á næstu vikum. í stað hinna hefðbundnu hveitibrauðsdaga þarf hann að leggja sig fram um að ná til demókrata og stuðningsmanna þeirra jafnframt því að biðla til íhaldssamra repúblikana um að sýna biðlund. Bush fundar með Clinton forseta og A1 Gore varaforseta í Washington í byijun vikunnar. Fundur Bush og Gore er til þess ætl- aður að skapa frekari einingu og samstöðu meðal þjóðarinnar. Skoð- anakannanir sýna að meirihluti Bandaríkjamanna er tilbúinn að horfa fram á veginn og gefa nýjum forseta tækifæri, nú er það hans að halda rétt á spilunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.