Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Allar hljómsveitarsvítur Bachs á jólatónleikum Kammersveit Reykja- víkur leikur allar hljóm- sveitarsvítur Bachs á jólatónleikum í Lang- holtskirkju í dag, sunnu- dag, kl. 16. Tónleikarnir eru liður í Stjörnuhátíð menningarborgarinnar. EINLEIKARI með Kammersveit Reykjavíkur á tónleikunum verður Martial Nardeau flautuleikari og hljómsveitarstjóri er Reinhard Goebel. „Þetta er 250. ártíð Bachs og við höfðum ákveðið að á þessu ári myndum við flytja allar hljómsveit- arsvítur Bachs. Þetta verður í fyrsta sinn sem þær eru allar fjórar fluttar á tónleikum hér en margir þekkja kafla úr svítunum, til dæmis , Air“ og ýmsa kafla úr flautusvítunni, þótt þeir átti sig ef til vill ekki á því hvað- an þeir eru,“ segir Rut Ingólfsdóttir, fíðluleikari og listrænn stjómandi Kammersveitarinnar. „Til þess að stjóma þessum tón- leikum höfum við fengið okkur til að- stoðar barokksérfræðinginn Rein- hard Goebel, sem er þekktur stjómandi og leiðbeinandi Musica Antiqua í Köln. Goebel er þriðji sér- fræðingurinn í barokktónlist sem Kammersveitin fær hingað til lahds til að hjálpa okkur með túlkun á bar- okktónlist, þótt við spilum á nútíma- hljóðfæri. Hinir era Jaap Schröder og Roy Goodman sem var með okkur á jólatónleikum 1996. í nútímatónlistinni höfum við gert það sama en árum saman unnum við mikið með Paul Zukofsky sem er mikill sérfræðingur í nútímatónlist. Með því að fá hingað þessa sérfræð- inga eram við í Kammersveitinni stöðugt að reyna að bæta okkur sem hljóðfæraleikarar. Eftir tónleikana á sunnudaginn ætlum við síðan að hljóðrita svítumar. Við byrjum á þeim upptökum strax á mánudag- inn,“ segir Rut. Það má segja að árið hafi verið annasamt hjá Kammersveitinni, því auk þess að gefa út tvær geislaplötur, halda sína hefðbundnu tónleika og koma fram á fjölda tónleika í tilefni af menningarborgarári, hefur sveitin Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. farið í fjórar tónleikaferðir erlendis á einu ári. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt ár,“ segir Rut. ,AHt þetta ár höfum við varla gert annað en að spila íslenska tónlist, bæði hér heima og erlendis vegna þess að menningarborgarárið hefur verið helgað íslenskri tónlist. Bæði héldum við opnunartónleika menningarborg- arársins 29. janúar með verkum frá fyrri hluta aldarinnar og einu glæ- nýju verki eftir Hafliða Hallgrímsson og síðan héldum við tónleika á Listahátíð þar sem við rifjuðum upp nokkur íslensk verk sem við höfum áður spilað og spönnuðu tímabilið frá lýðveldisstofnun til ársins 1985. Flest verkin vora þó frá 1975-1985. Síðan fóram við tvisvar til Þýska- lands til að spila á hátíðum. Annars vegar var það Euromusicale-hátíðin í Munchen en þangað var boðið einum tónlistarhópi frá hverju landi í Evr- ópu. Hins vegar spiluðum við á þjóð- ardegi Islands á EXPO sýningunni. Við höfum af því tilefni notað tæki- færið og tekið upp þau íslensk verk sem við spiluðum, þannig að við erum þegar farin að leggja grunn að því markmiði okkar að gefa út fjöldann allan af plötum með íslenskri tónlist á næstu áram.“ Og svo heimsóttuð þið Kína. „Já, það var stórbrotið. Ég hafði komið þangað árið áður með Gerrit Schuil og það má segja að þessi ferð Kammersveitarinnar hafi orðið til út úr þeirri heimsókn. Þetta var stór- kostleg ferð og mikil upplifun fyrir þá fimmtán hljóðfæraleikara sem tóku þátt í henni og við fengum frá- bærar viðtökur. Þessi ferð var frá- bragðin flestum tónleikaferðum að því leyti að við höfðum tíma til að skoða okkur svolítið um. Það má segja að þetta hafi verið sambland af vinnu- og skemmtiferð og Kínverj- amir tóku mjög vel á móti okkur.“ „Hef ekkert á móti nútímahlj óðfærum“ ÞETTA er í annað sinn sem Rein- hard Goebel kemur hingað til lands - og í annað sinn sem hann kemur fram á tónleikum í Langholts- kirkju. „Ég sé ekki mikið af landinu því ég fer alltaf beint í sömu kirkj- una,“ segir hann og hlær. I fyrra skiptið, vorið 1999, kom hann hing- að ásamt félögum si'num í hinum kunna þýska tónlistarhópi Musica Antiqua Köln, en Goebel er stofn- andi og stjómandi hópsins og heimsþekktur fyrir túlkun sína á barokktónlist. Það er þó langt frá því að hann álíti það eina rétta við túlkun og flutning barokktónlistar að leika hana á uppmnaleg hljóðfæri, ems og virðist jaðra við trúarbrögð hjá svo mörgum tónlistarmönnum i þeim geira. Sjálfur er hann á síð- ustu ámm farinn að vinna æ meira með tónlistarmönnum og -hópum sem leika á nútímahljóðfæri, leið- beina þeim við túlkun eldri tónlist- ar og blása í hana nýju Iífi. Tónlistarmaðurinn á bak við hljóðfærið skapar tónlistina „Ég held að nútímahljóðfæraleik- arar eigi að fá aftur sína verk- efnaskrá," segir Goebel og bætir við í gamni og alvöru að hann og hans líkar hafi stolið frá þeim verk- efnum með þvi að segja að það sé t.d. ckki hægt að spila verk Handels á nútímahljóðfæri. „Mér finnstþað satt að segja mjög takmarkandi að segja að aðeins megi spila verk Hándels á uppmnaleg hljóðfæri. Og hvað em uppmnaleg hljóðfæri ef út í það er farið? Mér finnst að tónbókmenntimar eigi að vera fyr- ir alla en ekki takmarkast við ákveðna hljóðfæragerð - alls ekki,“ segir hann. „Nútímahljóðfæri hafa svo marga möguleika. Við megum ekki gleyma að það er ekki hljóð- færið sem skapar tónlistina, heldur tónlistarmaðurinn á bak við hljóð- færið. Ef fiðluleikarinn er góður og vel menntaður hefur barokkfiðlan í gmndvallaratriðum enga yfirburði gagnvart nútímafiðlumii," segir hann og bætir svo við - eins og til að leggja enn meiri áherslu á af- stöðu sma: „Ég hef alls ekkert á móti nútímahljóðfærum, þvert á móti; ég elska þau.“ Reuters Meistarinn skoðaður GESTIR d’Orsaysafnsins virða fyrir sér gaf fyrir nokkru 109 málverk, sem er stærsta sjálfsmynd Paul Cezanne, sem er eitt fjöl- einstaka listaverkagjöf aldarinnar, en þar á margra málverka, sem frönskum söfnum hafa meðal eru verk eftir Matisse, Monet, Chardin verið gefin á árinu. Ónafngreindur gefandi og Degas - auk Cezanne.. ÞÝSKI listamaðurinn Tobias Gereon Gerstn- minnismerkjum er nú stendur yfir í Diissel- er Ieggur hér lokahönd á verk sitt Liggjandi dorf í Þýskalandi. Sýningin er sú stærsta er par, sem þesssa dagana er hluti sýningar á listamenn í Þýskalandi hafa sjálfir efnt til. 1 P Liggjandi par
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.